Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977
17
bókabúð í Austurbænum. Hún
var þrjár vikur hjá frænku sinni,
frú Sigríði Árnason, sem er flutt
frá Islandi fyrir nokkru til dóttur
sinnar, Thóru Deeh, og Janies
ntanns hennar, seni vinnur hjá
3-M í St. Paul, Minnesote Mining
and Manufaeturing Company.
Frú Thóra er leiðandi meðlimur
Heklu-klúbbsins, fyrrum forseti
þess, og hefur hún margsinnis
lagt til á útstillingum handavinnu
sina, sem er rétt að segja lista-
verk. Thóra er með rokk, vinnur
heima við aö spinna ullina, hefur
lika vefstól, og býr til margt fall-
egt á honum. Hún hefur einnig
sýnt útsaum og „bróderingar"
sem vekja undi un kvenfólksins,
Frekar fáir íslendingar hafa
verið við nám hér um slóðir siðari
árin. Nú er ein sem lauk nárns-
skeiði sínu fyrir nokkru, Anna
María, dóttir Hauks Clausen tann-
læknis í Reykjavík, og verður hún
í 'framhaldsnámi þangað til rétt
fyrir jól að fullkomnast í grein-
inni á þann hátt að hún gæti
kennt hana ef út í það færi — að
aðstaða tannlækna sem Dental
Hygienist, eins og starfið er kall-
að hér. Geir Haarde, sem hefur
verið við fiamhaldsnám lengi hér
og annars staðar, fór heim til ís-
lands fyrir skömmu, nýbúinn að
ljúka prófum við Minnesote-
háskólann upp í doktorsgráðu i
hagfræði, þar sem vantar aðeins
smiðshöggið með ritgerðina. Bíla-
Steindór er móðurafi hans. Mark-
ús Möller er kominn aftur á há-
skólann — sonur Baldurs Möller
ráðuneytisstjóra og Sigrúnar
konu hans Markúsdóttur ívars-
sonar. H:nn er langt kominn með
það að ná í doktors-nafnbótina í
hagfræði, eða Business Admini-
stration.
Svo er hér líka nýr námsmaður
frá íslandi, síðan skólar byrjuðu i
haust, Ólafur Guðmundsson frá
Súðavík. Hann er útskrifaður úr
Menntaskólanum á isafirði og
stundar nám við St. Olaf College í
Northfield, Minnesota, 40 mílur
frá Minneapolis.
★
Á Augsburg College i Minne-
apolis stendur enn yfir námskeið
um Norðurlöndin — Con-
temporary Seandinavia — sem
byrjaði 12. september og lýkur 12.
desember. Ræðismenn Danmerk-
ur, Finnlands, íslands, Noregs og
Svíþjóðar leggja allir til ræður og
efni, hver á sinu kvöldi, frá 6.30
til 9.30, og rúmlega það. Hlutur
íslands á skránni var 19. septem-
ber og var Björn Björnsson ræðis-
maður Íslands i Minnesota i
kennslustólnum. Flutti hann
greinileg ávörp um island bæði í
byrjun og við lok kennslustundar-
innar. Lét hann sýna vinsælu
kvikmyndina nýju, „They Should
Not Call Ieeland Ieeland", og
kynnti tvo þálttakendur með sér,
Valdimar bróður sinn og William
Holm kennara.
Valdimar minntist á stjórnmál-
in á islandi og talaði um fjárhags-
ástandið, og dreifði bæklingum á
ensku um það ntál.
William Holm, æfður og áhuga-
samur kennari við Lakewood
Community College í White Bear
Lake, nálægt St. Paul, talaði lengi
og vel um fslenzkar bókmenntir.
Hann hafði mest gaman af forn-
sögunum sem hann hefur marg-
lesið aðeins í enskum þýðingum
— en það var eins og viðstaddir
væru undirbúnir að flýta sér út
strax á eftir, og fara að lesa Njálu
'og Egils sögu Skallagrímssonar,
svo hrífandi- var frásögn hans;
Hann talaði um nútima bók-
menntir iika, og unt skáldskap
liðinna alda og nú til dags. Vil-
hjálmur — eða Bill Holm eins og
sá rauðskeggjaði er kallaður — er
skáld „nýja móðsins" sjálfur og
hefur hann farið viða unt Minne-
sota-ríkið með öðrum áhugamönn-
um í þeirri grein, að lesa ljóð sin
upphátt á útifundum að sumri og
í kennslusölum. Er hann leiöandi
embættismaöur í félagi sem heitir
„Minnesota Poetry Outloud."
