Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977 25 -Draga þarfúr... Framhald af bls. 13 lagarík mistök. Allar megin- ákvarðanir voru teknar :'ður en náttúruhamfarirnar þar nyðra hófust. Allir góðir menn vona að sjáifsögðu, að þær muni ekki valda verulega tjóni á þessum mannvirkjum né öðrum, en þótt ekki hefði dregið til neinna elds- umbrota, hefði fjárfestingin í Kröflu hlotið að verða gífurlegur baggi á þjóðarbúinu. A undan- förnum árum hefur ríkisvaldið i raun og veru ekki haft neina heildarstefnu í orkumálum, auk rangra ákvarðana, sem Kröflu- virkjun er skýrast dæmi um. Þá er rétt að nefna stefnuna i málefnum landbúnaðarins. Það ætti að hafa verið ábyrgum mönn- um ljóst í áratugi, að skipulag íslenzkra landbúnaðarmála hefur verið stórgallað, að afskipti rikis- vaidsins af landbúnaðarmálum hafa ekki beinzt i rétta átt og að neytendur og skattgreiðendur hafa orðið að bera þungar fjár- hagsbyrðar af þeim sökum, án þess þó að bændum hafi verið tryggð góð lífskjör. Ríkisvaldið hefur stuðlað markvisst að þvi að auka landbúnaðarframleiðsluna, og þá fyrst og fremst framleiðslu sauðfjár- og mjólkurafurða, án minnsta tillits til þarfa innan- landsmarkaðsins. Langt er síðan það var ljóst, að framleiðsla land- búnaðarafurða var orðin mun meiri en svaraði til þarfa þjóðar- innar sjálfrar, svo :ð flytja hefur þurft út verulegan hluta fram- leiðslunnar, þótt ekki fengizt fyr- ir þann útflutning nema þriðjung- ur til helmings framleiðslukostn- aðar. Ekki ætti að þurfa að fjöl- yrða um það, að það getur ekki verið hagkvæmt frá þjóðhagslegu sjónarmiði að nota vinnuafl, fjár- magn og náttúruauðlindir til þess að framleiða afurðir, sem að verð- mæti til eru ekki helmingur þess, sem til er kostað. Einhver hlýtur að greiða mismuninn. I þessu til- felli er það auðvitað þjóðin i heild, skattgreiðendurnir, sem greiða verða hærri skatta en ella. Auk þess hefur stefnan í málefn- um landbúnaðarins valdið því, :ð framleiðslan er fábreyttari en æskilegt væri. Neytendur greiða ekki aðeins hærra verð en vera ætti, heldur eiga þeir ekki kost á þeirri fjölbreytni á sviði landbún- aðarvöru, sem æskileg væri. I stað þess að stuðla stöðugt að aukinni landbúnaðarframleiðslu — eða í bezta falli að láta hana afskiptalausa — hefði ríkisvaldið átt að miða stefnu sína í málefn- um landbúnaðarins við það, að draga úr þeirri offramleiðslu, sem farið hefur á erlendan mark- að, en efla framleiðslu annarra búgreina, svo sem alifuglarækt, svínarækt og grænmetisfram- leiðslu. Málefni landbúnaðarins eru dæmi um það, að rikisvaldið hefur fylgt rangri stefnu. Um aðra mikilvægustu atvinnu- grein islendinga, iðnaðinn, er það að segja, að á þvið sviði hafa ekki átt sér stað nein meiri háttar mis- tök. Þvert á móti hefur islenzkur iðnaður sem betur fer styrkzt á undanförnum árum, án efa sum- part vegna aðildar islands að EFTA og samningsins við Efna- hagsbandalagið. Ríkisvaldið hef- ur þó ekki sýnt það í verki, t.d. að þvi er snertir lánsfé og vaxtakjör, að það hafi gert sér næga grein fyrir þvi, hversu mikilvægur vaxt- arbroddur hinn sívaxandi inn- lendi iðnaður er í íslenzku efna- hagslifi. Um samgöngumál er sem betur fer það að segja, að á þvi sviði hafa átt sér stað ánægjulegar framfarir. Ég læt þessi dæmi nægja til rökstuðnings þeirri staðhæfingu, að það öngþveiti, sem nú ríkir þvi miður í íslenzkum efnahagsmál- um á ekki rót sina að rekja til þess, að skilyrði ríkisvaldsins til afskipta af atvinnu- og viðskipta- lífinu séu of mikil, heldur til hins, að sumpart hefur þessum skilyrð- um ekki verið beitt og sumpart beitt ranglega. Ríkisvaldið hefur með hóflausri útgjaldaaukningu og of mikilli fjárfestingu átt veru- legan þátt í aukningu verðbólg- unnar og skuldasöfnuninni er- lendis, það hefur vanrækt að koma í veg fyrir óhóflega og arð- lausa fjárfestingu í fiskiskipaflot- anum, það hefur efnt til rangrar fjárfestingar í orkumálum og það hefur iagt þungar byrðar á skatt- greiðendur með rangri stefnu í málefnum landbúnaðarins. Það, sem að er í íslenzkum efnahags- málum, er ekki, að heilbrigðum markaðsviðskiptum hafi verið of þröngur stakkur skorinn, heldur að ríkisvaldið hefur fyigt rangri stefnu. Með þessu er ég þó engan veginn að gera lítið úr þeirri þýð- ingu, sem heilbrigð markaðsvið- skipti, undir hóflegu heildareftir- liti af opinberri hálfu, geta haft fyrir framleiðni og hagvöxt. Arð- semissjónarmiðið á fyllsta rétt á sér, þótt það megi ekkí verða alls ráðandi, þar eð einkahagsmunir og almannaheill fara því miður ekki alltaf