Alþýðublaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 4
A 1 þý ðu b1a ð i ð Föstudagur 31. október 1958. verrm KJÖKDÆMAMÁLIÐ virðist' aftur vera að komast á dagskrá. tÞað cr eklti að ófyrirsynju, því að kjördæmaskipunin er orðin algerlega óviðunandi — og hefur raunar verið lengi. Miklir flutn- ingar hafa átt sér stað síðástlið- inn hálfan annan árátug í land- ínu og þeir hafa fíýtt fýrir siauðsynlegum bréytingum á björdæmaskipuninni. Enginn Sætur sér til hugar koma, að ahnað cn fölkið í landinu, eigi að velja fulltruaþing hénnar — og þó er það nú orðið þannig, að annað sjónarmið virðist ráða. ÞESS ER að vænta að stjórn- málaflokkarnir snúi sér nú þeg- ar að því að finna lausn á þessu máli. Það sjónarmið á að hafa íyrir augum, að réttur þjóðfélags foorgaranna sé sém jafnastur, — annað væri rangt. Hins vegar virðist ástæða til þess að stemma stigu við því á einhvern hátt, og bó ekki harkalegum,.að'upp geti -'isið smáhópar og eignast full- 'trúa á alþingi. Lágmarksat- kvæðatala verður' að ráða úrslit- um í því efni. FORYSTUGREININ í Alþýðu folaðinu á miðvikudaginn um kjördæmamálið tekur af öll tví- jmæli um vilja Alþýðuflokksins í þessu máli, enda hefur flokkur- Inn frá upphafi vega verið helsti forautryðjandinn í auknu lýð- cæði og jöfnuði. Hann kom á íuttugu og eins árs kosninga- rétti og hann átti frumkvæðið Hvenær verður kjördæma skipuninni breytt? Ný hreyfing um málið Islenzki páfinn aftur á sviðinu. Alþýðubandalagsmenn- iriiir úr sögunni. að þeirri breytingu, sem gerð var á kjördæmaskipuninni á sínum tíma, þó að tímarnir hafi breyzt og gert það skipulag, er þá var fundið, úrelt á tiltölulega skömmum tíma. Síðasti flokks- stjórnárfundur markaði líka skýra stefnu í þessu máli og verð ur henni nú fylgt fram. HARBSOBNIR Moskvukomm únistar hafa tekið í sínar hend- ur öll völd í flokksfélagi komm- únista hér. Brynjólfur Bjarna- son er aftur kominn á stjá og verður í öðru sæti á lista þeirra við næstu kosningar. Alþýðu- bandalagsmennirnir hafa unnið sitt hlutverk og meira fá þeir ekki að gert. Þá er þeim.vísað á dyr. Nú býður þeirra pólitískur dauði eða knéfall til-fulls. — Pólitískur dauði þeirra er ávinn ingur fyrir kommúnista. Með honum hefur þeim tekist að eyði leggja annars nýta starfskrafta fyrir Alþýðuflokknum. ÞESSI ÖRLÖG eru kunn frá fyrri tímum. Tveir foringjar yf- irgáfu Alþýðuflokkinn í góðri trú. Annar neitaði að beýgja sig, leitaði máls á því hvort hann gæti tekið aftur upp starf í Al- þýðuflokknum, en fékk því mið- ur ekki góðar undirtektir. Hinn féll á kné. Þann fyrri var ekki hægt að nota lengur, hinn síðari gafst bezt eftir að hann var lát- inn, enda hefur nafn hans verið þvælt svo mjög, að. það vekur klígju. M05KVUK0MMÚNISTARN- IR hafa tekið völdin í félaginu undir forustu páfans vegna þess að endurskoðunarstéfnan sundr- ar nú hverjum kommúnista- flokknum á fætur öðrum úti í heimi og hér er verið að und- irbúa átökin. Þetta mun hafa víð tækar afleiðingar í pólitík komm únistaflokksins — og mun á næstunni koma ýmsum á óvart, en ekki þó þeim, sem þekkja komúnistaflokkana að innan- verðu. ANDSTÆÐINGAR kommún- ista munu ekki harma þessi skipti. Línurnar verða skýrari og það er öllum fyrir beztu. — Erfiðara verður líka fyrir ýmsa meðhlaupara að villa á sér heim ildir. - Ilannes á Iiorninu. sala lagffist þar n.ður algörlega. Teldi ég ástæður til þess að í- huga það hér. Með Bessa-leyfi tii Helga Sæmunduonar. í ALÞÝÐUBLAÐINU s. 1. sunnudag leggur þú fram tll- .