Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977 5 Flóamarkaður og skyndihappdrætti KFUK K.F.U.K. hefur nýlega hafið vetrarstarfið, sem er eins og kunnugt er, að lang mestu leyti barna- og unglingastarf, víðs veg- ar um bæinn, auk þess í Kópa- vogi, Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Starf félagsins er allt sjálfboða- liðastarf, en fjárþörf er mikil til þess að standa straum af húsnæð- isrekstri o.fl. Félagið ætlar nú að reyna nýja fjáröflunarleið, FLÖAMARKAÐ og SKYNDIHAPPDRÆTTI, sem verður n.k. laugardag 24. sept. í félagsheimilinu við Holtaveg (gegnt Langholtsskóla) og hefst kl. 2 e.h. A flóamarkaðinum verður margt gamalla eigulegra muna s.s. blómasúlur, stigin saumavél, tjald, svefnpoki o.fl. og fl. Auk þess nýr og notaður fatnaður þ.á m. kjólföt, peysufatapils auk margs annars. I skyndihappdrættinu verða engin núll, allir fá eitthvað. Félagið býður alla velkomna í félagsheimilið n.k. laugardag, gera góð kaup og þar með leggja málefninu lið. (Frá KFUK). Iðnmynjasýning opnuð í Árbæjarsafni í dag IÐNMINJASÝNING verður opnuð við hátíðlega athöfn í Arbæjarsafni í dag klukkan 15.00 en þessi sýning er einn þáttur í Iðnkynningu í Keykjavík. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, opnar sýninguna en ávörp flytja dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra og Sigurður Kristinsson forseti Landssambands iðnaðar- manna. Athöfninni stjórnar Guðmundur Guðni Guðmunds- son. í tilefni iðnminjasýningarinnar i Abæjarsafninu, en um þessar mundir minnist safnið 20 ára afmælis síns, hefur safnið gefið út rit i tengslum við sýninguna. Þar segir m.a.: I tilefni iðnkynningar i Reykja- vík 1977 er haldin iðnminja- sýning i Árbæjarsafni sem nú minnist 20 ára starfsafmælis síns. Árbæjarsafn er safn Reykjavíkur og er aðalsvið þess saga þróunar borgarinnar og lífskjör þeirra sem hana hafa byggt. Saga iðnaðar á íslandi er nátengd sögu Reykjavíkur. Þar var inn- réttingunum valinn staður og við það óx byggðin og varð miðstöð i landinu. Sýningin í Arbæjarsafni sýnir ekki þróun iðnaðar á Islandi heldur eru þar kynntar nokkrar iðngreinar en sumar hafa verið stundaðar hér frá öndverðu, aðr- ar síðar er þarfir manna og lifn- aðarhættir breyttust. Enn fremur er Iðnaðarmannafélagið kynnt. Þegar á miðöldum voru iðnaðar- menn á Norðurlöndum öflugar stéttir með cigin stéttarfélög. Á Islandi voru iðnaðarmenn hins vegar ekki sjálfstæð stétt þar sem iðnaður var stundaður á sveita- heimilum með annarri iðju. Ymsir menn hafa þó stundað sumar iðngreinar frekar en aðrar og þær orðið aðalstarf þeirra. Fyrsti vísir að iðnaði á íslandi var rekstur innréttinganna í Reykjavík á síðari hluta 18. aldar og fluttust erlendir iðnaðarmenn til landsins. Umhverfis verk- smiðjurnar myndaðist þorp sem fékk kaupstaðarréttindi 1786 og var þá reynt að koma upp stétt iðnaðarmanna. Fram undir miðja siðustu öld áttu iðnaðarmenn erfitt uppdráttar, bæði vegna hráefnisskorts og markaðsleysis. Með breyttum þjóðfélagsháttum undir lok aldarinnar varð iðnaðarmanna hins vegar meiri þörf. Iðnaðarmannafélagið var stofn- að árið 1867 og um aldaót voru félagar um 50 talsins. Verksmiðjurekstur hófst hér um aldamótin, en það var ekki fyrr en eftir 1920 að iðnþróunin varð örari en áður enda var þá farið að nota rafmagn (Elliðaárvirkjun 1921). Frá 1930 til 1950 voru inn- flutningshömlur og þá fjölgaði innlendum iðnfyrirtækjum. Hefur þröun innlends iðnaðar og iðnfyrirtækja siðan mótast mjög af samkepþninni við innfluttar vörur. Nýtt tilraunagróður- hús komið upp í H vera- gerði með tUstyrk SÞ* NÝTT tilraunagróðurhús með fullkomnum rafbún- aði til ræktunarlýsingar var formlega