Morgunblaðið - 09.10.1977, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.10.1977, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 27 haldin meiriháttar jasskvöld i ýmsum veitingahúsum annað slagið, sbr. það sem var í Þórscafé sl. fimmtudag. A morgun, mánu- dag, verður Magnús Kjartansson ásamt fleirum i Jasskjallaranum og er það áfram „funk-jass“, sem þar verður á dagskrá. SIB tryggja félaginu fjármagn, en við sem höfum starfað i þessu viljum að félagið starfi á lýðræðisgrund- velli en sé ekki rekið sem gróða- svona starfsemi eins og jass- vakningu. 40—50% af aðganseyr- inum fara beint til ríkisins." „Hin margrómaða kráarstemning“ „Það væri mjög sorglegt ef þessi starfsemi legðist niður. Þessi jasskvöld okkar hafa til dæmis ætið farið ákaflega vel fram þrátt fyrir vínveitingar, sem náttúrulega eru ekki á Fríkirkju- veginum. Að fara á þessi jass- kvöld hefur verið eina leiðin fyrir íslenzkt æskufólk til að upplifa hina margrómuðu kráar- stemningu og ég er sannfærður um að með stuðningi við félög á borð við Jassvakningu væri unnt að auka fjölbreytni íslenzks skemmtanalifs til muna og bæta það, en þetta virðast þeir háu herrar ekki skilja. Það eru alls konar spámenn, m.a. veitingahúsaeigendur sem vilja eignast félagið og ráða stjórn þess á föst laun hjá sér og auglýsa svo alls kyns skemmtikvöld i nafni þess til að draga til sín hina fjölmörgu aðdáendur jassins. Þetta skipulag myndi náttúrulega fyrirtæki öldurhúsaspekúlanta og annarra slíkra.“ Jónatan sagði að það hefði háð starfsemi félagsins mjög að ekki væri hægt að fá húsnæði í vinveit- ingahúsum um helgar, en það stafaði af því að jassáhugamenn væru ekki nógu miklir drykkju- menn til að það svaraði kostnaði fyrir öldurhúsin að hýsa þá nema á hversdagskvöldum. Öflugt starf í vetur Um starf Jassvakningar í fram- tíðinni sagði Jónatan að almennur félagsfundur yrði haldinn þ. 12. október n.k. og yrði þá leitað eftir hugmyndum félagsmanna um starfsemina, en skömmu síðar yrði svo haldinn aðalfundur og myndi nær öll stjórn félagsins segja af sér, til að gefa nýjum mönnum með nýjar hugmyndir tækifæri til að njóta sín. Hann sagði að það væri i meginatriðum búið að skipuleggja starfið til ára- móta og yrði því þannig háttað að „Jasskjallarinn" yrði opinn öll mánudagskvöld, en auk þess yrðu JASSAB í SVISS ÞAÐ BAR til er undirritaður var staddur á meginlandi Evrópu ekki alls fyrir löngu, nánar til tekið í Zurich i Sviss, að þar í borg fór fram mikil jasshátið. Komu þar fram ýmsir mætir jassmenn hvaðanæva að úr heimi og náttúr- lega mikill fjöldi þarlendra tón- iistarmanna. Undirrituðum þótti tilvalið að bregða sér á jasstón- leika þarna í úraborginni og þvi var það að hann veifaði blaða- mannaskírteini fimlega framan í búlduleitan dyravörð í svissnesk- um hátíðasal, kvöld eitt i septem- bermánuði. Dyravörðurinn tók skirteinið gott og gilt og var nú undirritaður löggiltur fulltrúi Morgunblaðsins á tónleikum þess- um. Tónleikarnir voru tvískiptir. Fyrst lék svissnesk hljómsveit, Shivananda, jassrokk af miklum krafti i u.þ.b. 2 klst. Hljómsveit þessi hefur starfað í tæp fimm ár og nýtur vaxandi álits og vin- sælda i Sviss og nágrannalöndun- um. Shivananda er þannig skipuð að Kurt Baebi leikur á hljóm- borðshljóðfæri af öllum möguleg- um stærðum og gerðum, öll raf- mögnuð, Robert Biagini leikur á tenórsax, sópransax og raflúður (lyricon), Carlo Milan leikur á rafgitar og ásláttarhljóðfæri, en bræðurnir Peter og Walter Keiser leika á bassa og trommur. Það einkenndi flutning Shivananda hve mikið hlutverk syntiiesizer og aðrar tóntölvur léku i tónlistinni. Fór enda ekki hjá því að öll lögin sem hljómsveitin flutti voru nokkuð svipuð, hávær, vélræn; sem sagt „stressuð",- Það verður þó engan veginn sagt að meðlimir sveitarinnar hafi ekki sýnt tilþrif. Lúðurþeytarinn lék löng sóló í hverju lagi, á sax eða raflúðurinn, sem er tengdur við synthesizer. Carlo Milan lék ýmist á allskyns trumbur og hristur, eða á gitar, það fyrrnefnda af meiri list. Trymbillinn framdi