Morgunblaðið - 05.08.1977, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977
t
Maðurinn minn,
JÓN G. JÓNSSON,
St&rholti 12.
fyrrum hrappstj&ri
á Bildudal.
lést á Landsspltalanum 3. ágúst.
Ingvaldur Siguroard&ttir.
t
Mágur minn.
SVEND PRUCKER
Andaðist I Kaupmannahöfn 29. júll. Jarðarförin hefur farið fram.
Elln Kristjánsd&ttir
t
Útför
HELGU ÞORKELSDÓTTUR,
frá Borgamesi
Brautarholti 6
Ó laf svlk,
ferfram mánudaginn 8. ágúst kl. 10.30 frá Fossvogskirkju.
Fyrir hönd vandamanna,
Stefán Þorsteinsson og böm.
Haukur Stefánsson
Hilmar Þ. Bjömsson, GuSrún Þorláksd&ttir
og bamaböm.
t
Systir mín
GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju I dag föstudaginn 5. ágúst kl.
15.00
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Sjálfs-
björg.
Fyrir hönd vandamanna
Einar J&nsson
t
Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa
SIGURÐAR A. ÞORLÁKSSONAR,
Frakkastlg 16,
verður gerð frá Fossvogskirkju I dag föstudaginn 5. ágúst kl 16.15.
Böm. tongdabörn
og bamaböm.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi
FRIÐRIK ÞÓROARSON
Fyrrverandi verzlunarstj&ri,
frá Borgarnesi.
S&lheimum 27.
lést að heimili slnu 1. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni I dag
föstudaginn 5. ágúst kl. 13.30.
Stefanfa Þorbjamard&ttir,
Óskar V. Friðriksson, Guðlaug Þorleifsd&ttir,
Halld&r S. Friðriksson. Ema Sveinbjömsd&ttir
og bamaböm.
Minning Friðrik
Framhald af bls. 13
þeir voru að vaxa til vits og
þroska. Ekki á her við að útfæra
þennan almenna samanburð yfir
á þeirra persónulega þroskasvið
og lífssögu, svo ólfk sem hún var.
En þó er þeim er þetta ritar, báðir
mennirnir hugstæðir, þótt með
nokkuð ólíkum hætti sé.
Engin tilraun verður hér gerð
til þess að rekja ætt eða æviferil
Friðriks Þórðarsonar. Hvort-
tveggja er að það mun væntan-
lega verða gert af öðrum, og svo
er maðurinn það kunnur, af marg-
víslegum opinberum störfum, að
þess gerist naumast þörf. Verður
hér þó vikið að fáu einu.
Friðrik mun í fyrstu hafa alizt
upp' við nokkuð kröpp kjör, í
skjóli móður sinnar, Halldóru Vil-
hjálmsdóttur, er átti heima í
Borgarhreppi, og Borgarnesi, eft-
ir að hreppnum var skipt. Hann
var ekki gamall þegar hann fór að
vinna fyrir sér, eins og tftt var um
fátæka unglinga á þeim árum.
Það mun snemma hafa borið á
því, að snáðinn lét sér ekki á sama
standa um hlutina, og vissi svona
nokkurn veginn hvað honum
hentaði bezt, og lét sér ekki allt
fyrir brjósti brenna, — enda var
það hentugast ungum mönnum, á
þeim árum, sem eitthvað vildu
komast áfram. Friðrik varð ungur
eigandi að 5. bílnum, sem skrá-
settur var í lögsagnarumdæmi
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, og
stundaði bifreiðaakstur um nokk-
, uð langt skeið, af miklum dugn-
aði. Voru ár þá vfða óbrúaðar og
vegir ógreiðfærir, og ekki heigl-
um hent að stunda þessa iðju. —
Fyrstu kynni mfn af Friðriki held
ég að hafi verið þegar hann var
um tvftugt. Við urðum þá vetur
einn stúkufélagar f stúkunni Borg
í Borgarnesi, undir stjórn æðsta
templars Þorkels Teitssonar. Það
leyndi sér ekki þá, að þarna
mundi uppvaxandi leiðtogi á ferð,
svo hiklaus var hann og ákveðinn
f öllum málflutningi sínum, og
óragur að láta málin til sfn taka.
