Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977
Per Arne Arvidsson, for-
maður Norænna lýðræðis-
sinna, í heimsókn hér á landi
A 24. I.andsþingi Sambands
ungra sjáll'slæðismanna var
heiðursgcstur þingsins Per
Arne Arvidsson frá Svíþjóð, en
hann er formaður samtaka
ungra manna í Moderade-
flokknum og jafnframt for-
maður Norrænna hægri- og lýð-
ræðissinna, NUU. Morgunblað-
ið ræddi við Per Arne meðan á
þinginu stóð og fer það viðtal
hér á eftir.
Fyrst var Per Arne beðinn að
segja frá flokknum og stöðu
ungra mann í honum. —
Moderade-flokkurinn er stærsti
lýðræðís- og hægri flokkur Sví-
þjóðar og fékk um 16% at-
kvæða i siðustu kosningum.
Flokkurinn hel'ur nokkuð
ákveðna stefnu í flestum mál-
um, t.d. er frjálst framtak efst á
okkar stefnuskrá, en hvað varð-
ar stöðu ungra manna í flokkn-
um þá er hún nokkuð sterk, má
segja að við höfum hlotið fulla
viðurkenningu okkar flokksfor-
ystu. Það scst bezt á því að af 54
þingmönnum í sænska þjóð-
þinginu hafa ungir menn 11
fulltrúa, og eiga ungir menn í
öðrum flokkum ekki jafn
marga menn á þingi í Svíþjóð.
Þessi sterka staða okkar inn-
an flökksins stafar sjálfsagt
fyrst og fremst af því hversu
okkar stefna samrýmist stefnu
flokksforystunnar vel, en það
er einmitt mjög algengt að ung-
ir menn hinna ýmsu stjörn-
málaflokka hafi verið flokks-
forystunni erfiðir viðeignar. Þá
eru okkar samtök þau einu
fyrir lýðræðis- og hægri menn í
Svíþjóð sem eitthvað kveður að.
Einnig hefur það örugglega
haft mjög góð áhrif, að sfðan
1968 hefur stefna flokksins
færzt mjög i frjálslynda átt, en
hér áður fyrr kvörtuðu menn
gjarnan yfir því að flokksfor-
ystan væri íhaldssöm.
Þarft þú sem formaður þess-
ara tveggja samtaka ekki að
verja öllum þínum tíma í þetta?
— Jú, það má segja að ekkert
frí gefist. Ég var við læknanám
áður en ég var kosinn for-
maður, en þetta er heildags
starf og miklu meira. Ég er á
faralds fæti 3—4 daga í viku og
þess á milli er geysimikið
undirbúningstarf sem ég vinn á
skrifstofu okkar i Stokkhólmi. í
þetta eina ár sem ég hef verið í
þessu hef ég átt frí aðeins tvær
helgar i það heila og fengið
tæplega tveggja vikna frí, svo
þú sérð að þetta er enginn dans
á rósum. En það bjargar því að
segja má að stjórnmál hafi allt-
af verið mitt eina áhugamál.
Stefnir þú þá ekki að þing-
mennsku? — Ég hefði ekkert á
móti því, en í Lapplandi, þaðan
sem ég er upprunnin er flokkur
okkar ekki mjög sterkur svo
vonir um slíkt eru ekki miklar
eins og stendur, en það má auð-
vitað geta þess, að allir for-
menn á undan mér hafa endað í
stórþinginu, og núverandi land-
varnaráðherra Svíþjóðar er ein-
mitt einn af fyrirrennurum
minum í þessu starfi.
En staða okkar i stjórnmálum
Svijóðar gefur auðvitað góðar
vonir, við erum eini stjórnar-
flokkurinn sem samkvæmt
skoðanakönnunum bætum stöð-
ugt við okkur, og eins og ég hef
sagt áður er það okkar mikill
styrkur að við höfum fastmót-
aða hugmyndafræði og okkar
flokkur færist alltaf lengra i
frjálsræðisátt, en hinir
stjórnarflokkarnir hafa aftur á
móti fremur lausmótaða
stefnuskrá.