tekið í notk- un á mánudaginn við Garð- yrkjuskóla ríkisins að Revkjum í Olfusi. F>rst í stað a.m.k. fer fram í húsi þessu framræktun á chrystantemum-græðling- um og sagði Axel Magnús- son garðyrkjuráðunautur í spjalli við blaðið að hvat- inn að byggingu þessa gróðurhúss væru umræður þær sem farið hefðu fram hér á landi fyrir nokkru um ylræktarver. \ SÍI p.» T læiíSte Frá opnun hins nýja gróðurhúss í Hveragerði, frá vinstri Grétar Unnsteinsson, skólastjóri Garðyrkjuskólans, Sveinbjörn Axelsson ráðuneytisstjóri, Steinþór Gestsson alþingismaður, og Steingrimur Hermannsson alþingismaður. Er húsið 300 fermetra stál- grindarhús og byggt eftir norsk- um staðli, en sérstaklega styrkt fyrir íslenzkar aðstæður. Ekki er ljóst hver heildarkostnaður við byggingu þessa húss verður, en húsið sjálft mun kosta um 5 millj- ónir kröna. Fram hefur komið að í framkvæmdirnar eru þegar komnar 18,7 milljónir króna, en bygging hófst í ágúst sl. Er húsið aðeins hluti af heildarkostnaði við framkvæmdir þessar, nefna má dýra þætti eins og rafbúnað allan og sjálfvirka vökvun. Sameinuðu þjóðirnar lögðu fram verulega upphæð til þessa gróðurhúss í Hveragerði að því er Axel Magnússon sagði. Þá stóðu ríkissjóður, Garðyrkjuskólinn og rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins straum af kostnaði vegna þess- ara framkvæmda. Viðstaddir er húsið var form- lega tekið i notkun voru meðal annarra Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, fyrrverdandi ráðherra, alþingismenn og fleiri gestir, þar á méðal prófessor Canham frá Reading-háskóla í Bretlandi. Flutti hann á mánudaginn ræðu um plöntulýsingu og notkun raf- lýsingar i gróðurhúsum. Sinfóníuhljóm- sveit íslands til Færeyja Tónleikar í Þórhöfn, Klakksvík og á Suðurey Sinfóníuhljómsveit Islands heldur í dag f hljómleikaför til F’æreyja og er það fyrsta utan- landsferð sveitarinnar. Mun hljómsveitin halda 5 tónleika í Þórshöfn, Klakksvík og á Suður- ey. Félag íslenzkra hljómlistar- manna kostar ferð sveitarinnar milli landanna, en Færeyingar greiða uppihald og ferðir innan Færeyja. Félagið tsland- Færeyjar vann að undirbúningi ferðarinnar. Fararstjóri er Sig- urður Björnsson, framkvæmda- stjóri sinfóníuhljómsveitarinnar, en Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og kona hans fylgja Sinfóníuhljómsveit- inni I Færeyjaförinni. Listafólkið leggur upp um hádegisbil í dag með Fokker-vél frá Flugfélaginu og vél frá Flugstöðinni, en ferðin mun standa í eina viku. 50 manns eru í förinni. Fyrstu tónleikarnir verða i Þórshöfn 23. sept, aðrir á Suðurey 24. sept., þriðju i Þórshöfn 23. sept. og sama dag verða barnatón- leikar í Þórshöfn, en siðustu tón- leikarnir í þessari ferð verða í Klakksvík 27. sept. Hljómsveitin mun leika ýmis kunn klassisk tón- Firnvjwffr Sínfpniiiljljéimvritur ítlamls i Kþtnitlrr 197? l.-lau- .'leri/kra l.li...nli-lar...,ii.u,i toi niiuál Forsíðan á sérriti FlH, Tónamál- um, í tilefni Færeyjaferðarinnar. verk, svo sem eftir Mozart, Tchai- kovsky, Bizet, Smetana, Sibelius og Jón Leifs, en einleikarar verða Lárus Sveinsson á trompett, Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Bjarni Guðmundsson á túbu. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Páls- son. Framhald á bls. 20. Iðnkynning í Reykjavík □QQQQ LITSJONVARPSTÆKI Úrvalstæki, búin öllum tækninýjungum, svo sem línulampa og viðgerðareiningum. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstæðir afborgunarskilmálar. Verð: 20" tæki kr. 255.265 22" tæki kr. 300.625 26" tæki kr. 339.51! FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Sendum bæklinga, ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.