Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977
Borgarstjórn ítrekar fyrri ósk:
„Söluskattur verði felld-
ur niður af rafmagni’ ’
Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl)
lagði fram þrjár tengdar tillögur
á fundi borgarstjórnar 6. okt.
Fyrsta tillagan gerir ráð fyrir
ítrekun á fyrri samþykkt borgar-
stjórnar um, að óska eftir að Al-
þingi og ríkisstjórn felli niður
söluskatt af rafmagni. Önnur til-
lagan hljóðar þannig, að borgar-
stjórn geri þá kröfu til Lands-
virkjunar að eignaraðilum verði
greiddur arður af höfuðstólsfram-
lögum þeirra. Þriðja tillaga öddu
Báru hljóðar þannig: „Þar sem
orkuver Landsvirkjunar selja nú
þegar orku víðs vegar um landið
og munu gera það í vaxandi mæli
á næstu árum, telur borgarstjórn
ekki rétt, að Reykjavikurborg ein
allra sveitarfélaga standi undir
stofnkostnaði nýrra orkuvera
ásamt rfkissjóði. Borgarstjórn
beinir því þeim tilmælum til iðn-
aðarráðherra, að hann beiti sér
fyrir því að fá önnur sveitarfélög
til þess að gerast aðilar að Lands-
virkjun og láti vinna að breyting-
um á lögum um Landsvirkjun til
þess að svo megi verða.“
Adda Bára ræddi nokkuð um
tillögu sína og ennfremur sam-
þykkt sem gerð var á fundi stjórn-
arnefndar veitustofnana um
hækkun á rafmagni og heitu
vatni, eða öllu heldur beiðni um
slíkt. En á fundi sínum 29. sept-
ember samþykkti stjórnarnefnd-
in erindi R.R. um 15% hækkun
vegna rekstrar- og framkvæmda-
kostnaðar að viðbættri hækkun
vegna orkukaupá frá Lands-
virkjun. Þá segir i samþykkt
stjórnarnefndarinnar, að hún
vænti þess að stjórnvöld sam-
þykki niðurfellingu aóflutnings-
gjalda af efni í þrýstivatnspípur
Ellióaárstöðvar og af efni til nýju
132 kw aðveitukerfis fyrir höfuð-
borgarsvæðið. Adda Bára lét á
umræddum fundi stjórnarnefnd-
ar veitustofnana bóka m.a. „að
þrátt fyrir þær miklu hækkanir
sem orðið hafa á rafmagni og
heitu vatni síðustu ár, er ekki
hægt að véfengja þörf fyrirtækj-
anna á hækkun gjaldskránna nú,
þar sem óhæfileg dýrtíðaraukn-
ing siðustu ára, gengislækkun og
gengissig hafa orðió fyrirtækjun-
um þung í skauti.“ Þá segir í
bókun Öddu Báru, að þess sé ekki
að vænta, að unnt reynist að
halda gjaldskránum innan hóf-
legra marka meðan ríkisvaldið
geri ekkert'til þess aó draga úr
dýrtíðaraukningunni eða létta
undir með opinberum þjónustu-
fyrirtækjum með sérstökum ráð-
stöfunum. Borgarstjóri Birgir Is-
leifur Gunnarsson (S) tók næst
til máls. Hann sagði, að ætlast
væri til að gjaldskrá RR dygði til
að standa undir rekstrarkostnaði
og árlegri aukningu í fjárfestingu
fyrirtækisins. Nú síðustu ár hefði
RR þurft að taka nokkuð af er-
Iendum lánurh til að fjármagna
stofnlagna framkvæmdir sem
hefðu verið miklar. Borgarstjóri
sagði að á árunum 1971—74 hefði
RR óskað eftir hækkunum sem
ekki fengust í gegn að fullu, en
þetta hefði verið á tímum vinstri
stjórnarinnar. Það væri nú full
kannað, að ef fyrrgreindar hækk-
anir hefðu fengist hefði ekki
þurft að stofna til slíkra erlendra
skulda sem nú eru. Að vísu hefði
orkuverð hækkað meira á tímabili
en samkvæmt nákvæmum út-
reikningum væri orkuverð lægra
I dag ef farið hefði verið eftir
óskum borgarinnar varðandi
þetta atriði. Einmitt um þetta at-
riði lét Sveinn Björnsson verk-
fræðingur bóka eftirfarandi á
fundi stjórnarnefndarinnar.
„Hækkanir þær, sem fram komu
á síðustu árum, stafa að verulegu
leyti af því, að HR og RR var
synjað um nauðsynlegar hækkan-
ir á fyrri árum. Af ofangreindri
ástæðu hefur erlend skuldasöfn-
un orðið óhjákvæmileg, sem nú
kemur fram I kostnaðarhækkun,
sem ella hefði mátt komast hjá að
talsverðu leyti. Þá má einnig
minna á, að 1. okt 1974 kom til
framkvæmda 13% verðjöfnunar-
gjald af ógleymdum 20% sölku-
skatti.“ (bókanir innsk. Mbl.)