í dag eru félagar i félagi
ungra moderadista um 40000
sem er mjög gott sé miðað við
önnur félög ungra manna á
Norðurlöndum. en hjá okkur í
Sviþjóð má segja að mjög sterk
pólitísk hugsun og umræða fari
fram en gallinn er bara sá, að
mjög fáir fást til að vinna að
þessum málum og koma hinum
ýmsu málum í höfn.
Hver er þín skoðun á þeim
mikla sæg stjórnmálaflokka
sem nú er á Norðurlöndum? —
Ég er alveg viss um að áður en
mjög langt um liður verða á
Norðurlöndunt aðeins tveir
sterkir flokkar, vinstri og
hægri eins og i Bretlandi og
jafnvel í V-Þýzkalandi, en það
tel ég vera langfarsælustu
lausnina á öllum þeim glund-
roða sem er ríkjandi i stjórn-
málum mjög margra ríkja í dag.
Hvað um þau miklu efna-
hagsvandræði sem nú tröllríða
öllu athafnalífi í Svíþjóð? —
Þau stafa fyrst og fremst af því
að við töpuðum svo miklum
mörkuðum i V-Evrópu. En það
sem hélt okkur á floti og gerir
reyndar enn, eru þær miklu
lántökur sem sænska rikið hef-
ur tekið erlendis hin seinni ár.
Þá vil ég einnig kenna um mjög
óábyrgri stjórn jafnaðarmanna
í þessum málum. Og sem dæmi
um þá miklu óstjórn sem þar
ríkir má nefna að einn þeirra
flokksmanna gekk úr flokknum
nýlega með þeim orðum, að
flokkurinn starfaði bara fyrir
flokkinn en ekki fyrir fólkið í
landinu.
Nú hefur það heyrzt að bíla-
framleiðendur í Sviþjóð standi
mjög höllum fæti. Er það rétt?
— Þó að þeir hafi tapað miklum
mörkuðum í Evrópu standa
þeir betur að vígi en mjög mörg
önnur fyrirtæki.
Svo við snúum okkur að
NUU, hvers konar samtök eru
það? — NUU eru samtök norr-
ænna hægri- og lýðræðissinna
sem hafa það á stefnuskrá sinni
að efla lýðræði á Norðurlönd-
Framhald á bls. 29.
DALE CARNEGIE
Hérna getur þú dæmt um það, hvort Dale
Carnegie námskeiðið gæti komið þér að
gagni.______________________________________
Kynningarfundur verður haldinn 22. septem-
ber fimmtudagskvöld kl. 8.30 e.h. að Siðu-
múla 35 uppi._______________________________
Til þess að gera þetta og áður en þú þiggur boð okkar að
koma á kynningarfund, legg ég til, að þú spyrjir sjálfan
þig eftirfarandi spurninga:
# Óskar þú þess oft. að þú hef8ir betra starf?
0 Ef þú ert ekki stöSugt a8 bæta vi8 þig í starfi, hefur þú kjark til
þess a8 ræSa málin vi8 yfirmann þinn?
0 Ef yfirmaSur þinn biSur þig, aS takast á meiri ábyrgS, ert þú fær
um a8 segja já, strax i staB þess a8 hugsa „Skyldi ég geta þetta"?
ir Hefur þú nauSsynlega sjálfsstjórn til þess a8 geta tekiS ákvarS-
anir?
it Geturðu tjáð þig af öryggi i samræðum eða á fundum?
ir Finnst konunni þinni (eða eiginmannij að þú sért „karl i
karpinu" og þið lifið hamingjusómu fjölskyldulifi?
if Finnst þér þú hafa of miklar áhyggjur?
ir Er öll sú ánægja og hamingja i lif i þinu. sem ætti að vera?
ir Vilt þú frekar hlaupa einn kilómetra heldur en „standa upp og
segja nokkur orð?
ir Hefur þú stjórn á hlutunum, þegar allt fer úr skorðum
ÍT Getur þú fengið fjölskylduna, vini og samstarfsmenn til að gera
það fúslega, sem þú stingur upp á?
64 ára reynsla okkar segir. að vandamál sem þessi, skapa truflun
og draga úr afköstum heima og i starfi. Ef að við getum losað okkur
við þau, verður lifið þýðingarmeira og ánægjulegra.
