Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGUST 1977 pJnrginijiMaliíli Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10100. ASalstræti 6, slmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Atvinnuástand í þremur byggðarlögum Það er mikið alvörumál, að um 200 manns hafa misst at- vinnu sína á Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn vegna lokunar frystihúsa í þessum þremur byggðarlögum og er auðvitað Ijóst, að við svo búið má ekki standa. Gera verður nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja rekstrargrundvöll frystihúsanna. Ástandið, sem nú hefur skapazt í þessum þremur sunnlenzku kauptúnum, gefur okkur til kynna hvaða afleiðingar það mundi hafa á landsmælikvarða, ef ekki verður gripið til þeirra ráða, sem óhjákvæmileg eru til þess að starfræksla frystihúsanna haldi áfram. Hver og einn ætti að reyna að setja sig i spor þess fólks, sem nú stendur uppi atvinnulaust í þessum þremur byggðarlögum. Að vísu er atvinnuástandið þannig í landinu, að væntanlega gæti allt það fólk, sem nú stendur uppi atvinnulaust fengið vinnu annars staðar, en það er engan veginn einhlít lausn og ekki einfalt mál að rífa sig upp frá heimabyggð sinni til þess að sækja vinnu í fjarlæg byggðarlög. Það er heldur engin bót, þótt þetta fólk fái atvinnu- leysisstyrki Það er þjóðhagslega hagkvæmara, að framleiðslu- tækin gangi en að atvinnulaust fólk sé á atvinnuleysisbótum. Áhrif lokunar frystihúsanna i þessum þremur byggðarlögum á sveitarfélögin eru einnig ömurleg. Þar lamast allt athafnalíf smátt og smátt og byggðarlögin standa höllum fæti. Á hinn bóginn eru viðbrögð verkalýðsfélaganna á þessum stöðum harla athyglisverð Þau skella allri sök á ríkisstjórnina og telja, að hún beri ábyrgð á því, að frystihúsunum hefur verið lokað! Þau gagnrýna heiftarlega þá ákvörðun að senda togara til þess að selja fisk erlendis, þótt það sé eina leiðin til að halda togurunum gangandi Viðbrögð verkalýðsforystunnar á þessum stöðum eru viðbrögð manna, sem hafa ekki kjark til að horfast með raunsæjum hætti ! augu við þann vanda sem steðjar að. Sannleikurinn er nefnilega sá, að það er ekki sök ríkisstjórnarinn- ar, hvernig komið er á Eyrarbakka, Stokkseyri og i Þorlákshöfn. Þeir menn, sem bera mesta ábyrgð á því, eru forystumenn verkalýðssamtaka annars staðar á landinu. Það er sí og æ búið að brýna fyrir þessum mönnum, að of miklar kauphækkanir mundu leiða til uppsagnar starfsfólks og atvinnuleysis vegna þess, að fyrirtækin geti ekki staðið undir þessum mikla kostnaðarauka. Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir hafa forystumenn verkalýðssamtak- anna haft þessi aðvörunarorð að engu og þeir knúðu fram með áhrifamætti samtaka sinna í júnímánuði sl. örlagaríka kjarasamn- inga, sem munu ekki aðeins valda aukinni verðbólgu í landinu á næstu misserum heldur hafa þeir nú þegar skapað slikan vanda í undirstöðuatvinnugreinum landsmanna á tímum bærilegs fiskafla og hagstæðs verðlags á erlendum mörkuðum, að rekstrarstöðvun blasir við og er orðin að veruleika í þessum þremur byggðarlög- um. Það hefði verið karlmannlegra af forystumönnum verkalýðsfé- laganna á Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn að viðurkenna sinn eigin þátt í þeim vanda, sem upp er kominn. Þá væri a.m.k. hægt að tala við þessa menn. En þeir sem rjúka upp, þegar þeir standa frammi fyrir afleiðingum eigin gerða og hrópa, að allt sé rikisstjórninni að kenna eru ekki líklegir til þess að leggja mikið af mörkum til að leysa þann vanda, sem þeir hafa sjálfir átt mestan þátt í að skapa. En það er út af fyrir sig gagnlegt fyrir okkur íslendinga að gera okkur