Morgunblaðið - 09.10.1977, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKT0BER 1977
28
Norski fískifræðingurinn Arvid Hylen:
„Stefnum að því að
hrygningarstofn
þorsksins í Barents-
hafi verði 1 milljón
tonn eftir nokkur ár”
„Um þessar mundir teljum við að hrygningarstofn norska heimskautsþorsksins
sé um 850 þúsund tonn og við stefnum að því að hrygningarstofninn verði kominn
í 1 millj. tonna eftir nokkur ár, en af þeirri stærð teljum við að hrygningarstofn-
inn megi minnst vera, til að stofninn geti staðið af sér léleg klakár, og haldið
áfran að stækka,“ sagði norski fiskifræðingurinn Arvid Hylen þegar Morgunblað-
ið ræddi við hann á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins í Reykjavík.
Arvid Hylen starfar við
norsku hafrannsóknastofnun-
ina í Björgvin, og er deildar-
stjóri botnfiskadeildar. Hefur
hann einkum stundað rann-
sóknir á þorsk- og ýsustofnum
við Noreg, og þegar hann kom
til fundarins í Reykjavík var
hann nýkominn úr leiðangri á
hafrannsóknaskipinu G.O. Sars.
Var þetta hinn árlegi „O-
grúppu" leiðangur og við rann-
sóknirnar kom í ljós, að klak
þorsks og ýsu virtist hafa
heppnazt þolanlega á þessu ári,
og ennfremur urðu vísinda-
mennirnir varir við töluvert af
karfaseiðum. „Við áttum von á,
að útkoman yrði verri að þessu
sinni, „segir Hylen.
810 þúsund tonn
af þorski í ár
I framhaldi af þessu sagði
Hylen, að ástandið í Barents-
hafi, þar sem heimskautsþorsk-
urinn héldi sig, væri ágætt
núna. Alþjóðahafrannsókna-
ráðið hefði mælt með 810 þús-
und tonna heildarkvóta fyrir
næsta ár, og væri það sami afli
og mætti veiða á þessu ári og
tvö sl. ár. Þannig hefði tekizt að
halda 810 þús. tonna ársafla á
þessum slóðum.
Norðmenn fá
330 þús. tonn
„Þorskkvótanum í Barents-
hafi er skipt á milli þjóða,
þannig hafa Norðmenn og
Rússar fengið að veiða 330 þús-
und tonn hvor þjóð, og 150 þús-
und tonn hafa farið til annarra
landa, en með 200 mílna fisk-
veiðilögsögu Noregs og Rúss-
lands minnkar sá afli sem aðrar
þjóðir fá að veiða.
Auk þessa afla mega Norð-
menn veiða 40 þúsund tonn af
svokölluðum strandþorski og
Rússar 40 þúsund tonn af Mur-
mansk-þorski. Norski strand-
þorskurinn telst vera sérstakur
stofn, en Murmansk-
þorskurinn telst til heims-
skautsþorskins,“ segir Hylen.
— Hvernig hefur klak heim-
skautsþorskins heppnazt und-
anfarin ár?
Aðeins 2 veikir
árgangar á
7 árum
„Síðasti sterki árgangurinn
er frá 1973, svo komu veikir
árgangar 1974 og 1976, en ár-
gangarnir frá 1975 og nú 1977
virðast ætla að vera sterkir, 75-
árgangurinn er yfir meðallag
og árgangurinn frá í vor lofar
mjög góðu. Ef víð lítum lengra
til baka, þá voru árgangarnir
1971 og 1972 sæmilegir og sá
frá 1970 mjög sterkur. Utkom-
an er þvi sú, að aðeins er vitað
um tvo veika árganga á þessu
tímabili.
Við höfum stundað „O-
grúppu" rannsóknir í allmörg
ár, og að sjálfsögðu höfum við
samvinnu við Rússa þegar
heimskautsþorskurinn er rann-
sakaður. I sumar voru tvö norsk
rannsóknaskip og þrjú rúss-
nesk í þessum leiðangri.“
— Er hrygningarstofn ýs-
unnar sterkur á þessum slóð-
um?
