Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977
35
- 2 VAR EKKIILLA SLOPPIÐ
E
MÖRK ÞEIRRA VORU ÓDÝR
— ÞETTA hefdi getað verið verra hjá okkur,
sagði Tony Knapp, landsliðsþjálfari eftir leik-
inn í Belfast í gærkvöldi, — mér fannst vörnin
stands sig ágætlega, sérstaklega í fyrri hálfleik
og fengu trarnir þá aldrei hættuleg færi. t
seinni hálfleiknum voru þeir ágengari, en bæði
mörkin sem við fengum á okkur voru frekar
ódýr. Þegar fyrri markið kom munaði minnstu
að Sigurður næði knettinum, og þegar seinna
markið kom gleymdist hreinlega að gæta
mannsins og hann var því einn og óvaldaður.
Það versta við þennan leik, var eins og í svo
mörgum leikjum fslenzka liðsins I sumar, að
þegar við vorum að nálgast færin misstu leik-
mennirnir knöttinn of mikið frá sér. Þetta er
vandamál og þetta verðum við að laga.
Trevor Anderson og Marteinn Geirsson í haráttu um
knöttinn. Sigurður horfir sitjandi á, og Jóhannes og Jón
eru greinilega við öllu búnir. (AP-símamynd).
Lítið gaman af svona mótherjum np mikla VIRÐ-
DANNY Blanchflower, framkvæmdast jóri
norður-frska liðsins var ánægður með úrslit
leiksins, en ekki með íslenzka liðið þegar
Morgunblaðið ræddi við hann eftir leikinn f
gær. — Mfnir menn stóðu sig vel, sagði hann, —
tsland lék allan lcikinn með 9 manna vörn og
það er ekki hægt að gera kröfur um góða knatt-
spyrnu gegn slfku liði. Eg vissi að tslendingar
kæmu hingað til að leika varnarleik, en ef ég
hefði stjórnað íslcnzka liðinu hefði ég ekki látið
það leika svona. Ef þetta er eins og lslendingar
Pdlverjar og
Skotar unnu
SKOTAR sigruðu Tékka, 3—1 I leik
liðanna i undankeppni heimsmeist-
arakeppninnar i knattspyrnu i Glas-
gow i gær. og hafa þar með góða
möguleika á að komast áfram i
keppninni. Staðan I hálfleik var
2—0. Mörk Skotanna skoruðu þeir
Joe Jordan, Asa Hartford og Kenny
Dalglish. en Gajdusek skoraði mark
Tékkana. Áhorfendur að leiknum
voru 85.000.
Þá hafa Pólverjar svo gott sem
tryggt sér sæti i lokakeppninni f
Argentinu, en þeir sigruðu Dani f
landsleik i Chorzow i gær með fjór-
um mörkum gegn einu. Hafa Pól-
verjar hlotið 10 stig i sinum riðli, en
næstu lið eru með 4 stig. Danir léku
þennan leik án beztu atvinnuanna
sinna.
Þá sigruðu Spánverjar Sviss-
lendinga 2—1 f vináttuleik sem
fram fór í Bern og Finnar unnu
Sovétmenn 1—0 I landsleik 21 árs
og yngri sem fram fór i Finnlandi.
bæði fljótir og leiknir, sérstak-
lega Swindon-leikmaðurinn
Anderson. Misstu Viðar og Janus
mennina stundum inn fyrir sig,
en þó ekki þannig að veruleg
hætta skapaðist af.
Marteinn Geirsson gætti George
Best í fyrri hálfleik, en í seinni
hálfleik breytti Marteinn um
stöðu og lék þá fyrir framan
miðverðina. Þetta er greinilega
staða sem hentar Marteini ekki
vel. Hann hefur verið reyndur i
henni áður og var þá lfka sem
hann finndi sig ekki.
Miðjumennirnir voru frekar
slakir. Lítið bar á Atla og Arna,
nema þá rétt í lokin, og af eðli-
legum ástæðum sást ekki mikið til
sóknarleikmannanna. Matthías
átti góða spretti og var harður af
sér, en Guðgeir var fremur
slakur, og ekki í eins góðu formi
og hann var t.d. í fyrra.
