Morgunblaðið - 09.10.1977, Side 40
KRUPS
Rafmagns heimilisfæki fást um allt land
Jón Jóhannesson & Co. s. f.
Símar 26988 og 15821
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977
Mokveiði
hjá loðnu-
skipunum
MIKIL veiði var hjá loðnu-
skipunum á Kolbeinseyjar-
svæðinu í fyrrakvöld ofí í
fyrrinótt. Frá hádegi á
föstudas til hádegis í sær
tilkynntu 15 skip um sam-
tals 8.750 tonn en þar af
voru 7 skip sem fengu afla
eftir miðnætti, samtals um
3.470 tonn.
Þessi skip voru Freyja
meó 350 tonn, Fífill 560,
Hrafn Sveinbjarnarson
260, Loftur Baldvinsson
670, Helga II. 450, Gullberg
540 og Pétur Jónasson með
640 tonn.
Fréttaritari Mbl. í Siglu-
firði sagði til marks um
veiðina i fyrrinótt, að Pét-
ur Jónsson hefði haldið út
frá Siglufirði um 6-leytið á
föstudag en hefði síðan
nær fyllt sig í tveimur köst-
um og væri nú á leið til
Bolungarvíkur með aflann.
Nokkur loðnuskip voru á
leið til Siglufjarðar í gær
með afla en þar er allt að
fyllast.
Flugleiðir:
Ljósmynd Mhl. Móses Geirmundsson
Togarinn Runólfur kom til Njarðvíkur ( gær með 100 tonn af
kolmunna af Dornbankaslóðum, en þar fékk togarinn stærsta
kolmunnahal sem íslenzkt skip hefur fengið, 70 tonn í einu hali.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar búið var að ná pokanum
sprengfullum inn á þilfar skuttogarans en þykktin á pokanum á
þilfarinu er um mannhæð.
Vilja 275 dollara far-
gjald yfir Atlantshaf
„VIÐ SÓTTUM á sínum tlma um
tvenn fargjöld, 360 dollara og 275
dollara. Síðara fargjaldið var fellt
af bandarískum flugmálayfir-
völdum á þeim grundvelli, að það
væri skaðlegt leiguflugi, en svo
tók Carter Bandaríkjaforseti þá
ákvörðun að beita neitunarvaldi á
þessa afgreiðslu yfirvaldanna og
nú erum við aftur komnir með
umsókn um 275 dollara fargjald-
ið,“ sagði Sigurður Helgason, for-
stjóri Flugleiða, í samtali við
Mbl. f gær, en í sfðasta hefti viku-
ritsins Time er fjallað um flug
Freddie Lakers fyir Atlantshafið
og fargjaldastrfð flugfélaganna á
þeirri leið. 1 greininni er þess
getið að Loftleiðir sé þekktasta
vestræna flugfélagið, sem ekki er
aðili að Alþjóðasambandi flugfé-
laga (IATA) og sagt að beiðni
Eggert í
1. sætið?
MORGUNBLAÐIÐ hafBi samband
vi8 Eggert G. Þorsteinsson alþingis-
mann í gœr og innti hann eftir því
hvort hann hygðist bjóða sig fram i
1. sæti á lista Alþýðuflokksins i
Reykjavík fyrir næstu kosningar. en
undirbúningur að prófkjöri stendur
yfir. Eggert kvaðst taka ákvörðun i
málinu um helgina en hann kvaðst
hafa áskorendur og meðmælendur
bæði i 1. og 2. sætið.
Þá hafði Mbl samband við Vilmund
Gyifason og spurði hann um ákvörðun
varðandi þátttöku í prófkjöri Alþýðu-
flokksins í Reykjavík Vilmundur sagði
að verið vaeri að huga að málmu.
félagsins um 275 dollara fargjald
bíði nú nýrrar afgreiðsiu.
Sigurður Helgason sagði, að
reynslan af 360 dollara fargjald-
inu hefði verið sú að Flugleiðir
fluttu svipaðan farþegafjölda yfir
Atlantshafið síðustu tvær vikur
og á sama tima i fyrra. Þetta
fargjald er að sögn Sigurðar í
áttina að þvi, sem Laker býður
upp á, 236 dollarar), en þó hærra
en fargjöld þau, sem önnur flug-
félög svöruðu Laker með. (256
dollarar). Hins vegar er hægt að
bóka ferð á sliku fargjaldi hjá
Flugleiðum með 48 stunda fyrir-
vara.
275 dollara fargjaldið er. að
sögn Sigurðar i hópi svonefndra
Super APEX fargjalds, sem flug-
félögin hafa ákveðið að bjóða með
Framhald á bls. 33.
Fjármálaráóherra um BSRB-deiluna:
Vongóður um lausn
fyrir þriðjudag
- ótrúlegt ad samkomulag verdi á
borðinu í tæka tíð, segir frkv.stj. BSRB
„VIÐ munum halda áfram
að ræða þær hugmyndir,
sem komu fram í gær og í
nótt,“ sagði Matthías Á.
Mathiesen, fjármálaráð-
Þingsetning
á mánudag
— fjárlaga-
frumvarpið
á þriðjudag
ALÞINGI verður sett með
hefðbundnum hætti á morgun,
mánudag. Sitja þingmenn í
upphafi messu í Dómkirkj-
unni kl. 1.30 þar sem sr. Hjalti
Guðmundsson prédikar en að
því búnu verður gengið til
Alþingis, þar sem þingfundur
verður settur.
Þing þetta sem nú hefst er
að þvi leyti merkilegt, að í
hönd fara tvennar kosningar
— bæði sveitarstjórna- og
alþingiskosningar og er ekki
ólíklegt að það muni setja
mark sitt á störf þingsins.