gríðarmik- ið trommusóló og bróðir hans bassaleikarinn sýndi mikil tilþrif allan tímann. Hljómborðsleikar- inn var einna hógværastur, þó svo að hann hefði samið öll lög sveit- arinnar, enda hafði hann mikið að gera við stjórn og mötun tóntölv- anna. og svalað tóbaksnautninni eða öðrum hliðstæðum nautnum. Eft- ir það sté upp á sviðið sá frægi fiðlari Michal Urbaniak ásamt fríðu föruneyti. Það föruneyti var þannig saman sett að Lurenda Fetherstone barði trumbur, Tony Bunn lék á bassa, Kenny Kirk- land á hljómborð og siðast en ekki síst, eiginkona Mikjáls, Ursula Dudziak, en hún framdi býsna sérstæða sönglist. Michal Urbaniak er fæddur í Varsjá 1943 og stundaði nám i fiðluleik í 12 ár, en hlustaði á jass eftir fremsta megni frá útvarps- stöðinni „Voice of America". Hann hóf siðar að leika á saxófón. Mikjáls þáttur Úrhaníaks Þegar Shivananda hafði lokið leik sinum var gert hlé til að menn gætu rétt úr ganglimunum en sneri sér brátt aftur að fiðl- unni og hefur haldið sig við hana að mestu siðan. Þó blæs Mikjáll einnig í raflúður. Hann hélt Framhald á bls. 3*> /Zl /t Ulyfl A á ri i AA£ Umsjón' STEFÁN HALLDÓRSSON OG I/IM/I/vCWBIN. sveinbjörn baldvinsson Nýjar plötur með Lúdó Jörundi ogbarnaefni • S.G. —HLJÓMPLO'I IJK hafa sent frá sér þrjár nýjar stórar plötur. Á einni plötunni flytur hinn kunni háðfugl og eftirherma Jörundur Guðmundsson skemmtiefni, á annarri leika Lúdó og Stefán gömlu rokklögin með nýjum íslenzkum textum og á þeirri þriðju eru 24 barnalög af fjölmörgum eldri barnaplötum sem S.G.-hljómplötur hafa gefið út. A plötu Lúdó og Stefáns eru margir kunnir slagarar frá fyrri árum, t.d. „Lover please“, „Stagg- er lee“, „Rock around the elock“, „The birds and the bees“, „Lip- stick on your eollar“ og „Put your head on my shoulder". Þorsteinn Eggertsson hefur gert sjö texta, Berti Möller þrjá og þeir Ómar Ragnarsson og Óskar Ingimars- son einn texta hvor. Hljómsveit- ina skipa þeir Elfar Berg, sem leikur á píanó, Hans Kragh, sem leikur á trommur, Berti Möller, sem leikur á bassa og gftar og syngur og Stefán Jónsson sem er aðalsöngvarinn. Auk þeirra kem- ur einn fyrrverandi liðsmaður Lúdó-sextetts, Þorleifur Gfslason mjög við sögu því að hann leikur allar saxófónsólóar, að því er seg- ir á plötuslfðri, og blásturs- og strengjahljóðfæraleikarar úr Sinfónfuhljómsveitinni aðstoða í allmörgum lögum. Útsetningar eru verk Jóns Sigurðssonar og hann annaðist einnig hljómsveit- arstjórn við hljóðritun. Hljóðrit- unin fór fram hjá Tóntækni hf. í Reykjavfk og Sigurður Árnason var tæknimaður. Plata Jörundar nefnist „Jör- undur slær f gegn“ og flytur hann þar skemmtiefni með röddum annarra manna. ef svo má segja. Hann hermir eftir landskunnum listamönnum og stjórnmála- mönnum og kynnir einnig nýja persónu sem Nonni heitir. Þá syngur hann þrjú lög — með ann- arra röddum, eins og fyrr, við texta Jónasar Friðriks og Theó- dórs Einarssonar. Allt efni á plöt- unni er eftir Spóa, sem samið hefur skemmtiefni fyrir Jörund og fjölmarga aðra skemmtikrafta á undanförnum árum, að því er segir á plötuslíðri. Ólafur Gaukur útsetti og stjórnaði undirleik í lögunum þremur og fór hljóðrit- un tónlistar fram í stúdíói Tón- tækni hf. í Reykjavfk. Tæknimað- ur var Sigurður Árnason. Allt annað efni var hljóðritað í út- varpssal að viðstöddum áhorfend- um. Tæknimaður þar var Þórir Steingrímsson. Barnaplatan nefnist „Stóra barnaplatan". A henni eru 24 lög af 21 plötu sem S.G.-hljómplötur hafa gefið út á undanförnum ár- um. Flytjendur eru Ómar Ragn- arsson, Svanhildur, Elísabet Erlingsdóttir, Ragnar Bjarnason, Kristfn Lilliendahl, Árni Blandon, Þrjú á palli, Gfsli Rúnar Jónsson, Þorvaldur Halldórsson, Bessi Bjarnason. Hanna Valdís, Arni Tryggvason, Helena Eyjólfs- dóttir, Helgi Skúlason, Kristfn Ólafsdóttir, Halldór Kristinsson, Þóra Lovfsa Friðleifsdóttir, Rósa Ingólfsdóttir, Sigríður Hagalfn, Helga Valtýsdóttir, Ævar Kvaran, Baldvin Halldórsson, kór Lang- holtsskóla, Sólskinskórinn og stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.