Mátti af þvf glöggt marka, að
hverju krókurinn mundi beygj-
ast, — enda kom það síðar á dag-
inn.
Friðrik tók sér snemma stöðu f
Sjálfstæðisflokknum og var lengi
einn helzti baráttumaður flokks-
ins vestan Hvftár í Borgarfirði, og
komst eitt sinn í framboð þar. I
Borgarnesi var hann fulltrúi
flokksins f hreppsnefnd í full 30
ár, og oddviti að minnsta kosti 3
kjörtfmabil af þeim tfma. Sfðustu
20 árin sem hann var i Borgar-
nesi, var hann framkvæmdastjóri
Verzlunarfélags Borgarfjarðar
h/f. Til Reykjavíkur fluttist Frið-
rik, að ég ætla 1965, og tók þá við
fulltrúa- eða framkvæmdastjóra-
starfi hjá Verzlanasambandinu,
og hélt þvi starfi svo lengi sem
kraftar entust.
Eftir kynni okkar Friðriks i
stúkunni forðum, lágu leiðir okk-
ar ekki mikið saman, fyrr en ég
fluttist i Borgarnes, en þar vorum
við samborgarar sfðustu 20 árin,
sem Friðrik átti þar heima. —
Það fór ekki á milli mála að hann
var alla tíð einn þeirra manna,
sem settu svip á bæinn, enda átti
hann, sem oddviti, stóran þátt í
því, að móta byggðina þar. Man ég
að i oddvitatið hans var reist nýtt
og veglegt skólahús i Borgarnesi,
og vakti það athygli mína hvað
Friðrik var þar oft á ferli snemma
á morgnana, þegar smiðir voru að
hefja sfn daglegu störf smíðarnar.
Var auðséð á öllu hvað hann lét
sér annt um þetta verk, og að allt
gengi samkvæmt áætlun. Hafði
ég, vegna búsetuaðstöðu minnar,
góða aðstöðu til að fylgjast með
þessu. — Náið samstarf var ekki
milli okkar á þessum árum, en þó
kunningsskapur góður, þrátt fyrir
ólfk flokksleg sjónarmið. En sjálf-
sagt höfum við haft sitthvað út á
hvorn annan að setja, eins og ger-
ist f mannlegum samskiptum, en
aldrei gætti þess á yfirborði.
Svo var það um það leiti, sem
Friðrik var að losna við fram-
kvæmdastjórn í Verzlunarfélagi
Borgarfjarðar, eða snemma árs
1963, að hann var af stjórnvöldum
skipaður formaður Fasteigna-
nefndar Mýrasýslu, sem hóf störf
i apríl á því ári. Til liðs við hann i
nefdinni kaus sýslunefndin 2
menn, svo sem henni bar, og urð-
um við Oddur Kristjánsson,
hreppstjóri á Steinum, fyrir val-
inu. — Með samstarfi okkar i
Fasteignamatsnefnd Mýrasýslu,
hófust raunverulega kynni okkar
Friðriks. Þá fyrst fékk ég að
kynnast því, hve frábær skipu-
leggjari hann var um öll vinnu-
brögð, og hversu sýnt honum var
um, að halda öllu í röð og reglu,
— en það skjalasafn, sem upp
hlóðst við þetta verk, var ekkert
smáræði. En þar mátti engu
skeika, og kom þessi reglusemi
hans sér sannarlega vel, svo um-
fangsmikið sem þetta verk var. —
Og ef ég á að vera hreinskilinn,
verð ég að segja það, að mér kom
það dálitið á óvart, hve gott var að
vinna með Friðriki. Ég hafði búizt
við að hann yrði nokkuð harður
og ósveigjanlegur, því svo hafði
mér virzt hann i viðskiptum við
andstæðinga á pólitfskum fund-
um, en nú var það öðru nær. En
mér hafði yfirsézt um það, að hér
áttust ekki andstæðingar við,
heldur menn, sem stóðu saman
frammi fyrir sameiginlegu við-
fangsefni — bláköldum stað-
reyndum, og hér urðum við að
vega og meta allt til verðs. Að
vísu höfðum við okkar reglur eft-
ir að fara, en þær tóku hvergi
nærri út yfir öll þau tilbrigði, sem
fyrir komu f starfi okkar. Og nú
kom það sér sannarlega vel, hve
Friðrik var gjör-kunnugur í hér-
aðinu, og þekkti svo að segja
hverja einustu jörð, kosti hennar
og galla. Oddur á Steinum stóð
honum þó fyllilega á sporði um
kunnugleika i uppsveitum Mýra-
sýslu, og hygg ég að þegar þeir
lögðu saman hæfni sfna til þessa
starfs, hafi naumast verið hægt að
komast lengra. Ég var nánast eins
og núll, á milli þessara vísu
manna, og þóttist eiga mitt þekk-
ingarsvið vestur á Mýrum. Um
það, hvernig ég stóð mig þar, er
svo önnur saga, sem ekki á við að
segja hér.
