Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NOVEMBER 1977 23 KALLIGERIR ÞAÐ GOH MEÐ HK HK ÚR Kópavogi viróist ætla að gera það gott á sínu fyrsta ári f 2. deild. A sunnudaginn lék HK við Gróttu á Seltjarnarnesi og vann HK yfirburðasigur, 34:19, eftir að staðan hafði verið 15:9 f háifleik. HK hafði náð góðu forskoti i hálfleik og liðið jók yfirburði sína smátt og smátt eftir því sem leið á seinni hálfleik. Undir lokin fór leikurinn allmikið úr böndunum og HK menn urðu ansi kærulausir og varð sigur þeirra ekki eins stór og hann hefði getað orðið. HK-liðið er skipað ungum mönnum og gamalreyndum köpp- um i bland og virðist það líklegt til að krækja í ófá stig í 2. deild- inni í vetur. Þeir Björn Blöndal og Ragnar Ólafsson, þekktari sem golfmaður, skoruðu flest mörk HK en Karl Jóhannsson var pott- urinn og pannan i spili liðsins. Karl hefur engu gleymt af kúnst- um leiksins þótt orðinn sé 44 ára og það er örugglega einsdæmi að maður á hans aldri sé tekinn í sérstaka gæzlu, eins og Gróttu- menn gerðu í leiknum! Lið Gróttu var ekki upp á marga fiskana í þessum leik og er útlit fyrir að þetta verði erfiður vetur hjá liðinu. Nokkrir af leik- mönnum liðsins frá i fyrra eru hættir og mestu munar auðvitað fyrir liðið að missa Arna Indriða- son. MÖRK HK: Björn Blöndal 7, Ragnar Ölafsson 7, Kristinn Ól- afsson 6, Karl Jóhannsson 5, Stef- án Halldórsson 4, Hilmar Sigur- gislason 3 og Jón Einarsson 2 mörk. MÖRK GRÓTTU: Grétar Vil- mundarson 5, Gunnar Lúðvíksson 4, Magnús Margeirsson 4, Axel FriðrikSson 3 og Þór Ottesen 3 mörk. _ SS. Þessi mynd var tekin er Stjarnan og HK léku á dögunum. Hilmar Sigurgfslason hefur lyft sér upp og skýtur að marki Stjörnunnar. Jón var maðurinn á bak við sigur KA KA LÉK sinn fyrsta leik á heima- velli í 2. deildinni f handknattleik að þessu sinni, á laugardag. Mót- herjarnir voru Stjarnan úrGarða- bæ og sigruðu heimamenn örugg- lega meö 22 mörkum gegn 19, eftir að hafa leitt f hálfleik með 13 mörkum gegn 7. Leikur liðanna var annars nokkuð vel leikinn og skemmti- legur á að horfa. KA náði foryst- unni í upphafi, komst í þrjú gegn einu, en Stjarnan náði að jafna og bætti um betur, náði forystu, fjög- ur gegn þremur. Smám saman náði KA síðan afgerandi forystu og leiddi i héli með 13 mörkum gegn sjö sem fyrr getur. Fljótlega í síðari hálfleiknum tókst Stjörnunni að minnka mun- inn niður í þrjú mörk, en aldrei dró meira saman með liðunum en það og úrslitin urðu 22 gegn 19, KA í vil. í þessum leik skartaði KA nýj- um leikmanni, Jóni Haukssyni, sem áður lék með Haukum, fyrsta sinni. Jón átti afburða leik, eink- um í fyrri hálfleik, skoraði þá sex mörk, en alls urðu rhörk hans níu. Ekki leikur efi á að Jón mun styrkja lið KA mikið og ekki kæmi undirrituðum á óvart þó KA mundi blanda sér mjög i bar- áttuna um sæti i 1. deild, jafnvel þó lióið hafi tapað sínum fyrsta leik í mótinu. Lið KA hefir orðið fyrir þung- um búsifjum frá því í fyrra. Þann- ig hefir Hörður Hilmarsson horf- ið frá félaginu. leikur reyndar með Stjörnunni, sem hann og þjálfar. Halldór Rafnsson, sem í mörg ár hefir verið einn af burðarásum handknattleiks á Akureyri, er frá vegna meiðsla og þannig mætti áfram telja. KA hef- ir hins vegar fengið nokkurn liðs- auka, Jón Hauksson, sem fýrr get- ur og nafna hans, Jón Árna Rúnarsson, sem áður lék með Fram. Þá hefir Sigurður Ágúst Sigurðsson, sem áður lék með ÍR, einnig gengið í raðir KA, en hann lék ekki að þessu sinni. Auk Jóns Haukssonar áttu Jón