Héldu landar út við góða áheyrn i
meir en þrjá klukkutíma, með
kaffihlé á milli, og ntargar spurn-
ingar frá áheyrendum.
Valdimar Björnsson
Dentalía hf. 20 ára
INNKAUPAFELAG tannlækna,
Dentalía hf, er tuttugtu ára um
þessar mundir. í tilefni tímamót-
anna efnir félagið til sýningar í
húsakynnum Tannlæknafélags ís-
lands á þeim efnum og tækjum
sem það flytur inn. Er þessi sýning
einnig liður í afmælishátíð Tann-
Hér er svo gamli timinn. Myndma toK rnopjotur i húsakynnum Tann-
læknafélags íslands en þar hefur verið stillt upp tækjakosti sem fyrstu
íslenzku tannlæknarnir notuðu við störf sín. Má hér m.a. sjá fyrstu
röntgenmyndatækið sem kom til landsins, en það tók Hallur Hallsson
tannlæknir í notkun skömmu fyrir 1930. Tannlækningastóll Halls er
lengst til hægri á myndinni.
Hér er það nýi tíminn. Frá sýningu Dentaliu hf , en þar má sjá helztu
nýjungar í efnum og áhöldum sem þarf til tannlækninga. Fremst e einn
fullkomnasti tannlækningastóllinn i landinu.
læknafélagsins sem nú stendur
yfir, en sá félagsskapur er 50 ára
um þessar mundir.
í fréttatilkynningu frá félaginu
segir svo:
Fyrir 20 árum voru höft allsráð-
andi í verzlunar- og viðskiptalífi okk-
ar íslendinga og þurftu tannlæknar
sem aðrir að eyða löngum tíma á
fundum með starfsmönnum inn-
flutnmgs- og gjaldeyrisnefndar, og
enda þótt innflutningsleyfi væri
fengið fyrir tækjum eða efnum, þá
var ef til vill enginn gjaldeyrir til i
gjaldeyrisbönkunum
Upp úr þessum jarðvegi óx
Dentalia h/f, en fyrirtækið var stofn-
að 24 júni 1957 af nokkrum tann-
Framhald á bls. 37.
SKIL hjólsögina er óþarfi að kynna náið, svo þekkt
er hún orðin. Er frábærlega vel hönnuð og jafnvægi
vélarinnar gott. Þannig þarf ekki nein stórátök, þó
verið sé að saga þykkt efni. Auðvelt er að stilla dýpt
sagarblaðsins og „tandið". Fáanleg eru allar teg-
undir sagarblaða og fljótlegt er að skipta um þau.
Auk hjólsaga framleiðir SKIL afsömu alúð og vand-
virkni, stingsagir, stórviðarsagir, hefla, slipivélar og
fræsara. SKIL rafmagnshandverkfæri svara fyllstu
kröfum nútimans og henta jafnt leikmönnum sem
atvinnumönnum.
Póstsendum myndlista ef óskað er.
ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VÉRKFÆRI.VELJA SáÚfL
Einkaumboð á fslandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri:
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
i
Það er okkur mikil ánægja að geta nú boðið hin margreyndu og
víðfrægu SKIL rafmagnshandverkfæri. SKIL verksmiöjurnar
voru stofnaðar i Chicago i Bandarikjunum árið 1924
til framleiðslu á nýrri einkaleyfisuppfinningu,
rafknúinni hjólsög, hinni heimsfrægu
SKIL-sög, sem viðbrugðið var fyrir gæði.
Siðan hafa verið framleidd mörg verkfæri og
gerðar margar nýjar uppgötvanir
á rannsóknarstofu SKIL verksmiðjanna,
sem hafa gert SKIL handverkfærin
heimsfræg og eftirsótt.
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI