Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977 Systir okkar og mágkona INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Þjórsárholti. Rauðarárstíg 13, Reykjavík verður jarðsungin frá-Stóra-Núpskirkju laugardaginn 24 september kl Jón Jónsson, Gísli Jónsson, Halldóra Jónsdóttir, Haukur Kristófersson, Elísabet Jónsdóttir, Guðmundur Árnason. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ERLENDUR BLANDON, stórkaupmaður, lézt 18 þ.m á Landakotsspítala Jarðsett verður frá Dómkirkjunm föstudaginn 23 þ m kl 10:30. Inga Blandon, börn, tengdaborn og barnabörn. t Föðursystir mín SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, frá Ásbjarnarstöðum, sem lést að Sólvangi i Hafnarfirði 16 þ m verður jarðsett frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 23 september kl 2 Þeir sem vilja minnast hennar er bent á að láta Sólvang njóta þess Haraldur Jónsson. Útför sonar okkar og bróður HAFÞÓRS PÁLMASONAR Holtsbúð 37, Garðabæ verður gerð frá Fossvogskirkju föstudagmn 23 september kl 3 00 Pálmi Sigurðsson, Stefania Marinósdóttir, Guðbjörg Pálmadóttir, Sigmar Pálmason, Páll Pálmason, t Útför dóttur okkar ÖNNU HANNESDÓTTUR Hvassaleiti 26 fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23 september kl 1 3 30 Fyrir hönd vandamanna Guðrún Björnsdóttir, Hannes Pétursson t Útför móður okkar. tengdamóður, ömmu og langömmu ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR Norðurbrún 1, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23 september kl 10 30 árdegis Ragnhildur Gísladóttir, Olgeir Sigurðsson Helga Gísladóttir, Ámi Guðbjörnsson, Olafía Andrésdóttir, Víðir Guðbjörnsson, Guðný Lárusdóttir, Gfsli Guðbjörnsson, Þorbjörn Guðbjörnsson og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir sendum víð öllum. sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför JENS ÓLSEN SÆMUNDSSONAR. Hvammi, Höfnum, Ásdls Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Vegna jarðarfarar JÓNS MELSTAÐ STEFÁNSSONAR verður lokað hjá Malar og Steypustoðinni h.f. föstudaginö 23 september Minning: Kristján Magnús- son frá Borganesi F. 20. ágúst 1895 I). 16. september 1977 Okkur setn komnir erum á efri ár þykir jafnan sem allt verði tómlegra á eftir er maður spyr andlát gamals kunningja og jafn- aldra, jafnvel þótt samskipti hafi verið lítil sem engin um langt árabii, þá slitna aldrei að fullu þau bönd sem tengja saman þá er kynnst haf ungir að árum. Fyrir mig, sem er að fylgja Kristjáai Magnússyni frá Borgar- nesi síðasta spölinn í dag, er skarðið þó sérstaklega djúpt, þvi við vorum bundnir bæði vináttu- og venstaböndum. En ekki tjáir um að fást, við þann er að eiga sem ekki verður deilt við. Vista- skiptin koma fyrr eða síðan, að þessu sinni komu þau þó engum er til þekktu á óvart, hvort tveggja var að barátta hans við sjúkdóminn var orðin löng og erf- ið og auk þess var aldurinn hár og starfsdagurinn langur og oft strangur. Kristján Magnússon andaðist á Landakotsspftala 16. þ.m. Hann var fæddur 20. ágúst 1895 að Breiðabólsstað á Skógarströnd. Foreldrar hans voru Þórdís Sig- urðardóttir og Magnús Ikaboðs- son, hjón þar. Þau munu þó hafa dvalist þar stutt, þvi brátt eru þau farin að búa á Fossi í Staðarsveit og síðan að Arnartungu í sömu sveit, þar missti Magnús heilsuna og fluttist fjölskyldan þá á nýbýl- ið Laufás i Borgarhreppi. Þar höfðu þau hjón þó stutta dvöl því Magnús andaðist 1913 og leystist fjölskyldan þá upp. Eftir það var Kristján í vinnumennsku á ýms- um sveitabæjum fyrst í stað, mun siðar hafá stundað sjómennsku og alla aðra vinnu eftir þvi sem til féll. Var hann um skeið í Reykja- vík en síðar á Akranesi. Arið 1920 mun hann hafa flust til Borgar- ness. Þar kvæntist hann frænd- konu sinni, Sigurþórunni Jósefs- dóttur, og þar bjuggu þau til 1944, að Sigurþórunn andaðist. Þau eignuðust tvö börn: Ingibjörgu Steinunni, gifta Haraldi Þórðar- syni sjómanni, en nú starfandi hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, og Jóhannes, kvæntan Unni Guðmundsdóttur, hann er nú lát- inn. í Borgarnesi byggði Kristján brátt ibúðarhús, þar bjó hann með fjölskyldu sinni uns hann fluttist suður í Silfurtún þar sem hann hafði keypt íbúðarhús og siðar til Reykjavíkur. Eftir brottför sína úr Borgar- nesi bjó hann i Silfurtúni með fjölskyldu sinní. Siðar dvaldist hann hjá dóttur sinni og tengda- syni og i skjóli þeirra hin siðari ár. Kristján varð fyrir þeirri sáru sorg að missa einkason sinn, Jó- hannes, á besta aldri, þennan missi bar hann af mikilli karl- mennsku. Svo tilfinningaríkur og viðkvæmur í lund sem hann þó var bar hann harm sinn i hljóði. Kristján var hestamaður og átti ætíð nokkur hross er hann annað- ist af mikilli kostgæfni meðan kraftar leyfðu ásamt syni sinum meðan hans naut við. Að umgang- ast þessa vini sína var hans annað lif og dvaldi hann þar iöngum við að hl.vnna að þeim. Kristján var um margt einstak- ur maður, vandvirkni hans og natni við allt sem hann lagði hörid að var slík að líkast var sem hon- um þætti ekkert nógu vel gert. Eins og fyrr segir vann hann alla algenga vinnu eftir þvi sem til féll og bjó vafalítið framan af við þröngan hag á atvinnuleysistim- anum kringum 1930, en maðurinn var hagsýnn og kupni vel með sitt að fara enda naut hann í þeim efnum ómetanlegrar aðstoðar og skilnings sinnar ágætu konu. Meðan hann bjó i Borgarnesi höfðu þau jafnan nokkrar kindur og stundum kú, svo sem altítt var um þær nfúndir. Þetta urðu marg- ir að gera til að drýgja naumar vinnutekjur. Auk þess mun Kristján hafa verið bóndi í eðli sínu þótt aldrei yrði það starf hlutskipti hans. Eitt er víst, að umgengni við, ekki einungis hesta, heldur og aðrar skepnur var honum unun. Meðan við vor- um nágrannar í Borgarnesi vissi ég að hann átti fallegar ær, við þessar skepnur sínar nostraði hann svo, að minnsta kosti-mér, sem að visu var ekki eins ná- kvæmur, þótti stundum um of, en eflaust fékk hann þetta ríkulega endurgoldið í meiri afurðum, þannig er það. Þetta var þó í rauninni ekkert undrunarefni, Urvals bíll sem hentar sérlega vel íslenzkum aöstæöum, veöri og vegum. Ný sending er aö koma. Nokkrum bílum óráöstafaö. F / A T *" - ' m 0> •_ raB W&'* Hagstætt ^ verð FIAT EINKAUMBOO A ISLANDI Davíð Sigurðsson hf. SÍÐUMULA 35, sími 85855. I •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.