Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977 47 Hubert Humphre.v öldungadeildarmaður á tröppum bandaríska þinghússins á f.vrsta vinnudegi sínum siðan i Ijós kom að hann þjáist af ólæknandi krabbameini. Sómalir hrinda fyrstu sókn Eþíópíuhermanna Nairobi. :U. okt. Kruter. SÓMALSKIR skæruliðar hrundu fyrstu sókn eþíópískra hersins gegn þeim í fjöllum Austur- Eþíópíu um helgina að því er útvarpið í Mogadishu skýrði frá í dag. Útvarpið segir sam- kvæmt frásögn skæruliða- blaðsins Danab, að 320 eþíópískir hermenn hafi verið felldir og níu teknir til fanga í hörðum bardög- um á Babile-svæðinú. Aðr- ir eþíópískir hermenn skildu eftir skotfæri Og Útvarpið í Mosadi.shu segir að annan búnað á f lóttanum. Babile er aðeins 30 km frá bæn- uni Harar, næsta takmarki skæru- liða í strfðinu sem hófst fyrir þremur mánuðum um yfirráðin yfir Ogadeneyðimörkinni. Tið- indalitið hefur verið frá vígstöðv- unum síðan sómalskir skæruliðar tóku skriðdreka- og ratsjármið- stöðina Jijila fyrir sjö vikum. Diplómaar i Addis Ababa og Djibouti segja, að sovézkar MIG- flugvélar, skriðdrekar og stór- skotalið hafi verið sent í miklum flýti ásamt nokkrum kúbönskum ráðgjöfum til Harar og Dire Dawa sem skæruliðar reyna einnig að ná á sitt vald. einnig hafi verið barizt í síðustu viku á svæðinu milli Dire Dawa og Addis Ababa. Það segir að Eþiópiumenn hafi reynt að ná aft- ur brú sem sómalskir skæruliðar hafa náð á sitt vald á járnbrautar- linunni milli Addis og Djibouti. Skæruliðar felldu 105 Eþíópíu- menn og ráku hina á flótta að sögn útvarpsins. Eþíópíumenn hafa ekki getað notað járnbraut- ina. Sleppti eftir 14 Toronlo. .'U. október. Keuler. VOPNAÐUR maður í kúrekafötum sleppti 36 manns sem hann hélt í gíslingu í banka í Toronto í gær og gafst upp fyrir lög- reglu eftir 14 tíma umsát- ur. Maðurinn, Paul Vintan- en, afhenti riffil sinn yfir- mannibankans þegar hann gekk út úr bankanum ásamt síöustu sex gíslun- um. Lögreglustjórinn í Toronto, Harold Adamson, sem reyndi að semja við manninn í síma, sagði fréttamönnum að engan hefði sakað í umsátrinu. Nokkrir gíslanna voru þó born- ir burtu á sjúkrabörum, þar á meðal maður nokkur sem virtist að því kominn að fá hjartaáfall. Vintanen hélt á whisky-flösku þegar hann hafði sleppt síðustu gíslunum og kom út úr bankan- um. Eftir nokkur handalögmál var honum ekið burtu i lögreglu- bifreið. Grófu göng að banka Napoli. 31. októher. AF. TILRAUN til að grafa göng inn I Banco di Napoli fór út um þúfur um helgina þegar öryggisverðir heyrðu hávaða undir hankanum og gerðu lögreglunni viðvart. Tveir menn voru handteknir þegar þeir komu út úr holræsum sem lágu frá bankanum. Lögregl- an telur að 10 menn hafi verið viðriðnir málið og verið að verki f nokkra daga. Göngin voru orðin 15 metra löng. gíslum tíma Maðurinn skaut að minnsta kosti 12 skotum meðan á umsátr- inu stóð tíl að halda lögreglunni i skefjum. Ljósmyndari sem fékk að fara inn að taka myndir af Vintanen með gíslunum, lýsti honum, þann- ig að hann væri „kúreki sem veif- aði riffli og gerði gys að því sem fram færi“ Brezezinski varar Suð- ur-Afriku við WasliinRton. 31. okl. AP SUÐUR- Afríkustjórn verður að finna friðsamlega lausn á kynþáttamálum landsins vegna hugsanlegrar ásælni Rússa eða Kúhumanna, sagði Zbignieu Brzezinski, ráðu- nautur Carters forseta I þjóðar- öryggismálum, í sjónvarpsþætti CBS, „FaceTheNation“,uni helg- ina. Framhald á bls. 37. Sonur Hitlers sagður fundinn Bonn. 31. oklóber. Keuler VESTUR-þýzki sagnfræðingur- inn YVerner Maser kveðst hafa fundið óskilgetinn son Adolf ■Hitlers eftir 12 ára leit. Ilann segir að sonur Hitlers heiti Jean Lorret og búi í Norður-Frakklandi skammt frá þýz.ku landamærununi. Hann