„Hann hefur minnkað, en þó
ekki það mikið, að hann sé í
beinni hættu, og ástæðan fyrir
því er, að nú eru fjórir sterkir
árgangar í uppvexti,
1974—1977. Rússar og Norð-
menn eru sammála um, að ekki
megi veiða meira en 120 þús.
tonn af ýsu á þessu ári. 50 þús.
tonnum er úthiutað til Rússa,
50 þús. til Norðmanna og 20
þús. til annarra þjóða. A næsta
ári gerum við hins vegar ráð
fyrir að óhætt verði að veiða
150 þúsund tonn.“
»
Nauðsynlegt að
veravakandi
Þegar Hylen var spurður að
því hvort útlitið væri þá ekki
bjart framundan i Barentshafi,
sagði hann: „Þó hættan sé ekki
mikil í augnablikinu, þá þurfa
ekki að koma nema nokkrir
veikir árgangar, — og ef svo fer
verða menn að ver: vakandi, til
þess að dregið verði úr veiðum
tímanlega. Meðal annars af
þessari ástæðu eru norskir og
sovézkir fiskifræðingar sam-
mála um, að hrygningarstofn
þorskins i Barentshafi verði að
ná 1 milljón tonna innan nokk-
urra ára, með því móti á hann
að geta staðið af sér skakkaföll
og ennfremur að geta orðið enn
stærri en nú er. Ennfremur
stefnum við að þvi, að ungviðið
verði látið meira i friði en nú
er, til að meðalaldur þorskins
verði hærri og það er hægt að
gera m.a. með stærri möskvum
í veiðarfærum skipanna."
Arvid Hylen
— Nú hefur þú kynnt þér
skýrsluna um ástand íslenzka
þorskstofnsins. Ertu sammála
íslenzkum fiskifræðingum um
að sá stofn sé í verulegri
hættu?
Hrygningarstofn •
íslenzka þorsksins
alltof lítill
„Ég er algjörlega sammála ís-
lenzkum fiskifræðingum um,
að hrygningarstofn islenzka
þorskstofnsins er orðinn alltof
lítill og það er stór hætta á
’erðum, þegar ársveiðin er orð-
ín meiri en stærð hrygningar-
stofnsins. Stofninn verður að
vera af skikkanlegri stærð, en
annars getur allt hrunið, og það
er oft seint að byrgja brunninn
þegar barnið er dottið ofan í.
Annars vil ég ekki tjá mig frek-
ar um íslenzka þorskstofninn,
því það eru islenzk stjórnvöld,
sem eiga að sjá um viðgang
hans. Og mér skilst að allir Is-
lendingar séu sammála um að
vernda þennan stofn meðal
annars með því að draga úr
veiði á ókynþroska fiski, sem er
bráðnauðsynlegt að mínu
mati.“
Hylen sagði að þótt deilt væri
á hinar svokölluðu „0-grúppu"
rannsóknir, þá gæfu þær nokk-
uð nákvæma mynd af stærð
hvers árgangs, en þessi aðferð
hefði verið notuð síðan 1965, og
rannsóknaaðferðin væri nú
margendurbætt, þannig að ná-
kvæmnin ykist stöðugt.
Reynt aö fylgjast
með uppvextinum
„Núna siðustu árin, erum við
og þó einkum Rússar farnir að
reyna að fylgjast nákvæmlega
með uppvexti viðkomandi ár-
gangs, allt þar til hann kemst á
hrygningaraldur, en á þessu
sviði hefur ekki enn náðst full-
komnun. 1 Noregi er nú verið
að kanna hvort ekki sé hægt að
nota sérstaka dýptarmæla til
þessara rarinsókna og við mun-
um fara í tilraunaleiðangur
íjanúar—febrúar á næsta ári,
þótt við séum ekki enn ánægðir
með tækin, en allt verður gert
til að leysa þau vandamál sem
fyrir eru og upp koma.