saman. Vandinn við heilbrigða efnahagsstjórn er ein- mitt fólginn í því, að finna hag- kvæmt jafnvægi milli arðsemis- sjónarmiðsins i atvinnurekstri og viðskiptum, og félagslegs heildar- jafnvægis i þjóðarbúskapnum. A undanförnum árum hefur hin gífurlega verðbólga ruglað menn í ríminu að því pr arðsemissjónar- miðið snertir. Á verðbólgutimum verður heildarfjárfesting ekki endilega arðbær frá þjóðhagslegu sjónarmiði, þótt hún geti skilað þeim, sem festa fé, miklum ábata. Eina leiðin til þess að efla arð- semissjónarmiðið er því að vinna bug á verðbólgunni. Meðan hún varir, beinist fjárfestingin inn á rangar brautir frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Að því er snertir það hlutverk ríkisvaldsins, að stuðla að félags- legu heildarjafnvægi í þjóðarbú- skapnum, samhliða því, að arðsemissjónarmiðið fái að njóta sin, er ein björt hlið á ástandi íslenskra efnahagsmála, en það er, að hér skuli vera full atvinna. Að visu er það galli á gjöf Njarð- ar, að hin mikla eftirspurn eftir vinnuafli á rót sína að rekja til hinnar miklu fjárfestingar, en or- sakir hennar eru hins vegar verð- bólgan. Hætt er þvi við, að við- lei.tni til þess að draga verulega úr verðbólgunni stofni atvinnu- stiginu i hættu. Hér er um að ræða einn alvarlegasta vandann sem við er að etja. Vond er verð- bólgan, en verra væri þó mikið atvinnuleysi. Verst af öllu væri þó hvort tveggja. Eins og ég sagði áðan, hlýtur forsenda þess, að unnt sé að mynda sér skynsamlega skoðun á því hvernig ráða eigi fram úr efnahagsvandamálum þjóðarinn- ar, að vera sú, að reyna að gera sér grein fyrir, hver sé orsök vandans. Það hefi ég reynt að gera í þessum orðum mínum. Meginorsök vandans er sumpart röng stefna ríkisvaldsins i fjár- festingarmálum og sumpart van- ræksla þess við að hafa forystu um heilbrigða uppbyggingu sjávarútvegs og landbúnaðar. Séu þessar skýringar réttar, ætti að mega draga af þeim þær ályktanir að stefna sú, sem nú þyrfti að móta, ætti að grundvallast á því að draga úr fjárfestingu, bæði opinberri fjárfestingu og fjárfest- ingu einkaaðila. Það þurfa að vera fyrstu sporin i baráttunni við verðbólguna og gegn skulda- söfnuninni erlendis. En samtimis verður að gera samræmt stórátak til þess að auka hagkvæmni, bæta framleiðni í öllum aðalatvinnu- vegum þjóðarinnar, sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði og viðskiptum. Hér kemur arðsemissjónarmiðið til skjalanna. Enginn vafi er á því, að framleiðni er stórlega ábóta- vant i atvinnurekstri íslendinga. Við höfum á undanförnum árum dregizt aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað lífskjör snertir. At- vinnuvegir okkar virðast ekki færir um að greiða sama kaup og gerist í nokkrum helstu viðskipta- löndum okkar. Auðvitað er ein skýringin sú, að það fé, sem þjóð- in hefur varið til fjárfestingar á undanförnum árum og er hlut- fallslega meira en átt hefur sér stað hjá nokkurri nágrannaþjóða okkar verður ekki einnig notað til neyzlu. Fjárfestingin hefur að sjálfsögðu verið á kostnað neyzl- unnar. En það verður ekki nóg að draga úr fjárfestingunni til þess að bæta lífskjörin með þeim hætti, sem nauðsynlegt er. Það gerist ekki nema í kjölfar skipu- legra stórátaka til þess að auka reksturshagkvæmni í atvinnulifi þjóðarinnar. Verðbólgan torveld- ar slika viðleitni. Þess vegna verð- ur hvort tveggja að gerast i senn, að dregið sé verulega úr verðbólg- unni og að reksturshagkvæmni at- vinnuveganna sé bætt. Þá fyrst getum við búizt við þvi, að hér hefjist aftur skeið stöðugs, aukins hagvaxtar, samfara fullri atvinnu og viðráðanlegri verðbólgu. XXX (Ræða Ingólfs Jónssonar fyrr- verandi viðskiptaráðherra á þess- um sama fundi Verzlunarráðs ís- lands verður einnig birt hér í blaðinu). Viljið þið koma með okkur í indiánaleik, við fáumst í eftirtöldum verzlunum. Tómstundahúsið, Snerra, Mosfellssveit, Laugavegi 1 64, Óðinn, Akranesi, Liverpool, Laugavegi 1 8A Amaró, Akureyri. T 4 m m aP!l ► Smíðajárns- lampar Borðlampar Hengilampar Vegglampar Olíuofnar Gasluktir Olíuhandluktir Olíulampar 10 ", 15 ", 20". Arinsett Olíuofnar með rafkveikju HÍB- Ofi BOLTAKLIPPUR VÍR OG BOLTAKLIPPUR SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR VÆKJADÆLUR FEITISPRAUTUR SMURNINGSKÖNNUR ÁHELLISKÖNNUR • EINÞÆTTUR VÍR, GALV. 1.2-2 0- 2.6 og 3.2 m/m. GÚMMÍ- PLÖTUPAKKNING 3.0 og 5.0 m/m • BÓMULLARGARN HÖRGARN NÆLONGARN Notið Ryðeyðir og ryðvorn, YFIR 30 ARA REYNSLA HER Á LANDI VÆNGJADÆLUR FEITISSPRAUTUR Ánanaustum Simi 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.