Morgunblaðið - 09.10.1977, Page 18
/w’v
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTOBER 1977
list á hverjum tíma —
Reykjavíkurborg hefur greitt
rúmlega 20% af rekstrarhalla
Sinfóníuhljómsveitar íslands,
en ríkissjóður og ríkisútvarp
eftirstöðvar. Önnur sveitarfé-
lög hafa enn ekki lagt fram
fjármagn til þessarar menn-
ingarstofnunar, hvorki sveit-
arfélög á höfuðborgarsvæð-
inu né i öðrum landshlutum.
— Starfsemi borgarbóka-
safns, með útibúum og bóka-
bilum. sem sækja heim flest
Menningarviðleitni
JMtargmtÞIafelfr
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1500.00
i lausasölu 80
hf. Árvakur. Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
Þorhjörn Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
kr. á mánuði innanlands.
00 kr. eintakið.
félagastarfs fyrir margvíslega
áhugahópa og félög.
Þessa dagana er verið að
bjóða út byggingu nýrrar
félagsmiðstöðvar í Árbæ, sem
verður fyrsta félagsmiðstöðin
í borginni, sem er sérstaklega
hönnuð til þessarar starf-
semi. Þá er hafin samvinna
við knattspyrnufélagið Þrótt
um byggingu félagsmiðstöðv-
ar á félagssvæði þess.
Félagsmiðstöðvar eru raun-
ar ætlaðar fólki á öllum aldri.
Þær eru nýttar til marghátt-
aðrar starfsemi æskulýðsráðs
en ekki siður, og raunar fyrst
og fremst, til útlána á að-
stöðu fyrir margháttuð
áhugafélög i borginni. Davíð
segir orðrétt i viðtalinu:
„Æskulýðsráð hefur á sinni
stefnuskrá hvort tveggja, að
styðja við bakið á frjálsri
félagastarfsemi áhugamanna
með húsnæðisaðstöðu og
annarri fyrirgreiðslu — og að
ná til þeirrar ófélagsbundnu
æsku, sem ekki ber önnur
félagsskírteini en nafnskír-
teinið. . . Á sameiginlegum
ársfundi æskulýðsráðs og
áhugafélaga, sem haldinn var
i byrjun þessa árs, rikti gagn-
kvæmur skilningur á mikil-
vægi starfs beggja og nauð-
syn á góðu samstarfi þessara
aðila."
Davið Oddsson, borgar-
fulltrúi, segir í viðtali við
Mbl. sl. laugardag, að nærri
láti að 5'/2% af heildarút-
gjöldum Reykjavíkurborgar
sé varið til menningarmála,
sem sé hátt hlutfall, hvort
heldur sem miðað er við
sveitarfélög hér á landi eða i
nágrannalöndum. Stærstu
þættirnir i menningarviðleitni
borgarinnar er stuðningur við
rekstur og byggingu borgar-
leikhúss (Leikfélag Reykja-
vikur), myndlistarhús á Kjar-
valsstöðum, bókasöfn, stuðn-
ingur við Sinfóniuhljómsveit
íslands og veglega listahátíð,
sem haldin er annað hvert ár.
Hafin er bygging framtíðar-
borgarleikhúss i nýja mið-
bænum í samvinnu við Leik-
félag Reykjavikur. Megin-
hluti byggingarkostnaðar,
eða yfir 90%. koma i hlut
borgarinnar. — Myndlistar-
húsið á Kjarvalsstöðum, sem
starfrækt hefur verið um ára-
bil, er tvimæialaust fullkomn-
asta myndlistarhús hérlendis.
Þvi er ætlað að kynna verk
meistara Kjarvals og gefa
sem flestum íslenzkum
myndlistarmönnum tækifæri
til að koma verkum sínurn á
framfæri. — Listahátið í
Reykjavík hefur tvíþættan til-
gang. Annars vegar að kynna
landsmönnum listir og list-
túlkendur, sem hátt ber i
heimsmenningu, til uppbygg-
ingar og örvunar hér heima.
Hins vegar að kynna það
bezta og ferskasta í islenzkri
byggðahverfi borgarinnar,
hefur mjög mikilvægu og
vaxandi hlutverki að gegna
Reykjavikurborg kemur á
margvíslegan annan hátt við
sögu menningarstarfs ibúa
sinna, en á þeim vettvangi
vinna einstakir áhugamenn
og samtök þeirra margt þrek-
virkið. Þessi viðleitni borgar-
stjórnar hefur mælzt vel fyrir,
auðgað og'þroskað lif borgar-
anna og gert reisn borgar-
samfélagsins meiri en ella.
