Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977
37
— Sigurður
sextugur
Framhald af bls. 2
ur .hjónanna Sigríðar Lovísu
Sigurðardóttur og Björns Jósefs-
sonar héraðslæknis. Hann tók
próf frá Verzlunarskóla íslands
árið 1940, en fór síðan utan til
framhaldsnáms i bankafræðum
hjá Barclays Bank Ltd. i Englandi
á vegum British Council. Árið
1941 réðst hann til Landssíma Is-
lands á Húsavík, hann var sýslu-
skrifari á árunum 1942—‘43, en á
afmælisdegi sínum, er hann varð
26 ára, varð hann sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Húsavikur. Gegndi
hann því starfi til ársloka 1962, er
sparisjóðurinn var lagður niður
og Landsbankinn stofnaði útibú
sitt á Húsavík. Tók þá Sigurður
við störfum útibússtjóra, sem
hann gegnir enn. Sigurður P.
Björnsson hefur gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum öðrum en hér
hafa verið tíunduð, en hann hefur
m.a. verið sæmdur gullmerki ÍSÍ.
Blaðamann Morgunblaðsins og
framkvæmdastjóri senda Silla
hugheilar afmæliskveðjur á þess-
um timamótum í lífi hans og vona
að þeir megi njóta fréttamannsins
á Húsavik um ókomna framtíð.
— Brezezinski
Framhald af bls. 47.
Hann sagði að Kúbumenn
hefðu verið viðriðnir stríðið i
Angóla, að verið gæti að þeir
væru viðriðnir stríðið í Eþiópíu
og hugsanlegt væri að þeir yrðu
viðriðnir atburði í Suður-Afríku.
Brzezinski kvaðst ekki vera að
spá þessu, aðeins benda á að forð-
ast yrði ástand sem gæti freistað
Kúbumanna til afskipta. Hann
sagði að harðnandi átök í Suður-
Afríku gætu gefið utanaókom-
andi stórveldum færi á að skara
eld að sinni köku og senda á vett-
vang vopn og leiðbeinendur.
— Naglar eða...
Framhald af bls. 3.
væri farið eftir ákvæðum laga
og reglugerða um útbúnað bif-
reiða til vetraraksturs, en það
yrði t.d. að vera sami útbúnað-
ur á öllum hjólbörðum, ef nagl-
ar, þá á öllum hjólbörðum. Ölaf-
ur sagði það skoðun sina að
naglar kæmu að takmörkuðu
gagni, „og er ég lítt hrifinn af
þeim vegna hins falska öryggis,
sem ökumenn eru oft haldnir.
Einnig er það að naglarnir
standa langt út úr dekkjunum
því þau slitna hraðar en þeir og
þá vilja þeir leggjast flatir þeg-
ar hemlað er og virka eins og
sleðar. Mesta öryggið er falið í
því að mínu mati, að stilla hrað-
anum í hóf og taka þá heldur
einni eða tveim mínútum meira
í hverja ökuferð en venjulega,"
sagði Ólafur að lokum.
Gunnar Sigurðsson hjá Sam-
vinnutryggingum sagði það
vera metið i hverju tilfelli
hvort útbúnaður bifreiða, sem
lent hafa í árekstri, sé nægileg-
ur og þá farið eftir umferðar-
lögum og dómum, sem byggðir
hafa verið á þeim. Sagðist hann
álita að nagladekk væru betri
en keðjur þegar um ísingu væri
að ræða og væri t.d. ekki hægt
að líta neitt vægari augum á þá
ökumenn sem ekki notuðu
nagla fyrir tilmæli gatnamála-
stjóra, meðan umferðarlögin
teldu naglana meðal hins full-
komna búnaðar til vetrarakst-
urs. Þá sagðist Gunnar álíta að
t.d. á Kringlumýrarbraut þar
sem hefði verið sett nýtt lag af
malbiki á i vor eftir að öku-
menn hættu að nota nagladekk-
in, sæist engu minni merki um
slit þrátt fyrir að þar hefði ekki
verið ekið á nöglum, og sagðist
telja að þótt naglar slitu götun-
um eitthvað þá kæmi þar einn-
ig margt annað til.
— Gangskör
Framhald af bls. 36
kvöld“ þ.e. frá kl. 20—24.
9. Já, svo sannarlega. Ég gæti
þá hætt i skúringavinnunni,
sem ég hef orðið að bæta
aftan við fullan vinnudag
til að geta lifað sómasam-
legu lifi.
