Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977 Eilítið 1. grein um elliárin Margir kviða elliárunum að ástæðu lausu. Mikil breyting á sár að visu oft stað á þessu aldursskeiði — en það veitir mönnum oft meiri lifsfyll- ingu og gleði en margan grunar. Ymis vandamál verða á vegi okkar sem fyrr, en máltækið segir. að „ekki sé ráð nema i tima sé tekið" — og á það sannarlega við i þessu tilviki. Breytingar Margt hefur breyst i íslensku þjóðfélagi undanfarna áratugi. Flestum er Ijós þessi breyting, þegar um hana er rætt, en fáir gera sér grein fyrir, hverjar afleiðingarnar hafa orðið fyrir ýmsa hópa samfélagsins, eins og ellilífeyrisþegna t.d Margt hefur verið ritað og rætt um málefni þeirra undanfarín ár og mikið hefur breyst til batnaðar á ýmsum sviðum En betur má ef duga skal. Það er þó ekki ætlunin að ríta um einstök vandamál eldri kynslóðarinnar, sem vissulega á ekkert nema gott skilið — heldur er ætlunin að rekja í stórum dráttum ýmsar augljósar staðreyndir sem blasa við á þessu skeiði ævinnar og hvernig bregðast má við ýmsum vanda með þvi að undirbúa að einhverju leyti það, sem koma skal. Óhætt er að fullyrða, að flest okkar. eiga ættingja, sem komnir eru á „efri ár" eins og kallað er, og flest eigum við sjálf eftir að lifa það aldursskeið. Sumum finnst erfitt og óþarfi að ræða um ellina og margir segja eitthvað á þá leið, að óþarfi sé að ræða um það löngu fyrirfram ,,Den tid, den sorg," eins og danskurinn segir! Lífsfylling Ekki er nokkur efi á þvi, að flest okkar óska þess innra með sér að eiga góða og ánægjuríka daga á efri árum, þegar halla fer undan fæti Við sjáum fram á, að við höfum nú meiri tíma en áður til þess að sinna ýmsum verkefnum, sem okkur hefur lengi langað til þess að vinna að — sumir vilja ferðast, aðrir lesa — margir vilja vinna að einhvers konar handavinnu, aðrir vilja skrifa o.s.frv. A þessu timabili gefst mönnum oft betri tími til þess að „hugsa málin" og virða þau fyrir sér frá öðrum sjónarhól en áður og öðlast þvi víðari sjóndeildarhring, meiri lifs- fyllingu og hamingju en fram til þessa tíma. Ég minnist gamallar konu, sem hafði verið blind i tiu ár. Þegar ég spurði hana um líðan hennar, svaraði hún: „Ég hef aldrei haft jafn mikið yndi af lifinu og nú. Nú get ég rifjað upp góðar og gefandi stundir í lífi mínu, farið í huganum yfir alla víni mina, sem ég hef mætt um æfina og beðið Guð um að blessa þá og veita þeim hamingju og frið." Margir hafa ort um ellina og skáld látið mörg gullkorn falla um líf og reynslu fólks á þessu aldursskeiði. Hinu ber þó ekki að leyna, að ýmiss konar vandamál verða nú á vegi okkar sem fyrr, vandamál, sem ein- kenna þetta aldurskeið fremur en önnur —- vandamál, sem i mörgu eru öðruvísi en fyrri kynslóða vegna ýmissa breytinga í samfélag- Vandamál Mér hefur alltaf fundist, að orðið „ellilíf- eyrisþegi" sé ekki nógu gott til þess að einkenna þetta aldurskeið Miðað við þá reynslu, sem ég hef, finnst mér þeir vera meiri „gefendur" en „þiggjendur." Ég vann um nokkurt skeið hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur við deild þá, sem kennd er við aldraða, og kynntist þá mörgum sem komnir eru á efri ár. Án undantekninga miðlaði þetta fólk mér af reynslu sinni og þekkingu og treysti mér fyrir vandamálum sínum, — og veitti mér á þann hátt í rauninni miklu meira en ég gat veitt því Ég bý enn að þeirri reynslu, sem ég hlaut á þeim árum. Ekki er nokkur efi á því, að margt getur betur farið, ef við búum okkur