Morgunblaðið - 09.10.1977, Síða 31

Morgunblaðið - 09.10.1977, Síða 31
MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977 31 II 11 í ' a m m mi Flest húsanna eru í öörum flokki, en þaö eru hús sem talin eru hafa menningarsögulegt gildi í sjálfu sér og þar aö auki ómiss- andi fyrir umhverfið. í þriðja flokki eru hús, sem talin eru ómissandi fyrir nánata umhverfi, en þau eru talin tvö, Garöastræti 13 og Mjóstræti 10. Og að lokum í fjóröa flokki þau hús, sem talið er að beri aö varðveita einkum vegna þess gildis sem þau hafa fyrir umhverfi sitt og eftirsjá væri aö ef hyrfu, en þar eru talin Brattagata 6, Garðastræti 9 og 25, Grjótagata 5, 9 og 14 og Mjóstræti 2. Fyrir utan þessa flokka eru hús, sem ekki hafa verið merkt. Tvær húseignir hafa litið gildi fyrir hverfið vegna legu sínnar, Garðastræti 3 og Vesturgata 11, segir í skýrslunni. Þrjú hús eru talin mega hverfa. Eitt þeirra er illa farið og nýtur sín ekki þar sem mjög hefur verið þrengt að þvi: Fischersund 1. Annað hús hefur lítið notagildi, Garðastræti 23. Þriðja húsið er mjög aðþrengt og án nokkurs sérstaks gildis, Grjótagata 14 B. Er hver húseign metin sem heild, en athugasemdir gerðar við sum útihús. Loks hefur verið gerð könnun á ástandi hvers húss. Er húsunum skipt i 5 flokka, og miðað við að húsið verði gert nothæft eins og nýtt væri, jafnframt að tillit verði tekið til gerðar þess og sérein- kenna. Kemur þar í ljós að 3/4 bygginga í Grjótaþorpi eru í þremur fyrstu flokkunum, þ.e. 0—50% og er meðalendurnýjun- arhlutfall i þeim flokkum 23% eða tæpur fjórðungur af heildar- byggingarkostnaði. Þegar endur- nýjunarhlutfall húss er um 30%, skiptist kostnaður að jafnaði þanníg að tæp 10% er vegna frá- gangs (málunar, veggfóðurs, dúk- lagningar o.s.frv.) — tæp 10% vegna endurnýjunar og breytinga á föstum innréttingum (eldhús o.s.frv) og tæp 10% vegna endur- nýjunar lagna (þ.á m raflagna) auk nokkurra minni háttar endur- nýjunar á einstökum byggingar- hlutumþ # Einstætt menningarsögugildi í lokakaflanum segir: Grjóta- þorpið hefur einstætt menningar- sögulegt gildi i sjáifu sér og fyrir það eitt ber að varðveita það. En Framhald á bls. 33. Mjóstræti 3 1820 Þóroddur Sigmundsson 1848 Einar Sæmundsson hattari og borgari 1869 Guðrún ólafsdóttir ekkja E.S. 1901 Sigríður Einarsdóttir húsfreyja 1920 Haraldur Níelsson prófessor 1940 Silli og Valdi kaupa Þar stóð fyrrum fjós Christophers Fabers, faktors hjá Súnchenberg, og var það nefnt Fabersfjós. Nokkru siðar byggði Þóroddur Sigmundsson þar bæ sinn, Þórodds- bæ, sem síðar nefndist Brekkubær og bjó þar Einéu: Sæmundsson hattari. Dóttir hans, Sigríður, kona Eirxks Magnússonar, bókavarðar í Cambridge, lét rífa bæinn og reisa stórt hús "Vinaminni" þar á lóðinni. Var húsið reist 1885. Sigríði, sem var mikill skörungur var annt um menntun kvenna og hugðist hún reka kvenna- skóla í •• Vinaminni". Hann starfaði þó aðeins einn vetvu:, 1891-92. Veturna 1904-6 var þar kvöldskóli Iðnaðar- mannafélagsins, forveri Iðnskólans í Reykjavik. Skömmu eftir aldamótin bjó þar Jón Vídalín konsúll breta, ásamt konu sinni, þann tíma ársins, sem þau dvöldust á landinu. Héldu þau uppi mikilli risnu og höfðu stórveislur, sem athygli vöktu í bænum. Árin 1909-15 bjó Asgrxmur Jóns- son málari efst í húsinu og Hafði þar vinnustofu, en hélt árlega vorsýningar sínar á miðhæðinni. Húsið er járnvarið timburhús, kjallari, tvær hæðir og ris. Ibúðir eru á öllum hæðum og í kjallara. Húsið er með láréttri vatnsklæðningu, en hefur frá aldamótum verið klætt bárujárni. Gluggar eru óbreyttir, en í risi hefur tveim hliðargluggum verið bætt við á hvorum gafli. Skipt hefur verið um útidyrahurðir. flðrar útlitsbreytingar virðast ekki hafa verið gerðar. Sunnan við húsið er garður og bárujárnsgirðing meðfram götunni. Húsið er ómissandi fyrir Grjótaþorpið, bæði vegna legu sinnar og gerðar. Var það reist sem skóli