Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 192. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 31. AgUST 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dan- mörk: Meirihlutast j órn- in misheppnað ráða- brugg íhaldsflokksins Frá Lars Olsen frétlarilara Morgunblaösins í Kaupmannahöfn. FYRIRÆTLANIRNAR um myndun meirihlutastjórnar urðu jafnskjótlega að engu í gær og þær urðu til á mánudaginn var. Talið er að Anker Jörgensen for- sætisráðherra hafi verið hlynntur þessari ráðagerð, en nú hefur komið í ljós að aðeins var um að ræða stjórnmálabragð af hálfu thaldsflokksins. Þátttaka í meiri- hlutastjórn átti að vera sú „gul- rót“, sem gat ginnt hina gömlu flokkana til að ganga til samn- inga um neyðarráðstafanirnar f efnahags- og atvinnumálum. Önnur umræða um efnahags- málafrumvarpið hófst í þjóðþing- inu síðdegis í gær, en umræðunni Arangur í af- vopnunarvid- ræðum í Genf Genf — 30. ágúst — AP í LOK fundar afvopnunarráð- stefnunnar í Genf í dag lýstu full- trúar Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna. að verulegur árangur hefði náðst í viðræðum þeirra um bann við framleiðslu vopnabún- aðar til efnahernaðar. Væri f ráði að halda viðræðum þessum áfram á næstunni og mætti ætla að Bandaríkin og Sovétríkin yrðu reiðubúin til að leggja fram sam- eiginlega tillögu um bann við framleiðslu umræddra vopna á næsta fundi ráðstefnunnar, sem hefst f byrjun næsta árs. Formaður bandarísku sendi- nefndarinnar á ráðstefnunni sagði, að hér væri um að ræða geislavirk vopn, önnur en þau sem ætluð væru til sprenginga. Kvað hann árangur viðræðnanna, sem hefðu farið fram með leynd, gefa ástæðu til bjartsýni. Sovézki fulltrúinn á ráðstefn- unni skýröi frá því að á ráðstefn- unni hefðu Bretar, Bandaríkja- menn og Sovétmenn rætt um al- gert bann við kjarnorkutilraun- um, og hefðu þær borið árangur hvað varðaði „tiltekin atriði“, en hann vildi ekki ræða frekar hver þessi atriði væru. var frestað í síðustu viku. Þegar Anker Jörgensen gekk í þingsal- inn var það ekki í krafti neins samkomulags eða málamiðlunar, en allir stjórnmálafréttaritarar höfðu verið á einu máli um að einhvers konar samkomulag hlyti að liggja fyrir áður en önnur um- ræða hæfist, enda var það til- gangurinn með margendurtek- inni frestun umræðunnar. 1 fréttatima danska sjónvárps- ins var haft eftir einum ráðherra Jörgensens, sem vissulega hefur haft ástæðu til að óska eftir því að vera ekki nafngreindur: „Ég hef orðið vitni að mörgum viðbjósleg- um atburðum í Þjóðþinginu, en þetta mál á sér ekki hliðstæðu." Jafnvel þrautreyndir stjórn- málafréttaritarar eru í vafa um hver afstaða forsætisráðherrans var, og sjálfur Iætur hann ekkert uppi. Nú er trúlegast að hann freisti þess að fá neyðarráðstafan- irnar samþykktar í þinginu lið Framhald á bls 18. Hua Kuo-feng formaður kfnverska kommúnistaflokksins og Tító Júgó- slavíuforseti veifa til mannfjöldans, sem kominn var til að fagna hinum sfðarnefnda á Peking-flugvelli C gær. (AP-simamynd). Tító í heim- sókn hjá „félaga Hua” Dæmafá fagnaðarlæti þrátt fyrir ágrein- ing um utanríkismál Peking—30. ágúst — Keuter TÍTÖ Júgóslavíuforseti fékk ein- hverjar hjartanlegustu viðtökur f Peking, sem nokkur erlendur þjóðhöfðingi hefur fengið þar, en í viðræðum við kínverska ráða- menn í dag hefur hann þó verið ómyrkur í máli um ágreining ríkjanna i utanríkismálum. Er Tftó ók um fánum skrýddar götur Peking ásamt Hua Kuo- feng og tveimur varaformönnum kínverska kommúnístaflokksins fögnuðu þeim um 100 þúsund manns, sem dönsuðu og sungu, og er það mál manna að fagnaðarlæt- in hafi helzt minnt á kjötkveðju- hátfð. í kvöld sat Tító veizlu mikla i Höll alþýðunnar. Gestir voru þar alls á sjöunda hundrað. Þeir Titó Framhald á bls. 19 Útlit fyrir frekari lækk- un sænsku krónunnar Anker Jörgensen Lundúnum — 30. ágúst — Reuter UTLIT er fyrir að sænska krónan eigi enn eftir að lækka gagnvart erlendum gjaldmiðli, að því er efna- hagssérfræðingar í Lund- únum töldu í dag, en gjald- miðill Norðurlandanna þriggja, sem um helgina lækkuðu gengi sitt, heldur áfram að síga. Yfirleitt virðist kyrrð þó vera að færast yfir gjaldeyris- markaðinn eftir röskun þá, sem átti sér stað um helg- ina, og sig norsku og Carter vill frið á