betur undir þau vandamál, sem við vitum að mæta okkur, þegar síga fer á efri ár ævi okkar. Við HÆTTUM venjulegri VINNU okkar og meira eða minna leyti og ef við hugsum ekki um það, sem koma skal, getur það haft óþægi- legar afleiðingar í för með sér FJÁRHAGSVANDAMÁL verða oft á þessu aldursskeiði, en þó eru þeir margir, sem vita ekki nákvæmlega, hvaða rétt þeir eiga til ellilífeyris og styrkja, sem samfélagið hefur búið þeim B’ÚSETU- OG ÍBÚÐAVANDAMÁL veldur sumum áhyggjum Marga langar til þess að skipta um íbúð og kaupa sér hentugar íbúðir, sem e.t.v. eru sérhannaðar fyrir gam- alt fólk, aðrir þurfa að leigja sér íbúðir, en megna varla að standa undir þeirri gifurlegu húsaleigu, sem algeng er á höfuðborgar- svæðinu t.d. Og þannig mætti lengi telja. Að öllum þessum vandamálum má huga í tíma, ræða um þau við aðra, leita til þeirra, sem hafa sérþekkingu á þessu sviði og undirbúa sig á þann hátt sem best undir það, sem koma skal Eftir því sem ellin færist yfir okkur, mæta okkur ýmsir sjúkdómar, sem næstum „til- heyra" eðlílegri og líkamlegri hrörnun. Við þolum ekki eins mikið og áður. Við verðum að taka okkur betri tíma til hvíldar enn fyrr, og oftar — stundum segir gigtin til sín og gæti t.d. gert okkur erfitt um gang. Þá er nauðsynlegt að þekkja til ýmis konar tækja, sem til eru, og geta létt undir með okkur. Við verðum stundum svo veik, að við getum varla hjálpað okkur sjálf, og þá er gott að þekkja að einhverju leyti til heimilishjálpar, heimahjúkrunar, starfs safnaðarsystra og annarra, sem við gætum leitað til undir slíkum kringumstæðum. Elliárin geta veitt okkur meiri gleði og lífsfyllingu en margan grunar og við getum undirbúið okkur til að sigrast á þeim vanda- málum, sem við vitum að mæta okkur, mað þvi að rrtiðla hvert öðru af reynslu okkar og þekkingu betur en við höfum gert fram að þessu Evrópukeppni flugfélaga i skák: Flugleiðir í 2. sæti SKÁKSVEIT Flugleiða tók í fyrsta sinn þátt í árlegri Evrópukeppni flugfélaga í skák dagana 30. september til 2. október s.l. IMótið var haldið í Vínarborg í Austurríki og sá austurfska flugfélagið um framkvæmd mötsins að þessu sinni. Flugfélög frá 13 þjóðum tóku þátt í keppninni. Sigurvegari varð austuríska flugfélagið (Austrian Air- lines), en Flugleiðir urðu í öðru sæti. í þriðja sæti varð spænska flugfélagið Aviaeo, en þeir voru efstir í fyrra. Þetta var sveitakeppni og var teflt á fjórum borðum. Sá einstaklingur, sem fékk flesta vinninga á hverju borði, fékk sérstök verðlaun. Hálfdán Hermannsson, skáksveit Flugleiða, fékk verðlaun fvrir flesta vinninga á fjórða borði. í mótslok afhenti einn af framkvæmdastjórum austuríska flugfélags- ins verðlaun. Að öðru leyti voru úrslit eftirfarandi, en efst taldist sú sveit, sem flest stig fékk. Tvö stig fengust fyrir unninn leik, en eitt stig fyrir jafntefli. Röð Stig Vinningar Austuriska fél. Austrian Airl. 1 23 35- '/í Flugleiðir 2 22 42-4 Spænska leigufél. AVIACO 3 20 41 ísraelska fél. EL-AL 4 17 28 SAS 5 16 30-4 Finnair 6 16 30 Hollenska félagíð KLM 7 16 29-4 Swissair 8 16 29 Air France 9 10 22-4 Belgiska félagið Sabena 10— 11 9 22-4 V-þýzka félagið Lufthansa 10— 11 9 22-4 Austrian Airlines Sveit II 12 6 16 Breska félagið British Airways 13 2 11-4 Irska félagið Aer Lingus 14 0 4 í mótslok fengu Flugleiðir boð um að taka þátt i sveitakeppni í Sviss þann 28. janúar n.k. Þar munu tefla sveitir frá 8 bönkum og 4 flugfélögum. Norræn menningar vika í Linköping LINKOPINGSHÉRAÐ og Menn- ingarsjóður Norðurlanda stóðu fyrir samnorrænni menningar- viku hér í Linköping dagana 15,—23. okt. Upphaf þessarar menningar- viku var laugard. 