Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977 Minning: Hermann Kristjáns- son útgerðarmaður Fæddur 18. júní 1900. Dáinn 10. nóvember 1977. Hermann Kristjánsson forstjóri í Arnarvík er látinn. Hann lést á Borgarspítalanum 10. þessa mán- aðar af völdum hörmulegs slyss, sem hann varð fyrir fyrr um dag- inn. Hermann var fæddur 18. júní 1900 í Krossadal í Tálknafirði. Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson, bóndi þar, og kona hans Bjarney Bjarnadóttir. Hann ólst upp með foreldrum sínum fram að tvítugsaldri, en á því tímabili voru þau búsett á ýmsum bæjum í Tálknafirði. Fað- ir Hermanns stundaði sjóróðra á eigin báti, jafnframt búskapnum, eins og títt var á Vestfjörðum í þá daga. Hermann naut lítillar skóla- göngu, annarrar en einhvers barnaskólanáms. Hann byrjaði fermingarárið sitt að róa á opnum árabáti sem fullgildur háseti með föður sínum við. fjórða mann. Enda þótt Hermann væri aðeins tveggja ára gamall þegar fyrst var sett vél í bát á íslandi, en það var gert á Isafirði árið 1902, var vél- væðingin ekki orðin almenn á þeim árum, sem Hermann byrjaði sinn starfsferil. Hann fékk að reyna sig í sjómennskunni með því að teygja handíeggina á ára- hlummnum eins og margir jafn- aldrar hans gerðu á þeim tíma. Hann átti eftir að sjá fugl fegri, því hann verður ávallt talinn með þeim sem þátt hafa tekið í vélvæð- ingunni, sem átt hefur sér stað á þessari öld. Hann á þar hlut að máli bæði á sjó og í landi. Hermann byrjaði eigin útgerð á árabát í sameign með föður sín- um, sem seldi svo sinn hlut í bátnum Guðmundi Kr. Guð- mundssyni, bónda á Felli, miklum heiðursmanni og gerðu þeir Her- mann bátinn út saman um tíma. Árið 1926 flutti Hermann að Króki í Selárdal, keypti fjögra manna far, sem hann reri á um sumarið og um haustið lét hann setja i það vél og notaði bátinn þannig næstu tvö árin. Þá lét hann ásamt Júlíusi bróð- ur sínum byggja á Bíldudal opinn bát, sem sett var í vél og á þeim bát reru bræðurnir frá Selárdal næstu tvö ár. Arið 1930 fluttist Hermann til Patreksfjarðar og þaðan stund- uðu bræðurnir sjóinn á bátnum, sem hét Bliki fram til ársins 1933, að þeir seldu hann og keyptu 6 smálesta þilfarsbát, Njál, og gerðu hann út í tvö ár. Þessi útgerð á Njáli er að því ég best veit fyrsta tilraun til útgerð- ar að vetrarlagi með línu frá Pat- reksfirði. En það eru ekki allar ferðir farnar til fjár, sem farnar eru. Bátur og vél var hvort tveggja ónothæft. Báturinn gamall súð- byrðingur og vélin úr sér genginn Dannótor, sem ekki reyndist hægt að láta ganga. Bræðurna brast þó ekki kjark- inn og með aðstoð góðra manna var sett ný 30 hestafla Skandíavél í bátinn. En vélin reyndist bátnum ofviða og hann Iiðaðist í sundur undir gangi vélarinnar. Þá var fjárhagsgetan þrotin og engin önnur ráð en að gefast upp á útgerðinni. Hermann fór suður á vetrarver- tíðina 1935 og var á vélbátnum Mars, sem var gerður út frá Reykjavík. Hann leigði svo 12 tonna bát um sumarið og var á honum á handfæraveiðum við Vestfirði, en um haustið fór hann formaður með bátinn fyrir eig- andann á reknetaveiðar fyrir Norðurlandi. Að lokinni þeirri vertið tók Hermann sig upp á Patreksfirði og fluttist til Reykjavíkur. Hann vann ýmsa vinnu i Reykjavík vet- urinn 1936, en veiktist þá af iskis og gat lítið unnið. Hann keypti sér litla trillu og stundaði á henni hrognkelsaveiðar. Nokkru síðar byrjaði hann með fiskverzlun i Reykjavík og stundaði það í nokk- ur ár. Verzlunin gekk vel. Hann færði út reksturinn, verzlaði einn- ig með matvöru og rak á tímabili tvær verzlanir. Börnin voru þá farin að stálpast og unnu með honum við verzlanirnar. Það kom brátt í Ijós að hugur sonanna hneigðist að sjónum og dugnaður þeirra á þvi sviði varð fljótt