grein fyrir þvi, að lokun frystihúsanna í þessum þremur byggðarlögum með þeim ömurlegu afleiðingum, sem henni fylgja, er fyrst og fremst afleiðing kjarasamninganna nú í sumar. Það er nauðsynlegt fyrír okkur að átta okkur á því, að ef ekki verður gripið til viðhlítandi ráða mun svipað ástand skapast i fleiri byggðum Morgunblaðið hefur gagnrýnt samtök frystihúsamanna harka- lega fyrir vinnubrögð þeirra i sambandi við rekstrarvanda frysti- húsanna en Morgunblaðið hefur jafnframt lagt áherzlu á, að það sem mestu skiptir er að hjól atvinnulifsins snúist áfram. Til þess að svo megi verða og til að tryggja frystiiðnaðinum hæfilegan rekstrargrundvöll þarf vafalaust að gripa til einhverra þeirra aðgerða, sem höggva nærri buddu fólks með einum eða öðrum hætti. Alþingi og ríkisstjórn eru til þess kjörin að stjórna málefn- um þjóðarinnar og taka nauðsynlegar ákvarðanir, hvort sem þær eru vinsælar eða óvinsælar. Á undanförnum árum hefur það verið hlutskipti núverandi ríkisstjórnar að taka óvinsælar ákvarðanir, en þær hafa hins vegar leitt til þess, að þjóðarbúskapurinn hefur smátt og smátt komizt á réttan kjöl. Ekki er útlit fyrir annað en að enn um sinn verði hlutskipti ríkisstjórnarinnar hið sama. Vafalaust er það svo, að þjóðin kýs sér heldur forystu, sem er tilbúin til þess að horfast í augu við veruleikann og stjórna heldur en forystuleysi þeirra manna, sem sí og æ stinga höfðinu í sandinn og reyna að láta hlutina göslast áfram með bráðabirgðaráðstöfunum frá degi til dags Rætt við myndhöggvarann Robert Jacobsen Miklir listamenn virðast eiga það sammerkt að vera gæddir einum hæfileika utan listgáf- unnar, sem er hógværð. Róbert Jacobsen er Ifka skemmti- legur... Hann eryndæll eldri maður og mjög, mjög danskur — þangað til hann byrjar að tala um list sfna — þá gæti hann verið allra þjóðerna, því listin er alþjóðleg. Þess utan hefur hann fæðzt tvisvar og hlýtur þvf að vera óvenjulegur. Fyrst fæddist hann f Kaupmanna- höfn, nánar tiltekið þann 4. júnf 1912. Næst fæddist hann f Parfs, það var á eftirstrfðsárun- um „Og þá var „töff“ að vera f Parfs fyrir listamann — það var erfitt. Sextfu þúsund lista- menn hreiðruðu um sig f þess- ari miðborg listanna á fimmta áratugnum. „Tilviljun að við byrjum að tala um Parfs en heppilegt samnt, þvf nú fæ ég að heyra ótal sögur tengdar listaverkum hans, sem nú prýða Listasafn tslands. Til dæmis höggmyndin Endur- minning um stein, gerð árið 1971—72. Hversu marga gesti, sem koma til með að skoða sýn- ingu þessa stórmerka lista- manns skyldi gruna hvaða til- finningar búa að baki þessa 20. aldar skúlptúrs. Þvf miður er danski myndhöggvarinn Robert Jacobsen farinn frá ts- landi, þótt verk hanns séu hér enn og verða fram f september. En þetta er fyrsta einkasýning erlends myndhöggvara á Is- landi og jafnframt f fyrsta sinn, sem Robert Jacobsen stfg- ur fæti sfnum á fslenzka grund. Eins og stolt foreldri, sem sýnir ókunnugum barn sitt, sýnir hann mér höggmyndirnar og öll þessi furðulega kostrúkt- sjón þessar gildu, svörtu járn- stengur, sveigðar og beygðar öðlast allt f einu Iff innan hvftra veggja Listasafnsins." A bak við alla list er saga, sem maður verður að þekkja til að skilja hana.