Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 45 Tónmennt barna — Tónmennt barna — Tónmennt barna — Tónmennt barna — Tónmennt barna um tónlist, en þess í stað lögð áhersla á að láta nemendur vera virka i námi með því að flytja tón- list sem hæfir þroska þeirra og færni, hlusta á tónlist og greina hana, svo og tjá sig um hana, og síð- ast en ekki síst að skapa tónlist sjálfir, þ.e. semja lög og tónlist fyrir hljóð- færi, dramatisera kvæði, sögur og atburði með ýms- um hætti og yfirleitt tjá sig. á skapandi hátt. Kennarar þeir sem ann- ast hópkennsluna hafa í mörg ár lagt mikla vinnu í að semja lifandi námsefwi fyrir þessa tíma. Námsefn- iö hefur verið tilrauna- kennt, endurskoðað að loknu námsari, endurbætt og tilraunakennt upp á nýtt. Meó því sífellt að endurskoða og endurbæta námsefnið er komið í veg fyrir að kennslan og náms- efnið lendi í föstum farvegi og staðni. Reyndar gerir þetta miklar kröfur til kennaranna, en ég hygg að enginn sjái eftir þeirri vinnu sem hefur farið í þetta. Hljóðfærakennarar hafa ekki heldur látið sitt eftir liggja. Okkur hefur fundist vera tilfinnanleg vöntun á aðgengilegu lífrænu kennsluefni í hljóðfæra- nám, sérstaklega fyrir byrjendur og yngri nemendur. Allir hljóðfæra- kennarar skólans hafa lagt mikla vinnu i að safna að- gengilegum lögum og ýmsu kennsluefni og útbúið bæk- ur sem þeir nota í byrjendakennslu. Skólinn hefur sjálfur fjölritað og gefið út þessar bækur. Reynslan hefur sýnt að þetta námsefni höfðar mjög til barnanna. Þegar nemendur eru komnir yfir fyrstu erfiðleikanna minnkar vandinn hvaða námsefnið varðar, af nógu er þá af að taka. Sem dæmi um nýtt námsefni má nefna, að Jónas Ingi- mundarson píanóleikari og yfirkennari skólans hefur safnað og sett út fjölda píanólaga sem nú koma út hjá Tónverkamiðstöðinni. Er það fyrsti íslenzki „píanóskólinn“ sem á markaðinn kemur.“ „Við erum alltaf að fitja upp á einhverjum nýjunKum vegna þess að við viljum að Tónmennta- skólinn sé lifandi stofnun og rétt- la-ti hlutverk sitt mTa. sem lil- raunaskóli," sagði Stefán Edel- stein skólastjóri. þegar talið barst að nýjungum í kennsluaðferðum og námsefni innan skólans og sfð- an framtíðaríætlunum. Stefán gat þess að nú væri til dæmis tilraun í gangi þar sem mjög ungum nemendum — 4 til 6 ára væri kennt á fiðlu og annaðist Gígja Jóhanrlsdóttir fiðlukerinari þennan þátt. Annað dæmi væri hljóðfærasmiði en nemendufn hefði verið kennt að smiða flaut- ur úr plaströrum undir hand- Jeiðslu Sigríðar Pálmadóttur bekkja- og flautukennara, en æ‘l- unin væri að gefa nemendum kost á að smíða fleiri hljóðfæri síðar meir og þá e.t.v. í samvinnu við smiðakennara ef unnt reyndist að skapa aðstöðu til sliks í skólanum. Þá nefndi Stefán að undanfarin ár hefði skólinn notið styrkja frá Fordstofnuninni í New York i því skyni að semja handhók i náms- efnisgerð og hefur þetta verk ver- ið unnið af þeim Stefáni, Njili Sigurðssyni og þremur bandarisk- u m tónlist arháskól aprófessorum, sem eru sérfræðingar í þessum efnum. Bókin er nú að koma út í Bandarikjunum, að sögn Stefáns. en hefur einnig verið þýdd á ís- lenzku og gefin út hér af mennta- m: laráðuneytinu. Er hún m.a. notuð sem kennslubók í kennara- deild Tónlistarskólans. Nú hefur Tönmenntaskólinn fengið viðbótarstyrk frá Ford- stofnuninni til 4ra ára í því skyni að þróa námsefni og ýmiss konar kennsluprógrömm (og nota til þess ofangreina bók) og tilrauna- kenna siðan þetta nýja námsefni. Við ætlum að gera þetta hér i skólanum fyrir hópkennslutím- ana og munu kennarar þeir sem kenna bekkjunum sjá um þetta. bæði