Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. AGUST 1977 15 Hátíð lauk með ósköpum London, 30. ágúst. Reuter. Kjötkveðjuhátfð V-Indíufðlks f Lundúnum lauk með götubardög- um, árásum og ránum annað árið f röð. Að sögn lögreglunnar voru 227 ungmenni handtekin sl. tvo daga eftir átök milli lögreglu og þeldökkra unglinga. 16 lögreglu- menn og 50 borgarar voru fluttir f sjúkrahús og eru tveir f Iffshættu, lögreglumaður og ungur maður. Forráðamenn hátfðarinnar sögðu að hún hefði farið gersamlega út um þúfur. Viðurstyggð eyðileggingar blasti við í Notting Hill i morgun, brotnir gluggar, múrsteinar og drasl lá eins og hráviði um göt- urnar. Fyrirskipuð hefur verið rannsókn á þessu máli og segja leiðtogar blökkumannanna að samfélag þeirra sé í stórhættu vegna hrottamennsku klíkuhópa unglinga, sem fari ruplandi og rænandi næstum fyrir opnum tjöldum. Dánaror- sök Elvis ekki birt? DÁNARORSÖK söngvarans Elvis Presleys verður ef til vill ekki birt. Alténd inun faðir hans taka af skarið um hvort svo verður gert. Hætt er við þvf að hvers kyns sögusagnir komist á kreik ef ekki verður sagt formlega frá því hvað varð söngvaranum að bana, að því er kemur fram í frétta- skeytum. Hins vegar liggur nú fyrir skýrsla sérfræðinga sem könnuðu efni úr blóði og vefj- um sem tekin voru úr Ifkinu. Læknar vilja ekkert láta upp- skátt um hvað þessar niður- stöður fela í sér og vfsa á fjöl- skyldu Preslays. Krufningin sem framkvæmd var á likinu strax eftir iátið Ieiddi í Ijós að lifrin var þrisvar sinnum og stór og umlukt fituvef. Sovézkur skipstjóri dæmdur St. John, Nýfundnalandi 30. ágúst — Reuter. SKIPSTJÓRI sovézka togarans Petrokretos var í dag dæmdur í 8000 dollara sekt eftir að hafa játað sig sekan um að hafa stund- að veiðar án veiðileyfis innan 200 milna fiskveiðilögsögu Kanada. Skipstjórinn N.V. Chumak er nú í sjúkrahúsi í Sovétrikjunum, en hann fékk hjartaáfall er hann kom fyrir rétt i St. Johns i sl. mánuði og lýsti sig þá saklausan af ákærunni. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur: Ljósm. Mhl Ó.K.M „og ein var máske úr sveit og send til baka, og svo eru þær, sem ...“ Þorlákshöfn: Fyrsta f jölbýlis- húsið í byggingu Þorlákshöfn, 30. ágúst HÉR HEFUR verið blómlegt at- hafnalíf f sumar og miklar bygg- ingarframkvæmdir eða sem hér segir: 50 einbýlishús og raðhús eru f smfðum á ýmsu byggingar- stigi og 16 fbúðir f fjölbýlishúsi Hannesar Gunnarssonar húsa- smiðs, Hafnarbergi 10. Þetta er fyrsta fjölbýlishúsið, sem byggt er hér í Þorlákshöfn. Hannes hafði byggt einbýlishús hér ásamt öðrum manni til þess að selja, en þau seldust ekki vel, þóttu dýr og ungt fólk treysti sér illa til að kaupa þau. Þá varð þessi hugmynd til og nú er rétt ár síðan Hannes hóf byggingu á fjöl- býlishúsinu. Ölfushreppur greiddi fyrir þessu framtaki með þvi að sleppa lóðagjaldi. Húsið er tvö stigahús á þremur hæðum, 16 íbúðir alls. Verð á 3ja herbergja íbúð 80 fermetra tilbúinni undir tréverk, er 4 milljónir króna, 2ja herbergja íbúð 65 fermetrar kost- ar 3.3 milljónir króna. Öllum íbúðunum 16 hefur verið ráðstaf- að og hefur nú þegar komið í ljós að þessi leið leysir vanda ungs og efnalitils fólks til þess að eignast þak yfir höfuðið, og er þvi lofs- vert framtak. Áfram verður hald- ið, ef útkoman verður endanlega góð, sagði Hannes mér að lokum. Helztu framkvæmdir á vegum Ölfushrepps eru: Lagt hefur ver- ið varanlegt slitlag á 1,7 km í þorpinu. Landshöfnin lét malbika 850 metra á sinu athafnasvæði og samtals eru þetta 2.6 km, en gatnakerfið hér eru 7 km. Malbik- að var 3 þúsund fermetra svæði í kringum félagsheimilið og er hug- myndin að nota 2 þúsund fer- metra af þvi fyrir handbolta- og körfuboltavöll. Hitt, eða 1000 fermetrar verða þá bílastæði. Þá er unnið að viðbyggingu grunn- skólans hér og er sú bygging 400 fermetrar, þvi að stefnt er að því að geta kennt alla 9 bekki grunn- skólans veturinn 1978, en nem- endum 9. bekkjar hefur verið ek- ið i skóla í Hveragerði undanfarin ár og verður svo einnig i