Æskulýðsstarf
Davíð Oddsson, borgar-
fulltrúi, er formaður
Æskulýðsráðs Reykjavíkur.
Hann segir i tilvitnuðu sam-
tali að starfsstöðvar Æsku-
lýðsráðs séu þessar: 1) Fé-
lagsmiðstöð i Fellahelli i
Breiðholti III, 2) Bústaðir, fé-
lagsmiðstöð i Bústaðakirkju,
sem rekin er í samstarfi við
sóknarnefnd þeirrar kirkju, 3)
Siglingaklúbbur með aðstöðu
í Nauthólsvik, 4) Saltvik, þar
sem rekinn er reiðskóli i sam-
vinnu við hestamannafélagið
Fák; en þar er einnig aðstaða
til helgardvalar fyrir félaga-
hópa, 5) Tónabær, skemmti-
staður ungs fólks og 6) höf-
uðstöðvar ráðsins að Fri-
kirkjuvegi 11, þar sem lánuð
er aðstaða til fundahalda og
Opið og lýðræðis-
legt stjórnkerfi
Davíð Oddsson, borgar-
fulltrúi, segir svo um
stjórnkerfið: „Stjórnkerfi
borgarinnar kom mér á marg-
an hátt skemmtilega á óvart.
Ég tel það mun opnara og skil-
virkara en rikiskerfið. Það er
mun auðveldara fyrir almenn-
ing, hvern einstakan borgara,
að afla sér upplýsinga um
einstaka þætti stjórnkerfis
borgarinnar og borgarstofn-
ana en rikisins. Meiri skiln-
ingur virðist rikjandi hjá
Reykjavíkurborg en i ríkis-
kerfinu, að stjórnkerfið sé
sameiginlegt þjónustukerfi
fólksins. sem borgina byggir.
Fulltrúar minnihluta sem
meirihluta eiga sæti i öllum
nefndum og ráðum (stjórnum
borgarstofnana) og hafa þvi
aðstöðu til að gagnrýna með-
ferð mála, meðan þau eru
enn á undirbúningsstigi. Allt
stjórnkerfið er opnara og lýð-
ræðislegra en ella Þetta lýð-
ræðislega aðhald er töluverð
trygging fyrir þvi að vel og
rétt sé að málum staðið. Þá
er starfsvenja að kalla til
skrafs og ráðagerða fulltrúa
þeirra aðila, sem hagsmuna
hafa að gæta við ákvarðana-
töku í stærri málum. Ég held
að þessar staðreyndir séu
þættir i þvi. að stjórn Reykja-
vikurborgar hefur ætið yfir
sér ferskan blæ. Þá hefur
þess jafnan verið gætt að
kalla til unga menn og konur
til pólitiskrar forystu hjá
borginni, sem tryggt hefur
tengsl við yngri ibúa hennar
og að andblær nýrra viðhorfa
hefur ætíð verið þar til
staðar."
Rey kj aví kurbréf
►Laugardagur 8. október
Stefán Islandi
Páll Isólfsson sagði við bréfrit-
ara, að Stefán íslandi hefði verið
arftaki Péturs Jónssonar og
komst þá svo að orði, eins og segir
í bókinni I dag skein sól: „Arftaki
hans var óumdeilanlega Stefán Is-
landi, sem býr yfir fegurri rödd
og lýrískari... “ Páll hafði áður, í
annarri bók, lýst Stefáni Islandi
sem mjög skemmtilegum ferðafé-
laga, fullum af gleði og gáska og
góðum húmor, eins og hann
komst aðorði. Hann hafði unun af
að ferðast um landið með svo góð-
um listamönnum sem þjóðskáld-
inu Davíð Stefánssyni og stór-
söngvaranum Stefáni íslandi og
eru af þvi sögur í Hundaþúfunni
og hafinu, en þær koma heim og
saman við minningar Stefáns
sjálfs, þegar hann sagði Indriða
G. Þorsteinssyni, rithöfundi, frá
þvi sem á dagana hefur drifið, i
ævisögunni: Áfram veginn, sagan
um Stefán Islandi. En þess má
geta, að samanburður við Pétur
Jónsson var engin tilviljun hjá
Páli, þvi að hann taldi hann mesta
söngvara landsins.
