Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTOBER 1977 17 P pSumir ætla að einræðisherrann hafi bilazt á geðsmunum og aldrei jafnað sig P9 (Sjá Haiti) líka. Hún reyndist engu með- færilegri." Groucho gaf út tvær bækur um dagana, hvort tveggja end- urminningar. Það voru útgef- endur sem áttu frumkvæðið að því, aó hann samdi þær; hafa hugsað sem svo, að bók eftir Groucho yrði örugglega gróða- fyrirtæki. En þeir virðast ekki hafa treyst þvi, að hann væri skrifandi, því að þeir buðu hon- um aóstoð ritdraugs. Ritdraug- ar eru þeir kallaðir, sem skrifa upp eftir frásagnarmanni. Groucho svaraði þessu á sína visu: „Eg er alls ekki frábitinn því að skrifa bók. En ef ég skrifa þá skrifa ég hana. Ég skrifa allra manna verst. En ég skrifa sjálfur það, sem ég skrifa. Auk þess trúi ég ekki á drauga." SPÁNARSLÓÐIRI | BÓKMENNTIR I I I GROUCHO MARX, sem lézt ekki alls fyrir löngu, lét eftir sig mikið safn bréfa og annarra ■ plagga. Liggur þetta nú frammi ' til lestrar í þingbókasafninu í Washington. Groucho skrifaðist | á við fjölda manna, þekktra og óþekktra — rithöfunda og I skemmtikrafta, menntamenn og stjórnmálamenn, jafnvel for- seta. Hann var ákaflega vinsæll bréfritari enda vandfundinn jafnskemmtilegur maður og elskuiegur. Ljóðskáidið T.S. Eliot var | einn þeirra, sem Groucho skrif- . aðist á við. Það mun hafa verið einkennilegur félagsskapur, | þegar þeir voru komnir saman. . En þeir urðu samt miklir mát- ar, þótt ekki liti út fyrir það, þegar þeir hittust fyrst. ■ Groueho segir frá þvi í bréfi til • bróður sins. Til vonar og vara | hafði hann „rennt í gegnum“ ■ kvæði Eliots og hugðist skjóta * þeim inn á viðeigandi stöðum i | samræðum. En til þrautavara | hafði hann endurlesið Lé kon- ung, og ætlaði að spila honum I út, ef allt annað brygðist. Þeir I fara nú að ræða saman, Groucho og skáldið. Eftir I stundarkorn fleygir Groucho I fram nokrum línum úr „The Waste Land“ eftir Eliot. „Ég I vildi bara láta hann vita, að ég | hefði lesið fleira en blaðaum- . sagnlr um sjálfan mig“, segir i I bréfinu. En Eliot lét sér fátt um | finnast, „brosti bara dauflega I likt og hann vildi gefa í skyn, að I hann kynni kvæðin sín utan | bókar og þyrfti ekki að láta | rifja þau upp fyrir sér. Ég varð ' því að bregða á annað ráð. Ég | skellti mér í Lé konung. Og lét | nokkrar gáfulegar athugasemd- ir fylgja. Ég sagði, að kóngur- | inn hefði verið gamall asna- | kjalki (og fer ekki aftur með það) og ef ég hefði verið sonur I hans hefði ég hlaupizt að heim- | an átta ára — í stað þess að bíða . þangað til ég yrði tíu ára. En I undirtektir urðu afar dræmar. | Eliot vildi miklu heldur tala um . gamlar myndir mínar. Hann fór I með eldgamla skritlu eftir mig; | ég var löngu búinn að gleyma ■ henni. Og þá náði ég mér niðri á honum. Ég brosti bara dauf- | lega“. En þeir skrifuðust sióan . á í mörg ár. Annar pennavinur Grouchos var E.B. White, sá mikli mál- i spekingur. Þetta er úr bréfi til ' hans: „Það þarf nokkuð til að | skrifa manni, sem er nýbúinn | að gefa út bók um málvillur. Manni hrýs hugur við aó skrifa Groucho stingur niður penna . . . honum, þótt ekki sé nema stutta orðsendingu. Um mig er það að segja, að ég skrifa eftir eyranu. Eg