Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 skal játað að enn fer litið fyrir gildum og hávöxnum reyniviði hér en stutt er að fara á sumrin út í guðs græna náttúruna, sem jafnast alveg á við skrúðgarða og opin svæði niðri i bæ. Eg vil benda á Elliðaárdalinn, þar sem krakkar og fullorðnir virða fyrir sér laxinn, þegar hann hvílir sig ofan stíflu. Það er heldur ekki óvanalegt að sjá reyk leggja upp frá „indíánabyggð" hér suður á holtinu þegar vel viðrar og þeir, sem hafa aldur til að fara í lengri gönguferðir leggja gjarnan leið sína að hesthúsunum við Selásinn eða suður að Elliðavatni. Göngu- leiðir hér eru hinar heppilegustu fyrir alla aldurshópa, ef þeir nenna að notfæra sér möguleika til útivistar. Og það er vonandi, að þetta opna og náttúrulega um- hverfi megi varðveitast að miklu leyti óbreytt, þegar lokið verður við siðustu byggingaráfanga í Breiðholti III, sem nú eru að hefj- ast. • Ánægjulegt samstarf I þessu hverfi éru starfandi fé- lagssamtök, sem láta málefni íbú- anna mjög til sin taka. Þau hafa kynnt borgaryfirvöldum margar þarflegar ábendingar. Samstarf af þessu tagi er fagnaðarefni og stuðlar að greiðum skoðanaskipt- um stjórnenda borgarinnar og borgarbúa sem ákvarðanir þeirra hafa víðtæk áhrif á. Það er vissu- lega ýmislegt ógert hér i Breið- holti III sumt stendur upp á íbú- ana sjálfa eins og frágangur á lóðum og leiksvæðum fyrir yngstu börnin heima við hús. Starfsemi Hólabrekkuskóla fer aö verulegu leyti fram í bráða- birgðahúsnæði og hraða verður váranlegum framkvæmdum fyrir hann. Á fundi, sem stjórn fram- farafélagsins hélt með fulltrúum úr borgarráði og leikyallanefnd fyrir nokkru, lagði hún áherzlu á að aukið fjármagn verði veitt til frágangs á leiksvæðum í hverf- inu. Þannig eru óskirnar um ráð- stöfum fjármunanna og þarfirnar margvíslegar. # Jákvætt viðhorf En þótt sitthvað sé enn á verk- efnalistanum hér efra vil ég leið- rétta þann misskilning, sem sums staðar gætir, að hér í hverfinu sé við einhver óleysanieg vandamál að glima. Reynslan sýnir hið gagnstæða. Að svo miklu leyti sem sjónarmið fólksins sjálfs til þess, hvort það kunni vel við sig eða ekki, hafa komið fram, eru þau mjög á einn veg. Það er sam- dóma álit þeirra, að hér sé gott að búa og að Breiðholt III verði með beztu hverfum borgarinnar, þeg- ar allir möguleikar til aukinnar þjónustu og frágangs opinna svæða, sem skipulag gerir ráð fyr- ir, hafa verið að fuliu notaðir. Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi Krummahólum 6 Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi: tíma í sambandi við aðgerðir í húsnæðismálum Reykvíkinga og ég er ekki í neinum vafa um að í Breiðholtinu komist menn yfir vandamál sín á sama hátt og orðið hefur annars staðar. Fréttamaður sjónvarps nefndi sérstaklega skort á opinberum þjónustustofnunum, þegar hann var beðinn að gera grern fyrir því i blaði, hvað hann ætti við með ,,Breiðholtsævintýrinu“. # Hröö uppbysging þjónustustofnana Þegar á allt er litið hefur upp- bygging þjónustu i Breiðholti III sennilega verið hraðari en í nokkru öðru nýbyggingarhverfi í Reykjavík fyrr og síðar. Hér er verzlunarþjónusta með ágætum, þrír almennir skólar starfa í hverfinu og einn smábarnaskóli einkaaðila, heilsugæzlustöð verður senn tilbúin i Asparfelli, félagsmiðstöð hefur verið starf- rækt í nokkur ár í Fellahelli, þar sem félög hverfisbúa á öllum aldri hafa aðsetur ásamt æsku- lýðsráði borgarinnar. Innan skamms hefjast svo framkvæmdir við nýja