Alþýðublaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 12
VEÐRIÐ : SA-kaldi, skýjað. Föstudagur 31. október 1958, Alþtjímblaðiö Horfur á, að „biskupsfrumvarpið" verði samþykkf á alþingi. ALLAR horfur eru nú á því,'* að frumvarp það, er liggur fyr- ir alþingi varðandi biskupsemh aettið verði samþykkt. Kirkju- þingið lýsti efnislega stuðningi við frumvarpið og er talið, að ályktun kirkjuþingsins um þetta efni hafi haft talsverð á- hrif á afstöðu þingmanna til l'rumvarpsins. Frumvarpið, sem flutt er af Bjarna Benediktssyni og Ölafi Thors, gerir ráð fyrir, að bisk- up geti setið í embætti til 75 ára aldurs svo framarlega sem heilsa hans leyfi. En samkvæmt núgildandi lögum er gert ráð fyrir, að biskupar láti af starfi 70 ára. EKKERT BISKUPSKJÖR Ásmundur Guðmundsson, biskup íslands, er nýlega orð- inn 70 ára gamall. Var því gert ráð fyrir að hann yrði að láta af embætti og biskupskjör að fara fram. Hafði Presta'félag ís- lands þegar tilkynnt prófkosn- ingu. En þá kom fyrrnefnt frumvarp fram á alþingi og nái það fram að ganga eins og allar líkur benda til nú, fellur bisk- upskjör niður og Ásmundur Guðmundsson gegnir áfram embætti. ofIieIcIisaðger®ay ef ... NICOSIA, fimmtudag, EOKA sendi í dag út fíugrit með til- boðj um að hætta öllum ofbeld- isaðgerðum gegn þvx að Bretar iétti af öllum takmjörkunum og gagnráðstöfunum á Kýpur. Seg ir í flugritinu, að EOKA muni halda aðgerðum sínum áfrain, ef brezku yfirvöldin taki ekki þessu tilboði. Vopnaðir hermdarverkamenn réðust í dag inn í opinbert sjúkrahús í Nicosia og drápu grískan. Kypurbúa, sem lagður hafði verið þar til aðgerðar vegna sára, er hann hlaut, þeg ar óþékktir byssubófar réðust á hann um helgina. R-Ésar vilja ekki MOSKVA, fimmtudag. Sov- étstjórnin vísaði í dag á bug brezk-amerísku tillögunni um bráðabirgðastöðvun tilrauna með kjarnorkusprengjur í eitt ár. 1 orðsendingu sovétstjórn- arinnar er þó undirstrikað, að allir möguleikar séu á, að þri- veldaráðstefnan, sem hefst í Genf á morgun, muni komast að samkomulagi um samninga um varanlega stöðvun tilrauna. Yaraþlngmaður tekur sæii á ai- þingi. ÁSGEIR SIGURÐSSON skip stjóri tók í gær sæti á alþingi sem varamaður Sjálfstæðis- flokksins í fjarveru Björns Ól- afssonar, er dvelst erlendis. Varaforseti neðri deildar, Halldór Ásgrímsson, sem stýrði þingfundunum í gær, las í fund arbyrjun bréf frá Birni, þar sem hann tlkynnti fjarveru sína og bað þess, að Ásgeir tæki sæti sitt á meðan. Jafnfram.t bauð varaforsei hinn nýja þing mann velkominn til starfa. aað en Bandaríski málarinn Mark Tobey hlaut fyrstu verðlaun fyrir verk sín á hinni frægu ,,B.ennale“ listsýningu í Fen- eyjum, en þar. sýndi hann 36 málverk. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1895, að amerískur .málari fær umrædd verðlaun, Leikfélag Hafnarfjarðar: Frumsýnir gamanleikinn .Oerviknapsnn í Bæjarbíói n.k. þriðjudagskröld. