Morgunblaðið - 05.08.1977, Síða 17

Morgunblaðið - 05.08.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977 17 Vlesta bankarán í V-Þýzkalandi Frankfurt, 29. okt. NTB. TVEIR vopnaðir menn komust undan ( moreun með tvær milljónir v-þýzkra marka, sem verið var að flytja frá stór- bankanum Dreudner Bank ( Frankfurt. Er þetta mesta banka- rán 1 sögu V-Þýzkalands, slær metið frá því i ágúst f fyrra, þegar maður nokkur komst undan með 1.8 milljónir marka Ræningjarnir í Frankfurt voru vopnaðir skammbyssu og vél- byssu, þegar þeir stöðvuðu pen- ingabifreiðina. Þeir komust undan i fólkshifreið sem loe- reglan hefur fundið - en þa voru þeir flognir og hefur ekkert til þeirra spurzt enn. Bankinn hafði ejrki númerin á seðlunum, sem rænt var. 0 Morgunblaðið greindi eðlilega frá hinu mikla ráni þeirra Ludwigs Lugmeiers og Lindens samverkamanns hans. Birtist frétt um ránið á forsíðu blaðsins 30. október 1972, en daginn áður höfðu þeir rænt um 2 milljónum þýzkra marka, sem samsvarar um 172 milljónum fslenzkra króna. Hann umturnaðist alveg þegar lögreglan kom — segir stúlkan sem var í bílnum með Lugmeier ÞJOÐVERJINN varð skyndilega ægilega reiður þar inni 1 (búðinni og sagði eitthvað sem svo, að Bandarfkjamaðurinn hefði tekið frá honum peninga. Sjálfur hélt hann á seðlabúntum og ég sagði að mér sýndist hann hafa alveg nóg. Eg hreinlega starði bara á seðlavöndlana. Þannig segir Anna C. Fugera frá þvf augnabliki er ræninginn Ludwig Lugmeier komst að því á föstudagskvöldið að frá honum höfðu verið teknir miklir fjármunir. Anna er stúlka, sem var með þeim Lugmeier og Bandarfkjamanninum f bflnum er þeir vtjru handteknir á föstudagskvöldið. Segist hún hafa farið með Þjóðverjanum til að reyna að vernda Bandarfkjamanninn, en Þjóðverjinn hafi verið orðinn ofsalega reiður. Ekki hafi skap hans batnað er hann sá lögregluna nálgast við Glæsibæ. Hafi hann þá hreinlega umturnast, grýtt seðlapoka aftur f bflinn, hrint upp hurðinni og reynt að stinga af. Morgunblaðið ræddi f gær við önnu og Sigurð V. Guðjónsson unnusta hennar, og fer spjallið hér á eftir. Gerði leigutilboð f veitingastað Anna C. Fugera og Sigurður V. Guðjónsson. Anna var með Lug- meier f bílnum þegar hann var handtekinn. (Ljósm. RAX.). Við hittum þau Önnu og Sigurð á heimili þeirra við Laugaveg og spurðum þau hvenær þau hefðu fyrst haft kynni af Lugmeier. Þau sögðu að um þrir mánuðir væru sfðan þau hefðu fyrst hitt hann og hefði það verið nokkru eftir komu hans til landsins. — Eg fæst við að mála og gera önnur listaverk og bandaríkja- maðurinn, sem handtekinn var með honum kom með hann til min en ég þekkti hann og konu hans. Var Lugmeier, sem við vissum vitanlega ekki þá að héti annað en John Waller, með hugmyndir um að setja á stofn veitingastað hér og ætlaði að hafa þar á boðstólum ódýran mat. Annars var tilgangur hans með þvi að opna þennan veitingastað að lifga upp á borg- ina, sem honum fannst mjög dauf. Ætlaði hann að fá mig til að mála veitingastaðinn utan og innan en hann var með ákveðinn stað i huga hér í borginni og hafði gert eigandanum leigutilboð, sagði Anna. Fram kom hjá önnu og Sigurði að Þjóðverjinn hefði rætt við þau heilt kvöld um hvernig best væri að haga innréttingum og fyrir- komulagi á veitingastaðnum. Vildi hann helst byggja innrétt- inguna upp með myndum af tröll- um en á sjálfum veitingastaðnum 28 SÍÐUR ___________________—--------------- " prvnlvniiójj Mmunnt Frankíurt: Byssumaður held- ur tveimur gíslum __krefst lausnar bankaræningja ætlaði hann að hafa gallery þar sem listamenn