Morgunblaðið - 01.11.1977, Side 20

Morgunblaðið - 01.11.1977, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977 |ITiínri0W Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi GarSar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið Ínokkra áratugi hefur ríkt hér staðnað og úrelt kerfi í verðlagsmálum, sem byggir á mjög ströngum verðlagshöftum. Markmið- ið með þessari haftastefnu hefur verið aö halda verð- lagi á nauðsynjavörum al- mennings í skefjum, stuðla að takmörkun verðbólgu og hindra óeðlilegan hagn- að í verzlun og viðskiptum. Fram á síðustu ár hefur þetta haftakerfi átt sér for- mælendur og stuðnings- menn. Sá stuðningur hefur að hluta til byggzt á tor- tryggni, sem ríkt hefur á milli þeirra aðila, sem hér eiga hlut að máli. Að undanförnu hafa viðhorfin hins vegar breytzt mjög og kemur þar margt til. Óða- verðbólga hefur ríkt í land- inu þrátt fyrir ströng verð- lagshöft og hefur það áreiðanlega dregið úr trú á, að verðlagshöft hafi þýð- ingu í baráttu gegn verð- bólgunni. Jafnframt hefur verðsamkeppni stórmark- ^aða tryggt neytendum hag- stæðara vöruverð, dregið úr tortryggni og aukið traust almennings í garð verzlunarstéttarinnar. Öllum almenningi er nú ljóst, að verðlagshöftin eru prósentu ofan á vöruna sem þeir flytja inn og selja. Þvf hærra sem innkaups- verð vörunnar er þeim mun fleiri krónur koma i hlut innflytjandans og smásalans. Því lægra, sem verð vörunnar er, þeim mun færri krónur koma í vasa innflytjandans og smásalans. Þetta kerfi stuðlar beinlínis að því að þeir, sem í verzlun starfa, hirði lítt um verð og a.m.k. hvetur það þá ekki til hag- kvæmra innkaupa. Þess vegna er þetta kerfi neyt- endum og launþegum f óhag. Fyrir nokkrum árum gátu menn ekki verið sam- mála um þessi sjónarmið, en nú eru viðhorfin breytt. Spurningin er aðeins, háu verðlagi. Verðsam- keppni stórmarkaða hefur hafið innreið sína í verzlun og viðskipti hér á landi og með frjálsri álagningu, sem hvetja mundi til mun hagkvæmari innkaupa mundi þessi verðsam- keppni stóraukast. Það er ennfremur skoðun Morgunblaðsins, að eftir þá reynslu, sem við höfum haft af höftum í verðlags- málum í áratugi, sé í raun- inni engu að tapa að gera tilraun með frelsi á þessu sviði og sjá hvaða áhrif það hefur. Komi í ljós, að verzl- unarstéttin misnoti þetta frelsi er alltaf hægt að breyta til á ný. En Morgun- blaðið trúir því og treystir, að verzlunin muni ekki misnota slíkt frelsi heldur muni hún þvert á móti Frelsi í verðlagsmálum neytendum ekki í hag. Þvert á móti ýta þau undir óhagkvæm innkaup og óþarflega hátt verðlag á nauðsynjavörum almenn- ings. Þetta haftakerfi í verðlagsmálum þýöir, að. innflytjendur og smásalar hafa heimild til að leggja ákveðna, yfirleitt lága, hvort unnt sé að ná við- tæku samkomulagi um þær breytingar á verðlagn- ingarkerfinu, sem þjóna hagsmunum almennings í Iandinu. Það er skoðun Morgunblaðsins, að algert_ frelsi í verðlagsmálum muni verða bezta vörn neytandans gegn óeðlilega leggja sig í líma við að sannfæra almenning um gildi þess, þannig að sam- staða geti orðið um frelsi í verðlagsmálum til fram- búðar. Þar sem hér er um viðkvæmt mál að ræða, er sjálfsagt að taka tillit til" þeirra, sem enn eru haldn- ir tortryggni um, að frelsi í verðlagsmálum yrði mis- notað. Þannig væri hægt að hugsa sér, að frelsi í þess- um efnum yrði tekið upp i áföngum, verðlagshöft yrðu smátt og smátt afnumin á tilteknum svið- um, þannig að nokkur reynsla fengist af frjáls- ræði á þessu sviði áður en öllu yrði sleppt lausu. Eng- inn vafi er á því, að verzlunarstéttin mundi leggja metnað sinn í að sýna fram á kosti frelsisins umfram höftin, þannig að hagsmunum almennings yrði þjónað sem bezt. Þegar innflutningshöftin voru afnumin á fyrstu ár- um viðreisnarinnar blésu ferskir vindar um íslenzkt þjóðlíf. En þá urðu eftir