Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. AGtJST 1977
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Forstöðumanns- starfið við Hegningarhúsið í Reykjavík er laust til umsóknar. Starfið veitist frá -1 . nóvember 1977. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 1 5. september 1977. Dóms- og kirkjumálaráduneytið, 30. ágúst 1977. Skrifstofustarf Útflutningsfyrirtæki óskar að ráða sem fyrst ritara til almennra skrifstofustarfa. Starfið er fólgið í almennri vélritun og íslenzkum og enskum bréfaskriftum og er góð enskukunnátta og vélritunarþjálfun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir föstudag 2. septem- ber merkt: ,,S—4009". Starfskraftur til saumastarfa Óskum eftir að ráða manneskju til fata- breytinga. Heils dags vinna. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar í verzluninni í dag frá kl. 5—6. Tískuskemman.
Sendill óskast í vetur til léttra sendistarfa. Hálfsdagsstarf kem- ur til qreina. Uppl. veittar í síma 24333 frá kl. 1—2. Davíð S. Jónsson og Co. h.f. Þingholtsstræti 18.
Húsgagnaverzlun Óskum að ráða sem fyrst röskan starfs- kraft til afgreiðslustarfa í húsgagnadeild. Vinnutími 1 —6. Uppl. á skrifstofu. JL-húsið. Hringbraut 121. Oska eftir starfsfólki til afgreiðslustarfa í söluturni. Vaktavinna. Áskjör Ásgarði 22. Simi: 36960.
Bifvélavirkjar Óskum eftir að ráða nú þegar bifvélavirkja eða menn vana bifreiðaviðgerðum. Nán- ari upplýsingar gefur verkstæðisformað- ur. Davíð Sigurðsson h / f Fiat einkaumboð á íslandi Síðumúla 35. Óskum að ráða aðstoðarmenn á trésmíðaverkstæði okkar að Auðbrekku 55 Kópavogi. Upplýsingar gefur verk- stjóri á staðnum, ekki í síma. Tréval h / f Auðbrekku 55 Kópavogi.
Lagerstarf Óskum eftir að ráða starfskraft eldri en 25 ára til lagerstarfa. Bílpróf nauðsynlegt. Vinsamlegast hafið samband við verk- stjórann Hörð Jónsson kl. 10—-12 fyrir hádegi fimmtudag. Heimilistæki s /f Sætúni 8.
A/Klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir
og þarf því aldrei að mála.
A/Klæðning er úr áli sem má beygja án þess það brotni og ef það verður
fyrir miklu höggi tognar á því en það rifnar ekki.
Annars er álið í A/Klæðningu svo þykkt að það þolirtöluvert högg án þess
að á því sjáist. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/Klæðningu sem
hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar.
A/Klæðning er auðveld í uppsetningu og
hefur reynst vel í íslenskri veðráttu. ---------:-----------------------
Afgreiðslufrestur er alveg ótrúlega stuttur.
Leitið upplýsinga og kynnist möguleikum HHR ^
A/Klæðningar. HHk -tÉ&B
Sendið teikningar og við munum reikna
efnisþörf og gera
verðtilboð yður að kostnaðarlausu.
Skoðið sýningarbás okkar nr. 58 V ytiM
HEimH> 77 q.
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVfK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012
TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.
KLÆDNING
Mynd- og handmenntamám
verði í kjarnanámi skóla
MYND- og handmenntarkennarar á
námskeiði I Kennaraháskóla íslands
22.—27. ágúst 1977, samþykktu
einróma eftirfarandi tillögur á sameig-
inlegum fundi, sem haldinn var 26.
ágúst siðastliðinn.
