Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977 3 Akureyri: 33 listamenn gáfu Myndlistarskólanum yerk á sölusýningu Akureyri, 21. september. NÝSTÁRLEG myndlistar- sýning stendur nú yfir í Gallerí Háhól við Glerár- götu og verður hún opin til sunnudagskvölds, 25. september. Mvndlistar- E.í fær Fjallfoss NÝR Fjallfoss hefur bætzt í flota Eimskipafélags Islands, en í gær var félaginu afhent í Svendborg í Danmörku þriðja skipið af fjór- um, sem félagið hefur keypt af fyrirtækinu Mercandia. Fjórða skipið verður svo afhent í síðari hluta október. Frá Svendborg fer Fjallfoss til Egersund og Odda í Noregi og tekur vörur til íslands. Fyrir hönd E.I. tóku þeir Viggó E. Maack, skipaverkfræðingur, og Guðni E. Guðnason, aðalbókari, við Fjallfossi í gær. Lagarfoss, elzta skip E.L, verð- ur afhent nýjum eigendum i Rotterdam í vikunni. skólinn á Akureyri sýnir þar margvísleg mynd- listarverk eftir 33 lista- menn, sem allir hafa gefið skólanum myndir, eina hver, skólanum til st.vrktar og fjárafla. Myndirnar eru til sölu og kosta frá 10.000 krónum og allt að 220.000 krónur. Skólastjóri mynd- listarskólans er Helgi Vilberg, listmálari. Listamennirnir sem gáfu verk sín á sýninguna eru þessir: Alfreð Flóki, Bragi Asgeirsson, Guð- mundur Armann, Valtýr Péturs- son, Jóhannes Geir, Sveinn Björnsson, Pétur Friðrik, Oli G, Jóhannsson. Helgi Vilberg, Krist- inn G. Jóhannsson, Veturliði Gunnarsson, Jónas Guðmunds- son, Eiríkur Smith, Aðalsteinn Vestmann, Örlygur Sigurðsson, Kjartan Guðjónsson, Þorvaldur Skúlason, Örlygur Kristfinnsson, Einar Þorláksson, Gísli Guðmann, Örn Ingi, Sigurður Sigurðsson, Hringur Jóhannesson, Bolli Gúst- avsson, Jón Reykdal, Þórður Hall, Valgerður Bergsdóttir, Jens Kristleifsson, Björg Þorsteins- dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Þorbjörg Þórðardóttir og Ragna Róbertsdóttir. — Sv. P. Þórhöfn: Tveimur drengjum bjargað úr höfnmni „ÉG HAFÐI séð strákana þrjá þarna á bryggjunni, þegar ég ók fram að skipinu, en þegar ég leit þangað næst sá ég aðeins þann minnsta og hann var krjúpandi og kíkti fram af. Það sló mig strax að eitthvað hefði komið fyrir hina tvo svo ég stökk út úr bílnum og hljóp á staðinn. Þeir voru þá komnir í sjóinn og teknir að sökkva. Mér tókst að ná til þeirra og halda þeim uppi þar til hjálp barst og það er ekki að sjá, að þeim hafi orðið neitt meint af, enda sjór- inn ekki kaldur, þar sem hér er Spánarveður upp á hvern dag.“ Þannig sagðist Jóni Aðal- björnssyni, hílstjóra á Þórs- höfn frá, í samtali við Mbl„ en á þriðjudagsmorgun bjargaði hann 7 ára syni sínum, Víkingi, og leikfélaga hans, Helga Árna- syni, 6 ára, frá drukknun í höfninni á Þórshöfn. „Ég ók þarna fram bryggjuna og sá þá strákana þrjá, þar sem þeir vor í veiðihugleiðingum, en það var háfjara svo þeir þurftu að príla niður í bát, sem þarna var,“ sagði Jón. Eftir því sem strákarnir segja fór Helgi á undan, en lenti í sjónum. Víkingur stökk þá nið- ur í bátinn og ætlaði að bjarga Helga, en við að teygja sig eftir honum hrökk hann fyrir borð. Þegar ég var svo kominn að skipinu og byrjað var að lesta bílinn, varð mér litið upp eftir, þar sem strákarnir höfðu verið og sá þá aðeins þann minnsta, en hann er 4 ára gamall. Ég hafði svo ekkert hik á mér heldur stökk bara í sjóinn og tókst mér strax að ná til strák- anna, en þarna hefur sjórinn verið þetta 4—5 metra djúpur. Sonur minn lærði aó vísu eitt- hvað í sundi í sumar, en það kom honum greinilega ekki að neinu gagni þarna. Mér tókst svo að halda strákunum uppi, þar til skipverjar komu mér til hjálpar. Við undum svo föt strákanna og siðan fóru þeir beint heim og voru háttaðir ofan í rúm. En þeim varð ekkert meint af þessu enda voru þeir báðir með meðvitund, þegar ég náði til þeirra." Varðskipið Óðinn kom til Reykjavíkur um síðustu helgi með loftblegs- körfuna sem lenti I hafinu vestur af Islandi í síðustu viku með tvo menn innanborðs. Bandaríkjamönnunum, sem um borð voru, var bjargað um borð í þyrlu frá Varnarliðinu, en Óðinn náði körfunni nokkru síðar við erfiðar aðstæður, þar sem erfitt