1 þessu sambandi má geta
þess, að tölva verður tengd við
dýptarmælana, en hún er ekki
enn orðin nógu fullkomin, þrátt
fyrir sífelldar endurbætur. Það
er hins vegar nauðsynlegt að
geta fylgzt með uppvexti
þorsksins og annarra fiskteg-
unda í framtiðinni, alveg eins
og bóndinn fylgist með upp-
vexti gripa sinna,“ sagði Arvid
Hylen.
Þ.O.
Bridge
Umsjón ARNÓR
RAGNARSSON
Tafl og bridge-
klúbburinn.
Hafinn er fimm kvölda
tvímenningskeppni hjá okkur.
32 pör mættu til leiks og er
spilað 1 tveimur 16 para
riðlum.
Staða efstu para:
Tryggvi Glslason
— Guðlaugur Nielsen 292
Sverri Kristinsson
— Sigtryggur Sigurðsson 246
Ólafur Tryggvason
— Guðjón Sigurðsson 244
Albert Þorsteinsson
— Sigurður Emilsson 242
Björn Kristjánsson
— Þórður Elíasson 239
Hilmar Olarsson
— Olafur Karisson 237
Jón Pálsson
— Kristín Þórðardóttir 235
Kristján örn Kristjánsson
— Haukur Gunnarsson 235
Meðalskor 210
Næst verður spilað á
fimmtudaginn kemur f Domus
Medica og hefst keppnin
klukkan 20 stundvíslega.
XXX
Bridgefélag
Kópavogs
SI. fimmtudag 7. okt. var
spiluð 2. umferð
tvímenningskeppni hjá
Bridgefélagi Kópavogs.
Birgir og Guðmundur halda
enn fyrsta sæti en tvö pör
fylgja fast á eftir.
Birgir Isleifsson
— Guðmundur Pálsson 269
Grímur Thorarensen
— Guðmundur Pálsson 259
Sverrir Armannsson
— Guðmundur Arnarson 257
Sigurður Thorarensen
— Jóhann Bogason 230
Armann J. Lárusson
— Haukur Hannesson 230
Kristinn A. Gústafsson
— Arni Jónasson 226
Guðmundur Kristjánsson
— Hermann Finnbogason 226
Siðasta umferðin í
keppninni verður spiluð næsta
fimmtudag f Þinghól
Hamraborg 11
Stjórnin hefur gert
eftirfarándi áætlun um
starfsemi félagsins fram að
áramótum:
Tvímenningur:
29. sept. — 13. okt. '71 3
kvöld
Hraðsveitakeppni
20. okt. — 17. nóv. ’77 5 kvöld
Einmenningur/Firmakeppni
24. nóv. '17 fyrri hluti
Tvfmenningur — Butler
1. — 15. des. '77 3 kvöld
Jólafrf
Einmenningur/Firmakeppni
6. jan. ’78 sfðari hluti
Aðalsveilakeppni
hefst 12. jan, ’78 — liklega 7
kvöld.
Framhald verður ákveðið
síðar.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Eins kvölds tvfmenningur
var spilaður sl. mánudag og
urðu úrslit þessi:
Bjarnar/Þórarinn 184
Björn/Magnús 183
Arni/Sævar 180
Dröfn/Einar 169
Meðalskor 156
A morgun verður byrjað á
aðaltvfmenningskeppni félags-
ins sem stendur yfir f 4 kvöld.
Spilað verður í Sjálfstæðishús-
inu. Keppnisstjóri verður Guð-
mundur Kr. Sigurðsson. Félag-
ar ungir og aldnir, gamlir og
nýir, konur og karlar eru
hvattir til að fjölmenna.
Þessi mynd var tekin af Hylen (t.h.) og Lars Midtun fyrir nokkrum vikum, en þá voru þeir að koma úr
árlegum „0-grúppu“leiðangri á hafrannsóknaskipinu G.O Sars. Myndin birtist f Fiskaren.