Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1977 Prófkjör ti! Alþingis í Reykjavik: FRAMBJÓÐENDUR KYNNTIR Albert Guðmundsson, alþingismaður 54 ára Laufásvegi 68. Maki: Brynhildur Jóhannsdóttir. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eiga sér stað skoð- anaskipti fulltrúa sjálfstæðisfólks alls staðar að af land- inu. Sú stefnuskrá, sem þar er samin, er þverskurður af lifsskoðunum okkar sjálfstæðismanna. Þeirri stefnu sem flokkurinn mótar á landsfundi er ég fylgjandi svo í henni felst viðhorf mitt til þjóðmála, og henni hef ég leitazt við að fylgja. Samandregið kemur því viðhorf mitt til þjóðmála og starfa á Alþingi fram i kjörorði flokksins: „Gjör rétt — þol ei órétt." Ellert B. Schram, alþingismaður 38 ára Stýrimannastíg 15. Maki: Anna G. Ásgeirsdóttir. Hver er afstaða þin til þjóðmála og starfa Alþingis? Afstaða mín til þjóðmála hefur komið fram í störfum mínum á Alþingi undanfarin 6 ár, tillögum og málflutn- ingi sem og blaðagreinum og ræðum um hin margvísleg- ustu þjóðfélagsmál. Ég ann frjálsu og frjálslyndu þjóðfélagi, þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín til orðs og æðis. Ég styð þá þjóðmálastefnu, sem kemur fram í öflugum einka- og félagarekstri og efnahagslegu sjálfsforræði annars vegar og réttlátri, félagslegri samhjálp hins vegar. Þetta hvort tveggja fer saman í stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Hitt er rétt, að langt er frá því að flokkurinn hafi náð öllum stefnumálum, þar má eink- um nefna óeðlileg ríkisumsvif, ÚFelta verðlagslöggjöf og skilningsleysi á málum frjáls atvinnurekstrar. Að einhverju leyti má varpa sókninni á andvaraleysi flokksins sjálfs, en ekki síður þá staðreynd að hann hefur ekki haft meirihluta á þingi til að hindra henni í framkvæmd. Einmitt þess vegna er það brýnna nú en nokkru sinni fyrr, að sjálfstæðismenn standi vörð um flokk sinn — láti ekki deigan síga. Stjórnmálabarátta leiðir ekki alitaf af sér sigra og leiðarlok. Þvert á móti tekur hún aldrei enda, og ekki hvað síst þess vegna eru stjórnmál barátta, að hennar er þörf ef á móti blæs. Án Sjálfstæðisflokksins væri íslenzkt þjóðfélag ekki það sem það er í dag. Með meiri styrk flokksins mun það áfram þróast til réttrar áttar. Störf Alþingis eru margþættari en svo, að unnt sé að leggja einhlítan dóm á þau. En sú gagnrýni, sem fram hefur komið gagnvart Alþingi og alþingismönnum, er sönnun þess, að fólkið í landinu geri kröfur til þess, og lítur á það sem tákn lýðræðis og frelsis. Til þess, að svo megi verða í reynd, þarf mörgu að breyta í starfsháttum þingsins og starfsaðstöðu þing- manna. Það verður ekki rakið hér, en á það minnt að alþingi er ekki eingöngu vettvangur þeirra, sem þar sitja hverju sinni, heldur fólksins, sem velur þá. Það er þing þjóðarinnar. Friðrik Sophusson, frkvstj. 34 ára Öldugötu 29. Maki: Helga Jóakimsdóttir. Viðhorf mitt til Þjóðmála mótast fyrst og fremst af starfi mínu sem formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna undanfarin ár. A þeim tíma mörkuðu ungir sjálfstæðismenn stefnu í veigamiklum málum. Vald- dreifingin i þjóðfélaginu, nýsköpun einkareksturs, bar- áttan gegn verðbólgu og samdrátturinn í ríkisbúskapn- um undir kjörorðinu „Báknið burt“ eru allt baráttumál, sem grundvölluð eru á vinnu og sjónarmiðum ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum. Þessi stefnumál eiga vax- andi fylgi að fagna, ekki aðeins innan Sjálfstæðisflokks- ins, heldur og meðal allra þeirra, sem koma vilja i veg fyrir áframhaldandi skipulagslausa útþenslu ríkiskerf- isins, en efla þess í stað frumkvæði og framtaksmátt einstaklinganna í þjóðfélaginu. Ungt, frjálslynt fólk vill sjálft takast á við vandamálin, en ekki ýta þeim til ríkisins eða komandi kynslóða. Með framboði minu í prófkjörinu vil ég berjast með þeim, og fyrir þá, sem vilja standa á eigin fótum, axla ábyrgð gerða sinna og njóta verka sinna. Ég sé enga ástæðu til þess, að alþingismenn eigi sæti í stjórnum opinberra fyrirtækja og stofnana, og enn siður er það í verkahring þingmanna að hreiðra