Árni, Þor- leifur og Ármann Sverrisson (einnig kunnur knattspyrnu- maður með KA) góðan leik. Undirritaður er reyndar ekki i vafa um að Þorleifur væri með fjölda landsleikja að baki, ef hann hefði búið á „réttum stað“ i henni veröld. Lið Stjörnunnar er skipað nokkuð sterkum einstaklingum. Aðal liðsins er varnarleikurinn, en sóknin mun síðri. Hörður Hilmarsson, núverandi þjálfari Stjörnunnar, á án efa eftir að sníða vissa vankanta af sóknar- leiknum, og þegar það hefir tek- ist, má telja víst að Stjarnan verði öllum liðunum i 2. deild skeinu- hætt. Hörður bar uppi sóknarleik- inn, en auk hans áttu Magnús Arnarson, sterkur linumaður, og nafni hans Teitsson, góðan leik. Ágætir dómarar þessa leiks voru Jón Magnússon og Pétur Christiansen. Mörk KA: Jón Hauksson 9 (3), Þorleifur 4, Páll Kristjánsson og Jón Árni 3 hvor, Armann 2 og Sigurður Sigurðssón eitt. Mörk Stjörnunnar: Magnús Teits- son 8 (7), Hörður 6, Magnús Arnarson 2, Logi Ólafsson, Eggert Isdal og Baldur Svavarsson eitt hver. Sigb. G. Dönsku Norðurlandameistararnir í handknattleik 1977. Lengst til vinstri er fyrirliði liðsins, Anders Dahl-Nielsen, sem var markhæsti leikmaður Norðurlandamótsins, en sá er heldur á bikarnum er Tliomas Pazy, en hann skoraði sigurmarkið í leiknum við Svía. Danir meistarar eftir fram- lengdan hörkuleik við Svía MARK sem hinn hávaxni leik- maður Thomas Pazy skoraði fyrir Dani á lokasekúndum framleng- ingar í úrslitaleik þeirra við Svía f Norðuriandamótinu, færði Dön- um titilinn að þessu sinni, en Thomas þessi er félagi Ólafs Benediktssonar í sænska liðinu Olympía. Hafði hann sannarlega heppnina með sér þegar hann skaut, þar sem færið var lokað, en sænski markvörðiirinn kom ekki auga á knöttinn fyrr en hann var að sigla í markið hjá honum, og þvf fór sem fór. Var gleði Dan- anna að leikslokum mikil og inni- leg, en fullyrða má að þeir áttu á að skipa heilsteyptasta liðinu í þessu móti og voru því vel að sigrinum komnir. Úrslitaleikurinn á sunnudaginn bar einkum keim af tvennu. Mik- illi spennu leikmanna, og furðu- legum rosta þeirra í garð íslenzku dómaranna Björns Kristjánssonar og Óla Olsen. Þeim Birni og Óla urðu á mistök snemma í leiknum í sambandi við útafrekstur eins leikmanns sænska liðsins, og eftir það höfðu leikmennirnir og for- ystumenn lióanna ekki við að lýsa vanþóknun sinni á öllum dómum þeirra. Slíkt var þó siður en svo réttmætt. Leikurinn var mjög erfiður að dæma, og þeir Björn og Óli komust yfirleitt ágætlega frá hlutverki sinu — voru i það minnsta sízt slakari en dómara- pörin frá Noregi og Danmörku sem dæmdu i móti þessu. Harka og barátta var einkenni þessa leiks, rétt eins og alltaf mun vera er Svíar og Danir mætast á íþróttavelli. Framan af fyrri hálf- leik var leikurinn mjög jafn, en þar kom að Svíarnir tóku að síga frammúr og höfðu þeir náð þriggja marka forystu i hálfleik 10—7. Þá forystu juku þeir siðan í 12—7 eða fimm mörk i byrjun seinni hálfleiks, og áttu þá flestir von á að úrslitin værðu ráðin. En Danir höfðu einnig verið fimm mörk undir í leik sínum við ís- lendinga á laugardaginn og bar- átta þeirra og frammistaða i seinni hálfleiknum vai' afskap- lega skemmtileg og leikur liðsins oft með miklum ágætum. Enginn átti þó stærri hlut að máli en fyrirliði liðsins, Anders Dahl- Nielsen. Á laugardaginn var það hann sem fór með íslendinga, en hann fór svo jafnvel enn verr með Svia á sunnudaginn. Af sfðustu 10 mörkum Dananna skoraði hann sjálfur 7, og tvö af hinum komu eftir fallegar línusendingar hans! Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 17—17 og höfðu Sví- ar jafnað á síðustu stundu. Þurfti að framlengja í 2x5 minútur og eftir fyrri hluta þeirrar framleng- ingar var enn jafnt 19—19. Dahl Nielsen færði liði sínu forystu á fyrstu mínútu seinni hálfleiks framlengingarinnar, en Svíar náðu að jafna og stóð 20—20, unz Thomas Pazy tókst að skora úr- slitamark þessa skemmtilega leiks. Konungur vallarins í leiknum var tvímælalaust Anders Dahl Nielsen og féll frábær frammi- staða Bo Andersons í sænska landslióinu jafnvel í skuggann. Leikmaður sem Nielsen er virði þyngdar sinnar í góðmálmi fyrir hvaða handknattleikslandslið sem er. Mörk Danmerkur: Anders Dahl Nielsen 10, Michael Berg 4, Thomas Pazy 3, Thor Munkager 2, Morten S. Christensen 1, Henrik Jacobsgaard 1. Mörk Svíþjóðár: Bo Anderson 5, Göran Gustafson 3, Bengt Hakanson 3, Basti Rasmussen 2, Claes Ribendahl 2, Dan Eriksson 2, Lars Goran Jonsson 1, Sven- Ake Frick 1, Ingemar Anderson 1. Stjarnan vann yfirburðasigur yfir Þór A SUNNUDAG léku Þór og Stjarnan í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik og fór leikurinn fram á Akureyri. Skemmst er frá því að segja að heimamenn voru teknir f kennslustund, Stjafnan sigraði með 30 mörkum gegn 19, eftir að hafa leitt í leikhléi með 15 mörkum gegn 8. Leikurinn var lítt skemmtileg- ur á að horfa, til þess voru yfir- burðir Stjörnunnar of miklir. Þannig skoraði Stjarnan sjö fyrstu niörk leiksins. Það var ekki fyrr en um miðbik f.vrri hálfleiks, sem Þórsurum tókst að komast á blað. Þessu sjö marka forskoti hélt Stjarnan út fyrri hálfleik og leiddi með 15 gegn 8 í hléi sem fyrr st'gir. I síðari hálfleiknum hélt Stjarn- an áfram að auka forskotið og sigraði með ellefu marka ntun, 30 gegn 19. Vist er að Stjarnan getur orðið hvaða liði sem er skeinuhætt, einkum þó á heimavelli sinum. Varnarleikur Stjörnunnar er prýðilegur, en ýmsir agnúar á sóknarleiknum, sem leikmönnum tekst án efa að sníða af þegar fram liða stundir. Hörður Hilmarsson er potturinn og pann- an i leik liðsins, en auk hans áttu Eyjólfur Bragason og Magnúsarn- ir, Teitsson og Andrésson ágætan leik. Þáttur markvarðarins, Ómars Karlssonar, var stór í þess- um leik. Hvað eftir annað varði hann glæsilega og átti hann ekki minnstan þátt í þessum yfirburða sigri Stjörnunnar. Þessi leikur var fyrsti leikur Þórs i deildinni. Ef til vill er liðið ekki komið í mikla æfingu, en hitt er Ijóst að langt er síðan Þórsarar hafa haft jafn slöku liði á að skípa. Þar skilur Þorbjörn Jens- son eftir vandfyllt skarð. Þá er markvarslan höfuðverkur. Það var varla að markverðir liðsins verðu skot í þessum Ieik, en þess ber og að gæta að vörnin var afar slök. Ef ekki verður á mikil breyt- ing gæti hlutskipti Þórs orðið að berjast fyrir sæti sinu í deildinni og gæti það orðið erfið barátta. Sigtryggur Guðlaugsson og Jón Sigurðsson voru einna skástir Þórsara. Jón Magnússon og Pétur Christiansen dæmdu leikinn og skiluðu sfnu hlutverki nokkuð vel. Mörk Stjörnunnar: Hörður 7, Magnús Teitsson 7 (3), Eyjólfur 6, Eggert Isdal 3, Baldur Svavars- son 2. Magnús Andrésson. Magnús Arnarson, Þorvarðu. Þórðarson, Guðlaugur Jónsson og Árni Björnsson eitt mark hver. Mörk Þórs: Sigtryggur 7 (3). Jón 4, Gunnar Gunnarsson 3, Arni Gunnarsson 2. Aðalsteinn Sigur- geirsson, Óskar Gunnarsson og Halldór Halldórsson eitt mark hver. Sigb.G. V/ f t ‘ •' \j / \ ti./t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.