Kristinn Björnsson og Ölafur
Danivalsson komu inná i leiknum
og sýndi Ölafur skemmtilega
hluti upp á eigin spýtur en komst
litið áleiðis gegn sterkum varnar-
mönnum írska liðsins.
Dómari i leiknum var danskur,
Sörensen, og dæmdi hann vel.
LIÐ ISLANDS: Sigurtur Dagsson. Vidar
Halldérsson, Janus iiuðlaugsson, Ji'ni Uunn-
laugsson, Marleinn Oeirsson, Jóhannes
Eðvaldsson. Cuðgeir l.eifsson, Atli Eðvalds-
son, Malthlas Hallsrlmsson. Asgeir Ellasson.
Arni Sveinsson. Kristinn B.jiirnsson
(varam. ). Ölafur Danivalsson (varamaður).
LIÐ N-IBLANDS: Jennings (Arsenal). Riee
(Arsenal). Nelson (Arsenal). Nielioll
(Manehester L’nited). Ilunter (Ipswieh).
O’Neill (Notthingham Forest). MeGreerv
(Manehester Lnlted), Mellrov (Manehester
Lnited). MeGralh (Manchestcr Lnited).
Besl (Fulham). Anderson (Swindon Town).
halda að knattspyrna sé, eða vilja hafa hana, þá
þeir um það. Það er þeirra mál.
— Við hcfðum átt að skora fleiri mörk I
þessum leik, sagði Blanchflower, — það hefði
ekki verið ósanngjarnl þótt knötturinn hefði
hafnað 5 sinnum í íslenzka markinu. ts-
lendingar ætluðu sér greinilega að halda andlit-
inu, vildu ekki eiga það á hættu að fá skell, en
það er Iftið gaman að mæta mótherjum, sem
gera ekki einu sinni tilraun til þess að sækja.
INGU FYRIR G. BEST
— Það kom greinilega fram í
þessum leik hvað.við höldum illa
knettinum hjá okkur, sagði
Jóhannes Eðvaldsson. — Þegar
við erum að nálgast mark and-
stæðingsins, þá missum við knött-
inn ailtaf. Þetta er búið að vera
svona i þeim leikjum sem ég hef
verið með i sumar, og þetta verð-
ur að laga.
— Ég er út af fyrir sig ekki
óánægður með úrslitin, sagði
Jóhannes, — við verðum áð hafa
það i huga að við erum þarna að
leika við 11 þrautþjálfaða at-
vinnumenn og miðað við gang
leiksins var þetta vel sloppið.
Jóhannes var spurður álits um
George Best:
— Mér fannst hann ekkert sér-
slakur, sagði Jóhannes, — strák-
arnir báru of mikla virðingu fyrir
honum og létu hann í friði, en það
átti að taka hann strax, þannig
hefði verið hægt að halda honum
betur niðri.
Chris McGrath, leikmaður með Manchester United, hefur náð knettinum á markteigslfnu og andartaki
eftir að mynd þessi var tekin hafnaði skot hans í fslenzka markinu. tslenzku leikmennirnir fyrir miðju
eru varnarklettarnir Jón Gunnlaugsson og Jóhannes Eðvaldsson. (AP-sfmamynd).
JÓHANNES ER FRAMÚRSKARANDI
- sagði George Best
ÞAÐ KOM greinilega í Ijós í
leiknum I trlandi f gærkvöldi
hvers konar átrúnaðargoð George
Best er f heimalandi sínu. t hvert
skipti sem hann fékk knöttinn
fögnuðu áhorfendur, og stundum
höfðu þeir Ifka ástæðu til að
fagna.
Handboltamenn slá hvíta boltann
GOLFMÖT handknattleiksmanna
fer fram á Hvaleyrarvellinum í
Hafnarfirði á morgun og hefst
klukkan 17. Leiknar verða 12 hol-
ur með og án forgjafar, en að auki
verða veitt sérstök nýliðaverð-
laun.
Aríðandi er að keppendur
mæti tímanlega vegna myrkurs,
en rétt til þátttöku i móti þessu
hafa þeir, sem haft hafa meiri eða
minni afskipti af handknattleiks-
JENS HÆTTIR
JENS Sumarliðason, sem verið hefur
formaður landsliðsnefndar KSÍ und-
anfarin ár. lýsti þvi yfir í gær, að
hann myndi ekki gefa kost á sér til
þeirra starfa aftur, og eins væri óvlst
hvort hann gæfi aftur kost á sér I
stjórn KSf.