hef reynt að skrifa á ritvél, en hætti því: hún var svo ómeðfærileg. Þá reyndi ég að lesa einkaritaranum minum fyrir, en varð lika að hætta því Þegar útgefendur stungu upp á því, að einhver bréf hans yrðu birt i bókinni svaraði hann á þessa leið: „Hér með vottast, að ég hef móttekið bréf yðar og brennt það. Mér er ekkert um það gefið, að ókunnugir hnýsist í póstinn minn. Væri samt til- leiðanlegur að ræða þetta nán- ar, en einkaritarinn minn þarf að fara á stefnumót eftir fimm mínútur—við mig.“ Má ætla af þessu, að það hafi verið riokkuð erfitt að standa i viðskiptabréfaskriftum við Groucho. En flestir pennavinir hans, aðrir en útgefendur, mundu trúlega taka undir það, sem Walter Kerr skrifaði honum eitt sinn að nýfengnu bréfi frá honum: „Af öllum óumbeðnum bréfum, sem ég hefi fengið (að bréfum konunnar minnar með- töldum) hafa þin bréf glatt mig mest ...... — COLMANN MCCARTHY. í Spænsku bqrgarastyrjöldinni 1936-39 börðust fleiri en Spán-1 verjar eins og kunnugt er. I báð- I um fylkingum, her fasista og stjórnarhernum, var fjöldi út- lendinga úr ýmsum áttum. M.a: var stofnuð sérstakt herfylki út- lendinga, Alþjóðaherfylkið, sem mikið kvað að í stríðinu og frægt er úr sögum. En fasistar unnu borgarastriðið, og útlendir stuðn- ingsmenn stjórnarinnar-urðu að forða sér úr landi, efida áttu þeir . ekki von á góóu ella. Fyrir nokkrum vikum var hóp- ur gamalla, bandrískra hermanna úr Alþjóðaherfylkinu á ferð um fornar slóðir á Spáni. Þetta fólk | er nú flest komið á sjötugsaldur og fæstir höfðu komið til Spánar eftir, að borgarastríðinu lauk. Hópurinn kom til Ebro, Teruel, Brunete og fleiri staða þar, sem frægar orrustur urðu. Hann var ekki kominn í boði yfirvalda; | hann var á eigin vegum. Ekki var stofnað til neinna opinberra ræðu- eða veizluhalda honum til I heiðurs. Aftur á móti voru við- tökur alþýðumanna, bæði þeirra er mundu borgarastríðið og ann- | arra, slíkar að Bandaríkjamenn- irnir kváðu þær ekki mundu liða sér úr minni. Gamlir vopna- | bræður tóku þeim opnum örmum, og kornungt fólk, fætt tuttugu árum eftir stríðið, vék sér að þeim, faðmaði þá og kvaðst vilja . þakkaþeim. Bandaríkjamennirnir voru allir | i svonefndri Lincolndeild ■ Alþjóðaherfylkisins i borgara- stríðinu. Liðsmenn Lincoln- deildarinnar voru flestir | kommúnistar og félagar í kommúnistaflokknum. En flestir | eru þeir gengnir úr honum fyrir alllöngu. Eftir, að Japanir réðust á Pearl Harbour og nasistar inn í Rúss- land vildu margir gamlir her- menn úr Lincolndeildinni komast í bandaríska herinn og taka þátt í baráttunni gegn nasismanum. En þeim var ekki vel tekið, enda þótt Bandaríkjaher skorti mjög reynda hermenn. Hermenn úr Al- þjóðaherfylkinu voru taldir „komrnar" upp til hópa og illa séðir af yfirmönnum hersins, MacArthur og Eisenhöwer. Enn fengu þeir að súpa seyðið af stjórnmálaskoðunum sínum upp úr 1950, þegar Joseph MeCarthy hóf ofsóknir sínar. Voru þeir þá taldir „niðurrifs- menn“ og sættu ýmsum óþægind- um fyrir. Evelyn Hutchins, sem ekið hafði sjúkrabílum og birgða- bílum á Spáni um hámark borgarastríðsins átti t.d. i nfu ára baráttu við rannsóknanefnd McCarthys, óamerísku nefndina svokölluðu. En það er nú löngu liðin tið. Bandarikjamönnum