kunn- ur. Arið 1952 keyptu þeir feðgar ásamt Gunnari Magnússyni 36 smálesta bát, sem þeir létu heita Arnfirðing. Þeir gerðu hann út á togveiðar og var Óskar fyrst skip- stjóri og gekk vel að fiska. Sama árið var landhelgislínan færð út og var þá ekki Iengur grundvöllur fyrir rekstri svo lítilla báta á tog- veiðum. Þá tók Gunnar Magnússon við skipstjórn á bátnum og skipt var um veiðarfæri. Byrjað var að fiska með þorskanetum og gekk útgerðin vel. Óskar var vélstjóri á bátnum og samstarf þeirra Gunn- ars og hans var með ágætum. Þessi útgerð var vísirinn að fyrirtæki þeirra félaga í Grinda- vik, Arnarvík h/f. Hermann var framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og með dugn- aði og framsækni eigendanna, hvers i sinu starfi, hefir það geng- ið svo sem raun ber vitni. Þeir létu byggja hvern bátinn eftir annan og gátu á þann veg fylgst með tækninni og haft í höndunum það besta, sem til var á hverjum tíma. Arið 1956 byggðu þeir upp fisk- verkunarstöð í Grindavik og byrj- uðu þar fiskverkun vertíðina 1957 og tóku á móti 2000 tonnum af fiski. Þeir juku síðan jafnt og þétt við stöðina, byggðu á henni hrað- frystihús og stöðin var orðin með myndarlegustu fyrirtækjum á því sviði. Hermann var dugandi sjósókn- ari meðan hann stundaði sjó, eins og honum forst vel úr hendi stjórn á þeim fyrirtækjum, sem hann rak í landi. Milli vor- og sumarvertíða á opnu bátunum fyrir vestan var hann ýmist á bátum eða togurum á vetrarvertíðum og var alltaf viðurkenndur dugandi maður. Ég man eftir því sem unglingur þegar hann sótti sjó frá Króki í Selárdal á opnum bát, niður á haf út af Arnarfirði um vetur. Hann fékk góðan afla en hreppti slæmt veður á Ieiðinni í land. Honum hlekktist ekki á, en sjómennska hans var rómuð vegna þessarar sjóferðar. Leiðir okkar Hermanns lágu fyrst saman, þegar hann fluttist til Patreksfjarðar árið 1930. Ég reri þá með föður minum svo leið- ir okkar lágu oft saman. Enda þótt þeir bræður Hermann og Júlíus væru áratugnum eldri en við, urðu þeir samt fljótt félagar okkar strákanna sem unnum við þessa atvinnugrein. Við áttum saman margar skemmtilegar stundir um helgar og í landlegum, ef við brugðum okkur á hestbak og fórum þangað, sem eitthvað var um að vera. Við litum upp til þeirra fyrir dugnað þeirra og fyr- ir það hvað þeir voru okkur ein- lægir og skemmtilegir félagar. Síðar á lifsleiðinni hélst þessi háttur á, Hermann var ávallt hrókur alls fagnaðar, boðinn og búinn til þess að gera samveru- stundirnar ánægjulegar. Við höf- um verið samferða með ferðafé- lögum innanlands og utanlands og ávallt farið vel á með okkur. Arið 1924, hinn 14. desember gengu þau í hjónaband Hermann og Guðrún Einarsdóttir. Guðrún er fædd að Uppsölum i Selárdal 19. september 1904, dótt- ir Einars Finnssonar og Sólveigar Einarsdóttur. Guðrún og Hermann eignuðust sex börn, en þau eru þessi: Sól- veig, gift Holger Clausen; Finn- ur; húsameistari, kvæntur Ingi- björgu Jóhannesdóttur; Kristján, kvæntur Asdisi Arnadóttur, hann var meðeigandi í fyrirtækinu og vann við það; Öskar, giftur Sjöfn Kristjánsdóttur, hann var lengst verkstjóri í fyrirtækinu; Stella, gift Herald Raatz, býr í Banda- ríkjunum; Björgvin, kvæntur Sig- ríði Guðmundsdóttur, hann rekur verslunarfyriræki i Reykjavík. Barnabörnin eru orðin 21. Guðrún og Hermann hafa alltaf verið félagslyndar manneskjur. Þau hafa eignast marga kunn- ingja og heimili þeirra hefur ávallt staðið opið vinum og vanda- mönnum, jafnt meðan efni voru litil og húsakynni takmörkuð og siðari árin eftir að efni bötnuðu. Einkum fyrstu árin í Reykjavík var oft mannmargt á heimili þeirra, en kunningjar aó vestan fundu hlýjar móttökur og sam- stilltan vilja beggja hjónanna til að taka á móti gestum