Morgunblaðið - 09.10.1977, Page 23

Morgunblaðið - 09.10.1977, Page 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 ! ,,Gamli bærinn mun alltaf hafa mesta sjarmann,, sagði Bjami í Brauðbæ „Við erum staðsettir í gamla bænum. Hingað kemur alltaf mik- ið af fólki, þótt margir hafi misst trúna á gamla bænum höfum við ákveðið að vera áfram hér við Óðinstorgið og erum með ýmis framtíðaráform varðandi breyt- ingu og stækkun staðarins, sagði Bjarni f Brauðbæ. 60 MANNS VINNA HJÁBRAUÐBÆ Bjarni sagði að fyrirtækið Brauðbær hefði verið stofnað árið 1964, og höfðum við þá á boðstól-. um smurt brauð. Nokkrum árum síðar stækkuðum við og opnuðum almennan veitingastað. Núna rek- ur Brauðbær tvo aðra veitinga- staði, Krána við Hlemm og Kaffi- stofuna Bankastræti 12 (örðu nafni prikið), og vinna um 60 manns hjá fyrirtækinu. LANDSÞEKKTAR SAMLOKUR Flestir Reykvikingar og aðrir landsmenn kannast við samlok- urnar frá Brauðbæ, en þær eru framleiddar i miklu magni og seldar víða. Bjarni sagði að frá upphafi hefði verið lögð mikil áhersla á samlokuframleiðsuna, því þær væru sennilega bezta kynning fyrirtækisins út á við. Nýjasta framleiðsla okkar á því sviði eru hinar svokölluðu Lang- lokur, sem eru geysivinsælar. GOTT HRÁEFNI — GOTTSTARFSFÓLK— GÓÐ ÞJÓNUSTA Höfuð markmið Brauðbæjar hefur frá upphafi verið að nota gott hráefni og hafa á að skipa góðu starfsfólki, og mér finnst okkur hafa tekist þetta nokkuð vel þó ekki sé maður alltaf full- komlega ánægður sagði Bjarni. Við förum eftir frönsku reglunni hvað salarkynni snertir. Við höf- um frekar fá sæti, en með því móti er hægt að veita hverjum og einum persónulegri þjónustu, þ.e. matreiðslumaðurinn getur sjálfur sett stimpil sinn á réttina, ef svo mætti að orði komast. Auk geysi- fjölbreyttra rétta sem eru á mat- seðli okkar býður Brauðbær þá þjónustu að laga heitan og kaldan veizlumat sem fyrirtaekið sendir út um borg og bæ. Einnig hefur fyrirtækið lagt áherslu á að hafa ávalt á boðstólum rétti fyrir fólk, sem hyggur að „línunum", þ.e. rétti með fáum hitaeiningum. Auðvitað stöndum við líka undir nafni okkar, og seljum smurt brauð og veizlubrauð I miklu úr- vali. BRAUÐBÆR ÓDÝR FJÖLSKYLDUMAT- STAÐUR Við hugsum lfka um börnin svo foreldrar geti tekið þau með út að borða. Sérstakur barnamatseðill er á boðstólum fyrir aðeins kr. 300.-, og Aladdins Is I verðlaun fyrir góðu börnin, sem klára allan matinn sinn. Þetta á lika við um Krána við Hlemm sagði Bjarni og bætti við að það ætti að vera ódýr- ara fyrir fjölskylduna að snæða hjá þeim, en að laga matinn heima. HRAÐI — BREYTINGAR —NÝJUNGAR— nUtímakröfur Við hjá Brauðbæ hyggjum á talsverða stækkun á aðstöðunni við Óðinstorg. Aætlað er að inn- rétta 80 manna sal á annarri hæð hússins, svo og lítinn fundarsal á 4. hæð, en frá þeim sal verður skemmtilegt útsýni til vesturs yf- ir gamla bæinn og höfnina. VEITINGAREKSTUR í LANDINU Hvað vilt þú segja um þau skrif sem hafa verið um mötuneytin? Þau eru dulbúin skattfrjáls kaupuppbót til þeirra sem njóta, en það eru ekki aðeins starfs- menn hjá riki og bæ sem njóta þessara vanmetnu hlunninda, heldur virðast allmörg fyrirtæki vera farin að taka upp þetta óeðli- lega fyrirkomulag, sem stendur I vegi fyrir eðlilegri framþróun veitingareksturs í landinu. Við spurðum hvort hann tryði á langlífi gamla miðbæjarins. „Gamli bærinn mun alltaf hafa mesta sjarmann" sagði Bjarni í Brauðbæ á lokum. k Hljómdeild , KARNABÆR LÁUGAVEGI 66, 1. HÆÐ Simi frá skiptiborói 28155 orlDfon hinar frábæru hljóðdósir (pic-up) sem bæta hljómburðinn. Margar gerðir. Sjónvörpin & hljómtækin sem vöktu gífurlega athygli landsmanna á undanfömum sýningum í Laugardal, eru nú fyrirliggjandi — Aldrei meira úrval Sértilboð SHARP á litsjónvörpum © VtU-XZ&R stereo- samstæðan 20 tommu skermur. Verð kr. 284.900 - Útb. kr. 100.000.- Eftirst. 184.900,- greiðast á 8 mánuðum. SHARP frábæra Verð aðeins kr. 169.900.- M-6500 ^PIOIMEEIT Brautryðjendur 140 ár. Stereosett. sem vert er að veíta sérstaka athygli — 2 gerðír 40 ára reynsla Pioneer hljómtækja tryggir gæðin — 3ja ára ábyrgS, hvers vegna? Þau bila bara alls ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.