“ Endurminning um Asger Jorn Sagan á bak við Endurminn- ingu um stein er saga um einn bezta vin listamannsins, annan þekktan listamann nú látinn, Asger Jorn. Þeir höfðu sameiginlega ibúð í Paris. Kynntust fyrst í Kaup- mannahöfn á stríðsárunum, báðir ungir og upprennandi og tóku virkan þátt f andspyrnu- hreifingunni gegn Hitlers- Þýzkalandi. „Við börðumst saman. Unnum saman og þegar hann dó þá leið mér svona,“ segir Jacobsen og bendir á höggmyndina um leið og hann grípur í hjartastað og segir: „Endurminningin og sorgin V. ' 'U, - ' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. AGUST 1977 17 Endurminning um stein, gerð árið 1971—72 og er f eigu Listasafns tslands. Endurminning listamannsins yfir sorginni, sem gagntók hann þegar bezti vinur hans, listamaðurinn Asger Jorn lézt. textl: Herdfs þorgeirsdöttir - llúsm.: Emllfa Bfðrg Björnsdóttlr yfir vinarmissi eru eins og steinn í hjartastað." Ég skil. En samt finnst mér skrýtið að þetta verk, hinzta kveðja til lát- ins vinar skuli vera eina högg- myndin sem hann segist hafa gert með gagnrýnu hugarfari. „Ég er ekki krítískur, skúlp- túrinn minn er það. List er fjarstæða og ég hef meiri áhuga á að vita hvað fólki finnst um verk min og hvað það sér út úr þeim, heldur en með hvaða hugarfari ég skóp þau. Eða hvað finnst þér um högg- myndirnar mínar?“ Og ég sem las að sá sem ætlaði sér að lýsa list Roberts Jacobsen færðist mikið í fang, því verk hans geymdu svo margar andstæður, segi hreint út að mér finnist list hans einfaldlega flókin... Þá hlær Jacobsen og segir: „Einmitt, það er nefnilega það. Listin er flókin. Hún er ekki lengur frumstæð, þvi maðurinn er ekki lengur frumstæður. Þú ræður sjálf hvaða augum þú litur listaverk. Listamaður þarf að vera svo- litill heimspekingur. Hann þarf að horfa að hálfu fram í timann og að hálfu aftur á bak. Hann þarf að vera kunnugur bæði fortið og framtið þegar hann tjáir, skapar og lifir í nútið. Listin fylgir samtima sínum. Þótt ég hafi gaman af im- pressjónistum og dáist að renaissance-timunum, hef ég lítið þangað að sækja. Ég er 20. aldar listamaður. Við sköpum okkar eigin samtið, en förum ekki aftur í aldir. Að dá Rem- brandt kemur málinu ekki beint við. Ahrifavaldar mfnir i listinni eru þýzkir framúr- stefnu-Iistamenn eins og Klee, Kandinsky, Barlech, Kirchner og ítalski málarinn Magnelli." Ég vil endur fæðast á íslandi „Sko,“ segir svo Jacobsen: „1 listinni eru siðvenjur hvers og eins tima. Maður verður að berjast gegn öllum siðvenjum til að skapa nýjar. Þess vegna segi ég að listin sé fjarstæða óiíkra heima og tima. „Þetta er uppáhaldshögg- myndin mín,“ segir hann um Draum Súsönnu (1973 — 74), einu rauðmáluðu höggmyndina á sýningunni. „Taktu eftir rauða litnum. Sjáðu hvað hann er mildur og langt frá því að vera „agressivur". Hann er hamingjusamur. Hann er „l’amour" — hin upprunalega ást. Ástin f dag er vélræn og yfirborðskennd eins og þessi höggmynd mín lýsir.“ Það er verkið, sem ber hið furðulega nafn: Vaktaskipti phallokrat- anna (1976). „Þetta táknar hið nýja almætti — hinn nýja fals- guð. Og hér,“ segir hann og bendir á aðra höggmynd, setn heitir Opus Mingus (1974 — 76). „Þessi höggmynd er geim- urinn — hljóða og þögla röddin inni i okkur öllum. Tónlist- in...“ Skulptur triptique (1976) er enn ein athyglisverðra högg- mynda á sýningunni. „Þessi höggmynd sýnir þróun lifsins," segir Jacobsen og strýkur hendi sinni eftir sveigðum járnstöng- unum. „Svona er lifið. Þú ferð upp á við allt til endalokanna, aftur niður á við og I gegnum hinar og þessar hindranir. Kannski endurfæðistu. Ég trúi á annað lif og ég held að það næsta verði betra en þetta. Ég vil endurfæðast á ís- landi. Þetta er alveg stórkost- legt land. Landslagið er það stórbrotnasta og margbreytileg- asta, sem ég hef nokkurn tima séð. Með hverjum kílómetra, sem farið er, breytist landslagið alveg eins og list min.“ Listamaður má ekki vera incognito „Hér á Íslandi hef ég fengið innblástur. Bæði frá landslag- inu og fólkinu, sem ég hef hitt. Islendingar eru ólíkir öllum öðrum. Þeir eru einstaklings- hyggjumenn. Ekki þessi þraut- leiðinlegi massi, sem byggir stórborgir. Nútimamaðurinn er ekki lengur maður og hann á ekkert frelsi. Hann fer ekki sínar eigin leiðir. 