Enginn vafi er á þvi, að Stefán
íslandi er sá söngvari, sem hvað
víðast hefur borið hróður íslands
um Evrópu, en hitt er ekki siður
mikilvægt, hve það var Islending-
um, er heima sátu, mikil upplifun
og í raun og veru lífsreynsla, þeg-
ar þessi vinsæli sonur landsins
með stolt þess og gleði í ættar-
nafni sínu kom heim til að syngja
fyrir samtíð sína og mannfélagið
titraði af tónum hans eins og holt
og móar af þrastasöng hvert vor.
Stefán Islandi var eins konar
imynd þess ævintýris, sem tslend-
ingar hafa löngum óskað þjóð
sinni. Hann var gjaldgengur og
vel það á leiksviðum stærstu
óperuhúsa og hlaut ávallt frábær-
ar viðtökur, hvort sem hann söng
Islands lag eða einhverja aríuna
úr heimsþekktum söngleik. Af
þessu voru islendingar að sjálf-
sögðu stoltir — og eru raunar
enn. Stefán islandi hefur frá
æskuárum yljað íslendingum með
söngrödd sinni og listrænni fág-
un. Og meðan hann dvaldist lang-
dvölum erlendis, var hann ein-
hver mesti aufúsugestur, sem
hingað kom, eins og þeir muna
bezt, sem nú eru á miðjum aldri
og eldri.
Við erum svo óheppin að eiga
ekki hljómplötur með söng Péturs
Jónssonar, eins og hann var bezt-
ur, en aftur á móti getum við sem
betur fer yijað okkur við þá tóna
Stefáns islandi, sem varðveitzt
hafa á segulböndum og hljómplöt-
um. Það er því enn hægt að minna
okkur á, hve rödd hans var fögur,
þegar hann var upp á sitt bezta.
Vinsældir hans voru hvorki hend-
ing né tilviljun.
Eins og fyrr getur, ritaði
Indriði G. Þorsteinsson, sá mið-
aldra höfundur íslenzkur sem
hvað lengst hefur náð í list sinni,
skáldsagnagerð, ævisögu eða
minningar Stefáns tslandi, og þar
eð saman fer fróðleikur um
merkilega ævi og ritleikni góðs
höfundar, þá er ekki að sökum að
spyrja: mikill fengur er að bók-
inni, sem er i senn skemmtileg og
í raun og veru eftirminnilegar
bókmenntir, þegar öllu er á botn-
inn hvolft. Er því ekki úr vegi að
minnast sjötugsafmælis Stefáns
islandi með þvi að rifja hér i
lokin upp það, sem skagfirðingur-
inn Indriði G. Þorsteinsson segir
um skagfirðinginn Stefán Íslandi
í upphafi bókar um hinn síðar-
nefnda, en þar má allt til sanns
vegar færa. Indriði segir m.a.:
„Söguþjóðin hefur geymt margt
sinna frægðármanna á bókum.
Slíkar bækur og slíkir menn ylja
okkur um hjartarætur svo okkur
finnst að við séum ekki eins yfir-
þyrmandi smá í hafi þjóðanna. En
þrátt fyrir að við eigum að tiltölu
marga slíka frægðarmenn, þá eru
þeir þó öllu færri lslendingarnir,
sem af ágæti sínu hafa orðið fræg-
ir með öðrum þjóðum. Slíkir
menn þykja sönnun tilveruréttar
lítillar þjóðar í hörðum heimi.
Þeir eiga í okkur lífið meira en
almennt gerist og bera þjóðmenn-
inguna á rómuðum herðum af
þeirri reisn, að því er Iíkast að þar
fari einstaklingar af milljónaþjóð.
Slíkur maður er Stefán
Guðmundsson tslandi, óperu-
söngvari.
Ævi Stefáns hefur um margt á
sér blæ þjóðsögunnar, enda gerð-
ist allt með ólikindum á söngferli
hans. Þegar hann á örskömmum
tima, frá því að hann hvarf frá
venjulegum sveitarstörfum i
Skagafirði, var kominn upp á leik-
sviðið . í frægum óperuhúsum
ítalíu, byrjuðu sveitungar hans,
og raunar allir, sem eitthvað
fylgdust með honum, að segja sög-
ur af honum, sem lýstu i senn
körskum og glaðlegum unglingi
og ástríðufullu viðhorfi til þessa
söngasvans og dýru vonar, sem
vann hug og hjarta útlendinga til
frægðar sér og heiðurs fósturjörð-
inni.“
Andleg
verðmæti
Það er oft, að almenningur lítur
á starfsemi æskulýðsfélaga
stjórnmálaflokka með þó nokkr-
um fyrirvara, og margir eru þeir,
sem láta þessa starfsemi eins og
vind um eyru þjóta eða líta á
hana, eins og ærsl og ungmenna
gaman. Stjórnmálafélög ungs
fólks í landinu hafa því ekki átt
upp á pallborðið, enda hefur
starfsemi þeirra verið nokkuð
þung í vöfum og ýmsir hafa komið
óorði á slika starfsemi, t.a.m.
