Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977
WERNER HERZOG mun i haust hefjast hari'fa um að gera
nýja mynd upp úr hinni klassisku mynd Murnaus,
NOSFERATU (1921). Klaus Kinski leikur aðalhlutverkið, en
hann mun einnig leika i annarri mynd, sem Herzog hyggst
gera á næsta ári, sem nefnist WOZZECK.
ALAN PARKER, leikstjórinn og höfundurinn að BUGSY
MALONE, hefur nú i undirbúningi annan táningasöngleik og i
þetta sinn er viðfangsefnið upphaf rokksins og vinsældir þess.
STANLEY KUBRICK hefur verið ráðinn til að leikstýra mynd
eftir þriðju sögu Stephen King (áður eftir sögu Kings,
CARRIE, leikstj. Brian De Palma) og nefnist þessi mynd THE
SHINING.
NICHOLAS ROEG mun skrifa handrit að og stjórna
APHRODITE. sem verður byggð á grísku goðsögninni.
ÁNÆSTUNNI
Mánudagsmvndin, En
kille «ch en tjej, sem
sýnd verdur í fvrsta sinn
eftir helgina, er gerö af
Lasse Hallström, en
hann er talinn einn af
effittektarverðari leik-
stjórum Svía ojí hugsan-
legur arftaki B« VV ider-
bergs.
Caine sem foringi fallhlífasveitarmannanna, Kurt Steiner, ásamt Sven-Bertil Taube, en markmið þeirra er að ræna Churchill.
Herzlumuninn vantar
The Eagle Has Landed,
bresk, 1977.
Leikstjóri: John Sturges.
13. september 1943 fram-
kvæmdi SS-deild að skipan
Hitlers eitt af djarfari
mannránum sögunnar.
Þeir rændu Mussolini þar
sem hann var hafður I
haldi í fjallahóteli á ítalíu
og færðu hann til höfuð-
stöðva Hitlers. Dreymdi
Hitler frekari drauma um
slik mannrán? Sagt er, að
fundist hafi í skjölum
nokkrar tillögur í þá veru.
Jack Higgins (dulnefni),
sem skrifaði metsölubók-
ina The Eagle has Landed,
hefur sagt frá því, hvernig
hann fékk hugmyndina að
því, að skrifa bók um til-
raun Þjóðverja til að ræna
Winston Churchill: „Rétt
eftir stríðið, þegar ég var
staðsettur i Berlin, átti ég
samræður við rússneskan
foringja, sem talaði ensku.
Við fengum okkur nokkur
glös og vorum að spjalla
um leynilega starfsemi
Þjóðverja víðsvegar í
heiminum. Rússinn minnt-
ist þá á það, að nasistarnir
hefðu verið með ýmsar
Drjálæðislegar fyrirætlanir
á prjónunum, en margar
hverjar hefðu orðið að
engu. Síðan sagði hann:
„Þeir voru þó öllu heppn-
ari, auðvitað, þegar þeir
reyndu að ræna Churchill í
einu af sjávarþorpum ykk-
ar.“ Ég spurði hann frekar
út í þetta, en hann vildi
ekki segja meira. Hann
brosti aðeins og sagði:
„Mundu eftir því, sem ég
hef sagt þér.“
Higgins lætur ekki uppi
aðrar sannanir fyrir því, að
þessi tilraun hafi i raun
verið gerð. Hins vegar mun
það vera staðreynd, að sá
sem rændi Mussolini hafði
hug á að ræna Churchill er
hann var á ferð í Afríku,
en þessi áform voru upp-
götvuð í tæka tíð og urðu
því að engu. En þrátt fyri'-
lélegar sannanir er stað-
hæft í upphafi myndarinn-
ar að „að minnsta kosti
helmingur þessarar sögu
er söguleg staðreynd.
Ahorfandinn verður að
gera það upp við sig, hve
mikið af hinu eru ágiskan-
ir eða hreinn skáldskap-
ur“. Þessi forskrift í upp-
hafi myndarinnar hefur
lítið dramatiskt gildi og
staðreyndin, sem allir
þekkja, er sú, að Churchill
var aldrei rænt, né heldur
var hann myrtur.
„Spennan" í myndinni
er því bundin við það,
hvernig þessi tilraun til
mannráns mistekst. 1
þessu sambandi er fróðlegt
að bera myndina saman við
The Day of the Jackal, sem
er gerð við nánast sömu
dramatísku aðstæður,
nema hvað treyst er meir á
staðreyndir i þeirri mynd.
Líkt og í The Eagle Has
Landed veit áhorfandinn
fyrirfram, að De Gaulle
var ekki myrtur og báðar
myndirnar fjalla því um
undirbúning verks, sem
mistekst. Zinnemann tekst
í sinni mynd að halda
áhrofandanum í spennu og
óvissu alla myndina i gegn
og vinna þannig úr efninu,
að úr því varð ágætis
mynd. Sturges nær hins
vegar hvergi að byggja upp
spennu að nokkru marki
og myndin er í heild öllu
fremur sýningargluggi
með fallegum ljósmyndum
af fjölmörgum þekktum
leikurum. Þar sem Zinne-
mann eyddi miklum tima í
persónulýsingu á leigu-
morðingjanum og hinum
"ákvæma undirbúningi
nans, verður Sturges að
eyða tímanum í margar
persónur, sem fyrir vikið
verða ekki áhugaverðar og
undirbúningurinn virðist
vera í lágmarki. Spennan í
myndinni er fyrst og
fremst fólgin i því að vita,
hvers vegna þeim mistekst
I og hvað þeim tekst að ná
I langt með áætlun sína.