1 listinni er ekki hægt að fara annað en sínar eigin leiðir, öðruvisi væri það ekki sönn list. Listamaður má ekki vera „incognito". Sumir listamenn búa sér til og lifa lífi vesalingsins. Þeir kaupa sér skó, sem eru þremur númerum of litlir, ganga I þeim til að kvelja sig, svo ég taki likingu. En þeir eru ekkert meiri listamenn fyrir vikið.“ Sé Jacobsen spurður hvenær hann hafi fengið áhuga á högg- myndalist eða list almennt verður svarið: 4. júni árið 1912. Daginn, sem hann fæddist. „Listamaður fæðist með inn- sæi sé hann sannur. Það lærir enginn að verða listamaður. Ég hef aldrei i listaskóla komið og þó er ég prófessor við Listahá- skólann í Kaupmannahöfn og i Múnchen. Það er eingöngu hægt að læra tæknina. A hverjum degi reyni ég að skilgreina lifið og tilveruna. Eftir að ég hef lokið einni högg- mynd, finnst mér ég úthvíldur maður. Ég hef tjáð mig og fengið útrás. Listaverk er eins og tvö form, sem geta af sér hið þriðja, alveg eins og maður og kona geta af sér barn. Og nú skal ég segja þér svolít- ið,“ segir Jacobsen kiminn: „Það er Guð, sem gefur mann- inum hæfileikann. En það er Djöfullinn, sem gefur honum eiginleikann...“ Síðan brosir hann kankvist og segir: „Og takist þér að skil- greina eiginleika listarinnar — þá ertu betri en Einstein." Wolfgang Haller f „Felix Krull" eftir Thomas Mann Þýzkur gesta- leikur í Iðnó LEIKFÉLAG Reykjavíkur og Germanía hafa haft samvinnu uni að fá hingað kunnan þýzkan leik- ara, Wolfgang Haller, sem verður gestkomandi f Iðnó n.k. föstu- dagskvöld og fer með valda kafla úr leikgerð skáldsiigunnar „Felix Krull" eftir Thomas Mann. Jafnframt því að vera þekktur leikari og leikstjóri, sem hefur komið mikið við sögu í þýzku leik- húslifi, er Wolfgang Haller kunn- ur viða um lönd af leikferðuni sinum og kynningum á leikbók- menntum á þýzku. Hann stendur þá jafnan einn á leiksviðinu og bregður sér í gervi hinna ýmsu persóna leiksins, og hvarvetna hefur hann fengið orð fyrir að hafa einkar vel á valdi sínu þá vandasömu listgrein leikhússins, eins-manns leik. „Felix Krull” er meðal þekkt- ustu verka Thomasar Manns„Sag- .an hefur verið þýdd á islenzku og las þýðandinn, Kristján Arnason, hana í Ríkisútvarpið veturinn 1962—63. i leiksýningu Wolf- gangs Haller eru þræddir hinir ýmsu spaugilegu og ádeiluríku þættir sögunnar. Sýningin tekur um tvo tima. Wolfgang Haller mun aðeins koma fram í þetta eina skipti á islandi nð þessu sinni. Súsönnu. 36.9 millj. kr. í tekjuafgang hjá Stéttarsam- bandi bænda Frá Trysjíva Gunnarssyni, biaðamanni >1bl. á Fiðum: NIÐURSTÖÐUTÖLUR rekstrar- reiknings Stéttarsambands bænda fyrir árið 1976 urðu 52,9 milljónir króna. Tekjur sam- bandsins voru frá Búnaðarmála- sjóði 25 milljónir, vextir og vísi- tölubætur af rikisskuldabréfum 24.9 millj. króna og rekstraraf- gangur af Bændahöllinni 2.8 milljónir króna. Helztu gjaldalið- ir eru kostnaður við fulltrúa- fundi, 3.2 milljónir, framlag til styrktarsjóðs, 3 milljónir, stjórn- unarkostnaður 2,7 milljónir, störf erindreka 1,6 milljónir og styrkur og gjafir 1,1 milljón. Samtals námu útgjöld Stéttarsambandsins árið 1976 15,9 milljónum króna og tekjur sambandsins umfram gjöld námu 26,9 milljónum króna. Síld til fryst- ingar í Ólafevík Ólafsvík. 30. áKÚst — I GÆR lönduðu hér tveir rekneta- bátar síld til frystingar. Matthild- ur var með 140 tunnur og Halldór Jónsson 55 tunnur. Í dag er all- hvasst og kalt og enginn bátur á sjó. — Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.