Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 23
— Dýrt að vera íslendingur Framhald af bls. 10 Að Ieggja niður stofnanir A uppgangstímum eins og hér hafa verið undanfarna ára- tugi er eðlilegt að stöðugt sé verið að setja á fót nýjar ríkis- stofanir, sem eiga að sinna ákveðnum verkefnum. En við verðum einnig að læra að leggja niður stofnanir þegar þær hafa skilað sinu hlutverki. I vaxandi mæli getum við gert ráð fyrir að ríkið verði að sinna þeim verkefnum, sem við get- um flokkað undir langtímafjár- festingu svo og þjónustu, sem enginn mikill hluti af skóla- kerfinu og æðri menntun svo og þorrinn af allri heilbirgðis- þjónustu svo dæmi séu nefnd. Sú starfsemi, sem gefur af sér arð á skemmri tíma t.d. bíla- skoðun húsateikningar á ekki framar erindi inn í rikisbáknið. — Bætir ekki kostnaðar- hækkanir Framhald af bls. 2 Ljóst er að á þessu ári munu laun verzlunarfólks hækka um allt að 60%. stórfelld hækkun hefur orðið á húsaleigu, síma, rafmagni, hita og síðast en ekki sizt vöxtum, sem eru að verða sifellt meiri byrði á verzlun- inni eins og öðrum atvinnugreinum. Það er ekkert vafamál að veltuaukn- ing verzlunarinnar á þessu ári getur alls ekki staðið undir þeim kostnaðarauka, sem verzlunin verð- ur fyrir á árinu ” „Fulltrúar launþega í verðlags- nefnd greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu að hækka álagninguna um 10%," sagði Georg, er Mbl spurði um afstöðu verðlagsnefndarmanna „En hins vegar voru allir þeir, sem tóku til máls á fundinum, bæði full- trúar launþega og aðrir, sammála um að lagfæra þyrfti álagningar- reglurnar að einhverju leyti. Menn MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1977 23 voru hms vegar ekki sammála um, hvernig að því skyldi staðið." „Ég er undrandi á þeim málflutn- ingi, sem birtist í Þjóðviljanum,” sagði Georg, er Mbl bar undir hann þá fullyrðingu Þjóðviljans, að verð- lagsnefnd hefði með samþykktinni „fært verzluninni 3000 milljónir króna ” „Blaðið slær fram tölu. sem það ber Þjóðhagsstofnun fyrir, og þessu er slegið skýringarlaust upp yfir for- síðu blaðsins og að þvi látið liggja að þessi álagningarhækkun renni beint i vasa innflytjenda og kaup- manna Ég hef átt tal við fulltrúa þann hjá Þjóðhagsstofnun, sem gaf blaða- manni Þjóðviljans upplýsingarnar, og kom i Ijós, að mn i dæmið voru reiknaðir stórir vöruflokkar, sem njóta ekki þessarar álagningar- hækkunar, eins og til dæmis land- búnaðarvörur, fiskur, lyf og tóbak Með þvi einu að taka þessa vöru- flokka út úr dæminu má lækka tölu Þjóðviljans um mörg hundruð milljónir, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir enn ” — Stórminnkuð kerfisafskipti Framhald af bls. 10 hægt er að láta einstakiinga og samtök þeirra gera muni bera meiri og betri árangur en undir stjórn ópersónulegs ríkisvalds. Þetta sannast á mörgum dæm- um um taprekstur ríkisins. Mér finnst einnig fráleitt að bankastjórar rákisbankanna og menn i bartkaráði séu valdir eftir sjálfskipuðum leikreglum stjórnmálaflokka. Það er raun- ar enn ein sönnunin fyrir sam- tryggingu flokkanna. Oheyri- legt er að næstum allt fjármagn þjóðarinnar skuli vera f hönd- um stjórnmáiamanna og mönn- um kosnum af þeim, til úthlut- unar. Vel gæti verið að ef þessu væri ekki svona hagað ættum við ekkert Kröfluævintýri eða upphaf að Borgarfjarðarbrú, o.s.frv. DÓMSVALD Dómsvaldið er þriðji þáttur rikisvaldsins. Það á að tryggja réttvisi og réttaröryggi allra einstaklinga þjóðfélagsins. Það er þvi eina vörn einstaklingsins gegn löggjafarvaldinu og fram- kvæmdavaldinu og þá sérstak- lega framkvæmdavaldinu. Öll- um ætti þvi að vera ljóst mikil- vægi þess að dómsvaldið sé sem sjálfstæðast tii þess að tryggja öryggi einstakliiigsins sem allra mest. Hvernig hefur þessu nú verið háttað? DÆMI: Asókn hefur verið frá framkvæmdavaldi og lög- gjafarvaldi í að hefta sjálfsta'ði dómstóla sérstaklega með laga- setningum sem gefa dómsmála- ráðherra vald til að skipa sér- staka umboðsdómara og sett þá hinn reglulega héraðsdómara úr leik, einnig losaráleg ákvæði laga um dómarafulltrúa sem inna af höndum umfangsmikil dómarastörf og tilhneigingu löggjafarvaldsins tal að koma á fót sérdómstólum afýmsu tagi. DÆMI: Að mínum dómi er dómsvaldið alls ekki nógu sjálf- stætt fjárhagslega. Dómsvaldið þarf að leita undir fram- kvæmdavaldið með alls konar smásmugulegar