eftirlegukindur, sem við sitjum enn uppi með, höft í verðlagsmálum og gjald- eyrismálum. Það er löngu orðið tímabært að ryðja á brott þessum síðustu leif- um haftakerfisins og það mundi hafa svipuð áhrif í þjóðlffi okkar, ef það yrði gert nú, í verðlagsmálum og gjaldeyrismálum eins og þegar innflutningshöft- in voru afnumin í upphafi viðreisnarinnar. Aukinn kraftur og þróttur mundi færast í atvinnulíf lands- manna öllum þjóðfélags- þegnum til hagsbóta, heil- brigðari viðhorf, meiri bjartsýni og aukin tiltrú mundi setja mark sitt á at- hafnalífið. Við ríkjandi að- stæður í þjóðfélagsmálum gæti ríkisstjórnin fátt bet- ur gert en einmitt þetta. í skálaræðum er títt sagt að ís- lendingar beri svipmót landsins, sem þeir byggja, séu hrjúfir á yfir- borði en undir búi hlýja Sjálfsagt nokkuð til í því Enda ekki óeðlilegt að bæði einstaklingar og heilar þjóð- ir dragi dám af umhverfi sínu Þá hlýtur líka fleira í fari þessa lands að móta þjóðina Slíkar hugleiðingar skutu upp kollinum meðan hlustað var á tvo jarðfræðinga, Karl Grönvold og Sigurð Þórarinsson, lýsa fyrir troð- fullum sal Ferðafélagsfólks því sem er að gerast á Mývatnssvæðinu og setja í samhengi við vaxtarverki móður jarðar Það er nefnilega nokkuð merkilegt að gerast þarna norður frá á heims- sögulegan mælikvarða, fyrir utan það sem okkur varðar, íslendinga Þar er nú að sannast ný kenning eða réttara sagt að skýrast áfangi i nýrri heimsmynd Sú byggir á svonefndri flekakenningu um að löndin sigli í 6—8 flekum ofan á seigu undirlagi Víða um jörðina liggi svo hryggir með sprungum sem gliðna, svo sem hryggurinn eftir endilöngu Atlants- hafi Hann kemur upp úr sjó á einum stað — á íslandi Sannað hefur verið á undanförnum árum að þessi sprunga gliðnar að jafnaði um 2 sm á ári eða um 2 m á öld og I jarðlögin færast að sama skapi frá henni í báðar áttir Við erum sem ! sagt alltaf að græða land — í miðj- unm Upp í sprunguna þarf svo að fylla Það gerir móðir jörð með því að láta vella upp bráðið hraun í sprungufyllingar — og við fáum eldgos Gott og einfalt ráð og hafa ekki aðrir tæknilærðir sprunguvið- gerðarmenn traustari fyllingu og endingarbetri, þegar efnið hefur kólnað og harðnað Þetta eru að vísu ekki splunkuný sannindi Alfred Wegener setti fram kenninguna 1912, sem með auk- inni tækni hefur verið að sannast á undanförnum árum Vitað var hvað gerist, en ekki hvernig það fer fram En nú eru jarðvísindamenn og jörðin sjálf í félagi að sanna norður í Þing- eyjarsýslu að rifan undir gliðnar ekki jafnt og þétt, eins og þröng flík utan á þybbnum kroppi, heldur gerist þetta með rykkjum öðru hverju, eins og fyrir átak, þegar flík festist á nagla og eigandinn heldur áfram ferðinni Um það bil einu sinni á öld gliðnar mötull móður jarðar í Þing- eyjarsýslu og hún gerir við rifuna, fyllir upp í þetta tveggja metra bil Átakið þarf að vísu ekki að vera svo mikið á mælikvarða jarðsögunnar, til að undan láti, því landskurnin utan á hnettinum er ekki hlutfalls- lega þykkari en hýði utan á epli. En nógu slæmt fyrir þá, sem á staðnum sitja, svo sem Mývetningar mega nú reyna Þeir hristast eins og sitji þeir á jarðbor, semöðru hverju er settur í gang Minnir þetta ekki svolítið á háttu okkar, sem hér búum? Að vilja gera allt með stóru átaki stöku sinnum en ekki jafnt og þétt? Þjóðfélag okkar er líka allt með rykkjum og skjálftum Þegar við þurfum togara til að veiða fisk, þá er ekki keyptur einn eða tveir, heldur upp í 70 í einni bunu og síðan langt hlé Einstaklingarnir vilja bæta sinn hag í fáum stórum stökkum, svo í öllu hriktir Fólk vinnur sér til óbóta til að eignast allt í einu Við þetta verðui okkar sam- félag kannski enn viðkvæmara en ýmis önnur gróin samfélög, sem vinna verkefnin jafnt og sígandi og án sérstakra stórátaka Raunar eru lýðræðissamfélög sem okkar alltaf viðkvæm fyrir hnjaski, t