Morgunblaðið - 18.11.1977, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.11.1977, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1977 IS VAR EKKI I VAND- RÆ0UM MEÐ ÁRMANN tS sigraði Ármann án erfiðleika í 1. deildinni í körfu- knattleik f gærkvöldi. Það var aðeins í upphafi sem Ármenningar veittu stúdentum einhverja keppni, en tS sigraði örugglega í leiknum með 99 stigum gegn 73. Ármenningar byrjuðu leikínn vel og komust í 4:0 og var það í eina skiptið i leiknum, sem þeir höfðu yfirhöndina. Stúdentar vöknuðu fljótlega til lifsins, en jafnræði var þó með liðunum fram yfir miðjan fyrri hálfleik, en þá breyttu stúdentar stöðunni úr 21:19 i 30:19. Staðan í hálfleik var 42 stig gegn 35 IS í vil. I síðari hálfleik juku stúdentar forskot sitt jafnt og þétt, án þess þó að eiga neinn stórleik, en það var stundum með ólikindum, hvernig Armenningum tókst að brenna af undir körfunni. Sigur ÍS var aldrei í hættu og eina keppikefli þeirra undir lokin var að komast í 100 stigin, en það tókst ekki og lauk leiknum með sigri þeirra 99 stigum gegh 73. Dirk Dunbar lék með stúdent- um að nýju eftir meiðslin, sem hann hlaut fyrir u.þ.b. mánuði. Hann var þó vandlega vafinn og gat sig lítið hreyft, en átti góðan leik og skoraði 20 stig. Hann á þó nokkuð langt í land til þess að ná sínum fyrri styrkleika. Þá áttu Bjarni Gunnar Sveinsson, Jón Héðinsson og Ingi Stefánsson allir þokkalegan leik. Stúdentar voru heppnir, að mótstaðan vár ekki meiri að þessu sinni, þvi að í liðið vantaði Kolbein Kristinsson, auk þess sem Dirk Dunbar og Steinn Sveinsson léku meiddir. Hjá Ármanni var Björn Christiansen langfriskastur og átti nú sinn bezta leik í vetur. Þá voru Mike Wood og Jón Björg- vinsson þokkalegir, en Atli Ara- son var óvenju daufur að þessu sinni. Greinilegt er að Ár- menningar verða að taka á honum stóra sínum, ef þeir ætla að gera sér nokkrar vonir um sæti i úr- valsdeild næsta vetur. Stigin fyrir IS: Bjarni Gunnar Sveinsson 21, Dirk Dunbar 20, Jón Héðinsson 19, Ingi Stefáns- son 14, Guðni Kolbeinsson 7, Gunnar Halldórsson, Helgi Jens- son, Jón Óskarsson og Þórður Óskarsson 4 stig hver og Steinn Sveinsson 2. Stigin fyrir Armann: Björn Christiansen 24, Mike Wood 18, Jón Björgvinsson 14, Átli Arason 13 og Guðmundur Sigurðsson 4. ag JOFN HRUN Birgir Jóhannesson átti góðan leik með skoraði eitt mark og fiskaði þrjú vítaköst. STAÐA í í SEINNI landsliðinu I gærkvöldi. 3 stig úr 9 leikjum tSLENZKA landsliðið í hand- knattleik hefur leikið níu lands- leiki á keppnistlmabilinu. Sjö þeirra hefur landinn tapað, ein- um lauk með jafntefli og sigur vannst á Færeyingum f NM hér á landi f lok síðasta mánaðar. Urslit Iandsleikja haustsins hafa orðið sem hér segir: 27. okt. tsland—Noregur 16:17 29. okt. tsfand — Danmörk 25:25 30. okt. tsland — Færeyjar 27:18 4. Nóv. tsland — V-Þýzkal. 12:17 5. nóv. tsland — V-Þýzkal. 