og munu erlendir smiðir hafa verið fengnir til verksins. Einkennist öll bygging hússins af miklum glæsibrag og stórhug þeirra, sem að henni stóðu. Má telja húsið einstakt, einkum ef haft er í huga á hvaða tíma það var byggt. Svæðið umhverfis húsið þyrfti að rækta og setja rimla- girðingu meðfram götunni. Vegna stærðar sinnar krefst húsið mikils rýmis, sem fá mætti, ef húsið nr. 1 við Fischersund yrði fjarlægt. ástandi húsanna X Sfðasta ðperuhlutverkið, Werther, f Konunglega leikhúsinu f Kaup- mannahöfn, 1964. Afmælisgjöf til Stefáns íslandi MARGIR listamenn hafa kvartað undan því að vera synir smáþjóðar og jafnvel lagt sig fram um að hylja þá augijósu vankanta i von um að verða taldir jafningjar i hópi stór- þjóðalistamannanna. Þessi van- metakennd er ekki sérkenn- andi fyrir islendinga, því hvert sem litið er, þá knýr aðdáunar- þörfin menn til að leita um- sagnar hjá þeim sem ofar standa að áliti, frægð og auði. Það er augljóst að smáþjóð er takmarkaður vettvangur og þeir sem eiga sér stóra drauma, verða því að leita út fyrir hring- mörk átthagaálaganna, trúa á mátt sinn og megin og gæfuna. Stefán islandi er náttúrubarn, sem var bókstaflega talað, uppgötvað og sent út i hinn stóra heim og upplifir stór ævintýri en veit ekki eða hefur ekki þörf fyrir að vita á hvern hátt er hægt að gera sér sem mestan mat úr hæfileikunum. Söngur er líka sérkennilegt fyr- irbæri. Þrátt fyrir kunnáttu og hæfileika getur söngur verið sleginn slikri tilfinningablindu að hægt er að sætta síg við hann aðeins vegna þess að hann er vel fram færður. Sé sungið af tilfinningu og hlýju er hægt að fyrirgefa margt. Söngur Stefáns islandi er ekki aðeins glæsilegur vegna góðrar tækni og raddgæða, hann er gæddur hlýju og sönggleði, sem er upprunaleg og óspillt. Stefán er að visu hættur að syngja en söngur hans er tii sem lifandi list í dag og það er trú mín að upptökur á söng hans eigi eftir að vekja míkla undrun og eftir- tekt hjá komandi kynsióðum. Það má vera að söngmennt Is- lendinga sé með öðru og betra sniði í dag en á uppvaxtar- dögum Stefáns. Nú eru risnir upp skólar og menntuðu söng- fólki fjölgar stöðugt. Á einu sviði stöndum við enn í sömu sporum og þegar Stefán var ungur, því enn hefur ekki tekist að stofna hér óperu. Þeir sem telja sig eiga erindi á söng- svið óperunnar i dag þurfa þvi að fara utan. Hinn stóri heimur tekur þeim síður en svo fagn- andi, þeir þurfa að skapa sér nafn, en eru án allra tengsla og kjölfestu sem átthagar geta verið. Að vera Skagfirðingur, af góðu söngfólki, hefur merk- ingu hér á Islandi. En að vera islendingur erlendis gagnar engum og samskiptin við fólk eru ópersónuleg, i besta máta vinsamleg og fljót að fyrnast. Því hefur verið haldið fram að stofnun óperu sé ófram- kvæmanleg og svo ofboðslega kostnaðarsamt fyrirtæki i Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON rekstri, að slíkt sé með öllu óviðráðanlegt fyrir fámenna þjóð. Sú ópera, sem stofnuð yrði hér á landi, gæti aldrei orðið sambærileg við slikar stórstofnanir erlendis og þyrfti fyrst til að byrja með að fást við einföld og viðráðanleg verk- efni, bæði i kostnaði og manna- haldi. Ég legg til að Stefáni tslandi verði gefin sú afmælis- gjöf að Alþingi íslendinga stofni með lögum óperu á Islandi. tslenskir söngvarar ■ munu ekki telja eftir sér að legrja airri stofnun lið, án stórra endurgjalda. Framtíð söngmenntar á islandi er að miklu leyti undir því komin að til einhvers sé að vinna er um leið ræki á eftir þvi að lagður væri góður grund- völlur aó menntun söngfólks. JSlíkt fyrirtæki yrði og hvatning til að fást við óperusmíð og aldrei að vita, hvaó við íslend- ingar gætum gert á því sviði. Ég heiti á islenska söngvara og unnendur sönglistar að vinna sameinaðir að þvi marki að stofnuð verói ópera til heiðurs Stefáni islandi. Jón Asgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.