var I sjó. Mynd þessi var tekin af loftbelgskörfunni af Double Eagle og starfsmönnum Landhelgisgæzlunnar. Plöntur sem bunar eru undir veturinn. Ljósm. Ó1.K.M. Ahnermingi kynnt haust- störfin hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur Stjórn Skógræktarfélags Reykjavtkur: f.v. Guðmundur Marteins- son, Ólafur Sæmundsson, Lárus Blöndal Guðmundsson, Björn Ófeigsson, Ragnar Jónsson og Vilhjálmur Sigtryggsson. — ÞRJA næstu daga munum við kynna almenningi hvernig hægt er að gróðursetja á haust- in með góðum árangri og fræða almennt um hauststörf í sam- bandi við trjáræktun, sagði Guðmundur Marteinsson, for- maður Skógræktarfélags Reykjavíkur, á fundi sem hald- inn var f gær í tilefni þess að nú eru hauststörfin að hefjast hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur. Guðmundur sagði að húsið í Fossvogi yrði opið í dag og á morgun kl. 8.00 — 18.00 og á laugardaginn kl. 10.00 — 17.00. Vilhjálmur Sigtryggsson, framkvæmdastjóri, kynnti störf Skógræktarfélags Re.vkjavíkur: — Störf okkar skiptast í nokkra þætti: Skógræktarstöðina i Fossvogi, þar sem við erum með plöntur, Heiðmörk, sem við erum með fyrir Reykjavik- urborg, Öskjuhliðina fyrir Hita- veitu Reykjavíkur, Rauðavatns- stöðina, sem unnin er af vinnu- skóla Reykjavíkur, og Breið- holtshæð horðan við Breiðholt III, sem er rétt að byrja. Vilhjálmur sagði að störf Skógræktarfélagsins væru að ala upp plöntur fyrir þessi svæði, auk þess selur það trjá- plönturtil almennings. — Við höfum mikið aukið við fjölbreytni trjáplantna undan- farið og stefnum að þvi að vera einkum með plöntur af inn- lendum uppruna, þannig fáum við plöntur sem hæfa bezt veðr- áttu okkar. Tegundafjöldi trjáa og runna er milli 80—100 og eru flestar nokkuð öruggar. Núna í ár varð mjög góð fram- för í uppvexti plantna okkar og má m.a. þakka það auknum til- búnum áburði, sem borinn var á i vor, þannig var um 25—30% meiri vöxtur á greni i ár en áður. Vilhjálmur sagði að í Heið- mörk hefu verið gróðursettar i sumar um 90 þúsund plöntur, þá væru komnar þar urn 3,4 millj. plantna, en um 1200 hekt- arar væru enn ógróðursettir. — Öskjuhlíð er allt að því fullplöntuð, því verður fram- vegis hugsað um hirðingu hennar og viðhald sem útivist- arsvæðis, sagði Vilhjálmur að lokum. Kynningarherferð á mjólk og mjólkurafurðum ÁRIÐ 1971 var skipuð 6 manna nefnd á vegum mjólkuriðnaðar- ins, er skyldi sjá um að kynna mjólk og mjólkurvörur. Jafn- framt var þá ákveðið að efna til sérstaks mjólkurdags, eins og tíðkast víða erlendis og er 1 dag haldinn fjórði slfki dagurinn. Mjólkurdagur 1977 er helgaður nýmjólkinni og verður sérstak- lega vakin athygli á hollustu mjólkur og mjólkurafurða. A blaðamannafundi hjá Mjólku- dagsnefnd, en hana skipa fulltrúar frá öllum mjólkur- félögunum í landinu, sagði Agnar Guðnason, framkvæmdastjóri kynningarinnar, að eflaust þætti mörgum ástæðulaust að minna á hollustu mjólkurinnar, en það væri eins með hana og aðrar vörur, að ef aldrei væri á hana minnzt nema þá niðrandi gæti svo farið að mjólkurneyzla drægist verulega saman og hörgulsjúk- dómar færu að gera vart við sig í landinu. Fyrsta skrefið hjá Mjólkur- dagsnefnd að þessu sinni er að gefa út bækling sem heitir „Mjólk — orkulind okkar og heilsugjafi“. I honum er að finna upplýsingar um næringargildi mjólkur, allítarlegar upplýsingar um meðhöndlun mjólkur, fjölfræði j um mjólk og mjólkurvörur og fleira, og verður honum dreift m.a. á Iðnsýningunni i Laugar- dalshöll. „Nefndin hefur einnig gefió út annan bækling sem nefnist Nesti og morgunverður" en í honum eru tillögur um framreiðslu. Liður í þessari kynningu verður samkeppni meðal barna og unglinga á aldrinum 6—14 ára um gott heiti á mynd af kú og mjaltakonu sem Kristin Þorkels- dóttir auglýsingateiknari hefur gert og verður notuð til að Framhald á bls. 21 Mjólkurdagsnefnd 1977 frá vinstri Ingvi Tryggvason, Pétur Sigurds- son, Grétar Símonarson, Óskar Gunnarsson og Agnar Guðnason. Á myndina vantar Odd Helgason en hann á einnig sæti í nefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.