— Fylgt úr hlaði
Framhald af bls.36
nægilega fast í tauminn til að
stöðva hringekjuna með þjóð-
ina, ringlaða og áttavillta
innanborðs. Skuldakóngar og
braskarar hafa dafnað með
ágætum eins og púkinn á fjós-
bitanum forðum. Hinar gömlu
dyggðir: sparsemi, nýtni og
nægjusemi eru fyrir bi. —
Svona hefir verðbólgan leikið
okkur.
Núverandi ríkisstjórn hefir
sýnt í verki vilja til að koma
launamálum í eðlilegra og rétt-
látara horf. Þegar vinstri
stjórnin fór frá völdum vorið
1974 var launabilið — bilið
milli hinna hæst- og lægstlaun-
uðu — orðið breiðara en
nokkru sinni fyrr. En hér er við
ramman reip að draga. Þegar
ASl-samningar stóðu fyrir dyr-
um s.l. vor, var mikill viðbúnað-
ur og fjálglega talað um, að nú
þyrfti fyrst og fremst að bæta
kjör hinna lægst launuðu, hinir
gætu látið sér nægja minna. En
hvernig fór? Komu ekki sumir
sérkröfuhóparnir út með allt að
þvi þriðjungi hærri prósentu-
hækkun en lægstu flokkarnir?
Og ætli það verði ekki eitthvað
svipað upp á teningnum, þegar
öll kurl koma til grafar í samn-
ingum BSRB?
Gert er ráð fyrir, að almennat>
meðaltals kauphækkanir i land-
inu muni verða um 40% á
þessu ári. Hvaða þjóðfélag fær
risið undir sliku, enda þótt góð-
æri sé og þjóðarframleiðsla og
þjóðartekjur aukist um fáein
prósent. Fyrir Alþingi liggur
frumvarp til fjárlaga upp á
rúma 123 milljarða. Þar við
bætist 7.7 milljarða útgjalda-
auki ríkisins, vegna hinna nýju
kjarasamninga við rikisstarfs-
menn. Frumvarpið gerir ráð
fyrir 5% samdrætti ' fram-
dkvæmdum ríkisins — algert
nýmæli i fjárlögum síðari ára.
Það er spor í rétta átt, en meira
þarf til, eigi jafnvægi að nást —
og það verður að nást. Það er
engin ástæða til svartsýni um,
að það takist, ef raunsæi og
sanngirni fá að ráða ferðinni —
ef fólkið i landinu og stjórnvöld
bera gæfu til að Ieggjast á eitt
og rifa seglin í sameiningu.
Sigurlaug Bjarnadóttir
form. Landssambands
sjálfstæðiskvenna.
— Verðbólga
! Framhald af bls. 36
ingana sína inn á banka í
ástandi eins og þvi sem nú er á
islandi er vitlaus og ekkert
minna. Biðraðir hjá bankastjór-
um landsins eru hins vegar
óendanlegar, allir vilja fá lán
og það er ekkert skrítið þegar
lánið er ekki lán heldur gjöf að
hluta. Hagsmunahópurinn, sem
vill hafa vexti undir raunvöxt-
um virðist sterkari en sparifjár-
eigendurnir. Sumir stjórnmála-
mehn hafa hamazt við að telja
launþegum trú um að háir vext-
ir séu það versta sem til er, án
tillits til allrar verðbólgu. Þar
með urðu launþegar og at-
vinnurekendur sammála — þá
er eitthvað mikið að.
Það er hin mesta tálmynd, að
verðbólgan hjálpi ungu fólki að
byggja. Unga fólkið þarf að
visu ekki að greiða nema lítinn
hluta andvirðis ibúðarinnar, en
allt verður að greiða engu að
síður. Það eru aðrir en þeir sem
byggja, sem gera það. Fólk virð-
ist telja sér trú um að þá sé allt
i lagi. Verðbólgan kennir mönn-
um, að það sé um að gera að
sleppa sem auðveldast frá öll-
um hlutum, en láta aðra um
vandann. Hverjir eru það, sem
borga allar þessar byggingar?
Lánin koma úr ýmsum áttum,
úr opinberum sjóðum, úr lif-
eyrissjóðum, og þeir sem hafa
góð sambönd fá bankalán.
Skattgreiðendur borga það sem
upp á vantar i opinberu sjóð-
ina, lífeyrisþegar það sem vant-
ar í lífeyrissjóðina og sparifjár-
eigendur það sem upp á vantar
í bankakerfinu. Ráttara sagt:
þannig gengi þetta fyrir sig, ef
ekki kæmi til aðrar aðgerðir
svo sem aukin seðlaprentun eða
erlendar lántökur.