16:18 13. nóv. tsland — Pólland 21:28 14. nóv. tsland—Pólland 15:21 16. nóv. tsland—Svíþjóð 17:28 17. nóv. tsland—Svíþjóð 14:20 Þrír fyrstu leikirnir á þessum lista voru í Norðurlandamótinu f handknattleik og því leiknir á heimavelli. Hinir leikirnir 6 hafa verið leiknir á útivöllum. Marka- talan í þessum níu fyrstu lands- leikjum vetrarins er þannig að islenzka landsliðið hefur fengið á sig 192 mörk, en skorað 163. Er hún þannig óhagstæð um 29 mörk. LEIKHLEI, HÁLFLEIK EFTIR góðan fyrri hálfleik og jafntefli í leikhléi gegn Svíum í gærkvöldi, fór leikur íslenzka liðsins úr böndunum í seinni hálfleiknum. Svíarnir sigu fram úr og sigruðu örugglega, 20:14 urðu úrslit leiksins. íslenzka landsliðið kemur heim i dag eftir langa og stranga keppnis- og æfingaferð til V-Þýzkalands, Póllands og Svíþjóðar. í ferðinni hafa verið leiknir sex landsleikir og liðið æft tíu sinnum saman. Fyrri hálfleikurinn i gærkvöldi var vel leikinn af íslenzka liðinu og annað jákvætt við leik íslenzka liðsins var góð frammistaða nýliðans Birgir Jóhannes- sonar úr Fram. Lék hann mikinn hluta leikstns og skoraði eitt mark, auk þess sem hann fiskaði þrjú vítaköst. Sagði Birgir Björnsson í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að Birgir hefði sann- að það í þessum leik að hann gæti orðið nýr Björgvin með tímanum, hann hefði allt til að bera til þess ísland hafði yfir í upphafi leiksins í gærkvöldi. 2:1. 3:2, og 7:6, en í leikhléi var staðan 8 8 í seinni hálf- leiknum skoruðu Svíarnir helmingi fleiri mörk en íslendingarnir og unnu örugglega, 20 1 4 Sagði Birgir Björns- son að úthald íslenzku leikmannanna hefði greinilega verið þrotið í seinni hálfleiknum, reynd hefðu verið ótíma- bær skot, gagnstætt því sem var í fyrri hálfleiknum Þá sagði Birgir að ís- lenzka liðið hefði leikið yfirvegað, góð- ar skiptingar verið og góð skot Blaðamaður hjá Expressen, sem Morgunblaðið hafði samband við í gærkvöldi, sagði að íslenzka liðið hefði dregið niður hraðann í fyrri hálfleikn- um og hefur eftir þjálfara sænska liðs- ins, Bertil Anderson, að íslenzka liðið hefði leikið rólega í fyrri hálfleiknum, það hefði verið möguleiki íslands til að standa í sænska liðinu. — Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var mjög slakur, segir sænski þjálfarinn — Ég húðskammaði leikmennina í leikhléi og gaf þeim fyrirskipanir um að leika hraðar i seinni hálfleiknum Það gerðu þeir og erfiðleikar okkar voru úr sögunni. Birgir Björnsson sagði í gærkvöldi að þetta væri alls ekki skýringin á því hvernig leikurinn þróaðist íslenzka lið- ið hefði alls ekki leikið hægan hand- knattleik i -gærkvöldi Allan tímann hefði verið reynt að keyra hraðann upp i leiknum, en i seinni hálfleiknum hefði úthaldsleysi leikmanna komið til sög- unnar Sænski blaðamaðurinn segir að leik- urinn í gærkvöldi hafi verið slakur á báða bóga og islenzka liðið greinilega verið þreytt eftir hina löngu ferð. Hann segir að beztur i islenzka liðinu hafi verið Ólafur Einarsson, en hrósar einn- ig öryggi Jóns Karlssonar í vítaköstun- um Voru þeir markahæstir í islenzka lið- inu, Ólafur með 4 mörk, Jórv með 7 mörk, þar af 6 úr vítaköstum Þorberg- ur, Birgir og Árni gerðu eitt mark hver. Sá síðastnefndi gat ekki leikið þennan leik á fullu, þar sem hann á við lítils háttar meiðsli að stríða Bertil Anderson, sænski þjálfarinn, hefur lokaorðin í þessum pistli, en hann sagði að loknum'leiknum í gær- kvöldi — Þessi leikur sagði okkur ekkert Mögulegt er að við leikum gegn íslandi i Danmörku í HM í janúar og þá stillir ísland upp sínu HM-liði, þ e með „atvinnumenn” sína. Þeir Jón Héðinsson, Ingi Stefánsson og Bjarni Gunnar voru sterkastir f liði Stúdenta f gærkvöldi, ásamt þjálfara liðsins. Fram á toppinn eftir sigur yfir ÍR-ingum