Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 3
35 Hann kveðst mundu sakna þess ef hann hætti að leika á sviði. — Ek er „leikskepna" og hefi þefinn af bi'áðinni i nasavængjunum, út- skýrir hann. Ég held lika að ég sé býsna góður leikari. Að minnsta kosti get ég leikið á borð við hvern sem er. Þar stend ég nokk- úð föstum fótum. Að minnsta kosti er léttara að leika illa en skrifa vont leikrit. Að gera hvort tveggja vel er aftur á möti erfitt. * Hann hefur þegar skrifað tvær skáldsögur og tvö bindi af smá- sögum. Ef hann er spurður hvei s vegna hann sé að skrifa s^gur svarar hann: „Af þvi ég vil skrifa bók. Þessari hugmynd er ekki hægt að koma í.vrir annars staðar en i skáldsögu. Og ntig langar til að eftir mig liggi ein til tvær skáldsögur." KLH eru bandarískir hátalarar í gæðaflokki. KLH hátalarar fyrir heimahús, skemmtistaði og þar sem krafist er hljómgæða. Þó útgáfurétturinn á sjálfsævi- sögunni hafi þegar verið seldur fyrir háar upphæðir í Bretlandi og eriendis, þá hafa aðrar bækur hans ekki gefið svo mikið af sér. — Líklega verður maður að vera ákaflega virðúlegur og mjög fræg- ur, sennilega fjörgamall i þokka- bót, til að geta lifað af ritstörfun- um einum — a.m.k. ef maðúr ætl- ar að skrifa það sem mann langar til, segir Peter Ustinov. — Elestir rithöfundar, sent ég þekki. neyð- ENGIN ORÐ FÁ LÝST KLH HÁTÖLURUM, KOMIÐ OG HLUSTIÐ. HLJÓMDEILD Ohn KARNABÆR Laugavegi 66, 1 hæð Simi frá skiptiborði 28155 Þúsund, þjala smiður USTINOV Framhald af bls. 33. ir að vera hjálplegur í þessum vanda. Vinur hans David Niven, sem kveðst hafa þekkt hann unt ómunatíð segir: „Mér finnst það okkur hinum til skammar aö hafa ekki nýtt þennan fyrirferðar- mikla sniliing til tvgggja til þriggja starfa, í stað þess að láta hann vera að vasast í 25 ólíkum hlutum. En honum finnst víst sjálfum gaman að þessu." Fyrstu frægðarsporin steig Pet- er Ustinov snemma. Hann fékk mikið hrós fyrir fyrsta leikritið sitt „House of Regrets" 1942. Það var kallað „besta leikrit striðsár- anna". Hann hlaut lfka lof fyrir leik sinn á sviði í West End. jafn- framt þvi að hann gegndi her- þjóhustu. Þar hitti hann David Niven fyrst. Síöan þetta var virð- ist hann alltaf hafa verið önnum kafinn leikari, leikstjóri, leikrita- höfundur, skáldsagnahöfundur, grinisti, fyrirlesari — eiginlega hvað sem er á sviði orðsins listar. ast til að skrifa greinar um það sem þeir í það minnsta hafa ekki sérstakan áhuga á eða vera út- gefendur sjálfir eins og T.S. Eliot og háfa eitthvað annaö sem hliðargrein. Ég vil helst ekki þurfa að troða sjálfum mér um tær. svo að ég kýs frekar að leika en skrifa eitt til aö gefa mér færi á að skrifa annað. Þótt leikrit hans hafi ekki öll fengið varmar móttökur, og jafn- vel verið púuð niður. þá eru leik- rit á borð við „The love of four Colonels" og „Romanoff og ; Juliet" þekktari en nokkur bóka hans. Það var sýnt hér í Þjóöleik- j húsinu og kom höfundurinn þá til I íslands. 