Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 Tónmennt barna - Tónmennt barna - Tónm< Fyrstí íslenzki „píanóskólinn” að sjá dagsins Ijós HVERNIG er kennslu barna í Tónmenntaskóla Reykjavíkur háttað «g hvert er sótt það námsefni sem þar er notað? Um þetta hafði Stefán Edel- stein skólastjóri eftirfar- andi að segja: „í hópkennslunni í for- skólanum og í efri deildum skólans er lögð rækt við alhliða tónlistarþjálfun nemenda,“ sagði Stefán. „Inntak námsins er söng- ur, blokkflautuleikur, heyrnarþjálfun, hrynþjálf- un og leikni í hlustun. Grundvallaratriði í notana- lestri og tónfræði eru kennd, og þekking og kunnátta nemenda í þess- um efnum byggð upp í stigahækkandi röð. Hvað varðar námsefnið fyrir hóptímana, bæði í forskóla og eldri deildum, höfum við kappkostað að hafa það sem fjölbreytilegast. Reynt er að forðast þurra tón- fræðikennslu og fræðslu Tímamót hjá Barnamúsíkskóla Reykjavíkur: pappírnum en mjög takmarkaö í raun. Hafa þrengsli og aðstöðu- leysi komið i veg fyrir það. Nú verður hafist handa við að bæta úr þessu. Munu kennaranemar fá aðstöðu til að framkvæma til- raunakennslu og rauna ýmsar nýjungar á sviði tónmennta, bæði með yngri nemendum og lengra komnum. Fyrir utan þetta fá kennaranemar svo tækifæri til æfingakennslu i hinum ýmsu grunnskólum borgarinnar eins og verið hefur. Er sú æfingakennsla undir umsjón ýmissa starfandi tónmenntakennara. Um ástæðurnar fyrir hinu breytta nafni skólans sagði Stefán að þær væru ýmsar, m.a. að orðið barnamúsík væri villandi að því leyti að fólk kynni að álykta að hér væri verið að kenna og iðka barnamúsík en ekki alvörumúsík, ef svo mætti segja. Ákveðið hefði því verið að nota orðið tónmennt- ir sem uppistöðu í nýrri nafngift, enda væri sú grein í grunnskólum sem áður nefndist söngui uu ™.. uð tónmennt. Varðandi hið nýja húsnæði skólans sagði skólastjórinn að vegna breytinga á skólakerfinu og uppbyggingar fjölbrautaskóla- kerfisins hefði þetta húsnæði losnað og börgaryfirvöld sýnt skilning á að Tónmenntaskólinn fengi þar inni. Leigir skólinn hús- næðið af borginni. „Við litum á þetta sem skemmtilega afmælis- gjöf til handa skólanum," sagði Stefán. „Þetta er ágætlega skemmtilegt, virðulegt gamalt hús og mikil bót fyrir okkur að vera komin hingað. Samt má segja að það sé ekki að öllu leyti heppilegt. Það er nokkuð hljóð- bært og börnin sem sækja skól- ann þurfa mörg að fara yfir hættulega umferðargötu, Hverfis- götuna. Þótt nú sé mun rýmra um okkur en áður þurfum við samt að takmarka inntöku nýrra nem- enda, þannig að enn komast færri að en vilja." 25 ára almæli, nýtt hnsnæði og nýtt nafn FYRIR Barnamúsfkskóla Reykja- vikur er yfirstandandi starfsár hið merkilegasta. Skólinn hefur starfað f réttan aldarfjórðung, hann hefur fengið nýja nafngift, heitir nú Tónmenntaskóli Reykjavfkur, og sfðast en ekki sízt hefur um sinn verið leyst úr húsnæðishraki þvf sem skólinn hefur mátt búa við frá upphafi, þar sem hann hefur nú fengið inni f gamla gagnfræðaskólanum við Lindargötu. Barnamúsíkskólinn var stofnað- ur af dr. Heinz Edelstein og átti skólinn rætur sinar að rekja til barnadeilda sem starfræktar höfðu verið í Tónlistarskólanum i Reykjavík allt frá striðslokum. Þegar skólinn varð sjálfstæð stofnun, var hann fyrst rekinn á vegum Reykjavíkurborgar en seinna tók rikið þátt í rekstri hans. Nú er hann rekinn eins og aðrir tónlistarskólar i landinu samkvæmt lögum um fjárhagsleg- an stuðning við tónlistarskóla frá 1975. Heinz Edelstein var skóla- stjóri skólans til vors 1956. Eftir það stjórnuðu ýmsir skól- anum — dr. Róbert A. Ottósson þó lengst af, en einnig Ingólfur Guðbrandson og Jón G. Þórarins- son. Stefán Edelstein tók við sem skólastjóri haustið 1962, og hefur gengt því starfi siðan. Það kom fram hjá Stefáni á fundi með blaðamönnum á dögun- um, að i skólanum í vetur eru rúmlega 400 nemendur að með- töldu útibúi sem rekið er frá skól- anum í Fellahelli í Breiðholti og er til þess ætlað að spara yngstu börnunum löng ferðalög. Um það bil 130 börn eru í forskóla en 280 i eldri deildum. Flestir læra á pianó eða um 140, en strengja- hljóðfæri eru einnig eftirsótt, t.d. eru 50 nemendur að læra á fiðlu og 10 á selló. Blástursnemendur eru alls 60 og gítarnemendur 20. Við skólann starfa alls 22 kennar- ar i vetur. Nemendur eru teknir iskólann á aldrinum 6—9 ára í hinar mis- munandi forskóladeildir en i und- antekningartilfellum er einnig tekið við tiu ára byrjendum. I forskóianum er eingöngu um hóp- kennslu að ræða, þar sem eru 10—15 nemendur i einu og fá nemendur tveggja tima vikulega kennslu. Eftir að forskólanámi lýkur velja nemendur sér hljóð- færi og fá tvo hálftíma á viku í einkakennslu á þetta hljóðfæri. Jafnframt þessu heldur hóp- kennslan áfram með einni kennslustund á viku. Kennt er á pianó, fiðlu, selló, gítar, blokk- flautu, þverflautu, klarinett, saxafón og ýmis málmblásturs- hljóðfæri. Þegar nemendur eru farnir að kunna svolítið meira á hljóðfærin gefst þeim síðan kost- ur á að iðka kammermúsik og allfjölmenn hljómsveit er starf- rækt fyrir strengjaleikara og tré- blásara auk samspils á málmblást- urshljóðfæri eða lúðrasveit. Þá er einnig starfræktur kór. Skólastjórinn, Stefán Edelstein, hefur síðan skilgreint hlutverk og tilgang skólans á eftirfarandi hátt: 1. Tónmenntaskóli Reykjavíkur er tónlistarskóli fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri (6—15 ár). Hlutverk skólans er að veita nemendum sínum alhliða tónlistarmenntun og stuðla á þann hátt bæði að tónlistarmennt- un einstaklingsins og tónlistar- menningu samfélagsins i heild. 2. Það er hlutverk skólans að reyna ýmsar nýjungar í tón- menntum. Þetta geta verið nýj- ungar hvað varðar námsefni eða kennsluaðferðir nema hvort tveggja sé. í þessum skilningi er tónmenntaskólinn tilraunaskóli. 3. Tónmenntaskólinn er einnig æfingaskóli (að takmörkuðu leyti) fyrir kennaraefni i Tón- menntakennaradeild Tónlistar- skólans. Hann hefur reyndar gegnt þessu hiutverki lengi á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.