Eg tel að það hafi verið mér
mikill ávinningur, að fá tækifæri
til þessa samstarfs við Friðrik
Þórðarson, — og satt að segja fór
ég brátt að sjá hann í nýju ljósi.
Þessi harðsnúni maður, sem ekki
sást fyrir f samskiptum við and-
stæðing, hann reyndist nú allra
manna samvinnuþýðastur, þegar
að þvi kom að leysa flókin við-
fangsefni. Mér er líka í grun að
yfirboðarar okkar hjá fasteigna-
mati rfkisins, hafi metið mikils
álit Friðriks á ýmsum vandamál-
um, sem upp komu í sambandi við
matið, en hann sat að sjálfsögðu
oft á formannafundum með yfir-
fasteignamatsnefnd. Og ekki kem
ég auga á þann mann, hér f hér-
aði, er líklegur hefði verið til þess
að leysa þetta verk betur af
hendi, en Friðrik gerði. Og svo er
eitt enn, sem mér finnst vert að
minnast á, en það er þetta: — Við
erum oft fljót að fella dóma um
fólk, ekki sízt ef það eru menn á
öndverðum meiði i pólitfk. Þegar
við svo, ef til vill af einskærri
tilviljun, komumst í nánari kynni
við þessa sömu menn, breytist álit
okkar á þeim, — oftast til hins
betra. Þvf er svo hæpið að fella
áfellisdóm yfir fólki, sem við ekki
þekkjum. — Eftir samstarf okkar
Friðriks við fasteignamatið, bar
fundum okkar frekar sjaldan
saman. En ég vona að ég segi það
með sanni, að eftir það hafi verið
traust gagnkvæm vinátta okkar á
milli.
Og nú er þessi sterki maður
fallinn í valinn — ég vil segja
næstum fyrir aldur fram, þvi
nokkuð er síðan heilsa hans tók
að bila. Svo hefur að vfsu mörgum
aldamótamanninum farið, því
ekki var mulið undir þá f æsku.
Eru mér, öldruðum manni, mörg
dæmi deginum Ijósari um það.
Friðrik var um margt óvenju heil-
steyptur maður, mikill að vallar-
sýn og virðulegur, sem hafði
ávaxtað vel sitt pund í lífinu. Það
hefur lifssaga hans sannað. Og ég
held að lífið hafi líka verið honum
gjöfult, því það gaf honum gjörvi-
leika — og líka gæfu. En það er
sagt að þetta fari ekki alltaf
saman.
Friðrik Þórðarson var kvæntur
Stefániu Þorbjarnardóttur, frá
Hraunsnefi, myndarlegri og mik-
ilhæfri konu, sem lifir mann sinn.