sínum. Það var oft glatt á hjalla á heimili þeirra og oft reyndi á viljaþrek Guðrúnar og starfsorku, með stór- an barnahóp að halda heimilinu í góðu lagi. I sautján ár hafa þau búið að Hvassaleiti 87. Heimili þeirra hjóna hefur alltaf borið vitni dugnaði Guðrúnar og mynd- arskap. Hermann skilur eftir sig minn- ingu þess manns sem vann sig með dugnaði, áreiðanlegheitum, áræðni og góðri framkomu í hví- vetna á sviði útgerðar og fisk- framleiðslu, sem atvinnugreinar. Hann ávann sér trausts allra, sem hann átti viðskipti við. Við hjónin vottum Guðrúnu, börnum þeirra og öðrum fjöl- skyldumeðlimum innilega samúð okkar. Guð blessi minningu hins látna vinar. Baldur Guðmundsson. Hermann Kristjánsson lést af völdum umferðarslyss 10. þ.m. 77 ára að aldri. Ég minnist Hermanns fyrst frá þeim tima að ég var barn vestur í Tálknafirði. Hann var þá formað- ur á eigin bát er hann gerði út frá Patreksfirði. Eg fluttist til Reykjavíkur 1935 og Hermann nokkru síðar. Attum við báðir heima í Skerjafirði í nokkur ár. Árið 1952 erum við svo aftur í nábýli í Kleppsholtinu. A þeim tíma fara kynni okkar að verða nánari, er ég geng i félags- skap með honum og Öskari syni hans um útgerð á bát er við skírð- um Arnfirðing. Nokkrum árum siðar var hlutafélagið Arnarvík stofnað og bætast þá í félagsskap- inn Guðmundur bróðir minn og Kristján sonur Hermanns. Her- mann var forstjóri þessarar út- gerðar og fiskvinnslu frá byrjum og þar til um síðustu áramót að Arnarvik h.f. var seld. 1 þessu starfi var hann heill og óskiptur, enda vann hann sér og fyrirtæki Fæddur 28. júní 1904 Dáinn 13. nóvember 1977 Að morgni 13. nóv. sl. lést í Landspítalanum i Reykjavík Guð- mundur Jónsson, síðast til heimil- is að Bergstaðastræti 20 í Reykja- vík. Andlát hans bar nokkuð óvænt að, þrátt fyrir heilsuleysi á seinustu árum og tvo uppskurði á nokkurra mánaða fresti. Hann virtist á batavegi og þegar ég hitti hann síðast tveimur vikum fyrir andlátið taldi hann sig kominn yfir það versta. Ég kynntist Guðmundi fyrir nokkrum árum, er ég skrifaði eft- ir honum frásagnir af basli hans sjálfs og annarra í heimahögum hans á fyrri tíð. Kom hann heim til mín vegna þessa og sátum við margt kvöld að loknum fullum vinnudegi og störfuðum saman að þessu verki í um það bil hálft ár. Guðmundur var Strandamaður að uppruna, og þar sleit hann flestum sinum barnsskóm og mörgum stærri skónum einnig. Hann var þó fæddur á Isafirði 28. júní 1904, en þar bjuggu foreldr- ar hans nokkur ár í byrjun síns búskapar, og stundaði faðir hans smíðar. Foreldrar Quðmundar voru hjónin Jón Guðmundsson smiður ættaður frá Felli i Kolla- firði og Kristín Guðmundsdóttir frá Miðjanesi. Bræður Kristínar voru kunnir menn á sínum slóð- um, þeir Sigvaldi bóndi á Sand- nesi og Ingimundur hreppstjóri á Hellu. Fimm ára gamall fluttist Guð- mundur með foreldrum sínum að Tungugröf við Steingrímsfjörð. Þau höfðu keypt hálfa jörðina og bjuggu þar sinn búskap í tvibýli. Árið 1919 lést Kristín eftir erfið veikindi, var þá yngsta barn hennar þriggja ára. Nokkru síðar hætti Jón í Tungugröf búskap og fluttist til Hólmavíkur. Fór Guð- mundur sonur hans með honum og hugðust þeir vinna'saman við smíðar. Um veturinn veiktist Jón af lungnabólgu og lést. Var Guð- mundur á Hólmavík til vors, en þá gerðist hann vinnumaður heima i sveit sinni. Var hann síð- an all lengi vinnumaður á ýmsum bæjum uns hann byggði sér lítinn bæ í Húsavíkurlandi og kallaði Selbekk. Hafði hann þar smábú- skap og stundaði smíðar, en vann einnig sem kaupamaður á sumr- um og við ígripavinnu sem til féll. Vegna mæðiveikinnar ákvað Guðmundur að fella fé'sitt og yfirgefa bæ sinn. Gerðist hann þá vinnumaður að Brekku í Geiradal í Austur Barðastrandarsýslu, og síðar á