Morgunblaðið - 05.08.1977, Side 10

Morgunblaðið - 05.08.1977, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977 Oddsskarðsgöng- in opnuð til um- ferðar í haust UMFERÐ verður hleypt í Oddskarðsgöngin í haust, en gangnagerðin hefur nú staðið yfir í nokkur undan- farin ár. Alls verða göngin um 620 metrar að lengd með munnum, sem steyptir hafa verið, sinn hvoru megin við gangnaenda. Eru göngin þau næst lengstu á íslandi, á eftir Strákagöngunum, sem eru rösklega 800 metrar. Þótt umferð verði hleypt í gegn- um göngin í haust, verður Adalfundur Húseigenda- félagsins MIÐVIKUDAGINN 20. júlf S.I. var aðalfundur Húseisendafólags Reykjavíkur haldinn í húsakvnn- um félagsins að Bergstaðaslræti Ila., Reykjavfk. í stjórn voru kjörnir: Páll S. Pálsson hrl. formaður, og með- stjórnendur Alfreð Guðmundsson forstöðumaður, Guðmundur R. Karlsson skrifstofustjóri, Lárus Halldórsson endurskoðandi og Birgir Þorvaldsson forstjóri. Skrifstofa félagsins er opin frá kl. 16.00—18.00 hvern virkan dag og er félagsmönnum frjálst að fá þar endurgjaldslaust upplýsingar um hagsmunamál húseigenda og ávallt eru fáanleg á skrifstofunni eyðublöð fyrir húsaleigusamn- inga. þá ekki fulllokið við þau, en á næsta sumri verður gengiö frá lýsingu og slit- lagi á gólfi. Jón Birgir Jónsson, yfirverk- fræðingur Vegagerðar ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að á þessu ári yrði unnið fyrir 100 millj. kr. og á næsta ári væri gert ráð fyrir 50 millj. kr. fjárveitingu til gangnagerðarinn- ar og 20 millj. kr. á árinu 1979^ Að sögn Jóns Birgis vinnur flokkur frá vegagerðinni nú að þvi að setja upp öryggisnet undir loft gangnanna, eins og gert var í Strákagöngunum, þá ynni verk- taki að því að steypa munnana beggja vegna gangnanna, en alls yrðu munnarnir um 200 metra langir. Þá ætti verktakinn eftir að steypa upp í viðkvæm svæði á nokkrum stöðum í gangnaloftinu. Að því loknu yrðu settar hurðir á munnana og þá væri ekkert til fyrirstöðu um að opna göngin til umferðar i haust. Mætti þvi búast við að leiðin til og frá Neskaup- stað yrði nú meira og minna opin i vetur. Sagði Jón að á næsta sumri yrði umferð um göngin stöðvuð aftur og fólk yrði þá að aka yfir Odds- skarð sem fyrr, þar sem þá yrði gengið frá gólfi gangnanna. Annað hvort yrði það steypt eóa olíumöl sett á. Nokkur vatnsagi væri í göngunum og ef ekki tæk- ist að stöðva hann yrði að steypa gólfið, þó svo að þáð væri miklu dýrara, en engu að síður væri steypa sterkasta slitiagið. Þá yrði lýsing sett upp í göngunum á næsta sumri og unnið við smærri verk allt fram á sumarið 1979. ORÐ í EYRA Eftir helgina Heill og sæll, Jakob góður. Þá er nú þessi svokallaða verzlunarmannahelgi búin og allur lýðurinn, sem tjaldaði I túnfætinum hjá mér, horfinn á braut — eins og Alþingi forð- um. Hjarna hjá okkur gekk allt takkbærilega eins og hjá upp- lýsingastöð Umferðarráðs. (A Pál Ileiðar minnist ég ekki. fig hef aldrei skilið þann mann. Það er helzt ef hann bregður fyrir sig enskunni að eé renni grun f hvað hann er að reyna að tjá). vjð héldum 4 dansleiki f Fé- lagsheimilinu okkar. Það var troðfullt öll kvöldin svo við höfðum vel uppúr þessu. Að vísu þarf eitthvað að lappa uppá snyrtiherbergin og úti- hurðina en það sér Simbi Sig um eins og hann er vanur. Og fyrir lftið. Við Ilreppsi reyndum að hafa stjórn á þessum malar- börnum eftir því sem við varð komið. Oddviti lét ekki sjá sig enda á hann miklu meira flatt en við og er Ifka dauðhræddur um kéllinguna. Erfiðast þótti mér að eiga við þessa eymingja þegar þeir vildu setjast undir stýri pöddufullir. Þeir urðu bara vondir og sögðu að einhvur menningarviti f Vísi, Blöndal held ég, segði að bezt