Morgunblaðið - 09.10.1977, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977
35
Minning:
Ingibjörg Ólafsdóttir
frá Bólstaðarhlíð
Fædd 12. aprfl 1895
Dáin 22. júnf 1976
Þú hafðir fagnað með gróandi grösum
og grátíð hvert blóm sem dó.
Þessar ljóðlinur Tómasar Guð-
mundssonar minna mig á tengda-
móður mína, Ingibjörgu Ólafs-
dóttur.
Minningargrein um hana verð-
ur aldrei annað en fátækleg minn-
ingabrot en mannkostir hennar
verða mér og öllum sem kynntust
henni ætið minnisstæðir.
Ógleymanlegar eru mér þær
stundir er við sátum í eldhúsinu
hennar og óafvitandi kenndi hún
mér að meta fegurð hins kyrrláta
lífs, sem sumir kalla gráan hvers-
dagsleika. Oft á kyrrlátum vor-
kvöldum barst kliðurinn frá fugl-
inum í klettunum inn til okkar.
Við sátum þá oftast við gluggann
og virtum fyrir okkur garðinn
hennar og hún sagði mér með
brennandi áhuga hvaða blóm
væru byrjuð að stinga upp kollin-
um, eða á vertíðum þegar vélar-
hljóð bátanna heyrðist, þá snerist
samtalið um afla og sjósókn, það
líf sem hún hrærðist í sem eigin-
kona góðs útgerðarmanns, Björns
Bjarnasonar.
Þeirra heimili, Bólstaðarhlið, er
mörgum eldri sjómönnum vel
kunnugt viðsvegar um landið,
enda var það heimili margra
þeirra um tima. Þá var unnið mik-
ið og hún gaf ekki eftir sinn hlut,
þrátt fyrir tímabundin veikindi
og tíðar barneignir. Orðið yfir-
vinnubann var ekki komið inn í
málið á þessum tima.
Nei, það sá hver sem vettlingi
gat valdið sóma sinn í því að
bjarga aflanum frá skemmdum og
þá hún með sitt stóra heimili og
barnahóp, tók sundmaga til verk-
unar heim. Þá röðuðu börnin sér
gjarnan við balann, ekki aðeins
hennar börn. Það var víst oft æði
f jölmennur hópur barna sem sat á
eldhúsgólfinu og hlustaði á sög-
urnar hennar, sögur sem samdar
voru jafnóðum. Þaó er gaman að
hlusta á þessi börn, sem nú er
flest miðaldra fólk, rifja upp
sögustundirnar í Bólstaðarhlið. 1
þá daga vildi það stundum til líkt
og nú að strákur klipi stelpu i
þeim tilgangi að fá hana til að
hljóða, en ég heyrði að stelpan
stríddi stráknum mörgum árum
síðar, með því, að hún hefði hark-
að sársaukann af sér, til að spilla
ekki sögustundinni.
Það voru mikil umsvif á heimil-
um útgerðarmanna, þrotlaust
starf lá á herðum eiginkvenna
þeirra. Hver sjómaður var gerður
út í róður með nesti og hlífðarföt.
A mörgum heimilum voru brauð
bökuð heima og i stað þess að
hlaupa út i mjólkurbúð var farið i
f jósið og mjólkin sótt þangað.
Öli þessi vinna með vökum og
miklu álagi þótti sjálfsögð og eðli-
leg og það birti yfir svip Ingi-
bjargar er hún rifjaði upp margar
glaðar stundir frá þessum árum,
frá 1920—1940. Oft minntist hún
þeirra stúlkna sem voru henni til
hjálpar og alltaf með hlýju og
þakklæti. Tryggð hennar var ein-
læg og falslaus gagnvart því fólki
sem hún Iifði og hrærðist með. Þó
leiðir skildu og áratugir liðu, þá
gladdist hún yfir góðum fréttum
eða hryggðist með döprum, af því
fólki sem hún hafði spurnir af.
Ingibjörg missti mann sinn
1947. Yngsta barnið var þá rétt
innan við fermingu. Hjónin höfðu
einhuga byggt upp traust heimili
og traustan efnahag. Glaðværð
hjónanna og sönghneigð húsbónd-
ans einkenndi heimilisbrag allan.
Allt strit virtist vera að baki en
góðu árin framundan hjá hjónum
sem elskuðu og virtu hvort annað.
Þá lögðust þungbær veikindi á
Björn, og ótaldar eru vökustundir
Ingibjargar við hvílu hans uns
yfir lauk. Nokkru síðar fór að
bera á sjúkleika hennar sjálfrar,
kölkunar f mjöðm, sem ágerðist
með árunum og undir það síðasta
gekk hún við tvær hækjur, meir
af vilja en mætti. Kvalirnar voru
oft óbærilegar, en ávallt leiddi
hún umræðuefnið að öðru sem
henni var hugleikið eins og t.d.
blómagarðinum sínum, sem var
sannkallaður lystigarður í hönd-
um hennar. Þar reyndi hún að
gleyma sorgum sínum og kvölum
við að hlúa að suðrænum plöntum
f okkar misveðrótta landi, og fag-
menn á þessu sviði hafa undrast,
hvað vel henni tókst.