ögu um að Áfengisverzlunin thafi vínbúð opna á kvöldin. — Er þeirri ráðstöfun ætlað að draga úr áfengiskaupum ungl- < nga. Margar vísdómsperlur •hafa hrokkið af penna Þínum :fyrr, en þessa álít ég verðlauna -verða, — ámóta og ritleikni <Bjarna Ben. En torsótt getur -orðið hjá þér að færa sönnur <á, að erfiðara sé fyrir unglinga að ná víní ú áfengisútsölu, — -íheldur en frá leyriivínsala. Ástaéður fyrir því, að leyni- vínsaia leiguibiítreiða!stj óra jþrífst, eru tvær. Fyrst — að ’iögreglan kemur yfirleitt ekki upp um þá og annað — að refs. ingin fyrir lögbrotið er lítil- fjörleg. Bifreiðastjórinn, er seldi börnunum áfengið, fékk fjögur þúsund króna sekt'— eða -ágóða af einni kvöldsölu — og tr.á væntanlega byrja strax aft- xir! Allmiklár rannsóknir hafa farið fram á því — út í heimi, víðsvegar, hvort hægt sé að .stöðva afbrot, er rætur eiga að sækja til áglrndar á viðskipta- -gróða. Niðurstöður hafa æfin- lega orðið þær sömu, að það :é hægt. Leynisala á áfengi og æiturlyfjum sé því aðeins rek- in, að refsingin sé of smávægi- lag mið’að við ágóðann. Láttu þér ekkj detta í hug að saðrar eins blækur og' temjplarar okkar og jafnvel þú og Bjarni Ben., vilji áfnema lfeynivínsölu. Það er hægt að afnema alla ieynivínsölu til barna og ungl- inga á einu kvöldi. Fyrst tækj- lum við ríkisstyrkinn af templ- -arareglunni og verjum honum til þéss að koma upp um leýni- vínsala (nú kemur þetta fé ná- 'kvæmlega að engu gagni). Þá sektum við le'gubifréiðastjóra, er vín selja. Fyrir fyrsta brot sé bifreiðiri gerð upptæk, m|án. aðar tugthús og missir borgara- réttinda í fimm ár. Leigubifrelðastjórar njóta lögverndar og eru því í reynd- inni styrktir af almenningi. — Þessi lögvernduðu sérréttindi eru verzlunarvara seld á gífur. legar upphæðir. Ég sé ekkert á móti því að hóflegur ágóði þeirr.a af leynivínsölu sé afnum inn, en blaðamönnum láta bet- ur vangaveltur hálfbjána. Svipuð aðferð var reynd í tveim fylkjum Bandaríkjanna, gegn eiturlyfjasölu. Eiturlyfja- Verð á minkasköttum hefur fallið mikið í Noregi og í Ame- ríku, — én Þar eru þau sem ekkert notuð. HÖfum við heyrt að riokkur innflutningur sé byrjaður hingað til landsins. — Skottin voru ekki á farmskrá. Séra Jón. ö'i/ajcu Síaifsliðið við jarðskjálftarannsóknastöðina sænsku hefur tek- ið sér fyrir hendur að finna stað þanrj í Norðuríshafi, sem Kússar sprengja kjarnorkusprengju sínar, a. m. k. stundum. Kortið sýnir Norðuríshafið m.illi Noregs og Rússlands Novaja Semlja og Svalbarða og krossinn sýnir sprengjustaðinn. Þar sprengja Rússar kjarnorkusprengjur '%S&alljard.\ 'JC 'MitnÁ %umi&n£ ; lcuid\_____ Um bifresSar: Veíurinn er kominn og bifreiðina þarf að búa undir kulda og snjó NÚ ER veturinn genginn í garð og þá er nauðsynlegt að athuga það, sem gera þarf við bifreiðina, svo að hún sé tilbú- in til að standast þá erfiðleika, sem koma. Er því ekki ástæðu- laust að gefa bifreiðaeigendum nokkrar leiðbeiningar áður en frostin byrja. Þetta eru aðal- atriðin: 1. Ljósin, og þá sérstak- lega ljóskastararnir, þurfa at- hugunar við. Það er sagt, að það eigi að slripta um perur í Ijóskösturunum hvern hundr- aðasta brennslutíma. Eftir þann tíma fer glerið að dökkna og Ijósstyrkleikinn minnkar um 20%. Fyrir einkabifreiða- eigendur er talið að það sé mátulegt að skipta á hverju hausti. Um leið ög skipt er um perurnar, er sjálfsagt að láta st.illa ljósiri og fá kvittun fyrir stillinguna, sem er síðan geymd í skoðunarvottorðinu. 2. Kælikerfið er næst á dag skrá. Skolið kerfið með volgu vatni og setjið síðan frostlög- inn á. Sjálfsagt er, áður en maður setur frostlöginn á, að athuga vel hvort nokkur leki er á kerfinu og sjái maður að hosa er léleg, þó svo að hún leki ekki, er sjálfsagt að skipta um hana. Það getur orðið bif- reiðareiganda dýrt spaug, ef hann lætur undir höfuð leggj- ast að yfirfara þetta, þar sem frostlögur er það dýr', að ef hann rennur niður kostar það um 100,00 krónur. 