vetur. Aætlað er að byggingin verði fok- held um mánaðamótin október- nóvember. Byggingarfélag Suóur- lands, Hveragerði, sér um verkið. Sorpbrennsluofn hefur verið smióaður og verður staðsettur í grjótnámunni frá hafnargerðinni. Þar á að brenna öllu rusli úr Ölfushreppi. Ofninn verður væntanlega tekinn í notkun í lok spetembermánaðar. Hönnun á dreifikerfi hitaveitu frá Bakka í Ölfusi hingað og í sveitina er i fullum gangi. Að því verki vinna Verkfræðistofa Guðmundar G. Þórarinssonar og Verkfræðistofa Suðurlands því á að vera lokið i október. Ef vel gengur og niður- stöður verða jákvæðar, má vonast eftir framkvæmdum á næsta ári að sögn sveitarstjórans Þorsteins Garðarssonar. Þess má geta að Framhald á bls. 19 MORGUNBLAÐINU hafa borizt nokkrar samþykktir aðalfundar Sjómannafélags Reykjavfkur, sem haldinh var fyrir skemmstu. Fjalla samþykktirnar um at- vinnumál í höfuðborginni, sér- staklega sjávarútveg, söluskatt á myndsegulbandstækjum fyrir fiskiskipaflotann, og um gagn- kvæm skipti orlofshópa. Fara fréttatilkynningarnar hér á eftir. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn 25. ágúst 1977, harmar þá öfugþróun sem nú er orðin áberandi, að gróin atvinnufyrirtæki með hundruð- um manna í vinnu flytja frá Reykjavík í önnur sveitarfélög. Skorar fundurinn á borgar- stjórn að vinna að þvi með öllum tiltækum ráðum að snúa þessari þróun við. Jafnframt verði unnið að þvi að bæta aðstöðu útgerðar og fiskvinnslu í borginni og styðja slík fyrirtæki sem dregist hafa saman á síðustu árum m.a. vegna of lítillar opinberrar fyrir- greiðslu. Bendir fundurinn i því sam- bandi á nauðsyn þess að nýta bet- ur fiskimið og einstakar fiskteg- undir i Faxaflóa, en hafa samt fulla aðgát á fjölda veiðiskipa og magni þess fisks sem þar verður dreginn úr sjó. Þá telur fundurinn að Reykja- víkurborg eigi að gangast fyrir þvi að koma á fót fiskmarkaði í vesturhöfninni. Muni það hafa í för með sér aukið aðstreymi fisks til vinnslu og neyslu í höfuðborg- inni og sanna eða afsanna fullyrð- ingar um að fiskur sé i mörgum tilfellum ranglega verðlagður. Til að tryggja betur vinnu verkamanna, iðnaðarmanna og viðkomandi fyrirtækja í Reykja- vik, spara gjaldeyri og fjölga dval- ardögum sjómanna i heimahöfn, skorar fundurinn á borgaryfir- völd að stuðla ötullega að því, að á hafnarsvæðinu verði komið upp flotkvi fyrir hin stærri skip til botnhreinsunar og viðgerða. Þá skorar fundurinn á þing- menn kjördæmisins að taka upp baráttu fyrir þvi að Reykjavíkur- borg njóti sem aðrir hafnarbæir opinberra framlaga til hafnar- gérða og hafnarbóta. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur haldinn 25. ágúst 1977, skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að fella niður öll að- flutningsgjöld og söluskatt af myndsegulbandstækjum sem til notkunar eru um borð í islensk- um skipum. Jafnframt verði Sjón- varpinu falið það verkefni að taka á segulbönd til dreifingar um flot- ann vikulegt fréttayfirlit, annað innlent efni svo sem íþróttaþætti og kvikmyndir. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn 25. ágúst 1977, felur stjórn félagsins og starfsmönnum að kanna með við- ræðum við samtök sjómanna í Noregi, írlandi og Færeyjum hvort um vilja og möguleika gæti verið að ræða á gagnkvæmum skiptum orlofshópa. Norðlenzk hljómsveit í Stapa og Hvoli HLJÓMSVEIT Geirmundar Valtýssonar frá Sauðárkróki hyggst í vikulokin leggja land undir fót. Mun hljómsveitin leika fyrir dansi í Stapa á föstudags- kvöldið og á IIvoli f Ilvolhreppi á laugardag. IHjómsveitin hefur verið á faraldsfæti f sumar og spilað um land allt. í hljómsveitinni eru auk Geir- mundar, sem spilar á gítar og syngur: Hörður Ólafsson bassa- leikari, sem einnig syngur, Stefán Gíslason, sem leikur á píanó og moog og syngur, og Jóhann Frið- riksson, sem spilar á trommur. Ritföngin umar Þú þarft ekki að leita víðar EYMUNDSSON Austurstræti 18 Sími 13135 Aðstaða útgerðar og fiskvinnslu í Reykjavík verði bætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.