! Hvað þetta varðar er ljóst,
að fyrirætlunin hefur mis-
tekist strax i miðri mynd,
þegar einn af mönnum
Steiners lendir í myllu-
hjóli eftir að hafa bjargað
stúlkubarni frá drukknun,
og þegar hjólið ber hann
með sér upp, skín í þýska
búninginn undir pólskum
dularbúningi. Leiknum er
lokið hvað áhorfandann
varðar þó myndin haldi
síðan áfram í kiukkutima.
Þetta veldur nokkrum von-
brigðum þegar þess er
gætt, að myndin er næsta
óbundin „sögulegum stað-
reyndum“ og því hægt að
fara nokkuð frjálslega með
efnisþráðinn, gagnstætt
því að Zinnemann er mjög
bundinn við staðreyndir.
Hvers vegna mynd Zinne-
manns er miklu betri en
mynd Sturges væri efni í
allþykka ritgerð. Munur-
inn liggur einfaldlega i
hinum hárfína mismun
milli góðrar myndar og
sæmilegrar eða lélegrar.
The Eagle Has Landed
vantar svo sannarlega ekk-
ert á ytra borðinu og ekki
er hægt að segja að leikar-
arnir standi sig illa. Þvert
á móti gera þeir Donald
Sutherland og Donald
Pleasence hlutverkum sin-
um betri skil en efnið gef-
urtilefni til. Michael Caine
og Robert Duvall eru leik-
arar sem ávallt má treysta
fyrir rullunum og auk þess
skila flestir þeirra, sem
eru í smærri hlutverkum
(eins og t.d. Jean Marsh
(Rósa í Húsbændum og
hjúum)) sínum hlutverk-
um vel. Og ekki er að sjá að
neitt vanti á tæknilegu
hliðina. Hins vegar vantar
i myndina þann neista,
sem gæti gefið efninu og
persónunum líf þannig að
innri uppbygging jafnaðist
á við ytra byrðið.
Fölnuð rós
Rosebud, am. 1974.
Leikstjóri: Otto Preming-
er.
Otto Preminger má
muna sinn fífil fegri. Hann
er 6 árum eldri en John
Sturges og 69 ára gamail,
þegar hann gerir þessa
mynd. en öldrunin hefur
verið hröð, þvi miðað við
Rosebud er The Eagle Has
Landes meistaraverk.
Preminger hóf feril sinn
fyrir hálfri öld semaðstoð-
armaður Max Reinhardts,
var síðan náinn samstarfs-
maður Ernst Lubitsch en
þekktustu myndir hans
eru Anatomy of á Murder
og Exodus. Preminger
hafði orð á sér fyrir að
hafa mjög gott lag á leikur-
um og það er því meir en
sorglegt að þurfa að horfa
upp á það i Rosebud,
hversu mjög sköpunar-
kraftur hans hefur dvínað.
Rosebud segir frá hryðju-
verkamönnum PLO, sem
ræna fimm rikum stúlkum
og setja upp ákveðin skil-
yrði fyrir frelsi þeirra.
Kröfurnar beinast að al-
gjöru viðskiptabanni á
Israel. 1 fyrstu lýsir mynd-
in ráninu sjálfu, siðan við-
brögðum foreldra stúlkn-
anna en meginhluti mynd-
arinnar lýsir tilraunum
CIA-mannsins Martin
(Peter O’Toole) til að
finna hryðjuverkamennina
og staðinn, þar sem stúlk-
urnar eru geymdar. Efnið
getur þvi vart verið nú-
tímalegra, en frásagnar-
mátinn, leikurinn og allar
sviðsetningar benda til
þess, að myndin sé gerð
fyrir einum 10—15 árum.
Myndin á að vera gerð í
mjög raunsæislegum stíl,
en hver trúir t.d. því atriði,
þegar israelskir leyniþjón-
ustumenn komu fljúgandi
i risaþyrlu að hellinum þar
sem eru höfuðstöðvar
hryðjuverkamannanna,
þeir siga niður um op á
hellinum, ræna höfuð-
paurnum (Richard Atten-
bourugh í undarlegu hlut-
verki) og hala hann upp
Peter O’Toole f fremur óþægilegu hlutverki sem CIA-
maður.
um opið, án þess að hópur
fylgismanna hans, sem
snýr baki við þessum at-
burðum í bæn til Islam,
verði nokkurs varir?
Þannig er einnig atriðið,
þegar Martin og félagar
hefja aðgerðir til að bjarga
stúikunum, ákaflega stirt í
framvkæmd. Hópurinn
byrjar allt í einu að grafa í
jörðina, í ljós koma ein-
hver rör, það er borað í
rörin, setttttaur p mælir og
þarna er greinilega eitt-
hvað mjög mikilvægt á
ferðinni. Ahorfendur vita
til að byrja með lítið hvað
er að gerast, þangað til
aumingja maðurinn, sem
stendur í þessum fram-
kvæmdum heldur langan
fyrirlestur um það, hvað
þetta eigi að leiða af sér.
Hann talar til hópsins, sem
er fáránlegt, þvi auðvitað
veit þetta fólk, hvað hann
er að gera. En Preminger
hefur augsýnilega ekki
fundið betri lausn til að
koma upplýsingunum sil
áhorfenda.
Peter O’Toole fellur
sennilega margt betur en
að leika útsendara CIA,
t.d. fer blaðamannsgervið
honum í upphafi miklu
betur.
Rosebud er í heild und-
arleg mynd, eins konar
forngripur, sem hefur ver-
ið reynt að gera upp til að
þjóna breyttum aðstæðum
án verulegs árangurs.