Frú Stefanfa er mjög vinsæl kona,
ekki sízt hér í Borgarnesi. A
meðan hún bjó hér, var hún leið-
andi kraftur i sönglífi bæjarins,
organleikari f kirkjunni og stjórn-
andi kirkjukórsins. — Þau hjón
eignuðust tvo syni, Oskar Vilhelm
og Halldór Sturlu, sem báðir eru
athafnamenn búsettir í Reykja-
vfk. Heimili þeirra hjóna hér í
Borgarnesi var rómað fyri smekk-
visi og myndarbrag, og hér áttu
þau Ijómandi fallegt hús, sem þau
á sfnum tima reistu sér á fegursta
stað í bænum. Mátti segja að frúin
væri á þeim árum engu siðri
manni sínum í þvf að móta um-
hverfið í kringum sig. Svo var og
er háttvísi hennar öll til fyrir-
myndar. — Og nú, við þessi við-
kvæmu tfmamót, sendum við
hjónin frú Stefaníu, sonum henn-
ar og nánustu ástvinum hins
látna, innilegar samúðarkveðjur.
Við höfum svo margt að þakka og
margs að minnast á þessari
kveðjustund. — Minningin um
Friðrik Þórðarson mun lengi lifa.
Jón Sigurðsson
frá Skfðsholtum.
Minning Petrína
Framhald af bls. 14
flutning þeirra suður slitnuðu
þau tengsl með öllu.
Örlögin höguðu því að þessi
tengsl voru tekin upp að nýju
mörgum árum síðar er sonur
minn og dóttir hennar gengu f
hjónaband á öndverðu ári 1968 en
þá var Pétrfna flutt til Hafnar-
fjarðar og bjó þá með tveimur
yngstu börnum sínum. Eftir að
þessi fjölskyldutengsl sköpuðust'
tókst með Petrínu og okkur hjón-
um órofa vinátta. Hún varð
dótturbörnum sfnum og sonar-
börnum okkar ómetanleg. Þegar
við hittumst þá var aðalumræðu-
efni sonarsonur okkar hjóna og
síðar einnig sonardóttir okkar.
Aðra sonardóttur sá hún ekki
nema sjaldan en þá var hún orðin
helsjúk. Hún sýndi sérstaka um-
hyggju þessum börnum og sömu-
leiðis og ekki sfður öðrum barna-
börnum sfnum. Hún lifði fyrir
börn sín og barnabörn.
Eftir að Pétrfna lagðist á
sjúkrahús og allir ástvinir hennar
vissu að hverju stefndi, þá fékk
hún að fara heim til sonar sfns
Guðmundar og Ernu konu hans
um nokkurra daga skeið. Þá var
haldið þar með fjölskyldunni og
nokkrum vinum sem hún ákvað
sjálf, gleðskapur sem er okkur
hjónum í fersku minni. Þá var
þrek hennar minnkandi en reisn,
glaðlyndi og hjartahlýja sú sama
og áður.
Þessi góða kona gaf okkur góða
tengdadóttur. önnur börn hennar
hafa einnig verið henni til sóma.
Barnabörnin hennar hafa misst
mikið. Minningin um góða, dug-
mikla og elskulega konu mun lifa
í hjörtum okkar á ókomnum ár-
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
ÞÓRÐAR BENEDIKTSSONAR,
ökrum
Sérstakar þakkir til starfsfólks á elliheimilinu Borgarnesi.
Ólafur Þ&rðarson, Ingibjörg J&hannsd&ttir,
Hjörtur Þ&rðarson,
Sigurbjörg Þ&rðard&ttir.
Lokað eftir hádegi
föstudaginn 5. ágúst vegna jarðarfarar
FRIÐRIKS ÞÓRÐARSONAR
Verzlanasambandið
um.
Guðsblessun fylgi Petrfnu frá
okkur Kristínu með hjartans
þakklæti fyrir allt það sem við
áttum sameiginlegt. Hún gekk í
gegnum þetta líf sem hetju sæm-
ir. Hún skildi allsstaðar gott eftir.
Hún háði dauðastrfð sitt af þeirri
hetjulund, sem hún hlaut í vöggu-
gjöf. Far þú í friði. Friður Guðs
þig blessi;hafi hún þökk fyrir allt
það sem hún gerði i lífi sfnu.
Matthfas Bjarnason.