Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. AGÚST 1977
Stefnir allt í
BSRB-verkfall?
SATTAFUNDUR var enn hald-
inn í kjaradeilu BSRB og rfkis-
valdsins í gær. Samkvæmt upplýs-
ingum Haralds Steinþórssonar,
framkvæmdastjóra BSRB, var I
gær unnið að því að fara yfir
kröfugerð vegna starfshópa, sem
hafa afbrigðilegan vinnutfma.
Eru það leikarar, heilsugæzlu-
Ijósmæður, fóstrur, hjúkrunar-
konur, vitaverðir o.fl. Var búizt
við að lokið yrði yfirferðinni hjá
iillum starfshópum, nema kenn-
urum. Haraldur kvað komið hafa
fram, að ríkisvaldið væri ekki til-
búið að svara kröfum kennara
fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag.
Haraldur Steinþórsson kvaðst
búast við að yfirferð yfir kröfurn-
ar lyki í dag, nema varðandi kenn-
ara eins og áður er sagt. í dag
verður fundur með fulltrúum 17
fulltrúa starfsmannafélaga bæja
út um land og munu þá fara fram
fyrstu viðræður um málefni
þeirra. Haraldur kvað samkvæmt
þeim tilboðum, sem BSRB hefði
fengið, allt stefna í verkfallsboð-
un hg þar með sáttatillögu ríkis-
Framhald á bls 18.
Samið verði við ríkis-
stjórn um búvöruverð
Eiðum, 30. ágúst —
Frá blaðamanni Mbl.
Tryggva Gunnarssyni —
A AÐALFUNDI Stéttarsambands
bænda, sem nú stendur yfir á
Eiðum, var í gærkveldi samþykkt
tillaga um að fela stjórn sam-
bandsins að vinna að því að gerð-
ar yrðu þær breytingar á lögum
um Framleiðsluráð landhúnaðar-
ins, að I stað þess hluta, sem lögin
ákveða um sexmannanefnd, komi
beinir samningar um verðlagn-
ingu landbúnaðarvara milli Stétt-
arsambands bænda og ríkisstjórn-
arinnar. Tillaga þessi var sam-
þykkt með 26 atkvæðum gegn 6.
Störfum á aðalfundinum var
fram haldið í gær og fór mestur
hluti dagsins til nefndarstarfa, en
það þeim loknum var hafizt
handa um afgreiðslu mála. Allar
líkur voru í gærkveldi á þvi, að
fundarstörfum yrði ekki lokið
fyrr en árdegis I dag, miðvikudag.
Auk afgreiðslu tillagna fer fram
stjórnarkjör. Þá barst í gær á
fundinn sú fregn, að Sæmundur
Friðriksson, sem var fram-
kvæmdastjóri Stéttarsambands-
ins um 30 ára skeið, hefði látizt í
Framhaid á bls 18.
Tveir þekktir Reykvfkingar sit ja og rabba saman um landsins gagn og nauðsvn jar,
Valtýr Pétursson, listmálari, og Jðn Þorsteinsson, íþróttakennari.
Sjóvinnudeild við Hagaskólann —
Uppeldisbraut við Kvennaskólann
Norræni tækni- og iðnaðarsjóðurinn:
Hlutdeild íslands í
útlánum fer Vaxandi
ÞAÐ KOM nú ekkert sérstakt
fram á þessum fundi, sem varðar
okkur tslendinga beint, en hann
var eigi að sfður mjög gagnlegur
á ýmsan hátt, sagði Þorvarður AI-
fonsson, aðstoðarmaður iðnaðar-
ráðherra, eftir stjórnarfund Nor-
ræna tækni- og iðnaðarsjóðsins f
gær. Þorvarður ásamt Arna Snæv-
ar eru fulltrúar lslands f stjórn
sjóðsins.
Nú síðustu daga hefur Norræni
tækni- og iðnaðarsjóðurinn haldíð
stjórnarfund sjnn "hérlendis ög i
gær var haldinn fundur með full-
trúum R'annsó'knastofnunar iðn-
aðarins, fisj<iðnaðarins, bygging-
ariðnaðarins- svo' og Iðnþróunar-
.stefnunar íslsmjs og Rannsókna-
rárts ríkisms-um stöðu þeirra nor-
rænu samstarfsverkefna sem nú
er unnið að og um möguleika á
fleiri slíkum verkefnum sem til
greina kæmi að tslendingar tækju
þátt í.
