Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. AGUST 1977 VUD MORötlN- KArriNU 0 % — Ég vissi að ég heyrði hann segja: Komdu útfyrir og við sláumst um hana. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson A síðustu árum hafa Israels- menn eignast sterkt landslið og eru nú komnir í fremstu röð. Af spilurum þeirra ber hæst tvo unga menn, Lev og Romik, en báðir eru þeir á tvítugsaldri. I spili dagsins sátu þeir í norður og suður í leík gegn ítalíu á nýloknu Evrópumeistaramóti. Suður var gjafari, allir utan hættu. Norður S. A7 H. 10 T. D1098763 L. D63 Vestur S. KD3 H. A9752 T. 54 L. K87 Austur S. G1095 H. D3 T. 2 L. ÁG10942 — Ég vil skilja við manninn minn þar sem hann heldur fram hjá mér með konunni yðar. Mannlíf í skjóli Fimmtudaginn 25. ágúst birti Velvakandi bréf, þar sem látin er I ljós ánægja með nýjar hugmynd- ir varðandi uppbyggingu við Aðalstræti. Jafnframt kvartar bréfritari undan því, að nær ekkert sé rætt um þetta athyglis- verða mál í blöðum. Sannleikur- inn er líka sá, að hvers konar mótmælendur eru yfirleitt viljugastir við að láta í sér heyra. Vilja því jákvæðar samræður oft falla í skuggann. Þessar skipulagshugmyndir eru svo róttækar, að eðlilegt er að fólk hafi á þeim mismunandi skoðanir. Að sjálfsögðu eru tillögurnar aðeins einar af fjölmörgum sem til greina geta komið, en sé eitt- hvað að marka allt talið um að lífga þurfi upp miðbæinn, þá eru þarna komnar fram hugmyndir, sem eru líklegri til árangurs en nokkuð annað sem áður hefur verið stungið upp á. Fyrir hálfri öld, á árunum milli 1920 og 1930, munu miklu fleiri hafa verið á ferli um miðbæinn og inn eftir Laugavegi á kvöldin og um helgar, heldur en nú er. Ástæðurnar fyrir breytingunni eru margar og má telja nokkrar þær helztu, að áður fyrri átti fólk hvorki bíl né sjónvarp og nú búa miklu færri í eða við miðbæinn en áður. Auk þess er veðráttan lík- lega öllu risjóttari núna, en fyrr á öldinni. Fyrri ástæðunum, sem hér eru nefndar, verður væntanlega ekki breytt, en á hinn bóginn má fjölga íbúunum aftur og reisa þak til skjóls fyrir veðri og vindum. Áðurnefndar tillögur miða einmitt að hvoru tveggja. í fjölmörgum borgum um allan heim hafa á síðari árum verið skipulögð yfirbyggð þjónustu- svæði, sem yfirleitt hafa orðið mjög vinsæl, með iðandi mannlifi svo lengi sem opið er. Jafnvel þar sem loftsiag er tiltölulega stöðugt og milt hafa svona svæði mikið aðdráttarafl; hvað mundi þá ekki verða hér i misviðrinu? Vissulega mundi miðbærinn breyta um svip við þessa nýstár- legu framkvæmd og þeim sem finnst hámark húsagerðarlistar- innar endurspeglast í bárujárns- húsum og pósthúsinu mun ekki falla útlitið, en enginn getur neitað því að þetta muni lífga upp á umhverfið. Þvi hefur verið haldið fram með nokkrum rétti, að skemmti- legustu borgirnar (að sjálfsögðu burtséð frá allri hagkvæmni) séu frá þvi á miðöldum og aidagamlir kjarnar borga séu fuliir af lifi. Gjarnan er þvi svo bætt við, að þetta andrúmsloft sé vart hægt að skapa i nútima skipulagi og séu nýir miðbæir því fyrirfram dauðadæmdir. Skjólgóðu göngugöturnar og yfirbyggðu þjónustmiðstöðvarnar eru einmitt undantekningin. Um þetta mætti nefna fjölmörg dæmi svo sem margar „nýju“ borgirnar í Bretlandi, sem yfirleitt eru stækkaðir eldri smábæir. East Kilbride, í útjaðri Glasgow, hefur til dæmis lifandi miðbæjarkjarna allan daginn og fram á síðkvöld, og er hann þó nýlega reistur. Suður S. 7642 H. KG864 T. AKG L. 5 1 báðum herbergjum spilaðí norður fimm tígla og töpuðust þeir í öðru tilfellinu þegar Israel- inn spilaði út spaðagosa og vörnin hirti siðan sína þrjá upplögðu slagi. En ítalinn í austur spilaði einn- ig út spaðagosa eftir að hafa sagt frá lauflit sinum. Norður tók slag- inn á hendinni og spilaðí strax hjartatíunni, austur og blindur létu lágt en vestur drap með ásn- um. Hann tók siðan á spaðakóng og ætlaði einnig að fá á drottning- una en þá trompaði norður. Hann tók þá einu sinni tromp, var inni í blindum og tók á hjarta- kónginn. Drottning austurs kom í en samt vantaði einn slag. En spilarinn