15. okt. kl. 13.30 í héraósbókasafninu hér i Linköp- ing með ræðu John Eric Kroon, síðan söng stúdentakórinn norræna söngva. Kl. 5. sama dag byrjaði dagskrá á fjórum stöðum í borginni þar sem norræn músik og dans fór fram. Meða) þeirra sem fram komu var Karelsk spele- mansgrupp undir stjórn Sakari Rikonen. Upplestur á sænskum 17. aldar ljóðum var lesinn af Helenu Kallebeáck, og tónlist frá sama tíma spiluð af Summerstams- hópnum. 16. okt. voru norrænir þjóðdansar og þjóðlagasöngur í Sankti Lars skólanum. 18. okt. var sérstakt rithöfunda- kvöld, þar sem þekktir höfundar af yngri kynslóðinni frá Noregi og Danmörku lásu úr verkum sínum. 19. okt. spilaði þekkt jazzhljóm- sveit frá Danmörku. 20. okt. flutti fyrrum forsætis- ráðherra svía, Tage Erlender, ræðu um 25 ára starf norður- landaráðs í Wallenbergssalnum í safnhúsinu hér í Linköprng, og norrænir söngvar voru sungnir af kvennakórnum Ireklangen undir stjórn Lennart Ekholm. Listiðnaðarsýning frá Dan- mörku var sett upp af Randi og Kai Strandgard. Bókasýning á úrvali norskra og danskra rithöfunda ver hér einn- ig- Það er mikið ánægjulegt fyrir okkur íslendingana sem búum hér i Linköping, að af islenzkri þátttöku í þessari menningarviku gat orðið. Opnuð var sýníng á 20 málverkum íslenzkra listamanna á bókasafninu hér, og mun hún standa fram til 5. nóv. Fyrir okkur var hápunktur þessarar yiku, þegar Alþýðuleík- húsið sýndi Skollaleik, við frá- bærar viðtökur ... 1 blaðaumsögn stóð . . . „að vera áhorfandi leiksýningar, án þes> að skilja málið, sem frá leiksvið- inu kemur, er merkilegt, en stóð ekki í vegi fyrir því að við fengum að lifa upp sterka og lifandi sýn- ingu. Leikstjórinn, Þórhildur Þor- leifsdóttir, og þessir ágætu leikar- ar færðu okkur frumlega og list- ræna sýningu. Frábær listræn tjáning." Þetta samnorræna starf í þess- ari menningarviku, hefur verið fjölbreytt og vandað á allan hátt. Sigursveinn Jóhannesson. Linköping. BRAGAGATA CA. 85 FM Skemmtileg 3ja herbergja sér- hæð i járnklæddu timburhúsi. Falleg lóð. Laus strax. Verð 7,5 millj útb. 5 millj. RAUÐARÁR STÍGUR 85 FM Björt og skemmtileg 3ja her- bergja ibúð á 2. hæð. Nýleg eldhúsinnrétting. Laus strax. Verð 7.8 millj , útb. 5 millj. HOFGERÐI 85 FM 3ja herbergja sérhæð i tvibýlis- húsí. Sér inngangur, sér hiti, falleg lóð. Bílskúrsréttur. Verð 9 millj., útb. 6 millj. LAUGARNESVEGUR 3ja herbergja hæð i þribýlishúsi (jarnklætt timburhús). Ný eld- húsinnrétting, bilskúr. Verð 7.5 millj., útb. 5 millj. LJÓSHEIMAR Falleg 4ra herbergja ibúð á 7. hæð. Þvottaherbergi i ibúðinni, ný teppi. Verð 1 2 millj. HRAFNHÓLAR 100 FM 4ra herbergja ibúð á 7. hæð. Rúmgott eldhús mé borðkrók. Verð 9 millj., útb. 6 millj. DIGRANES- VEGUR 110FM 4ra herbergja jarðhæð i þribýlis- húsi. Sér inngangur, sér hiti. Verð 10 millj., útb. 7 millj. SELTJARNARNES Skemmtilegt parhús á tveim hæðum Á efri hæð: 5 svefnher- bergi og stórt fjölskylduherbergi. Á neðri hæð: Stofa. eldhús, bað- herbergi, þvottahús og geymsla. Bilskúrsréttur Útb. 1 5 millj. SELJAHVERFI Raðhús tilbúið'eða á byggingar- stigi i Seljahverfi óskast i skipt- um fyrir tilbúna 5 herbergja 120 fm. íbúð í sama hverfi. LAUFÁS FASTEIGNASAIA S: 15610 & 25556 UEKJARGÖTU6B BENEDIKT ÓLAFSSON LÖGFR. KVÖLDSÍMAR SÖLUMANNA 18710 GUNNAR ÞORSTEINSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.