Morgunblaðið - 05.08.1977, Side 14

Morgunblaðið - 05.08.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGUST 1977 Minning: Hannes Friðsteins- son fyrrv. skipherra Fæddur 3. janúar 1894. Dáinn 27. júl.í 1977. Vort t*r líf í herrans hönd, hvar sem endar da^atal. Aó láni hafa allir önd, „unKur má. en ^amall skal'*. Séra Þorl. Þórarinsson. Svo ungur í anda en aldinn að árum var hann sem við kveðjum i dag. Að gömlum íslenzkum sið langar mig í fáeinum orðum að minnast föður míns Hannesar Friðsteinssonar, sem lézt hér í fæðingarborg sinni Reykjavík hinn 27. júlí, þegar sólin skein hvað hlýjast og fegurst á borgina sem hann átti heimilí sitt í alla ævi og hann unni og var stoltur af. Hann sá fyrst dagsins ljós 3/1 1894. Foreldrar hans voru Ástríð- ur Hannesdóttir pósts í Reykjavík og Friðsteinn Guðmundur Jóns- son sjömaður þar. Hann hlaut í veganesti þann fjársjóð sem ent- ist honum alla hans ævi, en það var gott skap og létt lund. Hann var sérlega kvikur og snar i hreyf- ingum, stórhuga og fljótur til at- hafna á öllum sviðum. Sjó- mennskan var hans ævistarf en sökum veikinda fór hann í lan<j 1958. Hann kvæntist móður minni 3/2 1921. Varð þeim fimm barna auðið, en þrjú lifa nú föður sinn. Hún lézt 29/7 1940. En lffið held- ur áfram þá sem nú. Seinni konu sinni Magneu Sigurðardóttur kvæntist hann 27.. mai 1944. Þau áttu engin börn saman, en hennar börn voru tvö fyrir. Skal henni þökkuð umhyggja og ástúð sú er hún veitti honum i veikindum hans, sem og áður fyrr. Minar perlur eru bjartar minningar æskuáranna við leik og ævintýr með pabba sem alltaf hafði tfma til að syngja, spjalla, sippa, hjóla, dansa, synda og jafnvel að standa á höndum með okkur. Þessa sögu hafa öll barnabörnin hans líka að segja, jafnvel á hans efri árum. Mæt er sú minning sem hann læt- ur okkur eftir fjölskyldu sinni. Kveðjum við hann öll með hjart- ans þökk. Didda. Hannes Friðsteinsson fyrrver- andi skipherra, Kárastíg 9 hér í borg, aridaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 27. júli sl. Útför hans fer fram í Dómkirkjunni í dag. Hannes var fæddur 3. janúar 1894 í Reykjavfk, í Valgarðsbæ, sem stóð á þeim slóðum sem Grundarstigur er nú. Foreldrar hans voru Friðsteinn G. Jónsson stýrimaður og kona hans, Ástrið- ur Hannesdóttir. Þau eignuðust sjö börn, þrjá syni og fjórar dæt- ur. Faðir Hannesar var ættaður ú Vestmannaeyjum en móðir hans var Reykvíkingur, dóttir Hannes- ar pósts Hanssonar sem kunnur var á sinni tíð, m.a. af hinu þekkta kvæði sem Þorsteinn Erlingsson orti um hann. Hannes póstur lenti í mörgum svaðilför- um á ferðum sinum austur í Skaftafellssýslu, svo sem lesa má í ritgerð um hann í Söguþáttum landj>óstanna. Föður sinn missti Hannes Frið- steinsson árið 1904 og móðir hans stóð ein uppi með sjö börn. Urðu þau að fara að vinna fyrir sér strax og þau höfðu aldur til á þeirra tíma mælikvarða. Hannes fór fyrst á sjó með móðurbróður sínum, þá 10 ára gamall. Frá 1909 stundaði hann óslitið sjó- mennsku, nema þann tima sem hann var við nám, til ársins 1958 er hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests. Hannes tók fiskiskipstjórapróf frá stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1916 og hið almenna stýrimannapróf frá sama skóla árið 1918. Hann var háseti á togurum en stýrimað- ur og skipstjóri 1917 — 1930, en það ár var hann ráðinn 1. stýri- maður