þótti mikið koma til þeirra breytinga, sem orðið höfðu á Spáni frá þvi borgarastriðinu. Þótti þeim með ólikindum hvérsu kjör manna höfðu batnað. Kom þeim flest ó- kunnuglega fyrir sjónir, jafnvel MYNDIN; Dalur hinna föllnu heitir þessi minningareitur þar sem 150 metra hár kross gnæfir yfir graf- hýsinu sem geymir nokkuð af beinum fórnarlamba spænsku borgarastyrjaldarinnar (1936— 39). Franco lagði svo fyrir að þarna i dauðadalnum skyldi eitt yfir alla ganga og engum úthýst, hvar í flokki sem hann hefði stað- ið. Svo að i grafhýsinu hvíla þeir hlið við hlið, fylgismenn einræðis- herrans og andfasistarnir. Andfasistar rifja IllkM upp liðna tíð... HAITI Jean Claude Duvalier, ein valdur þeirra Hai tibúa, ber sig hér til að heilsa að hermannasið á hersýn ingu Hermönnum vegnar hvað skárst i riki hans. þeir svelta þó ekk i. Arið 1964 skipaði hann sjálfan sig 8. lífstfðarforseta Haiti. Þá hafði hann rfkt f sjö ár og var búinn að drepa þegna sfna svo tryggilega f dróma, að á Haiti var „álíka líflegt og f líkhúsi", eins og stendur á einum stað. Þeir, sem eitt- hvað megnuðu reyndu að forða sér úr landi; flestir sátu auðvitað eftir og gátu enga björg sér veitt. Það voru mestan part menntaðir menn, sem flúðu. Og þeir tóku með sér mestalla verk- kunnáttu í landinu. Það er nokkuð kaldhæðnislegt, að þetta varð til mikils fram- dráttar ýmsum rfkjum, sem skorti hagnýta upplýsingu; einkum voru það nýfrjáls rfki f Afrfku. T.a.m. voru um eitt skeið fleiri en 1000 Haiti- menn við stjórnun og upp- byggingu f Congo (nú Zaire). Framan af lét Bandarfkjastjórn sem hún vissi Iftið eða ekki af ógnaröldinni á Haiti. Hún reyndi lfka að hugga sig við það, að Duvalier var svarinn fjandmaður kommúnista. En _ þar kom, að Bandaríkja- mönnum var nóg boðið. Kennedy forseti tók fyrir alla fjárhagsaðstoð við stjórn Duvaliers. Sagt er, að Duvalier hafi skálað í kampavíni við sfna nánustu. þegar Kennedy var myrtur hálfu ári sfðar... Þegar Riehard Nixon kom til valda og Henry Kissinger með, endurnýjuðu þeir vin- áttutengsl Bandarfkjanna og Haiti. Og þegar Papa Doc lézt, þremur árum síðar. studdu þeir son hans til valda, þann sem nú er lífstfð- arforseti. Við það tækifæri hélt bandarfski sendiherr- ann á Haiti sjónvarpsræðu og komst þar svo að orði, að Haiti væri lýðfrjálst land — eða svona nokkurn veginn... Því miður reyndist nýi iffstfðar- forsetinn enginn verrfeðr- ungur: pvntingum og blóðs- úthellingum var fram haldið af engu minna kappi en fyrr, og landslýðurinn svalt hálfu og heilu hungri oftar og leng- ur en áður. En nú hefur enn verið skipt um forseta í Bandarfkjunum, og sá kann lítt að meta Duvalier Iffstíðarforseta. Daginn, sem Haitiforseti hélt upp á 20 ára stjórnarafmæli sitt og föður sfns steig Aliard K. Lowen- stein, sendiherra Bandaríkj- anna á þingi Sameinuðu þjóðanna, í pontu á fundi út- lægra Haitimanna i New York og fordæmdi Duvalier forseta og hyski hans harð- lega. Það má kannski segja, að ekki hafi verið hundrað f hætt- unni. Bandarfkjamenn eiga sáralftilla hagsmuna að gæta á Haiti nú orðið. Auk þess hefur Haitistjórn hatur og fyrirlitningu allra sæmilegra stjórna í heiminum. Það er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.