ungi dó ekki ráðalaus. Hann spilaði strax hjartasexinu frá blindum og lét lauf af hend- inni þegar vestur uggði ekki að sér og lét fimmið. Nú var spilið búið. Norður tók seinna trompið af vestri og hjarta- gosinn var ellefti slagurinn. Þegar litið er á allar hendurnar virðist það fáránlegt að gefa fimm tígla. En ítalinn í vestur gerði sér ekki ljóst að norður átti sjö tígla og austur þar með aðeins einn. Kæruleysi og óvandvirkni hans kostaði 10 impa. ^ ^ Framhaldssaga eftir RÉTTU MER HOND ÞINA =HEzr, pyddi 30 — Nei, ég túk ekki eftir þvf. Anna stóð upp og gekk hratt á undan honum að bilnum. Hún grét, svo að hún skalf. Þau óku stefnulaust fram og aftur um bæinn án þess að geta talað saman. Loks jafnaði Ah- med sig og sagði: — Þú verður að fyrirgefa mér. Ég vissi vel, að allir bekk- ir eru ætlaðir hvftum mönnum einum. Og þetta með bað- ströndina vissi ég Ifka. En ég GAT blátt áfram ekki sagt þér það. Ég hafði ekki kjark til þess. llún hélt áfram að gráta. — En hvað eigum við að GERA? Og hvers konar fólk eigum við að hafa samneyti við? — Reyndu að vera róleg, elskan mín. Við eigum að minnsta kosti EINN góðan vin nieðal hvftu mannanna — Erik Forss. Hann kemur bráðum hingað. Hann er sá eini. sem við getum treysl fullkomlega. Reyndar skrifaði hann frá Ilöfðahorg, að hann hefði fund- ið stúlku, sem hann vildi kvæn- ast. Og þú getur áreiðanlega umgengizt hana. Erik er ekki þannig gerður, að hann vilji binda trúss sín með Suður- Afrfskustúlku, sem hreykir sér upp af kynþætti sínum. Ég er viss um, að allt batnar, strax og þauerukomin. Anna tók f hönd hans og reyndi að brosa hughraust. — Við bfðum þá eftir þvf. Árásin Maf sama ár. Klefanautur Ei- rfks, sænski kristniboðinn, a-tl- aði í land f Höfðaborg, og Erik hafði vonazt til þess að fá að vera einn í klefanum það sem eftir va*ri ferðarinnar til Daur- ba. Það var heillandi tilhugsun að vera alveg ótruflaður með Mary I þrjá dásamlega daga. En hann fékk skeyti um að fara í land f Höfðaborg og aka með lest til Jóhannesarborgar. Þetta olli honum miklum vonbrigð- um. Hann þurfti að standa í miklu vafstri, áður en hpnum var hleypt í land. Menn þeir. sem höfðu umsjón með inn- flytjendum, voru óstyrkir og tortryggnir. Þeir yfirheyrðu hann aftur og aftur. Það var augljóst, að þeir óttuðust, að njósnarar kæmu inn f landið. Púðurreykur var farinn að ber- ast frá Evrópu. Tékkóslóvakfa hafði þegar verið tekin, og Hitl- er hafði öskrað f þýzka þinginu. að þolinmæði hans gagnvart Pólverjum væri á þroturn. Brezka heimsveidið vaknaði af svefni gegn vilja sfnum og var í slæmu morgunskapi. Stjórn Búa, Herzog i Pretoríu, sem sat enn viö völd í Suður-Afríku, leit með tárvotri aðdáun á hinn mikla, þýzka leiðtoga, sem hafði svo heilbrigða skoðun á Englendingum, Gyðingum, Rússum, negrum, lýðræði og öðrum hræðilegum hlutum. En „Slyngi-Jan", þ.e. Smuts her- foringi, foringi andstöðunnar. sem veöjaöi alltaf á réttan hest, bjóst til að taka við stjórninni og hefja þátttöku við hlið Eng- lendinga, ef allt færi I bál. Iler- zog og Smuts höfðu ólfkar skoð- anir á öllu — nema kynþátta- málinu. Yfirvöldin stefndu að þvf að koma f veg fyrir, að óróaseggir kæmust inn í landið — en hvaða útsendara áttu þeir að varast? Fulltrúa HVAÐA þjóða? Það vissu þeir ekki enn þá. Sex sinnum varð Erik að fullvíssa eftirlitsmennina um, að hann væri hlutlaus f stjórn- málum og fengist aðeins við útvarpstæki. Þegar skipið var farið aftur á haf út, reikaði hann um Höfða- borg og fannst hann vera illa á sig kominn. Hann var sjúkur af þrá eftir Mary og hafði engan áhuga á því, sem vert væri að skoða f borginni. Ilann slangr- aði inn f hinn stóra veitingastað Del Monico og hóf að skrifa henni bréf. Síðan gekk hann fhugalaus og með ótendraða pfpuna f munninum niður að stöðinni tíl þess að kaupa farmiða. Eftir hálfs annars dags ferð með lest, þar sem leiðin lá að mestu yfir land, sem Ifktist eyðimörkum, kom hann til stórborgarinnar Jóhannesarborgar. Uthverfin, sem stóðu fram með járnbrautarteinunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.