ærslabelgirnir í Alþýðubandalag-
inu eða öfgahópar til vinstri við
það. Það er engin ástæða til að
láta fámennar klíkur koma óorði
á stjórnmálastarfsemi ungs fólks,
enda hefur þróunin orðið sú, að
það virðist vera meiri þróttur í
æskulýðssamtökum Iýðræðis-
flokkanna nú en oft áður. Það er
t.a.m. enginn vafi á því, að Sam-
band ungra sjálfstæðismanna og
aðildarfélög þess hafa nú vind i
seglin og sigla betri byr en oft
áður. Það er lýðræði nauðsynlegt,
að ungt fólk skipi sér í raðir lýð-
ræðisflokka, taki þátt í starfsemi
þeirra, séu þeim í senn aðhald og
örvun. Þetta á sér nú stað um
unga sjálfstæðismenn og það
æskufólk, sem hefur fylgt sér um
stefnu stærsta lýðræðisflokksins í
landinu. Virðing fyrir störfum
ungra sjálfstæðismanna kom m.a.
rækilega í ljós á siðasta lands-
fundi, þegar fulltrúar þeirra náðu
glæsilegri kosningu i miðstjórn
flokksins, enda voru fulltrúarnir
ungum sjálfstæðismönnum til
sóma og málflutningur þeirra
góður. Það er gleðilegt timanna
tákn, að starfsemi ungra sjálf-
stæðismanna hefur meðbyr um
þessar mundir og samtök þeirra
eru öflug, enda nauðsynlegt í
þeirri hatrömmu baráttu, sem lýð-
ræðissinnað æskufólk á nú í við
uppivöðslusama fulltrúa alls kyns
öfgahópa eða einræðisstefna sem
reynt er að flytja hingað til lands
og gróðursetja í íslenzkum jarð-
vegi. Vonandi geta þessir komm-
únistísku afleggjarar ekki vaxið
við þær lýðræðislegu aðstæður
sem hér ríkja. En það er að sjálf-
sögðu að mestu undir ungu fólki
komið og því ber að fagna að
æskulýðssamtök Sjálfstæðis-
flokksins eru sterk um þessar
mundir.
Eins og kunnugt er hélt SUS
þing sitt i Vestmannaeyjum fyrir
skömmu, en um það verður ekki
fjallað hér, heldur minnt á þann
áhuga, sem ungir sjálfstæðis-
menn hafa haft á verðmætum og
nauðsyn þess að bæta þjóðfélagið,
ekki einungis í efnalegu tilliti
heldur einnig — og ekki siður —
á andlega sviðinu, en það hafa
þeir gert með því að beina at-
hyglinni að andlegum verðmæt-
um, rækta þau í starfi sínu, sýna
þeim þann áhuga og þá virðingu,
sem þau eiga skilið. A þetta hefur
stundum skort í þessum samtök-
um, en nú er sem betur fer horfið
að farsælum farvegi.
Innskot
Morgunblaðið vill þó benda for-
ystumönnum ungra sjálfstæðis-
manna á það, áður en lengra er
haldið, að enda þótt nauðsynlegt
sé að hlusta á margvíslegar skoð-
anir, þá virðist einkennilegt að
formaður Samtaka ungra hægri-
manna á Norðurlöndum skuli sér-
staklega vera fenginn til að
ávarpa þing ungra sjálfstæðis-
manna, með allri virðingu fyrir
hægri mönnum á Norðurlöndum,
en þeir hafa á margan hátt aðra
stefnu en sjálfstæðismenn hér á
landi, eins og kunnugt er, þó að
Sjálfstæðisflokkurinn sé borgara-
flokkur eins og hægri flokkarnir
á Norðurlöndum. Sjálfstæðis-
flokkurinn er séríslenzkur flokk-
ur, sprottinn úr sjálfstæðisbar-
áttu íslenzku þjóöarinnar, og þó
að hann eigi samleið með hægri
flokkum á Norðurlöndum um
sumt, þá er annað sem skilur
hann frá hægri mönnum á Norð-