Alþýðublaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 1
XXXIX. £rg, Föstudagur 31, október 1958. 247. tbl.
HALLDÓR KILJAN LAXNESS sendi NiNkita Krústjov,
íoisfBtisráðherra Sovétríkjanna, eftirfarandi símskeyti í gær:
„Eg sný mér til yðar hágöfgi og sárbæni yður sem
skynsaman stjórnmálaleiðtoga að beita áhrifum yðar
til að milda illyígar árásir óumburðarlyndra kreddu-
manna á gamlan rússneskan rithöfund, sem hefur
unnið sér verðskuldaðan heiður, Boris Pasternak.
Hvers vegna gera sér leik að því að egna upp reiði
skálda, rithöfunda, menntamanna og sósíalista heims
ins gegn Ráðstjórnarríkjunum í slíku máli? Fyrir alla
muni þyrmið vinum Ráðstjómarríkjanna við þessu ó-
skiljanlega og mjög svo ósæmilega fargani.”
Skeyti þetta las Halldór Kilj.
an sjálfur í fréttaauka ríkisút-
varpsins í gærkvöldi,
Gils G-uðmiundsson, formaður
Kithöfundasambands Islands,
talaði einnig í þessum frétta-
auka og sagði m. a.:
„Megi þeir atburðir, sem nú
hafa orð'ið, verða til að skerp
sjón rithöfunda á því, að list
in verður að vera óháð boði
WASHINGTON, fimmtudag.
Bandaríkjamenn gerðu í dag
tilraun með kjavnorkuvopn
undir yfirborði jarðar í Nevada
eyðimíörk. Hafði sprengjan
sama styrldeika og Iliroshima-
sijrengjan 1945, og er stærsta
sprengja, sem Bandaríkjamenn
hafa nokkru sinni sprengt und-
ir yfirborði jarðar.
Jörðin skalf í 7 kílómetra
fjarlægð og mold og grjót þeytt
ist 300 metra í loft upp. Frá
og með miðnætti í nótt hafa
Bandaríkjamenn og Bretar á-
kveðið að hætta tilraunum með
kjarnorkuvopn í eitt ár.
og banni valdhafa, ef lista-
menn eiga að fá notið sín og
leyst af hendi það mikilvæga
hlutverk, sem þeim ber að
vinna.“
Þjóðleikhússins tók til
starfa fyrir tveimur vik
um. Aðsókn er mikil og
er hann fullskipaður.
I vetur stunda um 260
nemendur nám í skól-
anum, eða svipaður
fjöldi og í fyrra. Skóla-
stjóri og aðalkennari er
Erik Bidsed. Myndirn-
ar af nemendum við
dansinn tók Ijósmvnd-
ari blaðsins.
RÓM, fimmtudag. Pietro
Nenni la-gði i dag niður starf
sitt sem formaður flokks vinstri
jafnaðarmhnna vegna ósam-
komulags við miðstjórn flokks-
ins, sem hins vegar neitaði ein
i'óma að fallast á lausnarbeiðni
hans. Nenni og margir aðrir
meðlimir stjórnar flokksins
sendu skriflega tilkynningu til
miðstjórnarinnar um, að þeir
drægju sig til baka, eftir að
miðstjórnin hafði neitað að
fallast á skýringu Nennis á
stöðu flokksins og’ pólitík hans
í framtíðinni.
Skýrsia Nennis fékk aðeins
26 atkvæði af 86, er greidd
voru í miðstjórn flokksins.
Meðal stjórnmálamanna er svo
litið á, að atkvæðagreiðsla þessi
sé mótmæli gegn tilraun Nenn-
is til að slíta flokkinn úr of>
nánum tengslum við kommún.
ista.
Oryggi mínu bezt borgið
með þögn, segir )skáldið.
MOSKVA og STOKKHÓLMI
fimmtudag. Nóbelsverðlauna-
skáldið Boris Pasternak sagði i
iag, að hið bezta fyrir öryggi
bians mundi vera að verðlanna-
veitingin til hans og afsal hans
á verðlaununum væru sem
minnst rædd. Erlendir blaða-
menn áttu ekki í neinum erfið-
leikum með að hafa samband
við Pasternak í villu hans fyr-
'r utan Moskva, en hann var
íins vegar mjög ófús tij að
•æða deilu þá, cr upp er komin
í sair|'jandi við hann.
Þótt almenningsálitið í
hinum vestræna hcimi hafi
snúizt mjög hart gegn þeirri
meðferð, sem Nóbelsskáldið
Pasternak hefur orðið fyrir i
heimalandi sínu, veit hinn al-
Norrœn herferð til \
■
styrktar skáldinn \
■ ■ ■ a ■ ■■■ ■ ■■ ■■■■■,■■■•■«■■■■■■■■■■■
menni borgari í Sovétríkjun-
um ekki einu sinni, að Paster-
nak hefur afsalað sér verðlaun
unum. Stjórnarvöldin og rit-
höfundasambandið í Sovétríkj-
ununi tilkynntu í dag, að þau
vissu ekkert um' ákvörðun Pas-
ternaks og var árásunum á
skáldið haldið áfrani í blöðun-
um og í félögum.
Danska blaðið Information
stingur upp á því í dag, að með
verðlaunafé Pasternaks verði
stofnaður sjóður 11 að greiða
heiðurslaun þeim rithöfundum,
sem af einhverri ástæðu eru of-
sóttir af einræðisstjórnum.
ÁSKORUN
Sænska rithöfundasamband-
ið sendi í dag bréf til sovézka
rithöfundasambandsins, Þar
sem segir, að það hafi valdið
mönnum mikilli sorg, er menn
fengu fréttina af brottvísun
Pasternaks úr rithöfundasam-
bandinu.’ Álit sænska sambands
ins sé, að Pasternak hafi verið
veitt verðlaunin eingöngu
vegna bókmenntalegra verð-
le.ka sinna. „Samkvæmt upp-
lýsingum frá sænsku akademí-
unni hefur verið rætt um Pas-
ernak alveg síðan 1947,“ segir
í bréfinu. Síðan hvetur sam-
Framliald á 5. síðu.
•«•■■■■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■
1 Spilakvöld Alþýðu-
■
! flokksfélaganna
; NÆSTA spilakvöld Al-
; þýðuflokksfélaganna í Rvík
• er í kvöld kl. 8.30 í Iðnó. Er
■
: það annað kvöldið í 5 kvölda
; keppninni. Formaður Al-
* þýðuflokksins, Emil Jóns-
j son alþingismaður, flytur á-
: varp; þá verður sameiginleg
■ kaffidrykkja og að lokum
■ dans. Fjölmennið stundvís-
: lega.