menningarmiðstöð hverfisbúa, sem framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar stendur að. Þar verður meðal ann- ars útibú frá borgarbókasafni. Sundlaug hjá Fjölbrautaskólan- um tekur væntanlega til starfa í sumar. Iþrótta- og sparkvellir, gæzluvellir og starfsvöllur eru þegar komnir og fleiri slík leik- svæði fyrir börn eru á fram- kvæmdaáætlun næstu mánaða. Safnaðarfélagið hefur komið sér upp kapellu í bráðabirgðahús- næði og útibú frá félagsmála- stofnun hefur starfað í hverfinu í nokkur ár til aðstoðar við þá hverfisbúa, sem aðstoðar eru þurfi. Tveir almennir leikskólar eru reknir í Breiðholti III og eitt dagheimili, annað dagheimili og leikskóli er rekinn á vegum íbúa í fjölbýlishúsum með styrk frá Reykjavikurborg og í byggingu er nýtt dagheimili borgarinnar fyrir 68 börn, sem tekur til starfa í vor. # Kostnaðarhliðin Þeim, sem telja, að Reykja- víkurborg eigi að verða við óskum allra um vistun barna á dagheim- ilum um leið og flutt er inn í ný hverfi, vil ég benda á að stofn- kostnaður á hvert pláss á dag- heimili er um 2 milljónir króna og á næsta ári mun rekstur þessara stofnana kosta um 60 þús. krónur á mánuði fyrir hvert barn, en þar af greiðir borgarsjóður um 40 þús. krónur. Af fjárhagslegum ástæðum er hreinlega útilokað að dagvistarstofnanir standi tilbún- ar þegar fólk flytur með börn sín í hin nýju hverfi. Reykjavíkurborg verður að haga framkvæmdum á þessu sviði eftir því sem fjárráð leyfa og aðstoða fyrst og fremst þá, sem búa við erfióastar að- stæður. Hún leiðbeinir líka fólki við að finna úrræði í dagvistar- vandamálum með vistun á einka- heimilum, sem nú er notuð í um- taisverðum mæli. Það má ekki gleymast, að fram- kvæmdafé Reykjavíkurborgar er mjög takmarkað og á þetta ekki sízt við núna, þegar reksturs- kostnaður allur hefu-r hækkað gifurlega. Varðandi uppbyggingu nýrra hverfa hefur áherzla verið lögð á það í seinni tíð að fullgera götur, áður en byggingarfram- kvæmdir hófust. Þetta er mikil framför frá því sem áður var og ljóst að umtalsverður hluti af framkvæmdafé borgarinnar renn- ur til gatnagerðar í nýjum hverf- um, sem er brýnt umhverfismál og sá þáttur í stefnu borgaryfir- valda, sem borgarbúar vilja áreið- anlega einna sízt að vikið verði af. # Notaiegt umhverfi Og svo yið vikjum að lokum að umhverfinu í Breiðholtinu þá Sennilega örari uppbygg- ing en í nokkru öðru ný- byggingarhverfi í Reykjavík Alltaf hafa nýjar byggðir á jað- arsvæðum borgarinnar notið dá- lítillar sérstöðu i samtímasögu Keykjavíkur. Fyrst bei auðvitað að nefna umrót og verklegar framkvæmdir á ýmsu stigi, lágan meðalaldur íbúa og nokkrar peningalegar þrengingar, sem þeir hafa átt í framan af. Það er líka nokkuð merkilegt, að fólk í öðrum og rótgrönari hverfum Reykjavíkur hefur oft gert sér svolítið óglæsilegar hugmyndir um mannlíf í þessum nýju hverf- um og valið þeim hnitmiðaðar og litríkar nafngiftir — allt í góðu þó. • „Er hæ«t að búa í Breiðholtinu?“ Hér hefur ekki verið á ferðinni neinn fjandskapur og síður en svo að fólk hafi einangrazt félagslega eins og sums staðar víll verða erlendis í nýjum hverfum. Við eigum öll afskaplega margt sam- eiginlegt í Reykjavík og sambúð milli hverfa er hin elskulegasta. En jafnvel enn þann dag í dag er spurt: — Er hægt a búa í Breið- holtinu? Því er fljótsvaraö i kunningja- hópi og ég bjóst sizt við að ég fyndi mig knúinn að fara að gera grein fyrir því í blaðagrein. En að undanförnu hefur málefni þessa hverfis borið á góma i