1 Mynd- og handmenntarkennarar
fagna útkomu nýrrar námskrár i mynd-
og handmennt og þakka námsskrár-
nefndinni vel unnið starf. Jafnframt er
bent á, að til þess að hægt sé að
framkvæma þau góðu áform og ábend-
ingar, sem i námskránni eru, þarf viða
1 skólum landsins að stórbæta aðbúnað
og aðstöðu alla, ef námsskráin á ekki
að verða dauður bókstafur
2 í inngangsorðum hinnar nýju
námsskrár er gert ráð fyrir að greining
nemenda eftir kynjum i hannyrða- og
smiðanámi verði úr sögunni eins fljótt
og aðstæður leyfa
Hefur nokkuð borið á að þau ákvæði
hafi verið framkvæmd á þann hátt að
nemendur hafa nú lært bæði hannyrðir
og smiði á sama tima og áður var
ætlaður aðeins annarri greininni. Veld-
ur sú þróun okkur miklum áhyggjum
þar sem hannyrðanám byggist á kerfís-
bundnum stigþyngjandí vinnubrögð-
um er hvorki mega rofna né standa í
stað Ljóst er að sá kennslutimi sem
ætlaður var hannyrðanámi mátti á eng-
an hátt styttri vera.
Þvl skorum við á yfirvöld að grunn-
skólinn bregðist ekki hlutverki sinu
fyrir þann hluta þjóðarinnar sem að
handverki vínnur.
Höfum að markmiði að æskufólk
okkar verði sjálfbjarga i verki en verði
ekki einungis neytendur aðkeypts verk-
smiðjuvarnings.
Fyrirbyggjum þá hættu með þvi að
veita verknámi í raun nauðsynlegan
lágmarkstima i grunnskólanum eða 2
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐEW
vikustundir vetrar langt yfir skyldu-
námstimabilið fyrir hvora grein um sig
eins og verið hefir um langt árabil
3. Skorað er á menntamálaráðu-
neytið að koma á fót, hið allra fyrsta,
innkaupastofnun sem sjái um innkaup
og dreifingu efnis, verkfæra og
kennslutækja til mynd- og hand-
menntarnáms i grunnskólum landsins
4. Skorað er á ráðamenn Fræðslu-
myndasafns rikisins, Þjóðminjasafns
íslands og Listasafns islands að vinna
að gerð kennsluefnis úr ofan greindum
söfnum, sem nota mætti til kennslu á
öllum skólastigum Sérstaklega skal á
það bent að nauðsynlegt er að allir
skólar hafi aðgang að litskyggnum
ásamt skýringum á verkum í Listasafni
íslands og Þjóðminjasafninu.
5 Mynd- og handmenntarkennarar
bundu miklar vonir við tilkomu fjöl-
brautarskólanna, sérstaklega hvað
varðaði mynd- og handmenntargreinar
og væntu þess að loksins yrðu þessum
greinum skipaður sá sess i islenzkum
skólum. sem þeim bæri. Þvi miður
virðist raunin ætla að verða sú að enn
einu sinni skuli þessar greinar vera
vikjandi i íslenzka skólanum.
Þessvegna vilja mynd- og hand-
menntarkennarar leggja á það mikla
áherzlu að þeir fjölbrautaskólar, sem
þegar eru teknir til starfa og þeír sem
hefja starf á þessu ári og næstu árum.
taki mynd- og handmenntamám skil-
yrðislaust I kjamanám skólanna.
6. Mynd- og handmenntarkennarar
lýsa vanþóknun sinni á og mótmæla
harðlega þeirri öfugþróun sem orðið
hefur á uppbyggingu mynd- og hand-
menntargreina við Fjölbrautarskóla
Suðurnesja i Keflavik Þar áttu nem-
endur, sem áður voru I framhaldsdeild-
um gagnfræðaskólans, kost á allmiklu
mynd- og handmenntarnámi en nú
hefur mynd- og handmennt verið al-
gerlega felld úr námi nemenda við
Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Ekki verð-
ur annað séð en að uppbygging skól-
ans sé með þeim hætti að hinn gamli
menntaskóli sé að verulegu leyti sjálf-
stæð stofnun, ótengdur þeim mennta-
þáttum öðrum. sem i upphafi skyldu
skarast. Við álitum að sllk uppbygging
fjölbrautarskóla sé byggð á öðrum
forsendum en i upphafi var ætlað.
þegar hlutverk og skipulag fjölbrautar-
skóla var kynnt fyrir þjóðinni
Reýkjavik 17. ágúst. 1977.