Verðbólgan og hinir lágu
raunvextir valda einnig al-
rangri fjárfestingu. Það ætti að
vera hverjum manni ljóst að
lán, sem veitt eru til 15—20 ára,
á að nota, ef allt er með felldu,
til fjárfestingar, sem heldur
gildi sinu að minnsta kosti í
jafn langan tima og helst leng-
ur. Auk þess á hún að skila
arði, sem að minnsta kosti
greiðir vexti af láninu. Nú mun
hins vegar ekki óalgengt að
fólk taki lífeyrissjóðslán og
kaupi sér fyrir það bíl. Harla
óliklegt er, að það hvarfli að
nokkrum manni sem kaupir sér
nýjan bil að hann endist honum
jafngóður i 15 ár. Verðbólgan
veldur því að peningar, sem til
eru í þjóðfélaginu og, ef állt
væri með felldu, ættu að fara i
arðvænlega uppbyggingu, er
eytt i neyzlu, og minnkar þar
með framtiðarauð þjóðarinnar.
Ég hef reynt að bregða upp
hér að framan, hvernig verð-
bólgan breytir fjármálalegri
hegðan fólks. Án utanaðkom-
andi afla tæki verðbólga eins og
sú sem hér ríkir enda af sjálfu
sér. Þvi ekki er hægt að færa
tekjur endalaust örar á milli
manna en hagvexti nemur.
Aúkin seðlaútgáfa getur hins
vegar haldið hjólinu gangandi.
Svo fer þó að lokum að traust
manna á peningum þverr og
vöruskipti taka við. Þá getur
enginn snuðað neinn. Einmitt
þetta gerðist þegár efnahags-
kerfi Þjóðverja hrundi eftir
fyrri heimsstyrjöldina. Siga-
rettur voru taldar traustari
gjaldmiðiðll en peningar.
Hjólinu má einnig halda gang-
andi töluvert lengi lengi með
erlendum lántökum. Þjóðarbú
er hins vegar ekki hægt að reka
til lengdar á lánum fremur en
heimili á víxlum. Einhver verð-
ur að greiða skuldirnar, ef við
gerum það ekki verða börnin
okkar að gera það. Það er varla
fyrirmyndarforeldri, sem vill
láta barnið sitt eyða ævinni í að
greiða óreiðuskuldir sínar.
Okkur íslendinga hefur hing-
að til ekki skort rembing yfir að
geta byggt svo harðbýlt land,
sem island óneitanlega er. Við
ættum líka að sjá sóma okkar i
því að fara ekki á hausinn með
þjóðarbúið, en það hlýtur að
gerast, ef ekki verður um það
samstillt átak að kveða niður
verðbólguófreskjuna og sníða
okkur stakk eftir vexti.
— Dentalía hf.
20 ára
Framhald af bls. 17
læknum starfandi hér I borg og
nágrannabæjunum
Markmið fyrirtækisins og þessara
tannlækna var að standa saman um
innkaup sln, bæði hvað tæki og
rekstrarvörur snerti, veita íslenzkum
tannlæknum sem bezta þjónustu I
sambandi við þessi mál, stilla og
efna til kynningar á nýjungum á
sviði tannlækninga aðallega hvað
viðkemur tækjum, efnum o.fl
Fyrstu stjórn Dentalíu h/f, skip-
uðu þessir tannlæknar: Geir R.
Tómasson form., Kjartan Guð-
mundsson ritari, Ólafur Stephensen
gjaldkeri og Engilbert Guðmunds-
son
í upphafi var stofnað til viðskipta-
sambanda við eflend tannlækna-
vörufyrirtæki. Hefir þeim fjölgað og
nú er svo komið að Dentalía h/f
hefir umboð fyrir mörg þekktustu
tannlæknavörufyrirtæki austan hafs
og vestan
S I 1 5 ár hefir Dentalía h/f verið
með starfsemi sina ýmist I nábýli
eða undir sama þaki og Tannlækna-
félag (slands, en á s.l." ári eignaðist
fyrirtækið sitt eigið húsnæði að
Hraunteig 23 hér I borg.
Meirihluti islenzkra tannlækna eru
i dag hluthafar fyrirtækisins, en þeir
eru 93.
