Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 Taka þarf pólitíska ákvördun um lagningu slitlags á vegi í snatri Rætt við Ólaf G. Einarsson alþingismann um þingsályktunar- tillögu sem nær til hringvegarins og ýmissa sérvega Ólafur G. Einarsson og Jón Helgason alþingismenn h'afa endurflutt þingsályktúnartillögu á Alþingi um stórátak í lagningu olíumalar á vegi landsins. t samtali hér á eftir við Ólaf G. Einarsson alþingis- mann kemur fram sú skoðun hans að tekjur ríkissjóðs af bílum og rekstrarvörum til þeirra séu allt of miklar miðað við það hve lítil hluti þeirra fari í uppbyggingu vegakerfis landsmanna. Tillagan miðast við að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að undirbúa tillögur til vegaáætlana þannig, að lagt yerði bundið slitlag á helstu þjóðvegi landsins, þ.e. hringveginn og helstu vegakafla út frá honum, og stefnt að því að ljúka þessu verkefni á næstu 10—15 árum. Slitlagið verði lagt á vegina eins og þeir nú eru, eftir því sem fært er, þ.e. án sérstakrar endurbyggingar þeirra. Þeir kaflar veg- anna, sem ekki þykir fært að leggja á slitlag með þessum hætti, skulu endurbyggðir fyrir fjármagn úr Vegasjóði samkvæmt vegáætlun. Unnið skal að fram- kvæmdum þessum í öllum landshlutum hvert ár eftir því sem áætlun segir. Kostnaður við lagningu slitlags- ins greiðist úr Vegasjóði samkvæmt vegáætlun, og með innlendum eða erlendum lántökum, ef þörf kref- ur, og eftir nánari ákvörðun Alþingis síðar. 830 km af vegum tilbúnir undir varanlegt slitlag „Tillaga okkar," sagði Olafur, „tekur til 2100 km kafla af vegakerfi landsins, hringvegar- ins og ýmissa tenginga þar fyrir utan milli byggöarlaga, eins og t.d. 14 km Akranesveg, 64 km Ólafsvíkurveg, 400 krn Vest- fjarðaveg, 8 km langan veg milli Ólafsvíkur og Hellissands, 3,0 km SauðárkróksbraUtar; 35 km langan veg frá Akureyri til Dalvíkur, 46 km langs kafla á Norðurlandsvegi til Húsavíkur og svo framvegis. Við reiknum með aö á þeim 830 km þar sem ekki þarf að undirbyggja vegi hel'Júr jafna út. kosti hver kíló- ráytri meö olfumöl 6,2 millj. kr., eri nflega getum við áætlað 20 millj. kr. á hvern km sem þarf að byggja algjörlega upp. Þetta þýðir því að þá 2100 km af aðalþjóðvegakerfi landsins er unnt aö bæta með varanlegu slitlagi fyrir innan við 30 millj- arða króna. Sem dæmi um vegarkafla sem ekki þarf aö undirbyggja má nefna 100 km lánga leið af um 400 km leið alls milli Reykjavikur og Akur- eyrar og ef baldið er áfram austur-um eru jrað um 430 km sæm ekki þarf að undirbyggja á leiðinni frá Akureyri að Hvols- velli. Um 130 km af Vestfjarða- vegi eru tilbúnir undir slitlag, t.d. 26 km á ieiðinni Akureyri — Húsavík, 30 km af veginum frá Reyðarfirði til Eskifjarðar, Fagradal, stóran hluta þjóð- vega á Suðurlandi og stóran hluta Hvalfjarðarleiöarinnar. Olafur G. Einarsson km vegakafla árlega. Til þess höfum við tækjabúnað og verk- þekkingu í landinu. Fólkið í landinu er eflaust reiðubúiö að láta af hendi lánsfé að hiuta, Iánsfé er hægt aö fá erlendis. Verkefnið er ekki stærra en svo i » að hægt er að framkvæma þaö. Það, sem vantar, er pólitískur vilji til þess að ráðist verði í framkvæmdir með þeim hætti sem hér er lagt til Allt mælir með framkvæmdinni Tillaga þessi er flutt til þess að fá fram vilja Alþingis um það, hvernig staðiö skuli að framkvæmdum við lagningu slitags á þjóðvegi næstu árin, svo og til þess að Alþingi