vill halda heimilisfangi sínu leyndu að svo slöddu. Dr. Maser kveðst hgfa fundið soninn fyrir tveimur árum. Hann er 59 ára gámall, kvæntur og níu barna faðir. Hitler er sagður hafa hitt móöur Lorrets 1918 þegar hann var uridirliðþjálfi f fyrri heims- styrjöldinni. Hún lézt í Paris 1951 og sagði ekki syni stnum leyndarmálið f.vrr en á dánar- beðinu að sögn Masers. Nú vill Lorret opinbera leyndarmálið þar sem hann heldur að hann eigi skammt eftir ólifað. Dr. Maser segir aö hann sé veikur, en ímyndi sér alltaf að hann gangi með hina og þessa sjúkdóma eins og faðir hans. „A hverjum degi heldur hann að hann muni deyja. Ég Adolf Hitler vil ekki segja að hann sé tnjög alvarlega veikur." Sagnfræðingurinn segir að þjónn Hitlers, Heinz Linge, hafi tekið sér ferð á hendur ásamt foringjanum 1941 til að leita að húsinu sem móðirin og sonurinn áttu heima f. Þeir fundu þau ekki, en ári síðar yfjrheyrði Gestapo soninn i París og setti hann í itarlega læknisskoðun. Flugræningjar frá Víetnam gáfust upp Sinjíaporo, 31. okl. Router. VIETNÖMSK farþegaflugvél sem var snúið til Singapore er farin aftur til Víetnam en fjórir Víet- namar seni ra-ndu vélinni eru enn í haldi f Singapore þar og vfirvöld þar hafa enn ekki ákveð- ið hvað þau ætla að gera við þá. Mennirnir skutu og stungu til bana tv.o menn af áhöfn vélarinn- ar skönunu eftir flugtak frá Ho Chi Minh-horg (Saigon). Flugvél- in var af gerðinni DC-3 og var I innanlandsflugi. Flugræningjarnir neyddu áhöfnina til að fljúga til Thai- lands þar sem flugvélin tók elds- neyti og þaðan til Singapore þar sem lending var aðeins leyfð vegna þess að flugstjórinn sagði að vélin væri að verða eldneytis- Iaus. Þegar flugvélin var lent gáfust flugræningjarnir upp og báðu um hæli sem pólitfskir flóttamenn. Flugvélin snéri síðan aftur til Vfetnam með 31 farþega, þrjá af áhöfninni og lík þeirra tveggja sem biðu bana. Eftir urðu flug- ræningjarnir fjórir, einn farþegi sem neitaði að snúa heim og flug- freyja sem særðist. Singapore-stjórn hefur reynt að bæta sambúðina við kommúnista- ríkin í Indókína og á því erfitt með að ákveða hvort flugræningj- unum skulu skilað eða veitt hæli. Singapore og Vietnam hafa ekki gert með sér samning um framsal sakamanna. Hingað til hefur stjórnin i Singapore aðeins veitt flóttamönnum frá Vietnam hæli um stundarsakir meðan þeir hafa sótt um hæli annars staðar. Nguyen Van La flugstjóri sagði á blaðamannafundi að hann hefði heyrt skothríð um 15 minútum eftir flugtak: „Ég leit við og sá vélamanninn og loftskeytamann- inn liggjandi á gólfinu. Þeir voru ekki alveg látnir, en flugræningj- arnir gerðu út af við þá með löng- umhnifum." Aður en flugræningjarnir gáf- ust upp og slepptu farþegum og áhöfn reyndu embættismenn stjórnarinnar að semja við þá i fimm tima. — Spassky Framhald af bls. 2 hans stað. Anthony Miles hefur á hinn bóginn gefið í skyn að reikna megi með þátt- töku hans á mótinu, ekki sízl fyrir þá sök hversu nýstárlegt það er. Miles vill koma með vinkonu sína hingað ef kostur er en það er Jana Hartston, ein fremsta skákkona Breta um þessar mundir. Þá hefur einn- ig Waller Browne frá Banda- ríkjúnum gefið f.vrirheit um að koma til landsins en hann var nú fyrir skönnnu að sigra á bandaríska meistaramótinu i þriðja sinn í röð. Browne lýsti einnig þeirri skoðun sinni að hið nýja keppnisfyrirkomulag sem rætt hefur verið um í lengslum við þetta mót, þ.e. að hafa tvö tímamörk á hverri skák og leika 50 leiki á 2 og tíma i stað 40 leikja áður og bónus- greiðslur fyrir unnar skákir, væri til þess fallið að laða fleiri áhorfendur á mótið. Hort hefur einnig látið svipað álit i ljós, en Spassky er hins vegar þeirrar skoðunar, að þessi