Ingunnarstöðum í sömu sveit, þar sem hann kom sér upp svipaðri aðstöðu og á Selbekk. Þar kom, að Guðmundur varð að yfirgefa sveitalífið og halda til Reykjavikur vegna veikinda. Náði hann þó þeirri heilsu að hann gat stundað vinnu syðra. sinu það álit að það naut trausts og virðingar hvarvetna. Ég ætla ekki að fara að rekja starfssögu Hermanns, hún er það fjölbreytt og löng að það þarf meira til, svo henni væru gerð verðug skil. Ég er þakklátur fyrir þau kynni sem urðu á milli fjölskyldna okk- ar, sem hann átti stærstan þátt í. Hermann var mjög barngóður og á minn stóri barnahópur ótald- ar minningar um hlýhug og gest- risni hans. Hermann var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum og nutu þá nærstaddir glaðværðar hans og umgengnislipurðar. Ég naut oft gestrisni hans og var þá ávallt veitt af rausn og maður látinn finna að ætlast var til að notið væri veitinganna. Hermann var trúaður maður, og kom það víða fram. Minnist ég þess að á fyrstu samstarfsárum okkar, þegar verið var að útbúa bátinn til veiðiúthalda, að þótt tími væri naumur og mikið að gera,, vildi hann ekki að unnið væri á helgidögum við þau störf, þótt kappið væri mikið. Ég og fjölskylda mín þökkum af heilum hug, okkar löngu og góðu kynni. Guðrúnu, eftirlifandi konu hans, fjölskyldu þeirra og skyld- fólki vottum við innilega samúð og óskum guðs blessunar. Gunnar Magnússon. Var hann nokkur ár starfsmaður hjá Hansa h.f. en stundaði auk þess ýmiskonar smíðar og við- gerðir heima. Var Guðmundur mörgum gagn- samur vegna lagni sinnar og hjálpsemi. Er nú illt í efni að geta ekki lengur leitað til hans, þegar eitthvað fer úrskeiðis. Á Ingunnarstöðum kvæntist Guðmundur Guðrúnu Sigurðar- dóttir frá Súgandafirði. Var hún ekkja er þau giftust og átti börn. Þau Guðmundur voru barnlaus en ólu upp son Guðrúnar, Harald Hjaltalín, sem nú er um tvítugt. Guðmundur Jónsson var sveita- maður, vanur gömlum vinnuað- ferðum og gamaldags aðbúnaði. Lítillar skólagöngu hafði hann notið og lifað í fábreyttu og kyrr- stæðu umhverfi. Líkaði honum margt miður í borginni en kunni þó sumt vel að meta. Held ég að honum hafi að mörgu leyti liðið vel hér. Þó minntist hann æsku- sveitar sinnar jafnan með sökn- uði. I niðurlagi ntinninga sinna segir hann m.a. „þegar ég sveita- maðurin, vanur þýfðum móum Steingrimsfjarðar og Geiradals, geng um götur höfuðstaðarins verður mér oft hugsað til liðna tímans. Gamla fólkið í Tungu- sveitinni kemur mér þá gjarnan í hug, en einnig aðrir sem ég hef kynnst á iifsleiðinni.. . Flest fólk sem ég umgekkst i lífinu var mér gott. Þá hafa dýrin veitt mér marga ánægjustund, ekki síst hestarnir, kindurnar og lömbin þeirra með sína vorleiki. Hundar og kettir hafa líka verið vinir min- ir, og ég get nefnt einnig hin vcilltu dýr úti í náttúrunni." Nú er þessari gönguferð lokið. Við samferðamenn Guðmundar, sem enn erum á rölti söknum hans, og biðjum honum velfarnaðar, þar sem hann er nú, því vonandi hef- ur honum orðið að trú sinni. Konu hans og öðrum aðstandendum sendum við kærar kveðjur. Jón frá Pálmholti. t Móðir okkar og systir mín FANNEY JÓHANNESDÓTTIR. Aðalstræti 82, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkírkju laugardaginn 19. nóvember kl 10 30f h Blóm vinsamlega afbeðin en peim, sem vilja minnast hinnar látnu. er bent á liknarstofnanir Sigríður Soffia Jónsdóttir. Brynhildur Jónsdóttir, Soffia Jóhannesdóttir. t Við þökkum tnnilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður, ÞORGEIRS JÓNSSONAR, frá SeyðisfirSi. Börn og tengdabörn. I * »1 »« Itllin »» . » **l * »1* J » 11 f í t í H » 11 k S i S l* MlffM l'l t; » I ktll M *! I i t íf 11* » I Guðmundur Jóns- son smiður - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.