N-Irlandi og heitir efnahagsaðstoð Washington — 30. ágúst — Reuter CARTER Bandaríkjaforseti skor- aði f dag á fbúa Norður-Irlands að binda enda á ófriðarástandið f landinu, og hét þvf að Bandarfkin mundu hlaupa undir bagga með efnahagsaðstoð í formi fjárfest- inga þegar samið hefði verið um frið. Forsetinn tók fram, að Bandarfkin mundu hér eftir sem hingað til hvorki taka málstað mótmælenda né kaþólskra f deil- unum, um leið og hann beindi þeim tilmælum til bandarískra aðila að þeir hættu að styðja sam- tök stríðandi afla á Norður- Verða Sovétmenn fyrri til en Norðmenn að hefja olíu- boranir á norðurslóðum? Vísindamenn uggandi vegna mikilvægra uppeldisstöðva þorsksins í Barentshafi I NOREGI hefur leiðangur sovézka ísbrjótsins Arktika á Norðurpólinn vakið mönnum ugg um að Sovétmenn sæki nú mjög fram á Norðurslóðum og muni innan skamms tíma hef ja olfuboranir og auðlindanýtingu í Barentshafi og í Karahafi. Finn Sollic rannsóknastjóri hjá Fridtjof Nansenstofnuninni lét svo um mælt í viðtali við norska blaðið Nordl.vs fyrir fáeinum dögum, að nú séu ýmis teikn á lofti um að Sovétmenn hefji olíuvinnslu í Barentshaf- inu áður en Norðmenn hefji slfkar framkvæmdir úti fyrir strönd Norður-Noregs, og muni það valda Norðmönnum vand- ræðum f sambandi við um-- hverfisvernd, svo og varðveizlu og viðgang fiskistofna, en mikilvægar uppeldisstöðvar þorsks og annarra fisktegunda eru einmitt á þessum slóðum. Uppeldisstöðvar þorsksins í Barentshafi, sem eru einar hin- ar mikilvægustu í heimi, eru einmitt ein helzta ástæða þess að Norðmenn hafa haldið að sér höndum varðandi oliuleit og vinnslu á þessum slóðum. í Sovétrikjunum hefur einnig af sömu ástæðu gætt ákveðinnar íhaldssemi i þessum efnum, og fyrir skömmu sagði Victor S. Zlobin, forstöðumaður hafrann- sóknastofnunar i Murmansk, að hann væri því andvigur að olíu- boranir hæfust i Barentshafi þar eð slikar framkvæmdir Framhald á bls. 19 írlandi með fjárframlögum eða á annan hátt. Þessi yfirlýsing Carters hefur vakið óskipta athygli austan hafs og vestan. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir ánægju sinni með þetta frumkvæði forsetans eru Edward Kennedy og Tip O’Neill, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en í kjördæmum beggja eru fjöl- margir kjósendur af írsku bergi brotnir. Þá birti írska stjórnin yfirlýsingu í kvöld þar sem meðal annars sagði, að ummæli forset- ans væru til þess fallin að treysta tengsl Bandaríkjanna, Bretlands og írlands, og hefði Carter nú sýnt á ótvíræðan hátt að hann væri í hópi þeirra leiðtoga, sem vildu koma á friði og höfnuðu ofbeldi. Carter dönsku krónunnar er að- eins óverulegt. Óvissa ríkir um framtíð sænsku krónunnar, að því er ýmsir telja, einkum þó ef sænsku stjórninni tekst ekki á næstunni að ráða bót á efnahagsvandanum með samn- ingum við verkalýðssamtökin, verðlagsákvæðum og öðrum efna- hagsráðstöfunum. Af hálfu sænska seðlabankans var þvi lýst yfir i dag, að í kjölfar gengislækkunarinnar, sem nam 10 af hundraði, hefði þess orðið vart, að fjármagn væri á ný tekið að streyma inn i landið. Haft er eftir heimildum innan bankans. að til að styrkja gjaldeyrisstöðuna hafi bankinn keypt yfir 400 milljónir Bandaríkjadala eftir gengisfellinguna. Danska og norska krónan, sem lækkuðu um 5 af hundraði, hafa sigið lítið eitt í dag, en vestur- þýzkir efnahagssérfræðingar segja, að af gjaldmiðli þeirra ríkja, sem enn taki þátt I „snákn- um“ svonefnda, standi norska og danska myntin bezt að vígi. Þar næst komi gjaldmiðill Belga og Framhald á bls 18. „Sonur Sáms” ófær um að koma fyrir rétt Ncw York—30. ágúst — Kcutcr NEFND sálfræðinga skýrði frá þeirri niðurstöðu sinni fy.rir rétti í New York f dag, að David Berkowitz, öðru nafni „sonur Sáms“, væri ófær um að koma fyrir rétt sakir geðsýki. Úrskurð- ur sálfræðinganna verður að öll- um Ifkindum upphafið að margra mánaða deilum, en f dag veitti dómari leyfi til þess að bæði sækjandi og verjandi f málinu létu sálfræðinga á sínum vegum rannsaka manninn. Héraðssaksóknarinn í Brookiyn lýsti þeirri skoðun sinni síðar i dag, að Berkowitz væri fær um að koma fyrir rétt, og myndi hann nú leggja allt kapp á að sanna það fyrir dómstólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.