lýsi yfir þeim vilja sínum, að fjár verði aflað til þessara fram- kvæmda þannig að meginverk- efninu verði lokið á næstu 10—15 árum. Á udanförnum áratugum hef- ur verið unnið mikið afrek í vegagerð með því að leggja ak- færa vegi um þvert og endi- langt landið. Nú er hins vegar komið að þvi að slitlag verði lagt á hina fjölförnustu vegi. Udan þvi verður ekki vikist lengur og liggja til þess margar ástæður. í fyrsta lagi verður nær því ómögulegt að halda við malar- vegum þannig að sæmandi geti talist, þegar umferðin er orðin svo þung sem raun ber vitni. Vaxandi bifreiðaeign lands- manna fylgir auðvitað aukin umferð og við þvi þarf að bregðast með raunhæfum hætti, samræmi Verður að vera i bifreiöainnflutningi og vega- gerð. I öðru lagi eru vegir, sem ekki eru með bundnu slitlagi, einhverjir mestu mengunar- valdar úti um sveitir landsins. Meðan umferð var minni fundu m.enn ekki svo mjög til ryk- mengunar vegria bifreiðaum- ferðar. En með hinni vaxandi umferð er þessi mengun orðin óþolandi. Þúsundir tonna af ofaníburði leggjast yfir tún og akra bænda á hverju ári, spilla gróðri og hinu tæra andrúms- lofti og hafa sjálfsagt skaðleg áhrif á heislufar manna og dýra, þótt e.t.v. reynist erfitt að Minnst 150—200 km árlega Þegar reynt er aö áætla kostnað við lagningu bundins slitlags á þá 2100 km, sem til- laga þessi nær lil. og ekki hafa vérið lagðir slitlagi, verður aö hafa í huga, að 'ekki er gert ráð fyrir hliöstæðri undirb.vggingu og þeirri, sem unnin hefur ver- ið við hina fjölförnu vegi út frá Reykjavik. Með því móti miðar okkur hægt. En hver sem kostn- aðurinn verður, komumst við ekki lengur hjá því að setja okkur markmið, sem duga til þess að setja okkur á bekk með þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar og gert hafa sér grein fyrir nauðsyn bættra vega. Hér er lagt til að megin- átakið verði gert á 10—15 ár- um. Það þýóir að slitlag þarf að leggja að jafnaði á um 150—200 Q Q Q x z X Z Q z X z < X < Z Q Q o 'mJ Q X X -J < Q Z Z z w c -J < < X J M 2 < < X > u < 0. u X 2 z z Q z X X H X X < H U < 5 J Q J u ’mJ X X < o > < > u X X — X Z o > u *■» z X u X A < u aa X X B. Á þessu súluriti er hins vegar sýnt hlutfall vegaútgjalda hvers ríkis af vegasköttum og þar er tsland komið æði neðarlega, en Ceylon aftur á móti efst á blaði. Q Q Q Q Z X Q z Q X z z X z < X < z Q X Z < Q z u o < u < u o s z < < u u X X Q J < Q C z s z < J Q a. > u Q z. < J x u X © z z H u x g > X < X u < s 2 > < u < > u X zi X z u X Q X u s < eA X V A. Súlurit sem sýnir hlutfall vegaskatta af tekjum viðkomandi rfkja, en á Ifnuritinu er fsland hæst, en Ceylon lægst. færa sönnur á slíka fullyrð- ingu. I þriðja lagi eru vegafram- kvæmdir sem þessar hinar arð- bærustu. Þar vegur mest að ending bifreiðanna, sem um vegina fara, margfaldast og hefur þannig í för með sér bein- an peningalegan sparnað fyrir eigendur þeirra og fyrir þjóð- félagið í heild. Ekki er það síð- ur þungt á metunum, að við- haldskostnaður þeirra vega, sem fá bundið slitlag, stórlækk- ar þrátt fyrir aukna notkun þeirra, en aukin umferð fylgir i kjölfar bættra vega, sem aftur hefur í för með sér auknar tekj- ur í Vegasjóð. I fjórða lagi má svo nefna, að bættir vegir bjóða upp á auð- veldari samskipti milli lands- hluta, til hagsbóta fyrir allt at- vinnulif í landinu og byggða- þróun yfirleitt." Á skrælingjastigi í vegapólitíkinni „Hvað