á varðskipið Þór. Skip- stjóri og stýrimaður var hann á ýmsum skipum hjá Skipaútgerð ríkisins og Landhelgisgæzlunni. Síðast var hann skipherra á varð- skipinu Maríu Júliu, en eftir að hann hætti sjómennsku, eins og fyrr er sagt, gerðist hann nokkur ár þingvörður Alþingis í Þórs- hamri. Hannes var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Hallbjörns- dóttir Oddssonar útvegsbónda á Bakka í Tálknafirði, síðast á Akranesi. Hún var fædd 3. febrú- ar 1896 og andaðist 29. júlí 1940. Þau giftust 3. febrúar 1921 og eignuðust fimm börn: Níels Jón (ókv. látinn), Freystein G. (ókv. látinn), Björgvin Kr. húsasmið (kvæntur Sigurveigu Sólmunds- dóttur), Astriði (gift Bjarna Magnússyni vélstjóra) og Dóru (gift Jóni Júlíussyni flugvéla- virkja). Seinni kona Hannesar var Magnea Sigurðardóttir útvegs- bónda á Hjalteyri i Eyjafirði Sigurðssonar. Hún er fædd 11. júní 1905 og lifir mann sinn. Þau giftust 27. maí 1944. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru: Hrafn- hildur Einarsdóttir (gift Karli Sveinssyni sölumanni) og Viggó Einarsson deildarstjóri (kvæntur Sigurbjörgu Hjálmarsdóttur). Hannes var umhyggjusamur heimilisfaðir og gerði engan mun á stjúpbörnum og eigin börnum. Með Hannesi er horfinn af sjón- arsviðinu einn af fulltrúum alda- mótakynslóðarinnar, sem nú er óðum að týna tölunni. Ævi hans spannaði eitthvert mesta fram- faratímabil í sögu þjóðarinnar, allt frá tímum árabáta og skútu- aldar til fyrstu togaranna, sem nú myndu þykja forngripir miðað við þau skip er í dag moka aflanum í land með þeim tvísýna árangri að fiskistofninum er hætta búin. Hannes var vinsæll í starfi sínu og bar mikla umhyggju fyrir und- irmönnum sínum. Svo segir mér sýslungi minn Hjalti Einarsson málarameistari, sem var vélstjóri hjá honum eina sildarvertíð, að Petrína H. Guðmunds- dóttir — Mmningarorð í dag fer fram frá Hafnarfjarð- arkirkju jarðarför Petrínu H. Guðmundsdóttur, en hún lézt á Borgarspitalanum 30. júli s.I., sjötíu og sex ára að aldri. Petrína Henríetta Guðmunds- dóttir var fædd 12. júli 1901 á Ísafirði og voru foreldrar hennar Sigríður Magnúsdóttir, sem fædd var á Naustum við Skutulsfjörð 10. febrúar 1876, og Guðmundur Guðmundsson, sem fæddur var í Vatnadal við Súgandafjörð 25. apríl 1876. Þau hjón hófu búskap sinn í Vatnsdal við Súgandafjörð en fluttu að Gelti við sama fjörð árið 1911 og bjuggu þar til ársins 1951 eða um 40 ára skeið og létust bæði á Suðureyri á árinu 1954. Guðmundur átti einn son áður en ■hann kvæntist en börn hans og Sigríðar voru átta og var Petrina elzt þeirra. Eru sex systkina hennar nú á lífi, þar af eru tvær systur búsettar á Isafirði, bróðir á Suðureyri en þrjú systkinin eru búsett hér syðra. Ung að árum flytur Petrína með foreldrum sinum að Gelti við Súgandafjörð og er þar til 24 ára aldurs. Jörðin dregur nafn af fjallinu Göltur sem er norðan fjarðarins og er eitt svipmesta og fegursta fjall á Vestfjörðum. Fjallið er samfelldur klettavegg- ur og þegar siglt er framhjá, þá líkist það rammbyggðum kastala. Þegar kemur inn á fjörðinn, þá breytist svipur Galtar mjög og tekur þá við nokkuð þroskaður gróður í hlíðinni. Það gefur fagr- an lit á sumrum þó að hún sé á margan hátt hrjóstug. Bærinn Göltur stendur á háum hól og er nokkurt bil frá honum að kletta- hliðinni fyrir ofan og einnig niður á bakkana. Útsýni er þar mjög gott