í þau 29 ár sem hún var ekkja
bjó söknuður i hjarta hennar og
undir glöðu yfirbragði. Heimilið
hélt reisn sinni, dæturnar kostaði
hún á húsmæðraskóla og yngri
son sinn f Verslunarskóla. Þar
reyndi á fjárhagsleg hyggindi
hennar og dugnað.
Minnisstæð er mér kvöldstund
' 4. júní 1959. Yngsta barnið henn-
ar, Bjarni Ólafur, það eina sem
enn bjó hjá móður sinni, hafði
hrapað til bana, aðeins 24 ára að
aldri. Fjölskyldan hafði safnast
saman í Bólstaðarhlíð. Þetta var
þögull hópur sem bar sorg sína
innra með sér. Eldurinn frá olíu-
vélinni varpaði hlýjum bjarma á
þetta þungbúna kvöld. Snarkið í
vélinni og kraumið í katlinum
virkaði róandi en þó öðru visi en í
annan tíma.
Ingibjörg sat niðurlút og hljóð í
stólnum sfnum og virtist svo lítil,
en á þessari stundu var hún
stærst. Fyrr um daginn var komið
til hennar i garðinn, þar sem hún
var að störfum og hún sagði um
leið og hún reisti sig upp frá
blómabeðinu: Ég veit hvað þú
ætlar að segja mér.
Það var hún á þeirri stundu
sem hughreysti sálusorgara sinn,
sem var yfirkominn af harmi. Ég
hef aðeins stiklað á nokkrum at-
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast ð I miðvikudagshlaði, að berast f sfðasta lagi
fyrir Kádegi á mánudag og hfiðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili.
burðum sem vörðuðu veginn
hennar en þegar ég lit yfir farinn
veg, sé ég að það er svo ótal margt
sem vert væri að minnast.
Vestmanneyingar muna garð-
inn hennar sem var eins og djásn
á Heimaey. Meira að segja hraun-
ið og ruðningur þess virtust
veigra sér við að tortíma honum
og mynduðu skeifu um garðinn og
Bólstaðarhlið, en þrátt fyrir þessa
viðleitni náttúruaflanna varð
hvorugu bjargað. Rithæfni henn-
ar muna þeir sem lásu Blik, ársrit
gefið út af Þorsteini Þ. Viglunds-
syni og geymir margan dýrmætan
fróðleik sem hætt er við að annars
hefði fallið i gleymsku.
Jökull Jakobsson rithöfundur
kemst svo að orði um Ingibjörgu í
bók sinni Suðaustan fjórtán bls.
18:
„Mér var sagt að Ingibjörg væri
margfróð og skyggn. Það vakti
strax forvitni mína og ég sat mig
ekki úr færi að kynnast henni.
Það var tvennt í fari hennar sem
ég veitti athygli fyrst og fremst.
Það er ljóminn i fríðu andlitinu
og það var málfarið. Hún talar
eins og skinnhandrit. Það er unun
að heyra hana tala, það sem ég
hef eftir henni er aðeins svipur
hjá sjón, hripað eftir minni.“
Að lesa þessi ummæli er sem
bregði fyrir leiftri frá liðnum
tfma. Tíma sem kemur aldrei aft-
ur en við söknum svo innilega.
Ingibjörg var fædd í Dalseli
Vestur-Eyjafjallahreppi 12. apríl
1895, dóttir hjónanna Sigríðar Ól-
afsdóttur frá Múlakoti í Fljótshlið
og Ólafs Ólafssonar frá Hólmin-
um I Landeyjum. Ingibjörg var
ein af 11 alsystkinum, en átta
komust til fullorðinsára. Af henn-
ar systkinum eru þrír bræður á
lífi, Oddgeir bóndi i Dalseli,
Kjartan bóndi i Eyvindarholti og
Þóroddur búsettur í Vestmanna-
eyjum. Hún ólst upp hjá foreldr-
um sinum, fyrst í Dalseli og síðar
í Eyvindarholti þar sem þau
bjuggu eftir það allan sinn bú-
skap. Sigríður móðir Ingibjargar
var gift áður Þóroddi Magnús-
syni, en missti hann eftir stutta
sambúð. Þau áttu eina dóttur,
Guðrfði, og var mikill kærleikur
með þeim systkinum öilum. Ingi-
björg stundaði nám í Hvítár-
bakkaskóla í 2 vetur þá 18 og 19
ára gömul.
Hún var vel að sér i erlendum
bókmenntum og sannkallaður
sagnasjór í islenskum.
Ingibjörg giftist 12. júní 1921
Birni Bjarnasyni, syni Halldóru
Jónsdóttur og Bjarna Einarssonar
útvegsbónda frá Hlaðbæ i Vest-
mannaeyjum. Ingibjörg og Björn
byrjuðu sinn búskap f Víðidal
meðan hús þeirra, Bólstaðarhlíð,
var í byggingu, en fluttust i það á
Þorláksmessu 1924.