gætu sýnt. Anna og Sigurður sögðu að Þjóðverjinn hefði gert eiganda veitingastaðarins ákveðið tilboð um leigu en þegar eigandinn hefði viljað fá hærri leigu og Þjóðverjinn fékk að vita að hann þurfti að fá leyfi lögregluyfir- valda til að setja á stofn veitinga- staðinn, lækkaði hann leigutilboð sitt snarlega um nærri 30 þúsund krónur og sagði Sigurður að hann sæi nú að þetta hefði greinilega verið aðferð Lugmeiers til að draga sig út úr málinu. Ilræddist ofsa þjóðverjans — Þjóðverjinn hafði falast eft- ir mynd hjá mér og kom til að velja hana á föstudagskvöldið, sagði Anna, er við báðum hana að lýsa því hvað gerðist kvöldið, sem Þjóðverjinn var handtekinn. — Hann, Bandaríkjamaðurinn og kona hans komu hingað og við fórum að rabba saman yfir glasi. En seinna um kvöldið hvarf Bandarfkjamaðurinn og skömmu siðar fórum við að leita að honum. Við fórum heim til þeirra hjön- anna og ég man það næst að Þjóð- verjinn varð ægilega reiður þar inn i ibúðinni og sagði eitthvað sem svo að Bandaríkjamaðurinn hefði tekið peninga frá honum, en sjálfur hélt hann á bunkum af seðlum. Ég sagði að mér sýndist hann hafa alveg nóg og hreinlega starði bara á seðlavöndlana. Ég vissi að þetta var mikið en vissi ekki hversu mikið þvi þetta voru mörk og ég þekki bara dollara og íslenska peninga. — Eg var hrædd við það hvað Þjóðverjinn var ofsalega reiður og þegar hann sagðist ætla að fara út og leita að Bandarikjamannin- um bað ég um að fá að fara með. Ég hélt að hann ætlaði að leita að Bandarikjamanninum og ráðast á hann. Við fórum á bílnum hans og fundum Bandarikjamanninn við Glæsibæ. Þegar Þjóðverjinn sá lögregluna koma umturnaðist hann alveg og varð hreint brjálað- ur; henti peningunum aftur i bíl- inn og hljóp út, en lögreglan náði honum strax. Unnusta þjóðverjans var hér 1 eina — tvær vikur — Okkur datt aldrei i hug að þetta væri bankaræningi en Bandarikjamaðurinn vinur okkar hafði einhvern grun um að ekki væri allt með feldu. Hann var að vísu mjög hræddur við Þjóðverj- ann, þó ég vissi aldrei af hverju það stafaði. Við sáum fljótt að hann hafði fullt af peningum en hann var jafnan mjög dularfullur og gaf engar skýringar á þvi hvernig stæði á þessum peningum eða veru hans hér. Okkar hug- mynd var helst að hann væri son- ur einhvers peningamanns úti í heimi og hann vildi ekki láta það uppi, enda sagðist hann eiga i gallabuxnaverksmiðju og fleiri fyrirtækjum úti. — Eitt erum við þó nokkuð viss um að hann á ibúð i Equador í Suður-Ameriku og aðra i London og þar á hann jafnframt eitthvað i næturklúbbi. Hann var líka búinn að vera laus meira og minna i fimm ár og hefur ábyggilega fest peninga sína einhvers staðar. Einnig kom unnusta hans hingað til lands í april, en við hittum hana aldrei. Eftir mynd, sem hann sýndi okkur, má sjá að hún er af Suður-Amerisku bergi brot- in og hann sagði að hún væri þar við háskólanám. Hér var hún í eina eða tvær vikur. Alltaf að sýna eitthvað og gera sig mikinn mann — Þjóðverjinn hafði gaman af því að segja sögur og hann var að reyna að skrifa barnasögur. Ég hafði það þó stundum á tilfinning- unni að hann væri geðklofi því hann var ýmist dulur eða glaður. Hann var alltaf að reyna að sýna eitthvað og gera sig mikinn mann og sýna að hann væri t.d. ekkert hræddur við dauðann. Það var eins og hann væri að reyna að segja eitthvað, sem hann ekki gat en hann gat t.d. ekki sagt að hann væri bankaræningi. En þrátt fyrir þetta sýndi hann aldrei af sér neina grimmd, sagði Anna. Aðspurð um það hvort Þjóð- verjinn hefði lagt leið sína á skemmtistaði í