Alþýðublaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. október 1958.
Alþýðublagið
7
OFNASMIÐJAN við Háteigs-
veg sendir daglega frá sér
kynstrin öll af ofnum og öðr-
um framleiðsluvörum. Á síð-
asta ári framíeiddi hún 25
þúsund fermetra af helluofn-
um og á 22 árum frá því hún
tók til starfa hefur hún sent
frá sér um 300 þúsund fer-
metra af ofnum, að því er
Sveinbjörn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri upplýsti, er
frétíamaður blaðsins og ljós-
myndari heimsóttu fyrirtæk-
ið. Hann sagði enníremur,
að Ofnasmiðjan h.f. gæti
með vélakosti verksmiðjunn-
ar en verkaskiptingu starfs-
manna, tvöfaldað framleiðsl-
una og með því lækkað verð-
ið og fullnægt allri ofnaþörf
Sveinbjörn Jónsson. 1 landsmanna.
Á 2000 FERMETRA
GÓLFFLETI.
öfnasmiðjan tók til starfa á
atvinnuleysistímabilinu árið
1936 og var upphaflega bvggð
í þeim tilgangi, að veita eig-
endunum atvinnu. En þetta
breyttist fljótt og nú er fyrir-
tækið orðið eitt ai stærri iðn-
fyrirtækjum landsins. „Ofna-
smiðjan byrjaði í 150 fermetra
húsnæði, en nú starfar hún á
Sjá næstu síðu.
Mikilsverð rtý-
breytni
Vikulegir íundir starfs
manna, trúnaðarmanns
■y
WMM.
Vinnuafköst í landinu
mætti auka um þriðjung
Vinnubrögð starfsmanna fara batnandi
ÉG er ekki í minnsta vafa
um, að vinnuafköst í land-
inu mætti auka um þriðj-
ung,“ sagði Sveinbjörn Jóns-
son framkvæmdastjóri, „í
fýrsta Iagi með betri verk-
stjórn, í öðru lagi með betri
vinnuskipulagningu og í
þriðja lagi með heppilegra
greiðsIufyrirkomulagi.“ —
Hann fullyrti líka, að vinnu-
brögð starfsmanna fær.u yf-
irleitt batnandi, að minnsta
kosti kvað hann það vera
reynslnna í Ofnasmið'junni.
Enda kvað hann forstöðu-
menn og starfsmenn fyrir-
tækisins hafa Iagt sig frani
um.að bæta starfsskilyrði og
aðbúnað starfsfólksins. „Ár-
angurinn lætur ekki á sér
og framkvæmdastjóra
Hvernig er ofn búinn til?
Smíðað úr 275 tonnum af stáli í fyrra.
standa,“ sagði Sveinbjörn.
„Við Islendingar eigum svo
rnikið af ágæturn starfs-
mönnum, sem virkilega
vilja vinna vel, og við erum
ekki fleiri en svo, að við
verðunt að Ieggja áherzlu á,
að nýta vinnuhæfni óg vilja
hvers starfsmanns á hinn
hagkvæmasta hátt. Vinnu-
gleði verkamannsins er veru
lega mikill þáttur í gengi
fyrirtækisins. Og iðnaðar-
fyrirtækin eru orðin svo
veigamikill þáttur í ríkis-
búskapnum, að afkoma
þeirra skiptir þjóðarheild-
ina miklu máli. Og ég sé
reyndar engan eðlismun á
því að afla gjaldeyris og að
spara þjóðinni gjaldeyri.“
Ma-gnús Hjörleifsson.
MAGNÚS Hjörleifsson raf-
suðumaður á myndinni hér.. að
ofan er trúnaðarmaður Iðju í
| Ofnasmiðjunni. Hann hefur
unnið þar í fjögur ár og kveð-
Sjá næstu síðu.
HELLUOFN er búinn til úr
tveimur stálplötum, að því er
Garðar Bjarnason, sem fremst-
ur er á myndinni, segir okkur.
Er önnur slétt, en hin bylgjuð
og kemur stálið tilskórið í viss-
um stærðum. Plöturnar eru
soðnar saman og síðan gengur
,,ofninn“ frá einum manni til
annars og kemur til allra þeirra
Ejórtán starfsmanna, sem bein-
línis starfa að ofnasmíðinni.
Hver þeirra gerir sitt ákveðna
verk, annaðhvort með logsuðu-
tæki eða í vél. Síðan er ofn-
inn reyndur með því að dæla
í hann lofti eftir að honum
hefur verið dýft niður í vatn.
Á þann hátt eru allir ofnar
prófaðir með 5 kílóa loftþrýst-
ingi, sem svarar til 50 metra
vatnssúluþrýstingi. Reynist
ofninn fullkomlega loftþéttur,
fer hann í þurrkun og að henni
lokinni er honum dýft niður í
málningarkar. Loks þegar máln
ingin hefur þornað, kemur ofn
inn fram í afgreiðslusal, þar
sem hann er merktur og er þá
tilbúinn til afhendingar. Venju
lega verður biðin stutt unz ofn-
inn er sóttur.
F.yrra ár smíðað úr
275 tonnum af stáli.
Vikulega eru framleiddir
500—700 fermetrar af ofnum
Sjá næstu síðu.
SmíÖi úr ryÖfríu stáli fer í vöxl
3000 vaskaborð smíðuð á síðasta ári.
Hallgrímur Hallgrímrson við ofnasmíðína. —
Myndirnar tók Oddur Ólafsson.
RAGNAR Brynjólfsson verk
stjóri yfir vaskasmíði segir frá
því, að venjulega séu vaska-
borðin - sniðin og smíðuð eftir
máli. Síðan er skálin, sem kem
ur mótúð erlendis frá, saum-
soðin við borðið og samskeyt-
in slípuð, og þykir það vanda-
samt verk.
Ýmisleg nýbreytni hefur ver
ið tekin upp í vaskasmíðinni
að undanförnu, segir Ragnar.
Helzta nýlundan eru vatnslás-
ar úr mjúku plastefni, sem
stevptir eru í plastverksmiðj-
unni að Reykjalundi. Þá hafa
verið framleiddir vaskatappar
úr ryðfríu stáli og tekin hefur
verið upp ný aðferð til að slípa
skálarnar; og borðin. Þannig
eru teknar upp ýmsar nýjung-
ar, sem horfa til bóta.
Framleiddir eru jöfnum hönd
um einfaldir og tvöfaldir
vaskar og hefur framleiðslan
komizt upp í sextíu vaskaborð
á viku. Eru þau bæði smíðuð
í vissum stærðum og í sérsmíði.
Sömuleiðis eru smíðuð stór
vaskaborð eftir pöntunum og
ýmiss konar smíði innt af hönd
um fyrir veitingahús, sjúkra-
hús og skóla. Segir Ragnar, að
smíði úr ryðfríu stáli fari vax-
andi og hafi á síðasta ári verið
smíðuð í fyrirtækinu um það
bil 3000 vaskaborð.