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frumsýnir enska gamianieikinn „Gerviknapinn“ eftir John Chapman í Bæjarbíó nk. þriðju dagskvöld. Þýðinguna hefur Valur Gíslason leikari gert og valdi hann nafnið, en á frum- ínálinu nefnist leikritið „Dry Rot“. Leikstjóri er Klemenz Jónsson. Leikrit þetta var fyrst sýnt í White Hall í Lundúnum í árs- byrjun 1954 og var sýnt þár um 1800 sinnum þar til sl. sumar. Auk' þess hefur það verið sýnt í Svíþjóð, Vestur-Þýzkalandi og Hollandi, og verið er að'gera kvikmynd eftir því. Verið er að sýna annað leikrit eftir Chap- man í White Hall, „Simþle Spymen“ og hefur það einnig hlotið mjög góða dóma. Bæði þessi leikrit hafa gert höfund- inn frægan. Hefur hann sjálf- ur leikið í þeim báðum. EFNI LEIKSINS ,,Gerviknapinn“ er gaman- leikur af léttara taginu, fjallar um veðreiðar og spaugilega skúrka, sem ætla að auðgast á veðbankanum. Allt lendir í mis tökum og misskilningi og kemst upp um þá kumpána áður en lýkur. Er þetta fyrsta viðfangs- efni LH á þessu leikári. r mðlljónina Óvenjuiegt erfðamál. UM þessar mundir er unnið að skiptingu arfs Brynleifs heit ins Tobiassonar og konu hans, en þau hjónin létust með stuttu millibili. Þau hjónin höfðu gert kaupmála. Námu eignir kon- unnar tveim: milljónum, en eignir Brynleifs hálfri milljón. Nú þótti það ekki ljóst hvort Þeirra hjóna hefði látizt á und- an. Og er blaðinu ekki kunn- ugt um hvort úrskurður ,er kominn varðandi það atriði. 'En hafi Brynleifur látizt á undan, ber lífserfingja hans, Siglaugi bókaverði á Ákureyri, helmingurinn af eign konunn- ar á móti útörfum hennar (en hún átti engin börn). Arfur hans ætti því að vera Wz millj- ón. Hafi Brynleifur hins vegar látizt á undan konunni, ber erf ingjum hennar fjórðungur af eignum Brynleifs á móti lífs- erfingja Brynleifs. I þeirra hlut ætti þá að falla 2 125 000 kr. Undanfarlð mun -hafa verið únnið að því að ná samkomu- lagi í þessu máli og má vera að skipting arfsins verði eitt- hvað á annan veg en hér hefur verið lýst, náist samkomulag. ■ HLUTVERKASKIPUN Steinunn Bjarnadóttir leik- ur eitt aðalhlutverkið og er það í fyrsta sinn, sem hún leikur hjá LH. Guðjón Einarsson leik ur ofursta, en hann hefur leik- ið hjá LH í mörg ár. Katla ÓI- afsdóttir leikur konu hans og Dói'a Reindal dóttur þeirra, Hún útskrifaðist úr Leikskóla Þjóðleikhússins sl. vor. Skúrk- arnir þrír eru leiknir af Sig- urði Kristinssyni, Eiríki Jó- hannessyni og Rágnari Magnús syni, sem allir eru þekktir leik arar í Hafnarf.rði. Önnur hlut- verk Jeika Sólveig Sveinsdóttir, Harry Einarsson og Ólafur Mixa. Leiktjöld hefur Magnús Páls son gert. Formaður LH er Sig- urður Kristinsson. Leikfélagið rekur leikskóla með 10 nemend um undir stjórn Klemenz Jóns- sonar. Hann hefur áður stjórn áð tveim leikritum LH, „Svefn lausa brúðgumanum“, sem sýndur var um 50 sinnum og „Afbrýðisamri eiginkonu“, sem sýnd var um 40 sinnum-. Nokkrir vinir -halda séra Sigurði Einarssyni í Holti samsæti nk. laugardag. Verður það í Tjarnarkaffi og hefst kl. 7. Aðgöngumiðar eru afhentir í Bókabúð Sigfúsar Ey- mundssonar og eru væntanlegir þátttakendur beðnir- að vitja þeirra sem fyrst. Skorað á Lúðvík aS leggja skjölin á boríil. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur nú fregnað, ?ið lýsið, sem Lúðvík Jósefsson vill heimila kommúnisíafyrii'* tæki að selja fyrir silkisokka til Finnlands, muni aldrei eiga til bess lands að fara. Finnar munu, ef til þessara viðskipta kemur, selja lýsið til Vestur-Þýzkalands cg tryggja sjálfum sér þar frjálsan gjaldeyri. Sýnir þessi staðreynd betur en nokkuð annað, hvers konar vi'-)* skiptum siálfur viðskiptamálaráðherrann er að reyna að koma á. Þjóðviljinn reyndi í gær að verja hina furðulegu fram- i komu Lúðvíks Jósefssonar í þessu máli. Blaðið viðurkennir, að Lúðvík hafi leyft þau við- skipti, sem Alþýðublaðið skýrði frá, en segir, að „bankarnir á- kveði á venjulegan hátt hvaða innflytejndup fá að flytja inn þær vörur frá Finnlandi, sem um er að ræða“. Þetta er al- gerlega rangt með far.