og víðáttumeira en nokkrum öðrum bæ við fjörðinn. Fyrr á árum var Göltur talin kostajörð og þar bjuggu oft gildir bændur á þeirra tíma mælikvarða. Í norðan- átt er veðursæld þar mjög mikil og um jafndægur er sólargangur þar meiri en á öðrum byggðum stöðum sveitarinnar. Þessi jörð var einangruð og allt þurfti að sækja til kauptúnsins á Suður- eyri. Það var erfitt um alla að- drætti og þarna var ekki búið nema með miklum mannafla og þrotlausri vinnu. Nú eru mörg ár siðan Göltur fór í eyði og senni- lega byggist hann ekki svo langt sem við sjáum. A þessum stað ólst Petrína upp og tók virkan þátt í vinnu foreldra sinna og fjöl- skyldu. 1 þessu umhverfi mótaðist hún, þar öðlaðist hún ung að ár- um iífsreynslu. Hún var kjark- mikil kona, dugmikil, ákveðin en þó mild. Hún var traust og það mátti reiða sig á allt sem hún sagði. Hún var alin upp í hinum harða skóla lífsins á timum sem samfélagið hafði úr litlu að spila. Hún var mótuð í því umhverfi að annað hvort var að duga eða drep- ast. Þannig var hugSað og lifað á þessum árum, þannig hugsaði hún alla tíð. Ung að árum flytur hún til Isafjarðar og stundaði þar hann hafi verið kappsamur og skjótur til að taka ákvarðanir og ætlazt til að þær væru fram- kvæmdar án tafar, en ávallt borið hag skipverjanna fyrir brjósti, sem mun ekki hafa verið algengt á þeim tima. Sama máíi gegndi þegar hann vann hjá Landhelgis- gæzlunni. Mér hefur verið tjáð að það hefði verið nóg að vita af Maríu Júlíu einhvers staðar í ná- lægð til þess að hugsanlegir land- helgisbrjótar héldu sér í skefjun. Hannes var hógvær og sóttist ekki eftir metorðum. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi verið í stjórn stéttarsamtaka sinna, en hann var meðlimur í Frímúrara- reglunni. Ég kynntist honum náið, þar sem við hjónin höfum leigt í húsi hans við Kárastíginn í allmörg ár. Hann var mesta ljúf- menni. Ég sá hann aldrei bregða skapi og heyrði hann aldrei hall- mæla nokkrum manni, en laun- kýminn gat hann verið. Þau hjón voru gestrisin með afbrigðum og áttu fjölmennan kunningjahóp, sem auk fjölskyldunnar leit inn til þeirra til þess að rabba við þau um gamla og nýja tímann. Að lokum sendum við, kona mín og ég, Magneu og fjölskyldu þeirra hjóna okkar innilegustu samúðarkveðjur og þakkir. Jón Björnsson Hannes mágur minn er lést á Landspitalspítalanum eftir mjög stutta legu, var fæddur hér i bæ og hefur alið hér allan sinn aldur. Hann gekk þó minnstan hluta ýmis störf. Hún vann um nokkurt skeið við saumaskap hjá Þorsteini Guðmundssyni, klæðskera og síð- ar hjá Einari og Kristjáni, klæð- skerum. A árinu 1932 fór hún til Reykjavíkur og lauk námi I fata- sníði hjá Rudolf Hansen, klæð- skera. Hún giftist Jóhannesi Steini Sveinssyní frá Lundi í Holta- hreppi í Skagafirði 20. april 1933 og bjuggu þau á Isafirði um margra ára skeið þar sem Jóhann- es stundaði sjómennsku og var lengst af matsveinn á fiskiskipum heima á Isafirði auk þess sem hann vann nokkuð í landi hin síðustu ár sín þar, einkum við byggingarvinnu. A árinu 1955 flytja þau hjón til Reykjavikur og þar andaðist Jóhannes 29. septem- ber 1960 eftir langvarandi veik- indi. