Morgunblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGtJST 1977
5
Síld inni á flóum og
fjörðum norðanlands
Merki um öran vöxt síldarstofhs-
ins segir Hjálmar Viljhjálmsson
MORGUNBLAÐIÐ hefur
fregnað að nú undanfarið
hafi síld sést víða inni á
flóum og fjörðum norðan-
lands, eins og inni á Húna-
flóa og Eyjaf jarðarpolli.
Viðrar illa fyr-
ir Bretaprins
ÞAÐ VIÐRAÐI ekki vel til veiði
hjá Karli Bretaprins fyrsta dag-
inn, sem hann var við veiði í
Hofsá í Vopnafirði. í gær var þar
hvöss norðaustanátt með úrhellis-
rigningu og var Hofsá orðin mó-
rauð er leið á daginn. Þegar Morg-
unblaðið hafði samband við veiði-
húsið að Teigi i Vopnafirði i gær,
var sagt að Karl prins hefði ekki
látið veðrið á sig fá, heldur farið í
langa gönguferð í rigningunni og
kuldanum og ætlað að vera úti
fram á kvöld.
Að sögn manna er hér um
millisíld að ræða. Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðing-
ur sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að
þessar fregnir kæmu sér
ekki á óvart. Hér væri
örugglega um að ræða
tveggja og þriggja ára
gamla sumargotssíld, sem
síðar í haust gengi austur
og suður með landinu.
Væri þetta aðeins merki
um það hve síldarstofninn
væri nú í örum uppvexti.
Kvað Hjálmar rannsóknar-
skipið Bjarna Sæmundsson
fara á næstunni í árlegan
seiðarannsóknaleiðangur,
og vonaðist hann til að þá
kæmust þeir í tæri við eitt-
hvað af þessari síld.
AF MÖRGU
ER AÐ TAKA
Þriðju sumartónleikarnir i Skál-
holti, haldnir s.l. helgi, voru fyrir
margra hluta sakir sérkennilegir.
Flutt var gömul tónlist, sem ekki
hefur almennt verið numin í
skólastofnunum, fyrr en allra sið-
ustu árin og þvi litið flutt nema af
hópum, sem i vaxandi mæli eru
farnir að fást við gömul hljóðfæri
eins og t.d. lútu og blokkflautu.
Þá hafa söngvarar einkum karl-
menn þjálfað sig i söngtækni. sem
var talin góð og gild á miðöldum
en lögð var af, með vaxandi þátt-
töku kvenna I hljómleikahaldi á
16. og 17. öld.
Tónleikarnir hófust á Triósónötu
eftir Telemann, fyrir gítar blokk-
flautu, sembal og þá trúlega cello,
eins og gert var ráð fyrir á timum
Telemanns, að trió sónötur væru
leiknar venjulega af fjórum hljóð-
færaleikurum. Telemann er stór-
kostlegt tónskáld. Helga Ingólfs-
dóttir (sembal). Snorri Örn Snorra-
son (gitar) og Camilla Söderberg
(blokkflautu) léku verkið mjög vel.
Annað verkefnið voru tveir þættir
út svítu fyrir lútu, eftir Bach, Sara-
banda og Bourree. Snorri Örn er
góður lútu- og gítarleikari en ein-
hvern veginn, hefur undirritaður
það á tilfinningunni, að hann vanti
aðeins tækifæri til að troða upp og
öðlast sjálfstraust og öryggi þess
sem upplifað hefur að hann. GET-
UR OG KANN. Varasemi og gætni
rænir flutninginn talandi og túlk-
andi krafti. Hubert Seelow er I
efnisskrá er nefndur tenor. Söng-
tækni hans er sams konar og I
tlsku var á miðöldum og er radd-
staðan svipuð og hjá altrödd. Tón-
tak hans er stöðugt. tónstaðan
mjög hrein og söngur hans gædd-
ur hlýju og teprulaus. sem er
ástæða til að nefna. þvl svona
söngmáti er viðkvæmur og auk
þess óvenjulegur, svo lltið má út
af bera. Fyrstu viðfangsefnin voru
tekin úr Þorlákstlðum „O pastor
Hyslandie". sem er 9. vers, „O
virtutum speculum". 73 vers og
„O consolator pauperum", 54.