Meðal þeirra verkefna, sem
fjallað er um, má nefna verkefni
sem miðar að því að þróa fram-
leióslu á íslenzkum perlusteini,
en nú er unnið að slíku verkefni
með styrk frá sjóðnum og er þar
um að ræða samvinnu millí Aal-
borg Portland Cement Fabrikk og
Iðnþróunarstofnunar íslands.
Framhald á bls 18.
FRÆÐSLURAÐ Reykjavfkur
samþykkti í gær að óska eftir þvf
við menntamálaráðuneytið að
stofnuð yrði í vetur ein uppeldis-
fræðideild við Kvennaskólann í
Reykjavík og ein sjóvinnudeild
við Hagaskóla sem nú er í fyrsta
skipti boðið upp á framhaldsstigi.
Aður hafði ráðuneytið heimilað
að stofnað væri til framhalds-
náms við Laugalækjarskóla í við-
skiptafræðum og við Armúla-
skóla f heilbrigðis- og uppeldis-
fræðum.
Að undanförnu hafa verið að
bætast við umsóknir um nám í
Björn Jónsson, forseti ASÍ:
Gengisbreyting-
in ekki veruleg
EINS OG kunnugt er, þá er
gildistími kjarasamninga aðila
vinnumarkaðarins skilyrtur
um að ekki verði verulegar
breytingar á gengi íslenzkrar
krónu. Þess vegna hafði
Morgunblaðiö í gær samband
við Björn Jónsson, forseta
Alþýðusambands Islands, og
spurðist fyrir um það, hvort
ASl liti á gengisbreytinguna,
sem orðið hefur, sem „veru-
lega“ brevtingu.
Björn kvað stjórn Alþýðu-
sambandsins ekki Hafa fjallað
um þetta enn, en hann hvað það
sina skoðun að hér væri ekki
um það verulega breytingu að
ræða að ástæða væri til aðgerða
af hálfu verkalýðssamtakanna.
„Hér er ekki um að ræða stærri
hlut en verið hefur að gerast
með gengissigi," sagði Björn,
en bætti því við, að svo gæti
farið að gengissigið safnaðist
smátt og smátt saman, þánnig
að launþegasamtök sæju
ástæðu til þess að notfæra sér
skilyrði samninganna. Hann
kvað hins vegar ástæðu til þess
að notfæra sér skilyrði
samninganna. Hann kvað hins
vegar þessa nýlegu breytingu
ekki vera þess eðlis. Þar með
kvaðst hann vera að segja sína
skoðun en ekki Alþýðu-
sambandsins.
framhaldsdeildum við skóla borg-
arinnar og hafa nú sótt um við-
skiptadeild á fyrsta ári 130 nem-
endur, 65—70 á heilsugæzlubraut
óg 80 á uppeldisbraut. Auk þess
hafa um 70—80 nemendur sótt
um fornám, sem er eins konar
viðbtarnám við 9. bekk grunn-
skóla og er gert ráð fyrir að það
standi í 3'A mánuð.
Allmíkil aukn-
ing hefur orðið á umsóknum um
iðnnám, sem nú er rekið í 3 skól-
um á vegum borgarinnar, þ.e. i
Iðnskólanum og Vörðuskóla, sem
starfa saman í vetur, þannig að
bóklegt nám fer fram i Vörðuskól-
anum, svo og er iðnnám í Fjöl-
brautaskólanum.
Sjóvinnudeildir voru reknar
um alllangt skeið í tengslum við
gagnfræðastigið i Reykjavík og
síðasta ár í tengslum við grunn-
skóla, þ.e. í Hagaskóla. í fyrsta
skipti er nú boðið upp á sjóvinnu-
deild, sem verður við Hagaskóla,
á framhaldsstigi og mun veita
réttindi til sjómennsku, þar á
meðal svokallað 30-tonna-próf eft-
ir fyrsta árið. Deildir þessar við
Hágaskóla og Kvennaskólann
voru fyrst ákveðnar á fundi
fræösluráðs í gær, þar sem nokk-
ur óvissa hefur verið um að nægi-
lega margir nemendur sæktu um
þær. Er ennþá hægt að bæta
nokkrum nemendum við i þessar
deildir.