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og eru þau: Sigur- sveinn Steinn, kennari á Akur- eyri, kvæntur Eddu Kristjáns- dóttur, Guðmundur Lúðvík, lög- fræðingur, fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði, kvæntur Ernu Kristinsdóttur, Pétur Hafsteinn, húsasmíðameistari, kvæntur Svönu Einarsdóttur, búsett á Álftanesi og Sveinfríður Sigríður, iþróttakennari, gift Hinrik Matthíassyni, fulltrúa, búsett í Garðabæ. Þegar Pétrína missir mann sinn haustið 1960 eru þrjú barna þeirra f skóla. Hún heldur áfram heimili með börnum sinuiþ og leggur hart að sér að vinna að saumaskap með húsmóðurstörf- um til þess að drýgja tekjurnar. Þá sýndi hún, sem jafnan áður að hún var ákveðin í því að koma börnum sínum áfram í námi og búa þau sem bezt undir lífið. 1 áformum sínum var hún á sinn ævinnar um götur Reykjavikur- borgar. Hafið og sjórinn varð hans vettvangur, unz hann að mestu hvarf frá störfum. Þegar eftir fermingu lá leið hans út á sjóinn. Fyrst sem háseti á ýmsum skipum, síðar sem stýri- maður og skipstjóri á togurum, og seinast sem skipherra á islenzku varðskipunum, en þar hóf hann störf árið 1930. 1918 útskrifaðist Hannes úr Stýrimannaskóla Islands, með góðri einkunn. Hann kvæntist Guðrún Hallbjörnsdóttur 3. febrúar 1921. Þau eignuðust fimm börn, tvær stúlkur og þrjá drengi. Freysteinn sonur þeirra fórst 12. febrúar 1944 með m.b. Frey, Vestmannaeyjum. Konu sina Guðrúnu missti Hannes 1940. Arið 1973 dó sonur þeirra Jón, sem búsettur var hér i bæ. Eftir lifa dæturnar tvær, Asta og Dóra og einn af sonum þeirra, Björgvin. Allt myndarfólk, sem búsett er hér í borg og nágrenni. Hannes átti er hann dó 14 barna- börn og 7 stjúpbarnabörn. Arið 1944 kvæntist Hannes aft- ur, eftirlifandi konu sinni frú Magneu Sigurðardóttur Reykja- vík, hinni ágætustu konu, og veit ég að sambúð þeirra hefur jafnan verið með ágætum. Við hjónin komum oft á heimili Hannesar fyrr og síðar og nutum þar margra ánægjulegra stunda. Hannes var jafnan rausnarlegur heim að sækja. Mikill gleðimaður í sinn hóp, en hógvær og kyrrlát- ur í daglegri umgengni. Eftir að Hannes hætti skip- stjórn á varðskipunum, vann hann um tíma sem umsjónarmað- ur í Þórshamri á vegum alþingis til 80 ára aldurs. Seinustu árin var hann hættur öllum störfum, enda búinn að skila þjóð sinni miklu og farsælu ævistarfi. Hann- es var prúðmenni I allri kynningu og daglegri breytni sinni. Því kynntist ég mjög vel er við unn- um saman í nokkur ár innan Frí- múrarareglunnar. Þann félags- skap heiðraði hann með dreng- lund sinni og samvizkusemi. Við hjónin þökkum Hannesi góð kynni og vinsemd um ára- fjöld. Jafnframt óskum við hon- um blessunar Guðs og góðrar heimkomu. Við hjón og börn okkar vottum frú Magneu, börnunum og öðrum aðstandendum innilegustu sam- úð. Páll Ilallbjörnsson. hátt eins traust og sterk og fjallið Göltur er á hennar æskuslóðum þar sem umhverfið og ástæðúr allar mótuðu skapgerð hennar, þjálfaði þrek hennar andlega og líkamlega og gaf henni það sjálf- straust að takast á við erfiðleik- ana og koma áformum sinum I framkvæmd. Þetta tókst henni giftusamlega, fyrst með hjálp mannsins síns og síðar’ af eigin rammleik og með djúpum skiln- ingi barna sinna sem lögðu sig fram að skapa samheldni í fjöl- skyldunni og sýna góðri móður þakklæti sitt með því að styðja hana af öllum mætti. Ég, sem þessar línur rita, þekkti vel og af öllu góðu Petrínu og Jóhannes þegar þau voru bú- sett á Isafirði en hann var um tíma samstarfsmaður minn við út- gerð bróður mins. En við brott- Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.