3. Sé hægt að sprauta vatni á rúður, þarf maður einnig að muna eftir því, að það þarf að vera sérstakur lögur, sem þolir frost. í öllum bænum takið ekki venjulegan frostlög, því að hann skemmir lakkið. Á benzíntöðvum fæst sérstakur lögur fyrir þetta. 4. Olíur skiptir maður einn ig um undir veturinn, þó svo að nú fáist olíur, svokallaðar fjölþykktarolíur, sem eiga að vera jafnþykkar við kulda sem hita. Skiptið einnig yfir á þynnri olíur í skiptikassa og drifi. Gleymið ekki að hreinsa lofthreinsarann. Það ber allt of mikið á því, að menn trassí það. 6. Athugið hvernig blöðin í vinnukonunum eru. Þau þurfa sannarlega að vera í lagi, ef þau eiga að geta hreinsað slvddu og krap af rúðunni og ef maður vill vera viss um að fá ekki rönd í sjálfa rúðuna. Það er í sumum tilfellum hægt að fá ný gúmmí, en stundum verður maður að kaupa fest- inguna með. 7. Þá er nú komið að því, sem maður getur kannske sagt að sé það allra nauðsynlegasta, en það eru keðjurnar. Það eru til sérstök snjódekk og verð ég að mæla jafnmikið með þeim, ef ekki meira en keðjum. Ef snjódekk eru á öllum hjólum fér það bæði mikið betur með bílirin og gerir hann einnig miklu öruggari á vegi. Keðjur verður maður annars að hafa, og það væri kannske ekki úr vegi að minna menn á, að það er ekki1 nauðsýnlegt' að kaupa nýjar keðjur, heldur er einnig hægt að kaupa bara þverbitana en það eru aðallega þeir, sem bila. Það má segja, að langbit- arnir geti vel haldið á við minrist þrjú sett af þverbitum: Munið eftir að taka fram keðj- urnar og athuga hvort þær sép ekki í lagi núna meðan þið enn hafið tíma svo að þið takið þæri ekki allar sundurslitnar þegar þið þurfið á þei mað halda. Að lokum væri kannske ekki úr vegi að minnast á nokkur atriði, sem menn gætu haft í bílum sínum yfir vetrartím- ann. Það er til dæmis gott að hafa smá trébita undir tjakk- inn, því að í snjó og hálku vill tjakkurinn renna til, ef ekki er sett eitthvað úndir hann. Þá er einnig gott að hafa drátt- artaug í bifreiðinni. Fyrir stuttu var það móðins að hafa nælonlínur, en það er alls ekki verra að hafa bara venjulegt tóg, því er ekki eins hætt við að skerast í sundur eins og nælonlínunum. Þetta ætla ég að iáta nægja í þetta skipti í von um að sem flestir yfirfari bifreiðar sínar fyrir veturinn og sitji ekki fastir einhvers staðar, bara vegna síns eigin trassaskapar. Vilhjálmur Steinn. 83 milijénir btfreið- ar a jorðinm EFTIR amerískum útreikn- ingum voru í heiminum við síð- ustu áramót, 83.328.000 fólksbif reiðir, 24:151.00 vörubifreiðir, 756.000 rútubílar, 18.998.000 mótorhjój og 9.327.000 trakt- or'ar. — Flestir eru vagnarnir í USA, sem hefur 56 miljónirí fólksbifreiðir, 141.000 rútubíla,* 4.500.000 dráttarvélar, en að-: eins 460.000 mótórhjól. Evrópa. (ásamt löndúnum á bak við járn tjald) er númer tvö með 15.426: 000 fólksbifreiðir, 4.584.000 vörubifreiðir, 219.000 rútubíla, 2.400.000 dráttarvélar og 15. 870.000 mótorhjól. Kanada hef- ur samúnlagt 4.443.000, Ástra- lía hefur 3.228.000 og Asía (á- samt Kína) 2.837.000. Ford segir: Ekkert bon framar ÖLL VINNA við bónun á bílum á nú að verða úr sög- unrii éftir nýj.ustu fréttum frá Ford-verksmiðjunum að dæma, í síðastliðinni viku byrjaði Ford að sýna nýju gerðina 1959 í New York. Stærsta fréttin —• eftir Time — er lökkun í „super emalj" sem heldur sér gljáandi eins lerigi og bifreiðin hangir saman án þess að nokkurn tím- an þurfi að vaxbera eða pússa hana. Þeir segjast muni lakkera ali ar bifreiðir sínar þannig. — Fordbílarnir eru orðni 15 sni. lengr; en þeir hafa verið. SÆNSKU bifreiöaverksmiðj- urriar Volvo og Saab halda á- fram með að auka sölu á vögn- um, til Ameríku. Volvo hefur nú eftir fyrstu sjö mánuði árs- ins selt 12.00 vagna og Saab 2200. Þett'a þýð.r mikla áukn- irigú síðan fyrra árið en þá seldu verksmiðjurnar Volvo 7.000 og Saab 1460,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.