Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 21 Við vorum að taka upp kart- öflur þegar þetta hófst og urðum einskis vör VIÐ vorum nú að taua upp kartöflur þogar þetta allt sam- an gekk yfir og uróum einskis vör. Það var ekki f.vrr en við heyrðum fre ttir í útvarpinu klukkan sjö að við vissum hvað var um að vera, sögðu Finnur Baldursson og kona hans Ingi- hjörg Þorleifsdóttir, þegar Morgunhlaðið ræddi við þau í gær vegna umbrotanna þar nyrðra. Urðuð þið ekkert skelkuð þegar þið fréttuð, að þessi um- brot væru alveg i næsta ná- grenni við ykkur — Nei, ekki getum við nú sagt það, við erum orðin vön svona ólátum í Móður náttúru og kippum okkur þess vegna ekki svo mjög upp við þetta. Annars var það ekki fyrr en seint um kvöldið að við fréttum Framhald á bls. 22. Hjónin Ingibjörg Þorleifsdóttir og Finnur Baldursson. Eg varð nú töluvert skelkuð þegar þessi ósköp byr juðu A SÍMSTÖÐINNI í Reykjahlíð hitti Morgunblaðið Þórhöllu Þórhallsdóttur símastúlku sem var á vakt þegar gosið byrjaði í fyrradag. Þórhalla var fyrst spurð um hennar eigin viðbrögð þegar lætin hófust. — Ég verð nú að viðurkenna, að ég varð töluvert skelkuð þegar þetta byrjaði, þó maður hafi nú lent í þessu áður. Það má segja að fólki almennt hafi ekki staðið á sama og tólf manns í þremur fjölskyldum fóru í nágrannasveitirnar og biðu þar meðan aðal ósköpin gengu yfir, en þau eru nú öll komin til baka. En nú hlýtur þú að hafa held- ur betur lent i því með simann þegar þetta hófst. — I fyrstu var þetta nokkuð slæmt og ekk- ert náðist en þegar auglýsingin í útvarp kom um að fólk væri beðið að nota síma sem allra minnst lagaðist þetta og var ekkert vandamál eftir það. En hvernig líkar þér yfir höf- uð að búa á svona ótryggum stað? — Þó að það sé auðvitað óþægiiegt að eiga svona yfir höfði sér á hverjum degi er það hægara sagt en gert að.taka allt sitt og fara á brott, eftir að vera búin að byggja sitt hús og koma sér vel fyrir. En annars er mjög gott að búa hérna alla jafna. Nú er hitaveitan farin í sund- ur á nokkrum stöðum, veldur það ekki töluverðum óþægind- um hjá ykkur? — Við gerum okkur auðvitað vonir um að hægt verði að kippa því fljót- lega i lag en það var dálitið kalt að vakna i morgun, sagði Þór- halla að lokum. Þórhalla Þórhallsdóttir á vakt f sfmstöóinni Við fórum fyrst og fremst 1 öryggisskyni, en ekki vegna neinnar skelfingar VIÐ FÖRUM að heiman fyrst og fremst vegna öryggis sonar okkar sem stóð ekki alveg á sama um þetta allt saman, svo og er það að vinir okkar hér í nágrenninu hafa kvatt okkur til að koma til þeirra þegar eitthvað þessu líkt kemur upp, bara í öryggisskyni, sagði Sig- ríður Arnadóttir er Morgun- blaðið ræddi við hana á heimili sfnu í Reykjahlíð í gær. Annars er maður alveg hætt- ur að verða verulega skelkaður þegar eitthvað þessu likt gerist, það er bara að taka þessu með jafnaðargeði. Eigi að siður er það allt annað en skemmtilegt þegar verstu hrinurnar ganga yfir. Við fórum héðan eftir að nokkuð sterkur jarðskjálfta- kippur kom klukkan um 22, en eftir þvi sem við höfum frétt Sigrfður Arnadóttir ásamt syni sfnum Arna Þorsteinssyni. voru þeir öllu snarpari skjálft- arnir sem komu eftir miðnætti. En hvernig uannt þú við að búa hér þar sem alltaf er hætta á þessum jarðhræringum? — Ég er búin að búa hér siðan 1967 og hef nú alltaf kunnað vel við mig hérna þrátt fyrir þennan óróleika. Verður þá líf ykkar hér kom- ið i samt horf hér á morgun? — Já, það má segja það, utan þess að hitaveitan er óvirk en eftir þvi sem ég bezt veit standa von- ir til um að hægt verði að gera við hana fljótlega. Annars hef ég frekar litið frétt um ástandið hérna í sveit- inni almennt nema það að rnenn taka nú „soðnar kartöfl- ur“ upp úr kartöflubeðum sin- um, en garðarnir eru einmitt rétt við Bjarnarflag þar sem töluverð umbrot urðu. Frá gosi í Leirhnjúk 1975. Mim sagan end- urtaka sig? Mývatnseldar 1724-1729 rifjaðir upp ÞANN 21. desember árið 1975, daginn eftir að gos hófst í Leir- hnjúk, birtist f Morgunblaðinu grein um sögu Mývatnseldanna 1724—1729 undir fyrirsögninni „Eftir tveggja alda kyrrð er frið- urinn úti við Mývatn.