opinberri umræðu fólks, sem ímyndar sér Breiðholtið eitthvaö allt annað og ómannéskjulegra en það er, eða hefur skilið eftir sig eitt stórt spurningarmerki hjá þeim, sem á hlýddu. Þannig vil ég til dæmis túlka umfjöllun um „Breiðholts- ævintýri" í fréttum sjónvarpsins fyrir skömmu. Ungir rithöfundar hafa dregið upp dramatískar samanburðar- myndír af andstyggilegum stein- steypubáknum í Breiðholti og litlu manneskjulegu timburhús- unum í gamla bænum, með þessu sigilda reynitré fyrir framan stofugluggann. Svona rómantík er góðra gjalda verð í skáldsögum en menn verða að kunna að horfa fordómalaust á raunveruleika samtímans og forðast órökstuddar alhæfingar. # Blönduð byggð Skipulag Breiðholts III hefur orðið mönnum tíðrætt og hafa ófáir viljað dæma það mistök frá upphafi. Mörgum er þyrnir í aug- um að byggð séu há fjölbýlishús ogspyrja með nokkurri eftirvænt- ingu: — Hvernig er að búa i blokk? Ég er eindregið hlynntur þvi að skipulag geri ráð fyrir byggð með einbýlis- og raðhúsum. þannig að fólk fái að búa ,,út af fyrir sig“ eins og kallað er. Vonandi verður hægt að leggja aukna áherzlu á þetta sjónarmið við deiliskipulag þeirra íbúðarsvæða, sem verða á næstunni til meðferðar hjá skipu- lagsyfirvöldum. Skipulag Breiðholtsins endur- speglar hins vegar viðleitni borg- aryfirvalda að koma með skjótum hætti til móts við þær frumþarfir einstakiinga og fjölskyldna, að eignast þak yfir höfuðið. Nýting lands og fjármagns hefur miðað að því að veita sem flestum úr- lausn í húsnæðismálum, einkan- lega þeim fjölmennu árgöngum fólks á giftingaraldri, sem hefur verið og er að hefja sjálfstæðan búskap. Það má aftur á móti ekki gleymast að enda þótt fjölbýlis- húsin séu rismikil í Breiðholti III er i skjóli þeirra stór og glæsileg einbýlis- og raðhúsabyggð, sem enn er að nokkru leyti á bygging- arstigi. # Að búa í hlokk Skoðanir manna á því að búa i blokk eru greinilega ólíkar. Marg- ir Reykvíkingar geta enn ekki hugsað sér þá tilveru fremur en margur sveitamaðurinn að flytja til Reykjavikur. Sambýli fólks undir sama þaki getur verið með ýmsu móti, gott eða slæmt á sama hátt og sambúð nágranna annars staðar einkennist af vinsemd eða fáleika eftir atvikum þótt fjar- lægðin milli heimila sé aðeins meiri. Margir hafa þó kosið fram- búðarlausn á húsnæðismálum sín- um í fjölbýlishúsi eða blokk. Með breytilegum íbúðastærðum, góð- um lóðum og vel frágenginni sam- eign ásamt föstu skipulagi á umgengni og rekstri sameignar, geta fjölbýlishúsin verið hin ákjósanlegustu heimkynni. Það er hins vegar óviöunandi að ganga út frá því að blokkaríbúðir séu einvörðungu bráðabirgða- lausn og að íbúðastærðirnar ráð- ist bara af því, að í þeim búi fólk um stundarsakir eða þar til það hefur efni á að ráðast í eitthvað stærra og dýrara, sem þýddi að það leitaði fljótlega út úr hverf- inu og sífelldar breytingar yrðu á íbúahóp viðkomandi húsa. # Umdeilanleg aðgerð Ég dreg enga dul á þá skoðun mína, að bygging leiguhúsnæðis Reykjavikurborgar og húsa fram- kvæmdanefndarinnar í suður- hluta Breiðholts III, sem ætlaðar voru efnaminna fólki, var umdeil- anleg aðgerö út frá félagslegum sjónarmiðum. Framkvæmdirnar voru nauðsynlegar og fjárhags- lega hagkvæmar miðað við aðrar leiðir en ókosturinn var að safna saman á svo takmarkað svæði fólki, sem margt hefur átt við erfið vandamál að glima. En svip- uð dæmi þekkjum við frá fyrri Fjölþætt þjónustustarf- semi í Breiðholti III

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.