Borgarstjóri sagðist vera sam-
mála því að felldur yrði niður
söluskattur af rafmagni. Þetta
væri ekki í fyrsta skipti sem það
mál kæmi til umræðu hér i borg-
arstjórn en afstaða borgarfulltrúa
sannaði ótvírætt fyrr sem nú hug
manna til málsins.
Varðandi arðgreiðslu Lands-
virkjunar væri hann á öndverðum
meiði við Öddu Báru. Borgar-
stjóri sagði það hygginna manna
hátt, að greiða ekki arð af fyrir-
tæki sem væri í örum uppvexti en
þannig væri einmitt háttað um
Landsvirkjun. Nú á næstu árum
yrði væntanlega ráðist í Hraun-
eyjarfossvirkjun og sú staðrynd
blasti við, að hún yrði að vera
komin i gagnið 1981—82 ætti aó
komast hjá orkuskorti. Til slíkra
framkvæmda væri auðvitað skyn*
samlegast að leggja fram eins
mikið eigið fjármagn og kostur
væri og út frá því gæti hann alls
ekki fallíst á að láta Landsvirkjun
greiða arð. Varðandi þriðju tillög-
una sagði borgarstjóri að á næstu
árum fengi RR líklega um helm-
ing af framleiddu rafmagni til
almennra nota. Hann sagðist ótt-
ast, ef borgin ætti undir aðra að
sækja, hversu hratt væri hægt að
virkja, þá yrði að hugsa sig um
tvisvar áður en dregið yrði úr
eignarhluta borgarinnar í Lands-
virkjun. Slíkt væri fjarri þvi að
þjóna hagsmunum Reykjavikur. í
árslok 1976 hefði hrein eign
Landsvirkjunar numið 8,7 millj-
örðum króna og af þeirri upphæð
ætti borgin helming. Hagnaður
hefði 1976 orðið 621 milljón og
afskriftir 654 milljónir.
Borgarstjóri sagði, að eignarað-
ilar Lí idsvirkjunar stæðu ábyrg-
ir á lánum og ef skipta ætti um
ábyrgðaraðila þyrftu lánastofnan-
ir að samþykkja þá nýju, en þá
myndi jafnframt draga úr ábyrgð
borgarinnar. Birgir Isleifur
Gunnarsson bar síðan fram frá-
visunartillögu við öðrum og
þriðja lið tillagna Öddu Báru, en
lagði til að fyrsti liður yrði sam-
þykktur. 1 frávísunartillögu við
annan lið segir: „það telst til fyr-
irhyggju hjá eigendum fyrir-
tækja, sem eru i örri uppbygg-
ingu, að taka ekki út arð af fram-
lögum sinum, heldur láta arðinn
standa áfram inni í fyrirtækinu
og flýta þar með uppbyggingu
þess. Landsvirkjun hefur frá
stofnun verið í örum vexti, fyrst
með byggingu Búrfellsvirkjunar,
síðan með Sigölduvirkjun, sem
ekki er að fullu lokið og nú eru
uppi áætlanir um Hrauneyjar-
fossvirkjun. Borgarstjórn telur
því eðlilegt, að enn um sinn verði
arður ekki greiddur til eigenda,
heldur notaður til að bæta fjár-
hgasstöðu fyrirtækisins. Síðari
frávísunartillagan um eignarhlut
borgarinnar er þannig; „Borgar-
stjórn vekur athygli á því, að þótt
borgin hafi greitt í beinum fram-
lögum stofnfé til nýrra virkjana
Landsvirkjunar á móti hinum
eignaraðilanum, ríkinu, þá hefur
það fé margfaldast að verðmæti
og er nú eignarhluti borgarinnar i
fyrirtækinu metinn á 4.3 millj-
arða, samkvæmt reikningum
Landsvirkjunar árið 1976, en
hreinn ágóði af reksri Landsvirkj-
unar árið 1976 nam 621.6 milljón-
um króna og þá höfðu verið af-
skrifaðar 645.9 milljónir króna.
Þetta fjármagn hefur farið til
áframhaldandi uppbyggingar fyr-
irtækisins. Mjög verður að draga í
efa, að það sé hagsmunum
Framhald á bls. 33
P--------------15
HÖGUN
FASTEIGNAMIÐLUN
----B------
Raðhús í Fossvogi
í skiptum fyrir sér hæðir
Glæsileg raðhús ca. 200 fm ásamt góðum bílskúrum.
Skipti möguleg á 125 til 130 fm. sér hæðum með
bílskúr.
Einbýlishús við Tunguveg
Vandað einbýlishús sem er hæð og rishæð, samtals 1 55
fm. í húsinu eru stofa og 4 svefnherb. Góðar innrétting-
ar Ný teppi Sérlega falleg íbúð Bilskúrsréttur Verð 21
millj
Sólheimar — 4ra herb.
Vönduð 4ra herb. íbúð á 9. hæð ca. 112 fm. Miklar og
vandaðar innréttingar. Geymsla á hæðinni. Falleg ibúð.
Tvennar svalir með frábæru útsýni. Verð 12 millj. Útb
7.5 til 8 millj.