að hanna kennsluprógramm- ið, útbúa námsefnið og siðan að kenna það. Ætlunin er með þessu að ná fram fjölbreytni i kennslu- efni, aðferðum og inntaki og gefa hverjum kennara 'hám:rksfrelsi og svigrúm. Allir stefna kennar- arnir þó að sama markmiði: Að auðga tónlistarreynslu nemenda sinna og vinna að músíkölskum þroska þeirra. Þess má geta i þessu sambandi að ætlunin er að fara með þessa tilraun í einn grunnskóla til þess að kanna. hvort frjálsleg, óformleg kennsla Ýmsar njjungar og framtíðaráform: höfði ekki einnig til nemenda þar. í þessu kennsluprógrammi verð- ur lögð áhersla á að höfða ekki alltaf til alls nemendahópsins. heldur einnig til smáhópa innan bekkjarins. Einnig verður um að ræða einstaklingsbundnar kennsluaðferðir og sjálfsnám. A sama tima og þessi tilrauna- starfsemi fer fram hér 'a landi næstu 4 árin, þá er samsvarandi starfsemi i gangi í borginni Arnes i ríkinu Iowa í Bandarikjunum. Hún er mun stærri í sniðum þar og nær til allra nemenda skóla- kerfis borgarinnar, frá forskóla til menntaskóla og einnig til tón- menntakennaranáms við háskól- ann þar. Þessi 4 ár mun verða náið samband milli Reykjavikur og Ames, skiptst verður á upplýs- ingum og kennsluefni og gagn- kvæmar heimsóknir skipulagðar. Eina nýjung get ég ekki stillt mig um að nefna. Skólinn hefur, af tilefni 25 ára afmælisins, pant- að 3 tónverk hjá jafnmörgum is- lenskum tónskáldum, þeim Atla Heirni Sveinssyni, Jóni Asgeirs- syni og Ðorkeli Sigurbjörnssyni. Tónverkin eru fyrir hljómsveit skólans. og ef þau verða ekki of erfað og tíminn til æfinga nægi- legur, munu þau verða flutt á tónleikum í vor. Þetta er reyndar ekki i fyrsta sinn að skólinn pant- ar tónverk. Þorkell Sigurbjörns- son hefur samið tvær barnaóper- ur fyrir skólann og hafa þær báð- ar verið fluttar. í þessu s:mbandi vildi ég segja að allt of lítið er gert af þvi að hvetja islensk tónskáld til tón- sköpunar fyrir tónlistarskólana. Mér finnst að þetta ætti að vera fastur liður i ætlunarverki skól- anna. Hlutur islenskrar samtíma- tónlistar í uppeldisstarfi tónlist- arskólanna er of litill sem stend- ur. Margar hugmyndir eru á döf- inni hvað varðar nýjungar í fram- tiðinni. Mætti þ:r fýrst nefna byggingaráform. Tónlistarskólinn i Reykjavik og Tónmenntaskólinn hafa báðir áform um byggingar, en hægt gengur með að umsetj: þessi áform í veruleika. Sem stendur getum við verið þ:kklát fyrir að hafa fengið :ðstöðu hér, en til eilifðar dugar þessi aðstaða ekki. Tónlistarskólinn er i algeru vandræð: :standi hvað húsnæði varðar, og þvi brýnna að leysa úr þeim vanda en okkar sem stend- ur. Við erum með ýmsar hugmynd- ir hvað snertir inntak skólastarfs- ins i framtiðinni. en vitanlega er ekki unnt að gera þær allar að veruleika i einu. Ég teldi t.d. æskilegt að byggja upp litið elektrónískt stúdió fyrir elstu nemendur skólans þar sem þeir geta unnið að tónsmiðum og ým- iss konar skapandi starfi með elektróniskum tækjum. Nemend- ur á aldrinum 13—15 ára hafa áhuga á slíku og eru oft hinir mestu hugvitsmenn. Nýjungar i námsefni er búið að nefna. en endurskoðun og endur- bætur á kennsluprógrammi skól- ans er starfsemi sem aldrei má rofna ef skólinn á að gegna hlut- verki sínu á tilgangsrikan hátt. Eg hef einnig mikinn áhuga á að gera tilraunir nteð kennslu. aðal- lega fyrir eldri nemendur; þar sem samþætting á sér stað milli listgreina og nemendur læra að skoða listræn fyrirbæri á breiðari grundvelli (aesthetie education Framhald á bls. 55 Islenzk-amerísk samvinna um námsefni tónmenntakennsln

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.