Þau eignuðust átta börn; þau
eru: Halldóra Kristín, gift Guð-
mundi Hákonarsyni; Sigríður,
gift Angantý Elfassyni; Jón, gift-
ur Bryndísi Jónsdóttur; Kristín,
gift Hjálmari Þorleifssyni; Sig-
fríður, gift Sigursteini Marinós-
syni; Perla, gift Þórarni Sigurðs-
syni; Soffía, gift Arnari Sighvats-
syni; og Bjarni Ólafur sem Iést
1959, ógiftur og barnlaus.
Ingibjörg dvaldist á heimili
Sofffu dóttur sinnar. og manns
hennar sfðustu æviárin. Þau
höfðu búið henni fallega vistar-
veru i húsi sínu, því næsta við
Bólstaðarhiið þar sem blómagarð-
ar tveggja dætra hennar tengdust
hennareigin.
Hún var h:mingjusöm á sínu
ævikvöldi, þrátt fyrir óvænta
breytingu á högum hennar, sem
annarrra Vestmanneyinga. Einn
vetur, svokallaðan gosvetur,
dvaldist hún á heimili Kristínar
dóttur sinnar og manns hennar og
fluttist með þeim um vorið ’74
aftur til Vestmannaeyja.
Hún lifði að sjá Heimaey í ann-
arri og nöturlegri mynd og heim-
ili sitt, barna sinna og barnabarna
eyðileggjast eða tortimast með
öllu. Hún lifði það einnig, að sjá
ný hús rísa af grunni og líta að
nýju falleg heimili barna sinna og
barnabarna f nýjum húsakynnum
eða sínum gömlu vel standsettum.
Ný hverfi höfðu risið upp en
önnur afmáðst. Breytingin féll að
vfsu ekki inn í lífsmynd hennar,
en bjartsýni, samfara skynsemi
voru þeir eiginleikar sem ein-
kenndu hana og efst í hug hennar
var þakklæti fyrir hina giftusam-
legu björgun að engan skyldi saka
er eldsumbrotin hófust, og fá að
vera aftur i nábýli við sina nán-
ustu ættingja og vini.
Sumarið 1973 ferðaðist hún til
æskustöðva sinna, og naut gest-
risni og hlýju bræðra, venslafólks
og systkinabarna. Þar hitti hún 2
myndarlegar frænkur sinar sem
bera nafnið hennar. Þó brá yfir
skugga, því Ólafur bróðir hennar,
bóndi í Syðstu Mörk, lést um
þetta leyti, eða daginn fyrir ættar-
mótið sem var haldið að Hótel
Hvoli.
Þarna var samankominn fjöl-
mennur hópur afkomenda Sigrið-
ar Ólafsdóttur og Ólafs Ólafsson-
ar, þó vantaði marga. Þetta var
hennar hinsta för á æskustöðv-
arnar.
Hún lést í Vestmannaeyjum á
heimili Soffíu og Arnars 22. júni
1976, 81 árs að aldri. Gesturinn
hafði verið búinn að gera boð á
undan sér, en bar þó óvænt að
garði, eins og hún hafði óskað sér.
Og dauðinn þig leiddi I höll sfna
heim
þar sem hverfingin vfð og blá
reis úr húmi hnfgandi nætur
með haekkandi dag yfir brá.
Þar stigu draumar þfns liðna
Iffs
f loftinu mjúkan dans.
Og drottinn brosti. hver bæn var
orðin
að blómum við fótskör hans.
Með orðum skáldsins Tómasar
Guðmundssonar kveð ég kæra
tengdamóður mína, með þökk fyr-
ir margar yndislegar samveru-
stundir á liðnum árum og í þeirri
trú, að blómin hennar hjá drottni
séu enn þá fegurri en þau sem við
lítum á þessari jörð.
Blessuð veri minning hennar.
Bryndís.
Chevrolet Nova '74
Til sýnis og sölu í dag að Síðumúla 33 milli kl.
2 og 6. Bifreiðin er með vökvastýri, útvarpi og
nýjum hjólbörðum. Einn eigandi, ekinn 48 þús.
km.
Vetrarþjömista
°IL Fll
GM
CHEVROLET BUICK VAUXHALL OPEL
8
Mótorþvottur
Hreinsun á rafgeyma-
samböndum
Mæling á rafgeymi
og hleöslu
Viftureim athuguö
Skipt um platínur
Skipt um kerti
Loftsia athuguð
Skipt um bensínsíu
i blöndungi
9. Mótorstilling
10. Kælikerfi þrýstiprófaö
11. Mælt frostþol °C
12. Stillt kúpling
13. Yfirfarin öll Ijós
14. Aðalljós stillt
15. Hemlar reyndir
16. Stýrisbúnaður skoðaður
17. Rúðuþurrkur athugaðar
18. Rúðusprautur athugaðar
og settur á frostvari
Efni, sem innifalið er i verði:
Kerti, platinur, frostvari og bensínsia.
Verð: 4 strokka vél kr. 10.932.-
6 strokka vél kr. 12.802.-
8 strokka vél kr. 14.673.-
Gildir 1/10 - 1/12
SAMBANDIÐ VÉLADEILD
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539 Verzl: 84245 84710