1 Þar sem Peter Ustinov getur aldrei lengi verið án þess að koma fólki til að hlæja, hættir fólki til að flokka hann sem grinista með öllu því alvörulevsi _ sem i þvi felst. — Til dæmis eiga menn erfitt með að imynda sér að ég geti gert sögulega þætti fyrir BBC útvarpið uni tímabil. sem ég þekki vel, segir hann. — Af hverju ertu að þvi, úr þvi þú lætur áhevrendur ekki veltast um af hlátri segir það. Til þess hefur það opnað útvarpið. En þetta er misskilningur. Það er auðveldara að vera fyndinn, ef fjallað er lim alvarlega hluti. Þvi gamanið á einmitt að leggja áherzlu á það sem alvara er i. Þess ve’gna er svo erfitt að vera fyndinn i amerisku söngleikjunum. Þar er bara verið að blása sápukúlur. Þeir fjalla I ekki um neitt. Þeir eru bara vfra- virki um ekki neitt. Liklegá þarf ég á að halda uppörvuninni. sem kemur frý hlátri. Eg held að ég gæti ekki tekiö hlutina alvarlega án þess að hafa þá staksteina. Mér mundi finnast hræöilegt að halda ræðu, sem hvergi vekti hlátur. Og ég held að hlátur hafi heilsubæt- andi áhrif, sem engin tár megna að veita. árunum spurði nefnd ein hann eitt sinn hvar hann vildi þjóna í hernum. Hann svaraði: — Iskrið- dreka. Þegar hann var beðinn um skýringu, svaraði hann þvi til að hann vildi helst lenda sitjandi i orustu. Nýlega villtist hann i Leningrad á leið i óperuna, og sagði svo frá þvi: „Ég fór til Intourist ferðaskrifstofunnar morguninn eftir og kvartaði undan því að mér hefði ekki verið veitt almennileg eftirför, því ég hefði ekki haft neinn til að-sþyrja til vegar. Hvorugur aðilinn kunni þarna að meta gamansemi hans, enda er sjaldnast gaman að vera viðfangsefnið i grini hans. Eins og sést af sjálfsævisögu Peters Ustiovs vildu jafnvel öll merki um gleði og grín hverfa á hinum erfiðu hjónaskilnaðafár- um. Nú er hann miðaldra maður, og stendur aftur föstum fótum á jörðinni, eins og hann orðaði það við viðmælanda sinn í Genf. — Mér finnst lífið ennþá glæpsam- lega stutt, sagði hann og bætti svo við af sinni hreinu bjartsyni: „Þvi er ég feginn; þvi ef mér fyndist það of langt, þá væri það skelfi- legt." — Fólk virðist alltaf vera að furða sig á þvi að ég geri svo margt, segir Peter og furðar sig sjálfur á þessari furðu. — En í rauninni kem ég færra i verk en venjulegur tónlistarmaður. Mjög fáir geta samið tónlist og því finnst þeim það eðlilegt að einn maður geti eins og Prokofiev, stjórnað hljómsveit, samið tónlist og leikið á pianó sin eigin píanó- verk. En þar sem allir kunna að skrifa, þó ekki sé nema til að geta skrifaö litla orðsendingu á borð við „kem strax aftur" eða „skrapp frá i mat", þá finnst þeim það aiveg dásamlegt að einhver skuli geta gert það sama við orð. Um þessar mundir er Peter Ustinov að venju önnum kafinn. Sjálfsævisagan hans „Dear Me“ er að koma út, og hann er jafn- framt að skrifa skáldsögu, leikrit og kvikmyndahandrit. Og inn á milli skreppur hann til að ávarpa ársfund IBM i Cannes, afhenda verðlaun fyrir barnateikningar á vegum Barnahjálparsjóðsins i Lausanne, að taka við gullverð- launum í Warsjá og kynna kana- diska kvikmynd i Leningrad („þeir héldu að ég gæti talað af þekkingu, þar sem ég hafi komiö undir í Leningrad," segir hann). Hann viróist búa meira eða minna i stórri leðurferöatösku. Pcter l'stinov \ id húsið sitt i Gcnf. Það cr þa'gilegt cn ckki íhurðarmikið. En í kring cr ra>kt- aður vínviður. scni hann hcndir hcr á og hann gefur af scr 4000 flöskur af rauðvlni á ári. Sjálfur tckur hann í vinkjallarann sinn 400 flöskur. Gamansemi Peters. Ustinovs getur verið nokkuó beitt. A striðs- sem gegm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.