ð, því viðskiptin eru algerlega taund- in við umrædd vöruskipti þessa fyrirtækis. Hvernig stendur á því, að Lúðvík Jósefsson viðskipta- xnálaráðherra þarf að skrifa Landsbankanum oe fleiri að- ilum um þessi mjál, ef bank- arnir eiga að ákveða „á venju legan hátt“ afgreiðslu þess? Vill Lúðvík hreinsa sig í þessu máli xneð því að birta þau bréf, sem hann liefur skrifað bönkum og nefndum um þetta mál? GJALDEYRISSKORTUR Einhver mestu vandræði ís- lenzkra gjaldeyrismála eru skorturinn á frjálsum gjald- eyri, í>að er því furðulegt að seljia lýsi í vörusklptum, þegar Finnar ætla að selja það aft.ur fyrir frjálsan gjaldeyri. Vitað er, að verð á lýsi í Þýzkalandi er lægra en Finnar bjóðast til að greiða okkur. Hvernig geta þeir jafnað muninn á‘ annan hátt en að bæta honum á verð silkisokkanna, sem við fáum? Dettur nokkrum í hug, að Finn ar ætli að gefa íslendingum mis mun'inn? BÆJARSTJÓRI Loks segir Þjóðviljinn, að Hjálmar Jónsson, framkvæmda stjóri Baltic Trading Co., sé „kunnur andkommúnisti“ og „væntanlega meðlim.ur í Varð- arfélaginu, sé hann ekki í Ál- þýðuflokknum“. Sannleikurínrti er sá, að Lúðvík Jósefsson og menn hans réðu Hjálmar þsnn- an fyrir fáum árum bæjarstjóra á Norðfirði á sínum tíma. Dett- ur nokkrum manni í hug, aS kommúnistar ráði bæjarstjóra á Norðfjörð úr Varðarfélagir.ut eða Alþýðuflokknum? Sam- band Lúðvíks við þennan mana gerir og baráttu Lúðvíks fvrir lýsissölunni enn grunsaml f gri og staðfestir það, sem Aiþt 'iu- blaðið hefur sagt um. málið. , ur versflði svæði hreiiu r> 1 ’ GÆRKVÖLDI voru 13 brezkir togarar að veiðun: . an fiskveiðitakmarkanna - við land. Síðdegis í fyrradag by. .< veður að versna fyrir Vestij j, S um. Fóru þá allir brezkir tog- arar á þejssum. slóðum sv. óur' fyrir Látrabjarg og voru þar flestir 26 talsins. Fiskuðu tog- ararnir þarna í þéttum hóp inn- an 12 sjómílna markanna und- ir vernd herskipanna Hogue og Lagos. í morgun byrjuðu tog- ararnir svo að tmast af Þessu svæði og voru 12 eftir þarna í kvöld. i Út af Langanesi voru 4 brezk ir togarar að veiðum innau markanna og gættu þeirra- frei- gáturnar Blackwood og Zest. Brezku flotadeildinni hér við land hefur nú enn bæzt liðs- auki. Er það tundursp.llirinn Dainty. Hann var síðdegis í dag staddur úti fyrir Austurlandi. likil síld í Miðnessjé 20-30 bátar á sjó í nótt. MIKIL síld er nú komin í Miðnessjó að því er Sturlaugur Böðvarsson útgerðarmaður á Akranesi tjáði blaðinu í gær. Munu 20—30 bátar hafa verið á sjó í nótt. Miklar ógæftir hafa verið undanfarið, en á þriðjudag sl. gaf á sjó og virtist-þá komin ný ganga í Miðnessjó. Var aflinn frá 40—170 tunnur á bát. í gær voru 10—20 bátar við síldveið- ar, en í .nótt er leið -munu bát- arnir hafa verið 20—30 eins og fyrr segir.. - VEL SÖL.TUNARHÆF SÍLD iSíldin er að fitumagni 15— 20%. Þykir það vel söltunar- hæf síld og fer hún yfirleitt öll í söltvm. Kvaðst Sturlaugur Böðvarsson vona, að tíðin héld- ist góð svo að unnt yrði að ná sem mestu af síldinni, þar eð> nóg væri af henni í sjónum. MIKIL BIRTA í GÆRKVÖLDI í gærkvöldi var mikil birta og stóð síldin af þeim orsökum dýpra. En búast má við að það breytist fljótt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.