“ Þar sem enn hefur komið upp gos við Mý- vatn þykir ástæða til að rifja upp lauslega þessa sögu. Árið 1724, 17. maí, urðu snarpir jarðskjálftakippir við Mývatn, siðan kom upp mikill reykjar- mökkur norðaustan við Mývatns- fjöllin. Jarðskjálftarnir urðu svo harðir að hús hrundu og fólk við Mývatn flúði bæi sina. Þetta var sprengi- eða þeytigos og varð til í þessu gosi gígurinn Víti. Ekki varð tjón á mönnum né skepnum og rénaði gosið fljótt. Næsta ár, 1925, 11. janúar, brauzt út nýtt gos í Leirhnjúk, og var það einnig þeytigos. Umhverf- is hnjúkinn mynduðust ótal gjár og týndist fénaður í þeim, en ekki menn. Næstu árin virðast ekki verða önnur gos en skjálftar og sprunguhreyfingar haldast, og einhver ólga helzt áfram i gömlu eldstöðvunum. Það varð svo ekki fyrr en árið 1727 að hraun fór að renna úr pytti við Leirhnjúk, en ekki gerð- ist neitt meira fyrr en í april 1728, að í Leirhnjúk gaus á tveimur stöðum og hraunrennsli varð mik- ið, einnig urðu smágos i Hrossdal og Bjarnarflagi og hraun runnu þar. Þann 18. desember 1727 hófst aftur mikið eldgos i grennd við Leirhnjúk eftir nokkurt hlé. Þá rann hraunið svo langt, að aðeins var einn til tveir km. ófarnir til Reykjahliðar þegar það stöðvað- ist, og var fólk þar ferðbúið að flýja bæi sína. Mesta gosið í Leirhnjúk i þess- um Mývatnseldum hófst þann 30. janúar 1929. Þá rann hraunið nið- ur í byggðina austan við Mývatn og tók með sér bæi, en rann i kringum kirkjuna í Reynihlíð sem kunnugt er þann 27. ágúst sama ár. Hraunstraumurinn rann áfram með miklum krafti út i vatnið og drap þar silung. 1 lok septembermánaðar stöðvaðist loks hraunrennslið og þöktu þá hraunin um 35 ferkm. lands. Með- an á þessum eldum stóð týndist fénaður í stórum stil, en ekki varð tjón á fólki, nema einum dreng. Talið var, að Mývatnseldum væri lokið i árslok 1729, en þó stóðu eftirhreytur af þeim til árs- ins 1746. Þetta er talið langvinn- asta gos sem komið hefur á ís- landi. Menn velta þvi nú fyrir sér hvort svipað sé að endurtaka sig núna við Mývatn sem Mývatnseld- ar forðum, og hvort einhvern tima á næstunni verði stórt hraungos, sem muni ógna byggð þar fyrir norðan eins og á 18. öld. Þvi mun liklega enginn svara til fullnustu nema timinn. Engir gallar komu fram á almanna- vörnum nyrðra „ÉG HELD að menn sé sammála um aó viðbrögð almannavarna- nefndar Mývatnssveilar og að framkva-md þeirra verkþátta, sem hún á að sjá um, hafi gengið eins og bezt verður á kosið í þess- ari hrynu,“ sagði Hafþór Jónsson, fulltrúi hjá Almannavörnum rik- isins, er Morgunblaðið spurði hann í gær um það hvort ein- hverjir áberandi ágallar hefðu komið í ljós á viðvörunarkerfi almannavarna. Hafþór sagði aó þessi viðvörun- aráætlun hefði það oft verið end- urtekin að fátt kæmi mönnum á óvart, enda hefðu endurbætur á kefinu ávallt farið fram á milli atburða. Þvi kvað hann öll vió- brögð nú hafa orðið með miklum gætum. Alltaf mætti þó búast við eihhverjum frávikum, en i þessu starfi hefði verkhæfni þeirra manna, sem sjá ættu um.viðvaran- ir, aukizt það mikið aö ekkert virtist nú koma þeim á óvart. — Það er ekki nema gos verði i Bjarnarflagi eða í nánd við byggð- ina í Reykjahlíð, að gripa verður til gagngerra aðgerða, sagði Haf- þór, en hann kvað jarðfræóilega vinteskju og skjálftavakt gera það að verkum, að ávallt væri einhver aðdragandi eldvirkni á svæðinu. Það hefði sina augljósu kosti. Hann kvað skjálftavaktina styrkja mjög þá starfsemi sem almannavarnir héldu þar uppi. Almannavarnir ríkisins væru svo eins konar aðili sem styddi við bakið á almannavörnum á staðn- um, útvegaði búnað, tæki og mannafla ef skipuleggja þyrfti brottflutning fólks af svæðinu, og aðstoðarfólk á svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.