SPENNAN í Reykjavíkurmótinu jókst verulega í gærkvöldi þegar Fram vann ÍR í Laugardalshöll 16:15. ÍR var ósigrað fyrir leikinn en með sigri sínum í gærkvöldi komust Framarar í efsta sæti mótsins með betra markahlutfalli en ÍR. Fram hafði örugga forystu um miðbik seinni hálfleiks en ÍR eða réttara sagt Ásgeir Eliasson hafði nærri náð að jafna metin. En það tókst ekki og Framarar hrósuðu sigri. Fyrri hálfleikur þessa leiks er einhver mesti delluleikur, sem undirritaður | man eftir að hafa séð í háa herrans tíð, enda var markatalan i hálfleik eftir því, 5 4 Fram i hag Vitleysurnar voru svo margar og margbreytilegar að hinir fáu áhorfendur. sem til staðar voru, göptu af undrun Seinni hálfleikurinn var miklu betri Framarar byggðu smám saman upp öruggt forskot og komust i 1 5:9 en þá tóku Bjarm Hákonarson og ekki síður Ásgeir Elíasson til sinna ráða og höfðu nær jafnað metin Þegar leiktíminn var úti átti ÍR aukakast, en ekki tókst liðsmönnum ÍR að finna smugu í gegn- um varnarvegg Framara og bæði stigin voru þeirra Seinni hálfleikurinn var það bezta, sem Fram hefur sýnt í vetur. Liðið var jafnt en Guðjón markvórður var þó einna beztur Hjá ÍR var Ásgeir lang- beztur, hreinn undramaður með bolt- ann á stundum, en Bjarni Hákonarson og Jens i markinu voru líka góðir Aðrir leikmenn léku undir getu . Mörk Fram Arnar Guðlaugsson 5 (2v), Guðjón Marteinsson 4. Gústaf Björnsson 3, Ragnar Hilmarsson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2 og Jens Jensson 1 mark Mörk ÍR Ásgeir 7, Bjarni 5, Hörður Harðarson 2 og Ólafur Tómasson 1 mark Georg Árnason og Kjartan Steinbach dæmdu þokkalega SS Valsmenn heppnir aö ná jöfnu gegn Leikni fSLANDSMEISTARAR Vals máttu prísa sig sæla mcil jafntcfli gegn 2. deildarliði Leiknis f Reykjavíkur- mótinu f handknattleik f gærkvöldi. Leiknum lauk 20:20 en um tíma f seinni hálfleik virtist sigur Leiknis blasa við, því liðið hafði þá fjögurra marka forvstu. En eins og á móti Ármanni sprungu I.eiknismenn á limminu og Valur náði að jafna metin. Ferðaþreytt Valsliðið, án lands- liðsmanna sinna, var ekki líklegt til stórafreka, enda kom það á daginn. Valsmenn höfðu þó frum- kvæðið lengi vel í fyrri hálfleik leiksins og höfðu þeir um tima örygga forystu 12:8, en Leiknis- menn, með Hafliða Pétursson í broddi fylkingar, skoruðu fimm siðustu mörkin og höfðu yfir í hálfleik, 13:12. í byrjun seinni hálfleiks voru Leiknismenn með völdin á vellin- um og var engu líkara en þar væru íslandsmeistararnir á ferð. En um miðjan seinni hálfleik misstu þeir móðinn og þegar stað- an var 17:13 þeim i vil, byrjuðu Valsmenn með sina leikreynslu að saxa á forskotið og náðu að jafna. Hjá Leikni var Hafliði Péturs- son óstöðvandi í f.h. og skoraði 8 mörk. Höfðu Valsmenn sérstakar gætur á honum í s.h. Auk Hafliða átti Finnbogi Kristjánsson mjiig góðan leik í markinu. Hjá Val var Stefán Gunnarsson langbeztur. Mörk Leiknis: Hafliði 9, Hörður Sigmarsson 5 (1 v), Ásmundur Kristinsson 3, Árni Jóhannesson 2 og Finnbjörn Finnbjörnsson 1 mark. Mörk Vals: Stefán Gunnarsson 9, Gísli Blöndal 4. Bjarni Jónsson 3, Björn Björnsson 2 og Steindór Gunnarsson 2 mörk. Dómarar voru Davíð Jónsson og Sveinbjörn Björnsson og hefur ekki sést jafn mislukkuð dóm- gæzla í langan tima. — SS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.