um sig sem úthlutunarstjórar í lánastofnum ríkisins. Að mínu mati eiga þingmenn fremur að móta skýra stefnu og setja þjóðinni starfsramma, sem gefur einstaklingunum nægilegt athafnarými til að leysa úr læðingi fram- kvæmdavilja þeirra. Það eru úrelt viðhorf, að öll mann- leg úrlausnarefni verði Ieyst fyrir atbeina ríkisvaldsins. Hlutverk stjórnmálamanna er að standa við stjórnvöl- inn en ekki að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Geirþrúður H. Bernhöft, ellimálafull- trúi, 56 ára Garðastræti 44. Maki: Sverrir Bernhöft. Það hlýtur að vera öllum Islendingum augljós stað- reynd, að enginn, hvorki einstaklingur eða þjóð, getur til lengdar eytt meiru en aflað er. Enginn kemst hjá því að greiða skuldir sínar. Það getur verið óþægilegt í bili, — en aldrei er hægt að öðlast neitt, sem er nokkurs virði, — nema að leggja eitthvað á sig i staðinn. Verð- bólguvandamálið verðum við að leysa. Sjálfstæðisflokkurinn er eini íslenzki stjórnmála- flokkurinn, sem leggur áherzlu á, að tekið sé jafnt tillit til allra stétta þjóðfélagsins og allra landsmanna, hvar í sveit sem þeir búa. Hugsjón Sjálfstæðisflokksins er, að allar stéttir vinni saman, snúi saman bökum — stétt með stétt —, að ekki sé barizt fyrir hag einnar stéttar á kostnað annarra, og unnið sé markvisst að réttlátri skiptingu þeirra tekna, sem þjóðin aflar á hverjum tíma. Það, sem hverjum manni er mest virði í lífinu, er frelsið, — frelsi til orðs og æðis, frelsi til að hugsa og tjá sig, frelsi til að hlusta og frelsi til að tala, einstaklings- frelsi og athafnafrelsi. * Við verðum að standa vörð um frelsi landsins og sjálfstæði þjóðarinnar, það er grundvallarskilyrði þess, að einstaklingurinn fái að njóta sin. Við verðum að standa vörð um íslenzka tungu, bók- menntir okkar og listir og alda gamla íslenzka menn- ingu. Við verðum að standa vörð um lýðræði og þingræði. Við verðum að standa vörð um það félagslega öryggi, sem þegar er fengið, og bæta úr, þar sem úrbóta er þörf. Við verðum að standa vörð um kristna trú og efla siðgæði, tillitsemi og sjálfsaga hjá íslenzku þjóðinni. I fyrra urðu 32,6% árekstra vegna þess að aðalbrautarréttur og almenn- ur umferðarréttur voru ekki virtir AR eftir ár verður fjöldi árekstra vegna þess að aðal- brautarréttur og almennur umferðarréttur er ekki virtur. Samkvæmt upplýsingum Óskars Ólasonar yfirlögreglu- þjóns urðu 609 árekstrar í fyrra vegna þess aðalbrautar- réttur var ekki virtur eða 1 7% allra árekstra i Reykja- vík og 572 árekstrar urðu vegna þess að almennur umferðarréttur var ekki virtur, þ.e. reglan varúð til hægri. Þetta voru 15,6% allra árekstra í Reykjavík i fyrra. Samtals eru þetta 32,6% og árið á undan. þ.e. árið 1975 var hlutfallið hærra, en þá mátti rekja 34,6% allra árekstra i Reykjavík til þess að almenni umferðarrétturinn og aðal- brautarrétturinn, bið- og stöðvunarskyldan, voru ekki virt. í 48. grein umferðarlaganna i 2. málsgrein segir: „Vegur nýtur aðalbrautarréttar, ef vegur, sem að honum liggur, er víð vegamót merktur biðskyldu eða stöðvunar- skyldumerkjum." Þrátt fyrir að umferðarmerki séu við allar hliðargötur sem að aðalbrautinni liggja verður það svo ár eftir ár að ökumenn virða ekki þessi merki eða a.m k sýnir reynslan að alltof oft aka ökumenn út á aðal- brautina og i veg fyrir þá, sem þar eru á ferð. Á árinu 1976 urðu 609 árekstrar í Reykjavík, sem rekja mátti til þess, að aðalbrautarréttur var ekki virtur. Ekki stafar þetta af þvi að ökumenn þekki ekki biðskyldu- og stöðvunarskyldu- merkin, heldur er orsakanna að leita í því að ökumenn tefla á tæpasta vað, misreikna fjar- lægðir, eða hreinlega athuga ekki nógu vel í kringum sig. Örlitil dvöl og þar með betri yfirsýn yfir gatnamótin er allt sem þarf til þess að stórlega sé hægt að fækka þessum árekstr- um. Það ættí að vera Sérstaklega þarf að huga að hinum almenna umferSarrétti, þar sem út sýni er litið viS gatnamót og höfða umferSarlögin þá bæSi til þess. sem nýtur réttarins og hins, sem nýtui hans ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.