Dale Carnegie námskeiðin hafa hjálpað tveimur milljónum manna
og kvenna i 50 löndum og eru þátttakendur úr öllum stéttum
þjóðfélagsins. Allir þátttakendur hafa eitt sameiginlegt og það er
ósk um meiri hæfni og framfarir.
ÞÚ GETUR SJÁLFUR DÆMT
um það hvernig Dale Carnegie námskeiðið getur hjálpað þér og
hvernig það hefur aðstoðað fjölda manns að fá stöðuhækkun. hærri
tekjur, víðurkenningu og meiri hamingju út úr lifinu.
Þú munt heyra þátttakendur segja frá þvi, hversvegna þeir tóku
þátt I námskeiðinu og hver var árangurinn.
ÞÚ ert boðinn ásamt vinum og kunningjum. að lita við hjá okkur án
skuldbindinga eða kostnaðar. Þetta verður fræðandi og skemmti
legt kvötd er gæti komið þér að gagni.
FJÁRFESTING í MENIMTUN GEFUI
ARÐ ÆVILANGT.
82411
T T Línkríloyfí á Islandí
„,„tSL,STJÓRNUNARSKÓUNN
N.-ÍM>KEW1S Konráð Adolphsson
„Maður-
inn er f él-
agsvera”
ný bók um mann-
félagsfræði
KOMIN er út ný bók um mannfé-
lagsfræói, sem nefnist „Maðurinn
er félagsvera". Útgefandi er Ið-
unn.
A kápusíðu segir um efni bók-
arinnar:
,,í bók þessari skýra fimm
kunnir norskir mannfræðingar
frá rannsóknum sínum á jafn-
mörgum menningarsamfélögum
sem eru harla ólík því, sem Vest-
urlandabúar þekkja. Þeir lýsa
rannsóknaraðferðum sínum og
sjónarhóli greinar sinnar á einkar
aðgengilegan hátt. — 1 bókar-
auka, sem nefnist „Mannfræðin
og boðskapur hennar'? skilgreinir
Gísli Fálsson menntaskólakenn-
ari mannfélagsfræðina nánar,
auk þess sem þar er fjallað um
ýmsar spurningar um stöðu og
hlutverk mannfræðinnar, sem
gera má ráð fyrir að vakni hjá
mörgum lesendum.
Bók þessi hentar vel sem
kennsluefni í mannfélagsfræði í
framhaldsskólum landsins, en á
jafnframt ótvírætt erindi til al-
mennra lesenda, ekki síst vegna
þess, að höfundarnir sneiða hjá
óþörfum fræðilegum málaleng-
ingum og gera sér far um að kom-
ast í kallfæri við aðra en sjálfa
sig.“
Bókin er i kiljuformi, 125 bls.
að stærð. Þýðandi er Jakob S.
Jónsson.
I glugga Thorvaldsensbasarsins gefur nú að líta leikföng, sem eru
vinningar í árlegu happdrætti Thorvaldsensfélagsins.
Leíkfangahappdrætti
hafið hjá Thor-
valdsensfélaginu
Thorvaldsensfélagið hefur hleypt
af stokkunum leikfangahapp-
drætti sfnu, svo sem venja hefur
verið f fjöldamörg ár á haustmán-
uðum. Er það liður í fjáöflun
félagsins, og rennur allur ágóð-
inn á ýmsan hátt til styrktar van-
heilum börnum.
Leikfangahappdrættið stendur
til 17. október, en þá verður dreg-
ið i því. Það eru 100 vinningar,
glæsileg leikföng, og er hluta
þeirra stillt út í glugga Basars
Thorvaldsensfélagsins i Austur-
stræti. Þar selja Thorvaldsens-
konur miða, svo og í Kjörgarði,
Glæsibæ, Hagkaupi og víðar.
Thorvaldsensfélagið á langan
feril að baki, og hafa félagskonur
lagt drjúgan skerf til margs konar
líknarmála, svo sem fram kom í
blöðum í tilefni afmælis félagsins
á sl. ári. Þær hafa jafnan beitt sér
fyrir aðstoð við vanheil börn og
smá. Treysta þær borgarbúum til
að styðja þær sem fyrr, þegar þær
hafa til þeirra leitað með leik-
fangahappdrættið.