Jens hefur unnið mjög gott starf
fyrir KSÍ og verið vinsæll meðal
landsliðsmannanna. sem sýndu hon-
um þakklæti sitt með smágjöf i gær-
kvöldi. — SS
íþróttinni. Má minna á að margur
knár kylfingurinn hefur haft sin
fyrstu kynni af golfiþrótt i gegn-
um þessa keppni, í því sambandi
skal fyrstan nefna Agúst Svavars-
son, landsliðsmann í handknatt-
leik og nú leikmann með Drott í
Sviþjóð.
— Ég er ánægður með leik
irska liðsins, sagði Best i viðtali
við Morgunblaðið eftir leikinn. —
Við áttum þó að gera mun fleiri
mörk. Hvað sjálfan mér viðkemur
var ég ekki i fullkomnu formi, var
ennþá þreyttur eftir hina löngu
ferð frá Los Angeles.
— tslenzka vörnin var sterk i
þessum leik, sagði Best, — og
erfitt að leika gegn henni.
Jóhannes Eðvaldsson var sá leik-
maður sem skaraði langt framúr i
islenzka liðinu, algjör klettur i
vörninni, og ég vissi fyrirfram að
það yrði erfitt að komast framhjá
honum.
ÞETTA mm
SIÐASTI
LANDSLEIKUR
— Það er óhætt að slá þvi föstu
að þetta er siðasti landsleikurinn
sem ég leik, sagði Sigurður Dags-
son, markvörður eftir leikinn i
gær. — Ég hafði nóg að gera i
þessum leik og fann mig vel i
leiknum. Það sem erfiðast var fyr-
ir mig voru mjög fastar sendingar
þeirra inn i teiginn. Þeir stiluðu
greinilega upp á það að skjóta á
mann i þeirri von að ég héldi ekki
knettinum og hann færi út i teig-
inn aftur. Það er mjög erfitt að
eiga við svona sendingar, eða
skot.
Um fyrra markið sagði Sigurð-
ur:
— Ég er leiður yfir þvi að ná
ekki knettinum þegar fyrra mark-
ið kom. Ég bjóst við að geta gripið
hann, en náði ekki til hans og
varð að slá hann út, þar sem mót-
herji fékk hann fyrir fæturna. Að
minu áliti bjargaði það miklu að
við fengum ekki á okkur mark
fyrri hálfleik. Hefðu trarnir náð
að skora þá hefði alveg eins getað
orðið markasúpa i leiknum. Eg tel
að við höfum sloppið vel.
VERÐUR KNAPP AFRAM?
— STJÓRN KSl er búin að ræða
við Tony Knapp um hugsanlega
framlengingu á samning hans við
sambandið, sagði Ellert B.
Schram, formaður KSl í gær-
kvöldi í viðtali við Morgunblaóió.
— Þaó varð aó samkomulagi,
sagði Ellert — að gera út um
þetta um næstu mánaðamót,
þcgar Knapp er búinn aó fara til
Norcgs til þess að kynna sér
tilboó sem hann hefur fengió
þaðan.
— Við ákváðum það í sumar að
taka enga ákvörðun fyrr en eftir
þessa leiki í heimsmeistarakeppn-
inni, þar sem KSl vildi vita
hvernig útkoman úr leikjunum
yrði og hver hugur landsliðs-
mannanna yrði. Það er líka eðli-
legt að Knapp fái tíma til að at-
huga þau tilboð sem honum hafa
borist. Stjórn KSÍ mun siðan taka
ákvörðun um hvort Knapp verður
ráðinn áfram, en það er min
persónulega skoðun, að Knapp
hafi gert margt vel fyrir íslenzka
knattspyrnu. Eg er einnig þeirrar
skoðunar að landsliðsþjáifara eigi
að hafa i fullu starfi hvort sem
það verður Knapp eða einhver
annar sem verður ráðinn.
— En það er lika skoðun min,
sagði Ellert, — að það er sama
hvað þjálfari er góður, — sá timi
kemur að það er nauðsynlegt að
skipta, og þurfum við aó ræða við
Knapp um hvort sá timi s
kominn.