borginni sögðu Anna og Sigurður að hann hafði haft litinn áhuga á að koma þar og þótt heldur leiðinlegir staðir. Þá hefði hann ekkí sýnt áhuga á að komast í kunningsskap við kven- fólk. Vildi forðast lögregluna Þá voru þau spurð að þvi, hvort þau hefðu orðið vör við einhverja hræðslu hans við það að lögregla væri stödd nærri honum og sagði Sigurður að Þjóðverjinn hefði einu sinni lent í smá óhappi við heimili þeirra. Bifreið hans hefði rekist utan i aðra og eftir lýsing- um, sem hann hefði fengið, þá hefði Þjóðverjinn verið i fullum rétti, en sá, sem var á hinum bílnum, i órétti og hefði átt að greiða tjón á bíl Þjóðverjans. Þjóðverjinn hefði hins vegar ekki viljað kalla til lögreglu og sagði Sigurður að hann hefði spurt hann hvers vegna hann hefði ekki viljað það. Svaraði Þjóðverjinn þá að þetta hefði verið það litið tjón að ekki hefði tekið því að kalla til lögreglu. — Þetta hefur sjálfsagt verið vegna þess að hann kærði sig ■ekki um nærveru lögreglunn- ar, sagði Sigurður. Anna sagði að Þjóðverjinn hefði haft mikinn áhuga á nátt- úru tandsins og ferðast um. Hefði hann m.a. farið um Snæfellsnes og einu sinni hefði hún og litil frænka hennar farið með honum upp i Hvalfjörð — Hann hafði sérstakan áhuga á hauskúpum, safnaði t.d. fuglahauskúpum og kindahauskúpum og hafði þetta uppi hjá sér. — Bandaríkjamaðurinn, sem var handtekinn með honum, var vinur okkar áður en við kynnt- umst Þjóðverjanum og ég veit að hann hafði ekkert á móti því að hjálpa honum. Þjóðverjinn notaði bara Bandaríkjamanninn og hann var ekkert nema þræll fyrir hann. Ég veit að Bandaríkjamaðurinn varð orðinn hræddur við Þjóð- verjann en hvers vegna vissi ég ekki. Helst held ég að hann hafi verið búinn að fá einhverja vit- neskju um hver væri bakgrunnur Þjóðverjans og hann væri hrædd- ur um að eitthvað kæmi fyrir sig og konu sina, ef hann segði til hans. Hvað var liklegra en hann væri í tengslum við undirheima- menn, sem gætu gert þeim hjón- um mein þó siðar yrði, sagði Anna að lokum. • Það var 9. marz á sfðasta ári að réttarhöld áttu að hefjast yfir Linden, samverkamanni Lugmei- ers, en sá sfðarnefndi hafði þá nokkrum dögum áður flúið úr dómshúsinu. Réttarhöldin yfir Linden frestuðust þó um stund, þar sem vopnaður maður réðst inn f dómshúsið. Tók hann tvo starfsmenn réttarins sem gfsla og krafðist þess að Linden yrði lát- inn laus fyrir þá. Eftir að hafa haldið mönnunum f sólarhring tókst þeim að yfirbuga ræningj- ann og var hann f.vrir nokkrum vikum dæmdur f 7 ára fangelsi. Meðfylgjandi mynd er af forsfðu Morgunblaðsins 9. marz 1976 og er þar greint frá mannráninu f dómshúsinu í Frankfurt. Skráði sig sem rithöfund FLJÖTLEGA eftir að Lugmeier hafði tekið íbúðina f Dúfnahólum 4 á leigu, fékk hann sfma. Gaf hann upp hið falska nafn sitt John W'aller og titlaði sig sem rithöfund. Meðfylgjandi mynd tók RAX á sfmstöðinni í Reykja- vík f gærkvöldi, en þar var nafn hans að finna meðal þeirra sem höfðu fengið sfma eftir að síðasta sfmaskrá kom út. Fyrstu dagana eftir aö Lugmei- er kom hingaó verzlaði hann tals- vert, en fyrstu 10 dagana bjó hann á Hótel Esju. Hann keypti bíl 10. ágúst, greiddi húsaleigu fyrirfram 12. mán.Keypti sér upplýsingabók um meöferð VW- bifreiöa, keypti húsgögn og rafmagnsvörur í þremur verzlun- um, baðherbergisáhöld og þannig mætti áfram telja. I fórum hans fundust 14 kvittanir vegna yfir- færslu á gjaldeyri og kvittanir vegna vióskipta fyrir 1.5 millj. islenskra króna. 66 85 John Waller rithöfundur D<3.fnahðlum 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.