fjárveitingar. Hljóta allir að sjá hættuna því samfara. Ég tel að það verði að tryggja dómurum góð laun til þess að gera þá hæfari til að gæta réttvísi og réttaröryggis þegnanna, því enginn er óháð- ur, sem ekki er fjárhagslega óháður. DÆMl: Utan Stór- Reykjavíkursvæðisins er aðal- starf sýslumanna og bæjarfó- geta að annast innheimtu fyrir rikið. jafnframt eiga þeir að heila sjálfstæðir dómendur. Ekki finnst mér réttaröryggis einstaklinga vel gætt með slík- um ráðstöfunum. Hér hef ég stiklað á stóru, ekki einu sanni nefnt landbún- aðarstefnu ríkisins, sem er raunar efni í aðra grein. né heldur marga aðra málaflokka sem brýn nauðsyn væri að fjalla um, en meginuppistaða málflutnings mlns hlýtur að vera ölium Ijós: KRAFA UM STÓRMINNKUÐ KERFISAF- SKIPTI OG MEIRA RÉTTAR- ÖRYGGI EINSTAKLINGSINS GAGNVART KERFINU. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ekki verður koinist hjá afskiptum ríkisvaldsins en ég sem hægri maður og sjálf- stæðismaður mun beita mér af alefli (vonandi með hjálp flokksfélaga minna) að því að þessi afskipti verða STÖR- LEGA dregin saman. — Afmæli Lýður Framhald af bls. 13 manna. Þeir lögðu velskipulagt vegakerfi um Flóann, svo það var algjörlega tryggt, að þeir gætu alltaf flutt mjólkina í mjólkurbú- ið. Þeir höfðu áhrif á löggjafar- valdið og sett voru mjólkurlög i landið, sem höfðu geysileg áhrif, og tryggðu afkomu sunnlenskra bænda. Lýður Guðmundsson var alinn upp við þessar hugsjónir. Hann hóf lífsstarf sitt i þeirri von, að undirstaða þess væri tryggð með hinum miklu og nútímalegu fram- kvæmdum í héraðinu. Hann varð þátttakandi í því að treysta þessar framkvæmdir og efla skipulag þeirra og stjórnun. Starf hans í þessum efnum hefur verið einlæg sigurganga. Þeir sem muna eftir ástandinu i sveitunum fyrir þetta framfaraskeið, sjá greinilega muninn. Afkoma bændanna hef- ur breytzt úr basli fátæktar og vangetu í blómlega afkomu, trygga og örugga. Það á að meta lífsstarf þeirra manna, er unnu að þessu meira en gert hefur verið. Lýður hreppstjóri Guðmunds- son í Litlu Sandvík hefur verið allan sinn búskap, einn af dug- mestu bændum héraðsins. Hann hefur gert miklar jarðabætur á jörð sinni, bæði í ræktun og flest- um öðrum framkvæmdum er geta átt sér stað á sveitabýli. Bú- skapurinn hefur orðið honum mikið og skemmtilegt ævistarf, sem hann hefur notið í ríkulegum ávöxtum starfsins. Hann hefur aukið hróður sunnlenzkra bænda, jafnt af erfiði bóndans, og þátt- töku og forustu i félagsmálum stéttar sinnar, sveitar og héraðs. Hamingja hans er uppskera iðj- unnar á öllum sviðúm þess mann- lega, sem getur orðið fremst. 1 starfi hans hefur það orðið til sanns, að bóndinn er bústólpi þjóðfélags nútímans, eins og allt- af hefur verið og verða mun. Lýður í Sandvík er þrátt fyrir mikil störf á sviði félagsmála, maður kyrrðarinnar og hins hæg- láta fars. Hann fer ekki með hávaða né löngum ræðum á mannfundum eða mannamótum. En honum verður samt ágengt. Hann vinnur meðal kunningja sinna, vina og sveitunga, éflir málstað sinn með rólegri yfirveg- un og rökrænum málflutningi. Hann er maður góðgjarn og veit- andi í hvívetna. Málfærsla hans er grunduð og föst. Þetta eru ein- mitt einkenni árneskra bænda, þeirra bænda, sem hafa mótað þær miklu framkvæmdir á Iíðandi öld, og eru einsdæmi í íslenzkri landbúnaðarsögu. Saga íslenzkra stórbýla er oft bundin sköpun hvarfa og breyt- inga, — og jafnvel því sem verra er. — En á nokkrum stöðum í sunnlenzkum sveitum eru stór- býli, sem ekki eru bundin þessu. Þar er von til, að framtíðin beri í skauti sér áframhaldandi starf, áframhaldandi framfarir og festu. Eg held, að ég eygi þessa framtíð á stórbýlinu Litlu Sand- vik í Flóa. Sonur hefur tekið við af föður sínum og heldur áfram sömu störfum og hann, sömu reisn og forfeðurnir, ræktar sama landið og byggir á sömu undir- stöðu og þeir. Framtíðin leikur um slík tún eins og bezt er lýst í goðsögum fornum. Ég óska Lýði hreppstjóra Guð- mundssyni í Litlu Sandvík til hamingju á þessum merku tíma- mótum, um leið og ég þakka fyrir góða vináttu og löng kynni. Jafn- framt sendi ég konu hans, Aldisi Pálsdóttur, og börnum þeirra og fjölskyldum óskir um, að þau megi njóta sambúðár og návistar húsbóndans á höfuðbólinu i Litlu Sandvík sem allra lengst. Jón Gíslason. GIFURLEGT URVAL ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.