d. á borð við það sem við nú erum nýbúin að ganga í gegn um — Þá hriktir í öllum stoðum. — Þegar valdið á í hlut,-skulum við ekki minnast á trúna á manninn, heldur reyra hann í hlekki stjórnar- skrárinnar, sagði sá góði gamli Tomas Jefferson. Eða orðrétt á hans tungu: „In question of power, let no more be heard of confidence in man, but bind him down by the chaines of the constitution.” Þessi þriðji forseti Bandaríkjanna og aðal- höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar- innar frægu á 18 öld var býsna glúrinn karl og heimspekilega þenkj- andi stjórnmálamaður Vart verður hann sakaður um að hafa ekki trúað á sjálfstæði og frelsi til handa öllum og á tilverurétt mannsins. Hann hélt því fram eins og hann ritaði í stjórnarskrá Bandaríkjanna, að hver manneskja væri fædd með rétt til lífs, frelsis og hamingjuleitar, svo og til allra annarra réttinda, sem nauð- synleg eru til að geta notið fyrr- nefnds frumréttar. Samt sá hann af visku sinni, að farsælla væri að eiga ekkert undir manneskju með vald í höhdum Og gefa ekkert undir fót- inn þegar vald af einhverju tagi er annars vegar, heldur hafa þar allt á þurru í bundnum leikreglum Hefur það víða sannast í veröldinni og með ýmsum hætti Mér finnst að þessi vísdómsorð Tómasar Jeffersons gætu átt svolitið erindi við okkur, til umþenkingar eftir átök, nú þegar róast og andrúm gefst til að huga að grunclvállar- spurningum, án þess að þau bland- ist saman við kjaramál Spurningin er þá þessi hvar er nauðsynlegt að reyra í hlekki í stjórnarskrá og lögum landsins? Og hvað er óhættt að losa mikið um til að al|t fari ekki úr böndunum? I okkar þjóðskipulagi er öryggis- ventillinn iögreglan, sem lýtur lög- um, settum af þar til kjörnum fulltrú- um og dómstólum. Ef hún losnar nú frá þeim ramma? Ef lögreglumaður getur einhvern tíma sjálfur sett sér leikreglur til að stuðla að einhverju fyrir sig og aðra? Hvað þá? Er það ekki meira vald en við viljum veita nokkrum manni í þessu landi? Og kæra menn sig nokkuð um að vera lagt slíkt vald á herðar? í vinnudeil- um er þessi öryggisventill raunar alltaf nokkuð lamaður, þar sem lög- regla má ekki skipta sér af vinnudeil- um Þó dæmið sé tekið af lögreglu, þá gætir þess víðar Fleiri spurninga er spurt: Á hjúkrunarfræðingur að geta ákveðið — í átökum, réttmætum eða ranglátum, til að bæta sinn hag — hvort sjúklingur fær uppskurð? Kærir nokkur manneskja sig í raun- inni um að hafa slíkt vald? Vill hún ekki heldur finna svolítið sér til halds og trausts fyrir hlekkjum stjórnskipulags okkar og leikreglna? Atburðir í nýafstöðum vinnudeilum ríkisstarfsmanna hljóta að vekja slík- ar hugrenningar hjá þeim, sem í hafa lent og öllum landsmönnum Áfram má spyrja: Getur löggjafar- valdið og framkvæmdarvaldið, eins og gert er ráð fyrir því í stjórnskipun okkar lands, í raun framselt sitt vald og hluta til annarra þegar sérstak- lega stendur á? Ég veit það ekki Ekki er ég löglærð En einhver til- finning í sálinni lætur mig draga það í efa. Kannski var ekki svo slæmt að ýmislegt fór úrskeiðis í þessu fyrsta verkfalli ríkisstarfsmanna, til að vekja okkur öll upp og neyða okkur til umþenkinga um valdið og hlekki stjórnarskrárinnar — hversu lausir eða fastir þeir verða að vera. Hugsun er til alls fyrst Hér þarf endurmat og ígrundun allra aðila. Og enn tek ég fram, að barátta fyrir kjarabótum i sjálfu sér eru þessu alls óviðkomandi. Tilgangurinn getur verið „gú nok ', — ef ég má nota svo vonda íslenzk-dönsku — þó eitthvað fari úrskeiðis, eins og hjá kúrekanum í villta vestrinu, sem skrifaði Roosewelt forseta úr fanga- klefa i Arizona: „Ég er kominn í fjárans vandræði Ég skaut konu í augað Það var óvart Ég ætlaði alls ekki að hitta í augað á þessari konu — það var konan min sem ég var að miða á '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.