Manns
saknað
TUTTUGU og fimm ára gamals
manns, sjúklings á Kleppsspital-
anum, hefur verið saknað siðan á
sunnudagskvöld. 1 gær var feng-
inn sporhundur til þess að leita
mannsins, en sú leit bar engan
árangur. Búizt er við því að leit-
inni verði haldið áfram í dag.
Sænskir bílar
lækka í verði
—EG geri ráö fyrir að með
þessari 7% gengisfellingu í
Svíþjóð, þá lækki t.d. Saab 99
um kr. 150—200 þúsund, en ég
hef enn ekki reiknað þetta ná-
kvæmlega út, sagði Sveinn
Björnsson hjá Saah-umboðinu.
Asgeir Gunnarsson hjá Velti
tjáði okkur að þeir hefðu
reiknað út um 200 þúsund kr.
lækkun á Volvobflum, miðað
við 7% gengisfellingu í Svf-
þjóð.
Sœmundur Friðriksson,
framkvœmdastjóri, látinn
Vegið meðalgengi krón-
rnmar Iweyttíst um 1,7%
SEÐLABANKINN hefur nú hafið gengisskráningu að nýju eftir lokun
þá, sem stafaði af gengislækkunum á Norðurlöndum f fyrradag.
Samkvæmt hinni nýju gengisskráningu er kaupgengi íslenzkrar krónu
gagnvart Bandarfkjadollar 204,30 krónur og sölugengi 204,80 krónur.
Nemur hækkun á sölugengi dollarans samkvæmt því rúmlega 2'á%.
Gildir skráning þessi, eins og verið hefur, unz annað verður ákveðið.
I fréttatilkynningu frá Seðla- því, sem var síðastliðinn föstudag.
bankanum, sem Morgunblaðinu
barst i gær, segir, að miðað hafi
verið við það, að gengi krónunnar
gagnvart norskri og danskri
krónu breyttist ekki að ráði frá
Slík breyting hefði verðið talin
óeðlileg bæði vegna mikilla við-
skipta við þessi lönd og vegna
þess, hve þau eru mikilvægir
keppinautai á erlendum mörkuð-
um, einkum með sjávarafurðir.
Vegið meðalgengi íslenzku
krónunnar gagnvart öllum mynt-
um breytist því samkvæmt fram-
ansögðu um aðeins 1,7% frá síð-
ustu skráningu, föstudaginn 26.
ágúst — segir í fréttatilkynningu
Seðlabanka íslands.
Á blaðsiðu 6 i Morgunblaðinu
er birt hin nýja gengisskráning
Seðlabankans, eins og raunar
venja er á hverjum degi.
SÆMUNDUR Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda um 30 ára skeið, lézt í gær,
72ja ára að aldri.
Sæmundur fæddist á Efri-
Hólum í Fellsmúlahreppi i N-
Þingeyjarsýslu. Hann varð bú-
fræðingur frá Hvanneýri 1925 og
dvaldist sumarlangt við yejfkiegt
búfræðinám á landbún aðorskóla í
Danmörku. Bóndi var hann á
Efri-Hólum 1931—41, en tók þá
við störfum framkvæmdastjóra
Sauðfjárveikivarna í Reykjavik
og gegndi því starfi þar til fyrir
tveimur árum. Skipulagði hann
þá og stjórnaði fjárskiptum í
landinu á árunum 1944—54. Þá
varð Sæmundur einnig fram-
kvæmdastjórí Stéttarsambands
bænda árið 1947 og gegndi því
starfi þar til á liðnum vetri, að
hann lét af störfum vegna veik-
inda.
Sæmundur kvæntist árið 1930
Guðbjörgu Jónsdóttur frá Brekku
i Fellsmúlahreppi en hún lézt árið
1949.