Núverandi stjórn skipa: Birgir
Jóh. Jóhannsson formaður, Gunnar
Helgason ritari, Guðmundur Árna-
son gjaldkeri, Sverrir Einarsson
varaformaður, Hörður Sævaldsson
og Börkur Thoroddsen
Starfsmenn fyrírtækisins eru fjórir
auk bókhaldara Framkvæmdastjór-
ar eru Hjördis Jóhannsdóttir og Daði
Jónsson, sem hefir starfað hjá fyrir-
tækinu i 10 ár.
— Inna dyra
í DDR
Framhald af bls. 15
einn af fáum austur-þjóðverjum,
sem fær að ferðast mikið um viða
veröld til tónleikahalds, og kvaðst
hann m.a. hafa verið nokkrum
sinnum í tónleikaför i Bandaríkj-
unum, en því miður aldrei með
viðkomu hérlendis.
Uppgrip
bókmenntanna
Það telst víst alls staðar i heim-
inum erfitt og vandrækt lífsstarf
bæði að verða og vera góður rit-
höfundur, ekki hvað sizt á þeim
stöðum, þar sem það þykir alls
ekki góður tónn ef það skyldi
detta í einhvern sérvitran frama-
gosa í rithöfundaklúbbnum að
festa þannig hugrenningar og
hugmyndir á pappír, sem ekki
fara saman við opinberar skoðan-
ir Flokksins, og ekki hvetja hinn
vinnandi almúga til meiri afkasta
eða til innfjálgari ástar á ágæti
sameignarstefnunnar. Bókaút-
gáfa er mikil í Austur-þýzka al-
þýðulýðveldinu bæði á verkum
innlendra höfunda og sérstöku
úrvali erlendra höfunda í þýzkum
þýðingum. Þó er sá gallinn á, að
verk hinna áhugaverðari og mest
lesnu austur-þýzku höfunda eins
og Hermann Kant, Giinter de
Bruyn, Giinter Kunert, Alfred
Matusche, Armin Stolper, Helmut
Sakowski og Peter Hacks eru
stöðugt „þvi miður, löngu, löngu
uppseld" í öllum bókabúðum
landsins, og þvi næstum ógerning-
ur að komast yfir verk þeirra.
Það er nefnilega forkastanleg
kapitalistísk hugsanavilla að
álíta, að verk einstakra höfunda,
sem reynslan sýnir að fólkið vill
kaupa og lesa, eigi bara þess
vegna að koma út aftur í stærri
upplögum, af því að eftirspurnin
sé svo mikil. Langt þvi frá. Slikar
sveiflur á bókamarkaðnum eru
vart teknar til greina í stóru alls-
herjar áætluninni, sem skipulegg-
ur bókaútgáfuna i hundruðum
þúsunda tonná af pappir árlega.
Athyglisvert land
Það er vissulega að mörgu leyti
fróðlegt og lærdómsríkt að ferð-
ast um þetta gamalgróna land og
kynnast hinu þróttmikla sam-
eigharríki. Fólkið er framúrskar-
andi alúðlegt, opinskátt og frjáls-
mannlegt i fasi. Austur-
þjóðverjar eru stoltir af öllu þvi,
sem áunnist hefur í landinu á
siðustu áratugum og mega líka
vera það. Og þeir eru ófeimnir við
að gagnrýna það, sem þeim finnst
miður fara. Verst af öllu þykir
þeim að mega ekki lengur fara
frjálsir ferða sinna i skreppitúra í
vesturveg; svo þeir horfa þeim
mun stífar á vestur-þýzkt sjón-
varp til að fræðast um umheim-
inn. Og allur þessi sovézki her i
landinu kostar okkur morð fjár,
því að við borgum brúsann, segja
þeir umbúðalaust. Íbúðin er of
lítil og launin of lág, biðtíminn 8
ár eftir bilnum. En við höfum
stöðuga atvinnu og þurfum ekki
að kviða morgundeginum. Af
biturri reynslu vita þjóðverjar að
lifshamingjan er hverful, og þeir
vilja ekki vanþakka þá góðu tima,
sem nú brosa við þeim. Ach, das
Leben ist doch trotz allem schön.
ÍÞROTTABLA ÐIÐ
íþróttir og útilíf
ER KOMIÐ UT.
íþróttablaðið er málgagn íþróttasambands íslands.
íþróttablaðið er vettvangur 57 þúsund meðlima
íþrótta- og ungmennafélaga um allt land. Flytur að
venju fjölbreytt efni um allar greinar íþrótta og útilífs.
áskriftarsími 823001
Til íþróttablaðsins Ármúla 18, pósthólf 1193.
Rvík. Óska eftir áskrift.
Nafn
heimilisfang
Sími
(ÞRÓTTABLAÐIÐ