vers. Hvort sem þessi tónsmið er
að öllu eða aðeins nokkru leyti
islenzkt smlð, eru til heimildir um
uppfærslu hennar. sem ná fram til
1200. Guðmundur biskup góði
Arason á Hólum söng hinum „hin-
um sæla Þorláki messu eftir is-
lenzkum vana" en um þennan at-
burð er þótti til tiðinda er sagt frá I
biskupasögunum. Bæði um söng
Seelow á Þorlákstlðum og söngv-
um þeim, sem á eftir komu, er
ekki annað en gott eitt að segja,
en söngur er ekki aðeins tónflutn-
ingur heldur og orð og án þess að
geta tengt saman orð og tónmál,
verður hlustunin aðeins bundin
ferli tónhugmyndanna. Á 16. öld
er hljóðfæratónlist að ryðja úr
sessi söngtónlist og frá þeim tima
eru nöfn eins hljóðverk (sónata)
og hljómverk eða samhljómsverk
(sinfónia) notuð yfir tónlist. sem
ekki var sungin. (Minnir á stöðu
tónlistar i dag þar sem reynt hefur
verið að greina tónlist núdagsins í
tónlist og hljoðlist). þessi nýja
tizka útrýmdi stórum hluta af
söngvenjum og tónlist fyrir hljóð-
færi, sem ekki gátu endurnýjað
notagildi sitt i samspili og hljóm-
sveit. Hljómsveitin, sem er að
verða til og olli straumhvörfum i
þróun hljóðfærasmiði. Vihuela er
eitt þeirra hljóðfæra sem féll úr
notkun og sömuleiðis tónlist,
aðallega söngvar og danssvitur,
sem ritaðar voru fyrir þetta milli-
hljóðfæri gítars og lútu á 16. öld.
Tres libros de música eftir Alonso
de Mudarra voru gefnar út i
Sevilla árið 1546 og eru einn af
sjö bókatitlum sem til eru af
spánskri vihuelatónlist frá 16. öld.
Til að skilja slika tónlist er nauð-
synlegt að fá innsýn i textann og
jafnvel vitneskju um siðvenjur og
menningu þess tima, sem
söngvarnir eru tengdir.
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Flutningur Hubert Seelow og
Snorra, sem lék undir á lútu. var
áferðafallegur og yfir honum
þokki og sérkennilegur og fram-
andi blær. Snorri Örn Snorrason
lék nokkra kafla úr danssvitu I
d-moll eftir Weiss, sem var sam-
timamaður Bach. en undirritaður
veit ekki frekari deili á. Svítan er
falleg tónsmíð og var vel leikin.
Snorri mætti gjarnan stofna til
kvöldstundar með áhugafólki og
kynna lútuna, gerð hennar og
sögu og leika nokkur dæmi um
notkun þessa merka hljóðfæris.
Tónleikunum lauk með Kantötu
eftir Telemann. Kantatan var
sungin af Hubert Seelow, en
hljóðfæraleik annaðist Helga
Ingólfdóttir og Cammilla Söder-
berg. Samspil þeirra var frábært
og eftir leik Camillu Söderberg að
dæma, sérstaklega i 1. kaflanum,
verður fróðlegt að heyra hana
spreyta sig á viðfangsefnum
næstu tónleika, sem haldnir verða
dagana 6. og 7. ágúst, eða um
næstu helgi.
Jón Ásgeirsson.
heyhleðsluvagnar
Höfum nýlega fengið viðbótarsendingu af
KEMPER vögnum á gamla verðinu.
| Ideal 25 kr 985 þús.
f Normal G30 kr1065þús.
Q.
5’
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavík Sími 38900
INNLENT LÁN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1977 2.FL
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Fjármálaráðherra hefur,fyrir
hönd ríkissjóðs, ákveðið að
bjóða út verðtryggð spariskír-
teini allt að fjárhæð 1100
milljónir króna.
Kjör skírteinanna eru í aðal-
atriðum þessi:
Meðalvextir eru um 3.5% áári,
þau eru lengst til 20 ára og
bundin til 5 ára frá útgáfu.
Skírteinin bera vexti frá
10. september og eru með
verðtryggingu miðað við
breytingar á vísitölu bygging-
arkostnaðar, er tekur gildi
1. október 1977.
Skírteinin, svo og vextir af
þeim og verðbætur, eru skatt-
frjáls og framtalsfrjáls á sama
hátt og sparifé. Þau skulu
skráð á nafn. Skírteinin eru
gefin út í þremur stærðum,
10.000, 50.000 og 100.000
krónum.
Sala skírteinanna stendur nú
yfir og eru þau til sölu hjá
bönkum, bankaútibúum og
sparisjóðum um land allt svo
og nokkrum verðbréfasölum í
Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmálar
liggja frammi hjá þessum
aðilum.
Ágúst 1977
íH) SEÐLABANKI ÍSLANDS