Sæviðarsund — 3ja til 4ra herb.
Glæsileg 3ja til 4ra herb ibúð á jarðhæð i nýlegu
þribýlishúsi. Stofa, hol og 2 stór svefnher. Sér inngang-
ur Sér hiti. Falleg eign. Verð 9 millj. Útb 6 millj
4ra herb. hæð í Vogunum
Falleg 4ra herb efsta hæð ca. 115 fm. í nýlegu
þribýlishúsi 2 rúmgóðar stofur og 2 góð svefnherb
Góðar innréttingar Sér hiti Bílskúrsréttur Skipti mögu-
leg á stærri eign. Verð 1 3 millj.
Breiðvangur Hf. — 3ja herb.
Glæsileg 3ja herb íbúð á 4 hæð ca 100 fm ásamt
bílskúr. Vandaðar innréttingar. Þvottahús og búr innaf
eldhúsi. Suður svalir Frábært útsýni. Verð 1 1 millj. Útb.
7.5 millj.
Sjávarlóð við Skildinganes
Höfum verið beðnir að selja um 800 fm. eignarlóð á
einum besta stað í Skerjafirði. Frábært útsýni. Nánari
uppl. veittar i skrifstofunni.
2ja herb. fbúð við Asparfell
2ja herb. ibúð á 2. hæð i fjölbýlishúsi Laus strax. Verð
6.5 millj.
Ódýrar 2ja herb. íbúðir
Bergstaðarstræti risíbúð Verð 4 millj
Þórsgata 70 fm á 3. hæð i steinhúsi. Útb. 3.8 millj.
Skarphéðinsgata falleg einstaklingsíbúð Verð 4 3 millj
Nýlendugata 70 fm endurnýjuð íbúð Útb 3 millj
Opið í dag frá 1 —6
TEMPLARASUNDI 3(2.hæð)
SÍMAR 15522,12920
Óskar Mikaelsson sölustjóri
, heimasími 44800
Arni Stefánsson vióskfr.
MÁVAHLÍÐ
Efri sérhæð, 130 fm. og 3ja herb. ibúð i risi. 50 fm.
bilskúr.
EINBÝLISHÚS — SELJAHVERF!
i skiptum fyrir 5—6 herb. ibúð, með bilskúr.
E/NBÝLISHÚS — STUÐLASEL
Fokhelt einbýlishús i Seljahverfi. 130—140 fm. af-
hendist fokhelt i okt.—nóv. Innbyggður bilskúr.
Teikningar á skrifstofunni.
RAÐHÚS íÁSGARÐ/
195 fm. á 3 hæðum, með tveimur sjálfstæðum
íbúðum.
RAÐHÚS TORFUFELLI
127 fm. á einni hæð, i skiptum fyrir stórt einbýli, má
vera tilbúið undir tréverk eða lengra komið.
ÁLFHEIMAR
Neðri sérhæð 160 fm. í þríbýlishúsi, 2 stórar stofur og
3 svefnherbergi, bílskúr.
LEIRUBAKKI
120 fm. 5 herb. ibúð á 2. hæð i 3ja hæða blokk.
Þvottahús og búr i ibúðinni.
SKÓLAGERÐ/, KÓPAVOG/
3ja herb. ibúð á 1. hæð i tvibýli ca. 100 fm. auk 40
fm. bilskúrs.
KÓNGSBAKK/
110 fm. 4ra herb. íbúð, með þvottahúsi i ibúðinni.
STÓRAGERÐ/
4ra—5 herb. ibúð um 110 fm. i skiptum fyrir 2ja
herb. íbúð á Háaleitis eða Fossvogssvæði.
I/ESTURBERG
110 fm. 4ra herb. ibúð á 3. hæð. Þvottahús i ibúðinni.
MÁVAHLÍÐ
Efri sérhæð og ris. Bilskúrsréttur. Skipti á 4ra herb.
ibúð á 1. hæð í blokk ásamt bílskúr kemur til greina.
ÁLFHÖLSVEGUR
2ja herb. 60 fm. íbúð á jarðhæð. Útborgun 4.2 millj.
HAMRABORG
3ja herb. 85 fm. ibúð. Þvottahús á hæðinni.
BOLLAGATA
3ja herb. 90 fm. kjallaraibúð, 2 svefnherbergi og 30
fm. stofa. Útborgun 5.5 milljónir.
ÓÐINSGATA
3ja herb. 80 fm. ibúð á tveimur hæðum. Sér inngang-
ur og sér hiti. Útborgun 4.5 millj.
RAUÐILÆKUR
Neðri sérhæð 4—5 svefnherbergi og 2 stofur, 35 fm.
bílskúr. Skipti á 4ra herb. íbúð i austurbæ, kemur til
greina.
OPIÐ KL. 2—5 íDAG.
Húsamiðlun
Fasteignasala Templarasundi 3, 1. hæð.
Sölustjóri Vilhelm Ingimundarson
Jón E. Ragnarsson hrl.
Símar 1 1 614 og 1 1616.