nýju tímamörk geti orðió skák- meisturum af eldri kynslóð- inni erfið. Áður hefur komið fram að Bent Larsen hafi tilkynnt þátt- töku sína. Væntanlega verða auk þess tveir sovézkir meist- arar, og hefur verið stungið upp á Tal og Romanishin. Enn á eftir að berasl svar júgó- slavneska sambandsins varð- andi þá Ljubojevie og Kurajica og ekkert hefur heyrzt frá Bubby Fischer fremur er reiknað hafði verið með. Ákveðið hefur verið aö bjóða norska skákmanninum' Leif Ögaar til mótsins og vitaö er að v-þýzki stórmeistarinn Hubner hefur áhuga á að.koma ef hon- um verður boðið og einnig Kavalec, Lombardy frá Banda- ríkjunum og Timman og Sosonko frá Hollandi. — Kristneshæli Framhald af bls. 2 mikil breyting á og þar kom að lokum að sigur vannsl yfir þess- um skæða sjiikdómi. Afmælisins verður minnzt i Kristneshæli í dag með ýmsum hætti. Messað verður í hælinu kl. 14 og þar prédikar sér Pétur Sig- urgeirsson vigslubiskup. Siðdegis verða ýmis skemmtiatriði fyrir vistmenn og kl. 20 í kvöld hefst afmælishátíð þar sem Brynjar Valdimarsson læknir flytur ágrip af sögu hælisins,,en einníg munu tala þar Úlfur Ragnarsson yfir- læknir og Jórunri Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Það mun fyrst hafa verið árið 1918, aö vakið var máls á nauðsyn þess að koma upp berklahæli í Eyjafirði. Það geröi Sigurlina Sig- tr.vggsdóttir húsfreyja á Æsustöö- um á fundi í kaupfélagi Saur- bæjarhrepps. Kaupfélagið visaði málinu til Sambands norðlenzkra kvenna, sem tók málið að sér og hóf þegar fjársöfnun. Jónas Þor- bergsson var þá ritstjóri Dags og tók að skrifa um máliö í blaö sitt og vekja áhuga almennings. 22. febrúar 1925 var haldinn borgara- fundur á Akureyri og þar stofnað heilsuhælisfélag Noröurlands og kosið i stjórn þess. Stjórnina skip- uðu Ragnar Olafsson kaupmaður, formaður, Böðvar Bjarkan lög- fræðingur, gjaldkeri og Krist- björg Jónatansdóttir kennari, rit- ari. Auk þess voru þessi kosin í framkvæmdanefnd: Anna Magnúsdóttir, Hallgrímur Davíðs- son, Jónas Rafnar, Jónas Þor- bergsson, Kristján Karlsson, Sveinbjörn Jónsson og Vilhjálm- ur Þór, sem var formaður nefndarinnar. Ingimar Eydal tók fljótlega við af Sveinbirni, sem varð eftirlitsmaður hælisbygg- ingarinnar. Þetta fólk gekk nú af miklum dugnaði og fágætum áhuga að störfum og mikið fé safnaðist á stuttum tíma til hælisbyggingar- innar. Margir gáfu stórgjafir, t.d. Ragnar Ölafsson og frú, Magnús Sigurðsson á Grund og kona hans og Jósef Helgason á Espihóli. Auk þeirra lagði fjöldi manna og félaga fram gjafir. Það mun vera einsdæmi, að félagið kostaði bygg- ingu hælisins að hálfu og innbú og búnað allan aö hálfu og gaf rikinu á vigsludegi hælisins. Ragnar Ólafsson afhenti þessa miklu gjöf, en Jónas Jónsson rieil- brigðisráðherra veitti henni við- töku. Hælið tók upphaflega 50 sjúkl- inga, en þeir voru orönir yfir 60 eftii'fáa mánuði, slík var þörfin. Arið 1931 var byggður læknisbú- staður og þá losnaði læknisíbúðin í hælinu sjálfu undir sjúkrarúm og síðan hafa sjúklingar i hælinu oftast verið upp undir 80. Hælið var eingöngu berklahæli fram til 1960, en það ár kom einnig hjúkr- unardeild fyrir endurhæfingar- og langlegusjúklinga. Nú er það eingöngu rekið fyrir langlegu- sjúklinga og síðasti berklasjúkl- ingurinn var tekinn af berklaskrá i september 1976. Jónas Rafnar var yfirlæknir hælisins frá upphafi til ársloka 1955, en þá tók við Sriorri Olafs- son og gegndi stöðunni til 1976. Siðan er Úlfur Ragnarssón settur yfirlæknir Hiúkrunarforstjóri er Gyða Thoroddsen. en forstiiðu- maður Eiríkur Brynjólfsson, sem gegnt hefur starfinu nær óslitið frá 1. október 1927. Starfsmenn hælisins eru nú 43. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.