væri að skola niður ferðarykinu með klára brennivfni. Ekki trúi ég sá sé mikið skyldur okkar gamla, góða Blöndali frá kreppuárunum. Þá væri nú Bleik brugðið. Og þegar við vorum að taka af þeim flöskurnar við inn- ganginn, unglingunum, sögðu þeir stafffrugir og höfðu eftir þessu sama dalverpi að brenni- vfnið væri nauðsynjavara, aungvu sfður en kartöflur og smjör og fyrstaflokks dilka- kjöt. Eg var að sjálfsögðu hinn valdsmannslegasti eins og ég á kyn til langt framm f ættir eins og þú veizt, Jakob minn. Eg lét þá sko ekkert eiga hjá mér, sagði þeim að éta hund á helginni og bað þá bera Blönd- ali þessum kveðju mfna og það með að mín vegna mættu þeir Fyrir Sunnan reykja sitt hass; þeir gætu líka étið sínar mar- iuhænur fyrir mér; og okkur hérna f Félagsheimilinu skipti það aungvu þótt þeir drykkju sitt heróvín og böðuðu sig í parafíni og morfíni en hér f sveit væru vfmuefni ekki nauðsynjavara fremur en visir til dagblaðs. Nú er von á þurrki á morgun svo ég má til með að drffa mig uppf til hennar Veigu. Blessaður ævinlega, Filipus Vara-Oddviti. Hjólhýsafólk á Þingvöllum heimsótt Jón Þór, Þórdfs og Jón Bergmann „Þetta er sumar- bústaður á hjólum” Þegar ekið er um Þing- velli er áberandi hjólhýsa- byggðin, sem hefur aukist þar til muna undanfarið. Blaðamaður og Ijósmyndari áttu leið þar um um daginn í rigningarsudda og litu þar inn til hjólhýsafólks til að rabba. Vantar bara sundlaug. Fyrst bönkuðum við upp á hjá hjónunum Þórdisi Karls- dóttur og Jóni Bergmann Ingimagnssyni, sem voru þarna inni við með syninum Jóni Þór, og við inntum þau eftir hjólhýsalífi. „Þetta er alveg Ijómandi, ef það væri sól yrði það alveg stórkost- legt að vera hér. Við erum búin að vera hér í 10 daga, þetta er nefnilega sumarfríið mitt," sagði Jón. „Og þetta er alveg eins og sumarbú- staður á hjólum," bætti Þór- dís við, „hér er allt til alls og munur að geta fært sig til að vild." Þau vildu einkum nefna kostina við að vera með hljól- hýsi á Þingvöllum þá, að þarna væru þau hæfilega langt frá bænum, á fallegum stað, þar sem hægt væri að ganga um, en eini gallinn væri sá, að nauðsynlega vantaði bað og sundlaug, þvi að til að komast í bað þyrfti að fara til Laugarvatns. Hjólhýsaklúbburinn á draum. Við komumst að því að þau eru meðlimir í Hjólhýsa- klúbbnum og vaknaði for- vitni okkar á þeim félags- skap. „í Hjólhýsaklúbbnum ættu nú að vera milli 100—200 meðlimir, en ég veit tölu félagsmanna ekki nákvæmlega Við höldum u.þ.b. 4 fundi á ári og til- gangurinn er sá að fólk sem á hjólhýsi ræði saman og draumurinn er sá að klúbbur- inn eignist eigið landsvæði," sagði Jón „Við erum með sérstakt mót um verzlunar- mannahelgina í Húsafelli, þar nær fólkið saman og kemur með börnin sín og haldinn er varðeldur. Þetta mót hefur undanfarið verið haldið hér á Þingvöllum, en nú var ákveðið að breyta til," sagði Þórdís. Þau létu í Ijós áhygjjur sín- ar yfir að leigan væri alltaf að hækka á hjólhýsasvæðum, en töldu þó leiguna á Þing- völlum hæfilega ennþá. „Það er óánægja í klúbbnum út af þessum leiguhækkunum," sagði Þórdís við okkur að lokum. Að elta góða veðrið „Hér er svo rólegt að vera, og hér er maður til þess að komast úr erlinum í bænum sem ætlar allt lifandi að drepa," svaraði Þórdís Jóns- dóttir spurningu okkar um lífið í hjólhýsi á Þingvöllum „Það er ágætisaðstaðá hér og þetta er alveg hæfilega langt frá bænum, svo er hægt að færa sig eftir veðrinu, þ.e. að elta góða veðrið. Það bezta við þetta er tilbreytingin," sagði Þuriður að lokum og fór að sýsla eitthvað inni i hljólhýsinu meðan lægðin gekk yfir. Þórdís Jónsdóttir. Ljósmvndir: Kristinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.