Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 5 HEIMILIÐ ’77 Hluti sýningardoildar Glampans. Þátttaka hér skilar sér margfaldlega ARANGUR af þátttöku okkar hér á heimilissýningunni er þegar farinn að koma í Ijós, sagði Ólafur Kr. Sigurðsson framkvæmdastjóri Glampans, er Morgunblaðið ræddi við hann í sýningardeild sinni. Þrátt fyrir að gifurleg vinna hafi legið á bak við það að koma upp þessari sýningardeild sjá- um við alls ekki eftir því. Þetta skilar sér margfalt. Hérna er eins og við náum betur til fólks- ins heldur en í búðinni. Ég tel það mjög heillavænlega þróun að slikar sýningar séu haldnar hér með ákveðnu millibili, þetta gefur bæði fóiki og okkur mjög gott tækifæri til að kynna það nýjasta sem er á markaðn- um. Hvað er það sem þið aðallega sýnið hér? — Nú nýtizkulamp- ar og ýmiss konar ljósgosbrunn- ar eru uppistaðan i því sem við sýnum hér á sýningunni en auðvitað erum við með ýmsa aðra hluti á boðstólum. Sérstak- lega vil ég benda á þá miklu möguleika sem hægt er að fá með Ljósgosbrunnum. Þá erum við einnig með nokkrar tegundir af strimla- gluggatjöldum, sem eru alger- lega innlend framleiðsla, sagði Ólafur að lokum. Öll okkar framleiðsla heitir eftir íslenzk- um fiallajurtum A Heimilissýningunni er inn- réttingafyrirtækið Hagi með litinn bás, sem einungis er með ljósmyndum. Erlingur Friðriks- son, sölustjóri hjá Haga, sagði um fyrirtækið: Þarna eru myndir af fjórum af okkar ellefu eldhúsinnréttingum. Við erum með á boðstólum eldhús- innréttingar, fataskápa og dálítið af vegghúsgögnum, allt þetta framleiðum við sjálfir. 1 sambandi við sýninguna erum við með getraun sem er i þvi fólgin að finna orðið getraun á einni myndinni af innéttingu koma síðan í verzlunina til okkar og finna þá innréttingu í verzluninni. í verðlaun höfum við vegghúsgögn frá okkur. Við höfum haft opið til kl. 10.00 öll kvöld meðan á sýningunni stendur til þess að gefa fólki kost á að taka þátt í getrauninni á kvöldin. — Það er alveg bráðnauðsyn- legt' að hafa sýningar sem þessar, þær hafa mikið kynningargildi og gefa fólki kost á að sjá nýjungar. — Við seljum töluvert út á land og höfum einnig eina verzlun á Akureyri en biðtiminn hjá okkur um allt land er nú kominn fram yfir áramót. — Allar okkar innréttingar heita nöfnum islenzkra fjalla- jurta og eftir sex vikur er væntanleg alveg ný gerð af eldhúsinnréttingum sem mun kallast „Haustblómið“, sagði Erlingur að lokum. Sýningardeild Haga h.f j Hluti sýningardeilar Grænlenzku konurnar í Reykjavík GRÆNLENZKU konurnar 25 sem verið hafa á ferðalagi um sveitir austan Fjalls og i byggð- um Borgarfjarðar komu hingað til Reykjavíkur í gærkvöldi. Fyrir nokkrum kvöldum er þær voru austur í Valhöll á Þingvöll- um í kvöldverðarboði, höfðu gest- irnir látið þau orð falla, að Is- landsreisan hafi verið mjög ánægjuleg. Þær höfðu og lagt áherzlu á, að ísl. konur kæmu í slika hópferð til að heimsækja þær í heimabyggðum sínum i Grænlandi á næsta ári. Hér var það Kvenfélagasamb. íslands, sem skipulagði móttökur allar. Gestirnir fara heim á mánudag- inn. A meðan hópurinn hefur við- dvöl i Reykjavík munu konurnar kynna sér starfsemi Isl. heimilis- iðnaðar. Þá hefur S.I.B.S. boðið þeim að koma i heimsókn að Reykjalundi. Þá verða þær gestir formanns Kvenfélagasamb. ís- lands frú Sigriðar Thorlacius á Framhald á bls. 22. Leiðrétting Tvær villur slæddust inn i minningargrein Sveins Bene- diktssonar um Sæmund Friðriks- son í Mbl. í gær. Fallið hefði niður nafn Jónu, eldri dóttur Sæmundar. Rétt hljóðar setningin þannig: Dætur þeirra hjóna voru Jóna og Guð- rún. Jóna giftist Ragnari Daníels- syni vélstjóra og eiga þau þrjú börn. Guðrún hefur haldið heim- ili að miklu leyti með föður sin- um. Eiginmaður Dýrleifar ljósmóð- ur er Daníel A. Daníelsson, lækn- ir, en nafn hans hafði misritazt i greininni. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Simi 20640 Einstakir hlutir eða margir saman, en hver hlutur teiknaður og hugsaður þannig að sjónar- mið útlits og notagildis fari saman. Sígildir munir þekktustu höfunda nútíma húsgagnagerðar. Verslunin CASA er sýningarsalur sígildrar hönnunar í stóru og smáu, er snýr að húsgögnum og nytjahlutum. Njótið þess að skoða fagra hluti og kynnið ykkur verð og gæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.