Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 19
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977 19 Frctfir i stuttu niáli Viðbótartillaga Magnúsar Kjartanssonar: i----------------------- „Skal hann dæmdur í þrælkunarvinnu” Skipulagning orkumála, tillaga framsóknarmanna íslenzk stafsetning, viðaukatillaga. Magnús Kjartansson (Abl) hefur flutt viðaukatillögu við fyrri tillögu sína til breytingar á þingsályktunartillögu 1 1 þingmanna um íslenzka staf- setningu. Fyrri tillaga M Kj gekk út á það, að tekinn skyldi upp framburður fornmanna og notkun ýmissa stafa úr fornu ritmáli, er löngu eru horfnir úr Handavinnusala Hveragerði — 17. nóvember VISTFÓLK á Elliheimilinu Ás í Hveragerði heldur sína árlegu handavinnu- sölu á sunnudag kl. 3 e.h. Eins og vant er þá er mikið af eigulegum hlutum á boðstólunum eftir gamla fólkið. Georg. Leiðrétting Föðurnafn Gunnars Jónassonar verzlunarmanns, sem er á próf- kjörslista Sjálfstæðisflokksins, misritaðist í blaðinu i gær. Biðst blaðið velvirðingar á þeim mistök- um. Tónlistarfélagið: Stadivari-Kvartettinn leikur málinu — sem og viðurlög gegn brotum þar á, m a svipting þingsetu Viðaukatillagan hljóðar svo Við tillöguna bætist (að undirlagi Friðriks Þórðarsonar málvísinda- manns við Óslóarháskóla): Þá skal og skáldum skyldugt að yrkja samkvæmt þeim undirstöðu- reglum norrænnar bragfræði sem héldust fram á daga Jóns biskups Arasonar, er síðastur var réttur biskup á islandi, og breyting sú varð á íslensku máli sem kennd er við hljóðdvalarbyltingu. Alþingi lýsir því yfir að öll skáld, er ort hafa á íslandi síðan Jón biskup andaðist, skuli heita leirskáld og gengur yfirlýsing þessi í gildi við næstu áramót. Nú brýtur maður i gegn þessum lýðræðislegum vilja þjóðarsamkundu vorrar, og skal hann dæmdur i þrælkunarvinnu. Skal setja á stofn vinnusveitir þessu til framkvæmdar, og sé það verkefni þeirra að rifa niður, sprengja i loft upp og brenna að köldum kolum vighreiður þau er vesturheimsmenn hafa komið sér upp á Rosmhvalanesi og annars staðar á landinu, og afmá þau uns þeirra sér engan stað framar. Er það vilji Alþingis að það verði mjög i sama mund að fullnuð séu ákvæði þessarar þingsályktunar og sauðfjár- hagar eru algrónir á Rosmhvalanesi. Ein iandsveita. Steingrímur Hermannsson (F) mælti fyrir tillögu til þingsályktunar, er framsóknarþingmenn flytja, um skipan orkumála, sem gerir ráð fyrir að stefnt skuli að einni landsveitu í orkuöflun, jöfnun orkukostnaðar, samtengingu orkusvæða o.s.frv Ragnar Arnalds (Abl) tók undir ýmsa efmsþræði i til- lögu framsóknarmanna. en taldi hana þó ganga of skammt „Hættan er sú að þróunin gangi ekki alla leið að settu marki og landshlutaveiturnar festist i sessi,” sagði Ragnar Kvarvel Pálma- son (SFV) taldi Steingrim hafa gengið á samkomulag í byggðanefnd um, að ræða mál sem þessi þar, áður en formlega væru flutt á þingi Auk þessa gengi þessi tillaga nokkuð „á skjön við” lög um Orkubú Vestfjarða (sem fjalla bæði um raforku og jarðvarma). er Steingrímur og Gunnlaugur Finns- son hefðu báðir fylgt, á öllum stigum þess máls Tónmenntafræðsla í grunnskóla Sigurlaug Bjarnadóttir (S) mælti fyrir tillögu um tónmenntafræðslu i grunnskóla, sem hún flytur ásamt fleiri þingmönnum Framsögu Sigurlaugar verða gerð nánari skil á þingsíðu blaðsins síðar Varnir gegn ágangi sjávar Geir Gunnarsson (Abl) mælti fyrir tillögu þingmanna Reyknesinga um varnir gegn ágangi S|ávar við sunnan- verðan Faxatlóa STRADIVARI-kvartettinn frá Bandarfkjunum leikur í Austur- bæjarbfói nk. laugardag kl. 2.30 á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavfk. Kvartett þessi hefur áður komið fram á tónleikum hjá félaginu eða f f.vrra og vakti þá mikla hrifningu áheyrenda. samkvæmt frétt Tónlistar- félagsins. Stradivari-kvartettinn skipa eftirtaldir menn: Allen Ohmes 1. fiðla Don Haines 2. fiðla, William Preuil lágfiðla, og Charles Wendt selló. Á efnisskrá tónleikanna á laugardaginn er strengjakvartett í B-dúr K. 458 eftir Mozart, Strengjakvartett nr. 5 eftir Bartók og siðasta verk eftir hlé verður Strengjakvartett í F-dúr op. 96, éða hinn svokallaði ,,hinn ameríski" kvartett eftir Dvorák. Þarnæstu tónleikar félagsins eru þann 26. nóvember, kl. 2.30 i Austurbæjarbíói. Þá kemur fram ungur píanóleikari að nafi LUBA TIMOFEYEVA frá Rússlandi. Nánar veróur sagt síðar frá þeim tónleikum í fréttum. Bleiki Pardusiní\ Þinghohsstræti 1 NÝyERZLUN Glænýjar vörur: jólakjólar, tweed kjólar peysur og U.F.O. gallabuxur Tízkufatnaður fyrir börn og unglinga. Frystiskapar og kistur i urvali fra Bauknecht * Fljót og örugg frysting. * Öruggar og ódýrar i rekstri. * Sérstakt hraðfrystihólf. * Einangraðar að innan með áli. * Eru med inniljósi og læsingu. * 3 öryggistjós sem sýna ástand tækisins og margir fleiri kostir. Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur. auknedit veit hvers konan þarfnast SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA ARMULA 3 REYKJAVIK, SiMI 38900 Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík PÁLL S. PÁLSSON Kosningaskrifstofan að Bergstaðastræti 14, 2. hæð er opin allan laugardaginn og sunnudaginn. Símar 24200 — 23962.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.