með öflun fjármagns til þessa átaks í vegamálum?" „Ef um stórframkvæmdir er að ræða og dregið verður úr kröfum um olíumöl, sem við teijum almennt allt of miklar, þá væri hægt að lækka kostnað mjög mikið og upp á það er skynsamlegast að stíla. Ríkið skattleggur umferðina og þótt ég sé stuðningsmaður þessarar rikisstjórnar þá kemst ég ekki hjá því að láta í ljós mikla óánægju með það hve lít- ið mióar í framlögum til vega- gerðar. Við erum á skrælingja- stigi i pólitíkinni hér hvað varð- ar allar framkvæmdir i vega- málum. Árið 1978 eru áætlaðir 20,8 milljarðar í tekjur hjá ríkinu af bifreiðum og rekstrarvörum til þeirra, en í þessari áætlun er 15 kr. hækkun á hvern lítra af bensíni eins og ráðgert er i fjár- lagafrumvarpinu. Hins vegar er talað um að verja 9,6 milljörðum alls í vegafram- kvæmdir og þar af eru um 2000 millj. kr. í lánum ríkissjóðs. Menn eru jafnvel aó státa af þessari rausn, en við teljum að á meðan við erum eins vanþró- uð og raun ber vitni i vegagerö landsins, getum við ekki látið svona. Við eigum að verja allri skattlagningunni til uppbygg- ingar veganna og meiru til. 1 sambandi við raunhæft átak í vegamálum hafa Færeyingar verið nefndir og þeir taka til hendinni svo um munar með um 40% af sinum fjárlögum á þessu ári í varanlega vegagerð. Hins vegar tel ég að skatt- lagningin hér á landi á bilum og þvi sem þeim fylgir, sé kom- inn út í hreinar öfgar. Við höf- um um þrjár leiðir að velja, skattleggja bifreiðakaupin, það er eðlilegra að skattleggja notk- unina, en ekki þetta hvort tveggja í eins ríkum mæli og gert er. Skattlagning á bifreiða- eignina er hins vegar óveruleg. Tekjur tengdar um- ferð eiga að fara í vegauppbyggingu Það ætti hins vegar að vera á hreinu að það er ekki eðlilegt að tekjur okkar af bifreiðum og notkun þeirra séu notaðar til þess að borga ýmsafr opinberar framkvæmdir fyrir utan vega- mál, nær er að taka lán til þeirra framkvæmda sem ekki heyra til vegamálum. Það er þjóöhagslega hag- kvæmt að fara út i stórtækt átak í uppbyggingu islenzkra vega eins og ég hef getið hér að framan og t.d. má nefna að ár- lega er kastað um 2000 milljón- um króna í viðhald á þeim skammbúnu vegum sem við höfum í dag. Áætlanir gera ráð fyrir 4000 milljónum kr. í við- hald vega, en það er þó ekki eytt nema tveimur milljörðum króna. Það mun láta nærri að viðhaldskostnaður á malarvegi með um 1000 bíla umferð er sá sami og á oliumalarvegi með 2000 bíla umferð. Ég legg þó sérstaka áherzlu á byggðasjón- armiðið, því það sem auðveldar samskipti manna á milli og ger- ir þeim auðveldara að búa i hinum ýmsu byggóum landsins, það á að sitja í fyrirrúmi hjá okkur. Ef menn sameinast í þessu átaki, sem varðar alla landsmenn, þá er hægt að ljúka þessu velkefni i skyndi. Við höfum allt sem til þarf ef vilj- ann vantar ekki og sem var- nagla vil ég taka fram að ef ríkið lætur ekki eftir sinn hlut i skatttekjum af bifreiðum til þessa verkefnis þá er erlend lántaka réttlætanleg. Pláss f.vrir alla íslendinga í bílaflotanum Yfir 70 þúsund búlar eru í landinu í dag og því gætu allir landsmenn verið í ökuferð á sama tima, því 3—4 ibúar eru á hvern bfl. Það má þvi segja að þessi neytendahópur sé öll þjóðin vegna þess að allir nota vegakerfið og einhvern tíma hefur verið hlaupið til fyrir fá- mennari þrýstihóp og orðið við Framhald á bis. 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.