Ýmsir kunnir stjórnmálamenn
hafa einnig lýst þvi yfir að
þetta þing verði þeirra síðasta,
svo sem Ingólfur Jónsson,
fyrrum ráðherra, Ásgeir
Bjarnason, forseti sameinaðs
þings og Gylfi Þ. Gísiason
hefur lýst þvi yfir að hann
muni ekki fara í framboð í
næstu alþingiskosningum. Þá
hefur Jón Árnason, formaður
fjárveitinganefndar Alþingis,
andast frá því að sjðasta þing
var haldið.
Fjárlagafrumvarpið verður
svo að venju lagt fram sem
þtngskjal númer eitt á öðrum
fundi þingsins, sem væntan-
lega verður á þriðjudag.
herra, er Mbl. ræddi við
hann í gær fyrir samninga-
fund ríkisins og BSRB,
sem hófst klukkan 14. „Ég
hef þá trú, að okkur takist
að brúa bilið, sem á milli
er, þannig að ekki komi til
verkfallsins á þriðju-
daginn.“ Haraldur Stein-
þórsson, frkvstj. BSRB,
sagði hins vegar, að eins og
málin hefðu gengið og
staðan væri, þætti sér ótrú-
legt að samkomulag yrði
komið á borðið í tæka tíð
til að afstýra verkfallinu.
Þegar Mbl. spurði Harald, hvort
BSRB myndi hugsanlega fresta
verkfallinu, ef verulegur skriður
kæmist á samningamálin um
helgina, svaraði hann: „Stjórn og
samninganefnd geta afboðað
verkfallið. En til þess að sá mögu-
leiki verði hugleiddur, þarf
eitthvað ákveðið að liggja fyrir og
forsendur að hafa gjörbreytzt.“
Á fundunum í fyrradag lögðu
báðir aðilar fram tilboð; ríkið um
1,5% viðbót i nóvember, þó aldrei
lægri upphæð en 3000 krónur, og
BSRB svaraði meó því aó lækka
kröfur sinar á alla launastiga um
10.000 krónur, en jafnframt
fylgdu breytingar á aldurs-
hækkunum.
Þungt haldinn
eftir barsmíðar
UNGUR piltur liggur nú á gjör-
gæzludeild Borgarspítalans eftir
að hafa orðið fyrir heiftarlegri
Hkamsárás. Gerðist þetta síðari
hluta dags á föstudag f íbúð f
Breiðholti og var aðdragandinn
sá, að slegið hafði í brýnu milli
tveggja bræðra. Kom til handa-
lögmáis á milli þeirra og sfðan
blóðugra slagsmála, sem lauk
með því að flytja varð annan stór-
slasaðan í sjúkrahús eins og áður
segir.
Færri umferðaróhöpp
í Reykjavík en áður
Sektargreidslur vegna umferðar-
lagabrota ekki undir 100 millj.
Sjá bladsfáur 14 og 15.
-□
UMFERÐARÓHÖPPUM hefur
fækkað verulega í Reykjavík
undanfarin ár en fyrstu níu
mánuði þessa árs gaf lögreglan
skýrslur um 1959 árekstra.
Sambærileg tala fyrir árið 1976
var 2183 og árið 1975 gaf lög-
reglan skýrslur um 2490
árekstra í umferðinni f Reykja-
vík fyrstu niu mánuði ársins. I
síðasta mánuði gaf lögreglan i
Reykjavík skýrsiu um 233 um-
feðraróhöpp og er þar einnig
um verulega fækkun að ræða.
Nú fer f hönd sá tfmi, sem
undanfarin ár hefur veríð erf-
iðastur í umferðinni og hver
man ekki þá skelfilegu slysa-
öidu, sem reið yfir í skammdeg-
inu árið 1974 og 1975. Þvf er
full ástæða fyrir ökumenn að
sýna aukna varkárni i umferð-
inni og þó talað sé um að um-
ferðaróhöppum hafi fækkað þá
er það eigi að sfður hryggileg
staðreynd að í ár hafa 6 manns
látið lffið í umferðinni í
Reykjavík og er það aukning
frá fyrstu 9 mánuðum tveggja
síðustu ára.
í viðtali við Óskar Ólafsson,
yfirlögregluþjón Umferðar-
deildar lögreglunnar i Reykja-
vík, á blaðsíðum 14—15 kemur
fram, að þegar hámarks hraði
var hækkaður á nokkrum göt-
um í Reykjavik i síðasta mán-
uói ijöigaói árekstrum ekki.
Hins vegar segir Óskar það sína
skoðun, að árekstrar hafi orðið
harðari og slysin í þeim verði
sífellt alvarlegri.
Sektir hækkuðu verulega
vegna brota á umferóarlögum á
síðasta ári og þá er einnig geng-
ið harðar eftir greiðslum nú en
áður. Telur lögreglan þetta
veita ökumönnu'm meira aðhald
en áður og hafi veríð rétt spor.
Það sem af er þessu ári hafa
11.580 ökumenn verið kærðir
fyrir umferðarlagabrot i
Reykjavik og má áætla að þeir
hafi verið sektaðir um 100
milljónir króna. Inni i þessu(
dæmi eru þó ekki stöðumæla-
sektir, sem nema hundruðum
þúsunda. Algengustu brotin
eru of rnikill ökuhraði, en 2965
hafa verió kærðir vegna of mik-
ils aksturshraða, 5100 hafa ver-
ið sektaðir fyrir að leggja bif-
reið á löglegan hátt og 886 hafa
verið teknir vegna gruns um
ölvun við akstur.