Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 40
Al'ííLÝSINíiASÍMINN EK: 22480 JW*r0un5>I«bií> I.YSIMiASIMINN EK: 22480 JW*r0tinbI«í)it> LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 Mikið verðfall á síld í Danmörku Mikið jarðsig varð (garðin- um á milli þeirra tveggja þróa Kísiliðjunnar, sem heilar voru. Gaf önnur sig og flæddi úr henni allt vatn, en aðeins munaði hársbreidd að sú þró, sem full var orðin af gúr, léti einnig undan f náttúru- hamförunum. Sést það glögglega á myndinni. (ljósm. Friðþjófur). Hraun uppúr borholu Þorsteinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar: SAMKVÆMT upplýsing- um, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hefur orðið mikið verðfall á síldar- markaðinum í Hirtshals í Danmörku vegna aukins framboðs, sem stafar af mikilli síldveiði í Skage- rak. Meðalverð fyrstu vik- una í september á fersksíld hefur verið 2,08 danskar krónur, sem er jafnvirði 69,37 króna íslenzkra, en frá því verði dregst síðan löndunarkostnaður og önn- ur slík gjöld. Föstudaginn 2. septem- ber bárust á land í Hirts- hals 1.098.591 kg og varð meðalverðið þann dag 1,51 króna dönsk fyrir hvert kg. Mánudaginn 5. september bárust á land 862.935 kg og var meðalverð þá 2,08 danskar krónur. Þriðju- daginn 6. seþtember bárust á land 406.830 kg og var meðalverðið þann dag 2,63 krónur. Miðvikudaginn 7. september bárust á land 709.293 kg og var meðal- verð þann dag 2,86 krónur. Daginn eftir, þ.e.a.s í fyrra- dag, var magnið 294.330 kg og meðalverð 2,85 krónur danskar. I gær varð svo magnið mest eða 1.397.315 kg og meðalverðið 1,82 krónur danskar. Þetta síldarverð er all- miklu lægra, en menn hér fá fyrir þá síld sem nú veið- ist hér við land. Upp úr þessari holu stóð mik- i11 eldstrókur f fyrrinótt og skilaði strókurinn með sér hrauni, f fyrsta skipti sem slíkt gerist f borholu hér á landi. HRAUN kom upp um borholu í fyrsta skipti hér á landi að minnsta kosti, er hraun og gjall komu upp úr holu 4 skammt frá gufuveitustöðinni í Bjarnarflagi um miðnætti i fyrrinótt. Segir Sigurður Þór- arinsson, jarðfræðingur, að nokkur tonn af hrauni og gjalli hafi komið upp úr holunni. Var i fyrstu talið, er eldsúlan stóð upp úr holunni, að eldgos væri hafið í Bjarnarflagi. Síð- an kom í ljós að gas logaði upp úr holunni. „Höldum áfram af eins mikl- um krafti og unnt verður Miklar skemmdir á eignum Kísiliðjunnar og engin þró til að taka við hráefni fyrir veturinn Frá Agústi I. JAnssyni. fréttamanni Morgun- hláðsins I Rc.vnihllð. — EINS og málin standa nú höf- um við ekki nægjanlegt hráefni til vetrarins, sagði Þorsteinn Ólafsson, annar tveggja fram- kvæmdastjóra Kísiliðjunnar við Mývatn, í gærdag. — Við erum að vona að við fáum tfma þar til f lok október til að dæla upp hráefni, en við getum ekki reiknað með að Mývatn verði íslaust lengur. Hins vegar er það eitt af okkar stóru vandamálum f dag að við höfum enga þró til að dæla hráefninu í. Ein þróin er full, hinar tvær skemmdar, þannig að við verðum að reyna að flýta viðgerðum eins og framast er unnt til að tryggja reksturinn í vetur. Þrátt fyrir það tjón, sem varð á eignum Kfsiliðj- unnar f þessum hamförum þá er ekki annað til umræðu á þessu stigi en að halda áfram rekstrin- um af eins miklum krafti og unnt verður, sagði Þorsteinn Ólafsson. Umtalsverðar skemmdir urðu á húsnæði Kisiliðjunnar, þróm hennar og öllum lögnum að verk- smiðjunni. Þannig gáfu sig i jarð- raskinu vatnslagnir, gufulagnir, sími og rafmagn í austurenda skrifstofuhúsnæðisins, auk þess sem rafstrengurinn fyrir verk- smiðjuna var tekinn í sundur þeg- ar farið var að stríkka iskyggilega á honum í fyrrinótt. Sagði Þor- Framhald á bls. 22. Svart útlit í skreiðar- sölumálum 1 Nígeriu „VIÐ ERUM búnir að hafa tvo fundi um skreiðarmálin hér í Lagos og ekkert hefur komið út úr þeim,“ sagði Bjarni Magnús- son, forstjóri lslenzku umboðssöl- unnar, en hann er einn þriggja skreiðarseljenda sem nú eru í Nígeríu að reyna að koma skreið- arsölumálum Islendinga á hreint. „Ekkert kom út úr þessum tveim- ur fundurn" sagði Bjarni, „og voru niðurstöður þcirra miklu fremur neikvæðar en hitt.“ Bjarni kvað útiitið vera langt frá því að vera gott. Hins vegar kvað hann þá þremenninga eiga eftir að kanna einn möguleika enn og væri ekki ljóst hvað út úr því kæmi. Bjóst hann jafnvel við að þeir þremenningar myndu koma heim um helgina en þó réðist það af árangri þessa möguleika sem enn væri ókannaður. Bjarni sagði að Norðmenn hefðu enn ekki sent sendinefnd til Nigeríu. Spurnir hefðu þeir þó haft af þvi að norsk sendinefnd Framhald á bls. 22. Tólf manns fiúðu heim- kynni sín í hrinunni Sjá viðtöl við fólk í Reykjahlíð á bls. 21 og fréttir af náttiiru- hamförunum á bls. 2, 3, 18 og 19. □ NOKKUR uggur greip um sig meðal fbúanna í Reykjahlíð aðfararnótt föstudagsins er skjálftavirknin var sem mest f Bjarnarflagi og í nágrenni Reykjahlíðar. Tólf manns flúðu híbýli sfn og héldu í ná- grannasveitirnar, en þess má geta að Almannavarnir hringdu neyðarhringingum á bæjum í sveitinni um mið- nættið er talið var að eldgos væri hafið í Bjarnarflagi. Fólk Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.